Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.09.1959, Qupperneq 16
16 MOR CUHRL AÐIÐ Miðvikudagur 9. sept. 1959 „Þegiðu!" skipaði hún. „Hefur I>ú drukkið? Þú talar eins og drukkinn maður“. Hún tók eftir því, að hún tal- aði of hátt. Barnaherbergið var uppi yfir stofunni. Hún lækkaði róminn. „Ég ætlaði að semja frið við þig, Hermann. Þú gerir mér það ókleift". „Semja frið? Hvað eiga svo Stór orð að þýða. Ég er búinn að segja þér, að viðskipti mín í Leo poldville koma þér ekkert við. Það er allt og sumt. Við eigum ekki í stríði hvort við annað“. Hún staðnæmdist fyrir framan hann. „Zenta kom hingað". sagði hún. Hann fölnaði. „Hver er Zenta?" „Gerðu nú svo vel að hætta að Ijúga, Hermann. Þú veizt ná- kvæmlega, hver Zenta er. Hún var ástmey þín, áður en þú varðst ástfanginn af þessari innfæddu stúiku". „Hvaða ósvífinn rógburður er þetta?" Vera gekk fram hjá honum og staðnæmdist við gluggann. „Silvía hefur bjargað dásam- lega miklu“, sagði Vera og sneri sér frá Hermanni. ,,Þú elskar barnið okkar eins og ég. Nú er það undir þér komið, Hermann, hvort hjónaband okkar verður eyðilagt". Hún talaði enn lágt, hægt og vó hvert orð. „Þú getur ekki elskað þessa fögru vínstofu konu, og ekki heldur litlu blökku stúlkuna. Kongó-hitasóttin hefur náð tökum á þér. Þú munt segja að þetta orðatiltæki sé líka frá Anton. Það getur vel verið“. Hún sneri sér við. „En Anton hefur varað mig við Kongó-hitasótt- inni. Hann vissi, livers vegna hann varaði mig við. Ef hann hefði viljað, þá væri ég orðin ástkona hans. Hann vildi það ekki. Hann er orðinn ónæmur fyrir Kongó-hitasóttinni, eins og innbornir menn gegn mýraköldu. Ég er fús til að gleyma öllu, Her- mann. Öllu, sem þú hefur gert, og ég var nærri farin að gera. Og það vegna barnanna. Ég heimta af þér, að þú sjáir hvor- ugan þennan kvenr ann fram ar og að þú hættir að fást við óheiðarleg fyrirtæki". Hermann svaraði ekki þegar í stað. Hann tæmdi glas sitt í einum teyg. Því næst hlammaði hann sér niður á stól. „Og þú trúir vínstofustúlku bet ur en mér?“ sagði Hermann og róaðist. „Það er einhver hlægileg hefndarráðstöfun. Ég mun kom- ast að því“. „Og Lúlúa?“ sagði hún gæti- lega. „Heldur þú ekki, að ég hafi viðbjóð á þessari litlu blökku- stúlku? Þar að auki er hún frilla Antons. Það er honum líkt. Senni lega hefur hann hugsað þetta allt upp. Já, auðvitað er það þannig. Hann hefur sent Zentu út af örkinni, til þess að reka fleyg á milli okkar". „Þú lýgur“, sagði Vera. „Þú vilt ljúga". í sömu svipan var hurðin opn- uð. Gamla barnfóstran rak svart höfuðið inn um dyragættina. ,Frú“, sagði hún, „ég held að þér ættuð að koma upp. Barnið er vaknað'. Hún hefur sótthita". Fjórum dögum síðar, á mið- vikudegi, lenti fjögurra hreyfla Sabena-flugvélin á flugvellinum við Briissel. Hermann Wehr ók þegar til hótel Metropole. Klukkan var sex að kvöldi. Að klukkustund liðinni varð hann að vera kom- inn á heimssýninguna, þar sem André Martin beið hans. Hann hafði ekki búizt við því, að hann gæti staðið við það að hitta herra Martin. Tvo daga og tvær nætur hafði Silvía mikinn sótthita. Hann komst upp í fjörutíu og eitt stig, en fór svo skyndilega að lækka. Tvo daga Rösk ung og laghent stúlka getur fengið góða atvinnu við léttan, hreinlegan iðnað. Upplýsingar í skrifstofunni. Eygló Verzlun — Verksmiðja Laugavegi 116 II. hæð. og tvær nætur höfðu þau Her- mann og Vera verið nærri stöð- ugt við rúm barnsins. Þrír lækn- ar höfðu komið saman í húsinu á Leopold-Vue. Þeim kom saman um, að sótthitinn ætti ekki skylt við slöngubitið, að minnsta kosti ekki beinlínis. Taugaáfall- ið og hræðslan orsökuðu hitann, en hann var ekki síður hættuleg- ur af þeim sökum. í tuttugu og fjórar klukkustundir var óttast um heilahimnubólgu. Hermann hafði verið að hugsa um, að vitja sérfræðings til Brússel, en þá leið hættan allt í einu hjá. En hann fann ennþá eftirstöðvar hræðsl- unnar og þreytunnar í öllum lik- ama sínum. Hann bað um sam- band við Leopoldville áður en hann var búinn að fá sér bað og skipta um föt. „Ég var að koma“, sagði hann, þegar Vera lét til sín heyra við hinn enda símans. „Hvernig líð- ur Silvíu?" „Ágætlega. Hún er hitalaus. — Hún er að leika sér í herberginu sinu“. „Guði sé lof!“ Þau sögðu síðan aðeins nokkur orð, sem ekki skiptu máli. Á meðan hann var að raka sig í baðherberginu mundi hann eftir því, að hann hafði varla talað við Veru nema nokkur þýð ingarlaus orð þessar fjörutíu og átta klukkustundir, sem þau höfðu vakað dag og nótt. Hermann hressti sig upp. Hann varð nú að hugsa um viðtalið við André Martin, sem stóð fyrir dyr- um. André Martin var meðal helztu námueigenda í Kongó. Eins og margir auðugir íbúar Leopold- ville dvaldi hann mestan hluta ársins í Brússel. Annars var André Martin ekki frægastur fyrir auðæfi sín og námur, held- ur fyrir góðgerðastarfsemi sína. Löngu áður en Adam Sewe var kominn til Kongó hafði Martin komið mörgum góðgerðastofnun- um á fót. Hann var formaður í heilli tylft góðgerðafélaga, kom af stað söfnunum, samkvæmum, dansleikjum og leiksýningum til stuðnings ýmsúm mannúðarmál- um, stofnaði sjúkrahús, sem bar nafn hans og kom á fót skólum og mæðraheimilum. Belgiska, franska og meira að segja amer- íska stjórnin höfðu sæmt hann heiðursmerkjum. Á meðan Hermann gekk í gegn um forsalinn í „hótel Metropole", reyndi hann að gera sér grein fyrir þessum manni, sem hann varð nú að eiga viðtal við, sem myndi gera út um örlög land- svæða Sewes og sennilega um hans eigin örlög. André Martin var ekki eingöngu formaður, heldur einnig — og það vissu allir — aðal stuðningsmaður „Adam-Sewe-félagsins“ fjárhags lega, en það átti hálfa Kwango- nýlenduna. Ef Martin lét undan og seldi Delaporte nokkurn hluta landsvæðis síns, þá var hægt að sleppa opinberum deil- um við Sewe. Endalok stríðs vc>ru aldrei viss. Hermann var að vona, að Martin gengist fyrir þeim skynsamlegu röksemdum, sem ekki höfðu nein áhrif á Adam Sewe. Hann komst fljót- lega með leigubílnum til sýning- arsvæðisins, þótt kvöldumferðin væri óvenjulega mikil. Atomium gnæfði yfir allt og teygði silf- urlita hnefa sína móti heiðskír- um júní-himninum. Það var sérstaklega mann- kvæmt á sýningarsvæðinu í sum arveðrinu. Hinir mislitu hengi- bétar svifu látlaust yfir höfðum gestanna. 1 veitingahúsi Vati- kansins, sem var margra hæða hús, og allt eingöngu úr gleri, sátu mörg hundruð manna við gluggana og leit nærri því svo út, að þeir væru sjálfir sýning- argripir. Fyrir framan hið litla, gullna Tahitismusteri sá Her- mann loksins eitt þeirra leigu- bifhjóla, sem ungir menn stýrðu, og sátu farþegar á litlu sæti fyr- ir framan ökumanninn. í veit- ingasal þýzka hússins hitti Her- mann herra Blatzheim, hinn fræga þýzka veitingastjóra, sem var vinsælli í Brússel fyrir það, að menn vissu, að hann var stjúp faðir kvikmyndastjörnunnar Romy Schneider. „Það er búizt við yður, herra verkfræðingur", sagði hinn há- vaxni, glæsilega klæddi veitinga stjóri, þegar Hermann nefndi nafn sitt. André Martin sat við horn- borð. Hann stóð upp, brosti vin- gjarnlega og rétti Hermanni höndina. Hinn mikli mannvinur var maður um fimmtugt. Hann var yngri en Hermann hafði búizt við. Þótt hann væri Vallóni, þá hlutu forfeður hans að hafa ver- ið Þjóðverjar eða Flæmingjar,, því hann minnti greinilega á þýzkan aðalforstjóra við „krafta verkið". Hann var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og nokkuð feit- laginn, með þykk, svört horn- gleraugu á nefinu, sem var í gild ara lagi. En nefið fór vel á and- litinu, sem var kringluleitt, rauð- K o n a vön matreiðslustörfum óskast. Einnig kona til að smyrja brauð. Brautarholti 22 Við skulum dvelja hér yfir nóttina, Ríkharður. Það er orðið of áliðið núna til að leggja af stað til baka. Vertu ekki svona niðurdreginn, Markús, þú hefui enn 12 tíma frelsi, áður en þú ferð fyrir réttinn. Þurrkaðu af og höggva við í eldinn. Já, en hreinsaðu þennan gamla ofn, Rík- ' gleymdu bara ekki að koma aft- harður, ég ætla að fara út og | ur. | leitt og bar gæða- og velvildar- svip. Þeir athuguðu nákvæmlega þýzka matseðilinn, — þar vantaði varla neinn þýzkan þjóðrétt — og þegar Martin hafði pantað dýrasta vínið, bað hann gest sinn að koma þegar að erindinu. „Ég er í rauninni aðeins kom- inn hingað", sagði Hermann, „til þess að endurtaka tillögú félags míns, Delaporte A. G. Við vitum, að þér, herra forstjóri, hafið svarað tilboði okkar á neikvæðan hátt. En við getum ekki litið svo á, að það sé lokasvarið". Martin batt munnþurrkuna ná- kvæmlega um gildan háls sinn. Hann var nú mjög föðurlegur á að líta og ekki smáborgaralegur. „Þótt ég vilji gjarnan kynnast yður, herra verkfræðingur", sagði Martin, „hef ég þó ráðið Delaporte til að senda yður ekki til Brússel. Neitun okkar er ákveðin, alveg ákveðin fyrir fullt og allt“. „Má ég fá að Vita ástæður yð- ar, herra forstjóri?" „Þarf það skýringar við? Adam Sewe hefur helgað líf sitt byggingu þorpanna handa hin- um innbornu. Hann hefur reist mannúðinni óbrotgjarnan minnis varða. Félag okkar er til þess að vaka yfir þessum minnisvarða“. „Við hö.um boðizt til þess að kosta byggingu þorpa innborinna manna inni í Kongó, og meira að segja tífallt stærri". André Martin bragðaði á vín- inu og það heyrðist smella í tung unni. „Mannúðinni verður haldið áfram lengra og lengra inn í frumskóginn án þess, minn kæri herra Wehr. Það verður ekki hægt að reka þorp Sewes burt með úranvímu. Þau verða þar sem þau eru komin“. Með hverju orði, sem borðfé- lagi hans talaði, óx andúð Her- manns á atvinnu velgjörðamann- •inum, eins og hann kallaði Mar- tin með sjálfum sér. Hann athug aði hin kænlegu, litlu augu bak við hin þykku gleraugu. Það var allt annar andstæðingur en draumóramaðurinn Adam Sewe. Að baki þessarar mjúku fram- komu og hinnar hræsnisfullu 31tltvarpiö 8.00- 12.50 15.00 19.00 19.40 20.00 20.30 21.15 21.40 22.00 22.10 Miðvikudagor 9. september 10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). —14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar af plötum. Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir). Tilkynningar. Fréttir Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leik ari). 20.50 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin 29. maí sl.: Aase Nordmo -Lövberg syngur óperuaríur eftir Mozart og Verdi. Sinfóníuhljómsveitiii „Harmónía** leikur með undir stjórn Arvids Fladmoe. Frásöguþáttur: Tamningarsaga (Sigurður Jónsson frá Brún). Tónleikar: Hljómsveit konung* legu óperunnar í Covent Garden leikur vinsæl hljómsveitarverk, Stjórnandi: John Hollingsworth. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr- um“ eftir Karen Blixen (Arn- heiður Sigurðardóttir þýðir og les! 22.30 í léttum tón: Frankie Lymon og fleiri syngja og leika dægurlög. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 10. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Á frívaktinni“, sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. ■— (19.25 Veðuifr ). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 „Á stjórnpallinum“, kafli úr ævi sögu Eiríks Kristóferssonar skip- herra Skrásett hefur Ingólfur Kristjánsson (Gils Guðmundsson rithöiundur les). 21.00 íslenzk tónlist: Tónverk eftir Sig urð Þórðarson. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. VIII, lestur (Sérá Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr- um“ eftir Karen Blixen II. lestur (Arnheiður Sigurðardóttir). 22.30 Sinfónískar tónleikar: Sinfónía nr. 2 eftir Leevi Made- toja. Hljómsveitin Finlandia leik- ur. Martti Similá stjórnar. 23.1Ó Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.