Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. sept. 1959 moncrnrnr 4 *» i ð 9 Hallgrímur Bjarnason SuSur-Hvammi — Kveðja MICARTA ÞÓ að nú sé nokkur tími liðinn frá andláti góðvinar míns, Hall- gríms í Suður-Hvammi í Mýr- dal, langar mig að minnast hans nokkrum orðum. En svo stendur á, að í dag er fæðingardagur hans. Hann fæddist 12. sept. 1861' og var því rúmlega 91 árs, er hann lézt, 29. des. sl. Hallgrímur var merkur maður, grandvar í orði og verki, prúð- mannlegur í öllum háttum sin- um, virðulegur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem nú er að kveðja. Fæddur var Hallgrímur að Norður-Götum í Mýrdal. For- eldrar hans hétu Bjarni Björns- son frá Rofum og Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Brynjólfs á Litlu-Heiði. Þau hjónin eignuð- ust þrjú börn, tvo sonu, Guð- mund og Hallgrím, og eina dótt- ur, Guðrúnu að nafni. Með stuttu millibili misstu börnin for eldra sína, fyrst föðurinn og síð- an móðurina tveimur árum síðar. Það kom þá í hlut hreppstjórans, Einars Jóhannssonar í Þórisholti að útvega börnunum heimili. Var Hallgrímur þakklátur hreppstjóranum fyrir það, hversu vel honum tókst í því efni. Guð- mundur fór að Fagradal til Magnúsar föðurbróður síns og konu hans, Sólveigar; Guðrún að Suður-Vík til Jóns umboðsmanns og Guðlaugar Halldórsdóttur og Hallgrímur að Norður-Vík til Gunnlaugs Arnoddssonar og Elsu Þórðardóttur. Taldi Hallgrímur, að þetta hefðu verið beztu heim- ilin, sém hægt var að fá. Með miklu þakklæti minntist hann heimilisins í Norður-Vík og taldi, að það hefði verið sér ómetan- legt, að njóta þess í bernsku og æsklu og mótast af hoilum heimilisháttum þess. Eftir að Hallgrímur fór frá Norður-Vík nálægt tvítugu, var hann í naörg ár á ýmsum stöðum í Mýrdál, vinnumaður eða lausa- maður, sem svo var kallað. Haustið 1906 andaðist merkis- bondinn og fræðimaðurinn Markús Loftsson í Hjörleifs- höfða. Arið eftir (1907) réðst Hallgrímur ráðsmaður til ekkju hans, Áslaugar Skæringsdóttur, mikilhæfrar og gáfaðrarkonu. Ári síðar giftust þau. Hófst nú nýr þáttur í ævi Hallgríms. Gerðist hann umsvifamikill athafna- maður og stórhugaður. Reisti hann þegar nýtt tvílyft timbur- Til sölu er notuð, ... vel með farinn Rolleiflex Tesser 3,5, með þremur filterum, sólskýli og msku. Verð kr. 3.800,00. Uppl. 7—8 e.h. í síma 19628 og á skrifstofutíma í 19460, innan húss-sími 53. Blóm afskorin óg í pottum, Gróðrarstöðin við Miklatorg. Sími 19775. Samtal á ensku Lærið að tala ensku — reip- rennandi á skrautlegu hótéli á enskri sumarleyfisströnd. Tal- námskeið vísindalega undirbúin af brautskráðum Oxfordmönn- um. Opið allt árið. Samkennsla fyrir byrjendur eða lengra komna, eldri en 15 ára. Eina skrauthótelið me tungu- málaskóla í Bretlandi. Myndskreytt skrá: THE REGENEY. Ramsgate, Kent, England 100 herbergi — við strönd- ina — Lyfta o. fl. hús, lagði vatnsleiðslu heim á bæ, stækkaði túnið og girti, kom upp útihúsum o. s. frv. Búnáðist þeim hjónúm hið bezta, þó að erfið væri jörðin. En fljótlega eftir að þau hjónin giftust hófust þau veikindi húsfreyjunnar, sem hún fékk aldrei bót á. Frá Hjörleifs- höfða fluttu þau hjónin árið 1920 að Suður-Hvammi og tóku við þeirri jörð af Sveini Ólafssyni og Vilborgu Einarsdóttur, er þá fluttu til Reykjavíkur. Hafði Sveinn setið þá jörð með miklum ágætum og bætt stórlega. Arið 1939 andaðist Aslaug, kona Hallgríms, og nokkru síðar lét hann áf búskap, en við tók Kjartan Leifur Markússon, stjúp- sonur hans. Hjá honum og konu hans, Ástu Þórarinsdóttur, dvaldi Hallgrímur eftir það til dánar- dægurs, þakklátur fyrir það hlýja athvarf, er hann átti hjá þeim. Annan stjúpson átti Hall- grímur. Það er Skæringur Mark- ússon í Reykjavik. Þakklátur var Hallgrímur einnig honum og konu hdns, Margréti Halldórs- dóttur, fyrir margs konar vott góðvildar og ræktarsemi. Sannleikurinn var sá, að Hall- grímur var marina ógleymnastur á það, sem honum var gott auð- sýnt, og fáa menn hefi ég vitað svo trygglynda sem hann var. Hann gleymdi ekki vinum sín- um. Frá því ég man eftir Hallgrími var hann lotinn í herðum og sýnilega vinnulúinn, enda þjáð- ist hann um skeið af gigt. En fyrr á árum mun hann hafa ver- ið glæsilegur að vallarsýn -— og ávallt bar hann svipmót göfug- mennsku og heilsteyptrar skap- gerðar. Ánægjulegt var við hann að ræða um menn og málefni, enda var hann fróður um margt. Á þessum afmælisdegi horfins vinar minnist ég hans þakklátum huga. Jón Þorvarðsson. íhúð til leigu 4ra herb. íbúð í risi með sér kyndingu til leigu 1. okt. Fyrirframgreiðsla æskileg. Tilboð merkt: „Fagurt útsýni — 4965", sendist afgr. Mbl. fyrir mánudags- kvöld. Tréfex Fyrirliggjandi t r é t e x H.f. AKUR Brautarhdlti 20 — Sími 13122 Stórt fyrirtæki í Miðbænum óskar að ráða til sín skrifsfofustúíku með Verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun. Góð íslenzkukunnátta nauðsynleg. Tilboð er tilgreini aldur. mennt- un og fyrri störf. sendist afgr. Mbl. sem fyrst, merkt: „Rösk—4375“. Hestamannafiiildgið FÁKUR Þeir, sem eiga hesta sína á Geldinganesi verða að hafa tekið þá við hliðið fyrir kl. 4 e.h. í dag. STJÓRNIN Amerískar harðplastplotur ýmsar stærðir og fjölbreytt litaúrval ásamt tilheyrandi lími fyrirliggjandi HELGI MAGNÚSSON & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227 PÍPUR vatnsleiðslu- og miðstöðvarpípur ^vartar og galvanizeraðar 3/8“—á“ fyrirliggjandi HELGI MAGNÚSSON & Co. Hafnarstræti 19 — Símar: 1-3184 og 1-7227. Til loftræstingar „ T H U R M “ ínftblásarar SKBt)FUVIFTUR 300—600 mm í þvermál dæla allt að 11000 ten.m. lofts á klst. ÞRÍSTIBLÁSARAK Dæia allt að 15600 ten.m. lofts á klst. þrýstiorka allt að 180 mm WS. SMIÐJUBLÁSARAR Dæla allt að 400 ten.m. lofts á klst. þrýstiorka allt að 125 mm WS. VEB ELEKTROMOTORENWERKE THURM THURM/SACHSEN Umboðsmenn. K. Þorsteinsson & Co., Tryggvag. 10 Reykjavík — Sími: 1-93-40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.