Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. sept. 1959 Anton Wehr athugaði blaðales- endurna, sem voru í smáhópum í fjörugum samræðum á strætinu. Andlit hans var dauflegt og svipbrigðalaust. Hann hugsaði ekki lengur um málaferlin, sem nú voru orðin óhjákvæmileg, eftir að fyrirtækið Delaporte hafði reynt vikum saman að fá Adam Sewe til að láta undan, það er að segja að selja landsvæði sín af frjálsum vilja. Hann var að hugsa um Lúlúu, sem nú hafði verið horfin í nærri því viku. Hann var viss um, að hin þel- dökka stúlka var ekki lengur neins virði, og ef hún hefði verið kyrr hjá Adam Sewe, þá hefði hann sennilega ekki skipt sér af henni. En honum fannst hið dul- arfulla hvarf hennar óhugnan- legt. Hafði hún grandað sér? Eða hafði hún farið aftur til ættbálks síns austur í landi? Eða bjó hún yfir einhverju, sem gat komið hinum fyrrverandi elskhuga hennar illa? Adam Sewe vissi ekki neitt. Og Verneuil lögreglu stjóra sem Anton hafði spurt með gætni, var þetta líka ráðgáta. Anton sneri sér snöggvast frá glugganum. Hann leit yfir hina rúmgóðu smekklega brúnu stofu sem var önnur í tveggja her bergja íbúð hans í „Memling". — Hann hafði flutt úr litlu íbúðinni í innfæddra-hverfinu, þegar Lú lúa kom ekki aftur. Hann hafði Til sölu 6 kw. 220 volta Rafal 1. Fasa með töflu og tilheyrandi VÉLASALAN H. F. Sfúlka öskast í skemmtilega sérverzlun , Miðbænum. Umsóknir ásamt uppl. sendist afgr. Mbl. merkt: A. B: C. —9039. Fyrir veturinn Skólapeysur, einlitar og röndóttar Dömu og telpna golftreyjur í lita vali. Gammosíubuxur og gallabuxur barna, margar stærðir. Herrapeysur með rennilás og V hálsmáli Grófu peysurnar með kraga og líningu fyrir dömur og herra komnar aftur Athugið! Allt framleitt úr hinu þekkta ítalska Lana Gatto ullargarni. Verzlunin Dagný Skólavörðustíg 13 — Sími 17710 alltaf langað til að eiga heima á bezta gistihúsinu í borginni, og nú gat hann veitt sér það. Nú þurfti hann ekki annað en að styðja á bjölluhnappinn og þá komu svartir þjónar með hvað sem hann vildi: kampavín og viský, kavíar og hvers kyns krás ir. Hann var í nýjum fötum, hvít um léreftsfötum. Hann hafði fengið þau í morgun hjá bezta klæðskeranum í Leó. En hann langaði ekki til að skoða sig í speglinum. Hann langaði meira að segja ekki til að panta viský. Hann sneri sér aftur að gluggan- um og í sama bili sáust svipbrigði í andliti hans. Vera Wehr var að kcma inn í gistihúsið. Tæpum tveimur mínútum síð- ar var hringt í símann. Dyravörð urinn skýrði frá því, að kona vildi fá eð tala við herra Wehr. Vera var í síðum sumarkvöld- kjól — og hafði silfur-gráa marð arskinnslá á herðunum. — Hún rétti Anton ekki höndina, en mælti: „Okkur er boðið til kvöldverð- ar hjá landstjóranum. Ég hef los- að mig í hálftíma, til þess að tala við yður, Anton“. Hann bauð henni þegjandi sæti undir speglinum í gylltu umgerð inni, en stóð sjálfur. „Á morgun byrja málaferlin gegn Sewe“, sagði hún: „Ég veit það“. „Ég veit, að þér vitið það“, svaraði hún ergileg. „Það er ekki talað um annað í Leopoldville". Hann leit út að opnum glugg- anum. „Það er víst“, sagði hann. „En það hreyfir enginn hönd né fót til að koma í veg fyrir mála- ferlin". „Hvað eigið þér við með því?“ „Það hefur verið hvíslað um það í nokkra daga, að hinir inn bornu ætluðu að hindra málsókn ina. Það var sagt, að skjólstæð- ingar Sewes ætluðu að koma í hópgöngu til Leó. Það var búizt við mótmælafundum í allri borg- inni í dag. En borgin er eins róleg og vant er á fögru júní-kvöldi“ Vera kinkaði kolli. „Lögreglan hefur viðbúnað til að gera viðvart", sagði hún. Anton hló. „Lögreglan getur sofið róleg. Það kemur engin hópganga til borgarinnar og það verða engar mótmælaaðgerðir“. Hann dró stól að bólstraða sætinu, þar sem Vera sat, og settist. „Manni get- ur orðið óglatt af því, Vera. — Þessir Makakóar, sem eiga Sewe allt að þakka, láta það viðgangast eins og ekkert sé, að „engillinn“ þeirra sé skotinn eins og gamall górilla-api. Þeir munu líka fá að horfa á það„ hvernig sjúkrahúsin þeirra og skólarnir verða sprengd í loft upp“. Það var barið að dyrum. — Blökkudrengur kom með nýjasta blaðið, baðst afsökunar er hann leit á hina fögru konu og fór út hljóðlega. Anton leit á blaðið. Hann rak upp hlátur og kastaði því á borð- ið. — „Þetta verðið þér að lesa“, sagði hann. „Það er blað Dela- portes. Það kemur hugum manna í uppnám“. Og þegar Vera gerði sig ekki líklega til að taka-blaðið, bætti hann við: — „Ljómandi rosafrétt. „Innfædd stúlka hverfur úr Sewe-nýlend- unni“. Það er verið að nota sér það, að Lúlúa leyndist hjá Sewe. Sjáið þér íil, Vera, þannig hafa menn farið að í margar aldir. — Menn segja ekki það, sem þeim i raun og veru býr í brjósti. Það er ekki sagt, að Sewe sé úranbrask- ari. Honum er borið á brýn venju legt, refsingarvert athæfi — til dæmis, að hann hafi léð flýjandi afbroitakonu fylgsni". Vera virti fyrir sér manninn, sem sat klofvega á stól sínum, hafði hendurnar á stólbakinu og hvíldi hökuna á höndum sér. Hlýlegt bros lék allt í einu um varir hennar, um leið og hún mælti: . . „Ég hefði þá alls ekki þurft að koma, Anton. Þér hafið ákvarðað að vitna ekki gegn Sewe“. „Af hverju ráðið þér það?“ svaraði hann, og sáust engin svip brigði á honum. Stúlkur Okkur vantar nokkrar stúlkur Uppl. hjá verkstjóranum Skúlagötu 51 Sjóklæðagerð Islands H.f. Skrifstofustúlka öskast Vön almennum skrifstofustörfum og með góða vélritunarkunnáttu. Tilboð sendist í pósthólf 869 Ef Markús heldur, að ég trúi hann meira en lítið grunnhygg- I þá einhvers staðar og var senni- | gæti svo sannarlega haft not fyr- þessari sögu hans um að skjór- inn. Hann hefur.áreiðanlega falið J lega á leiðinni að sækja þá. Ég J ir 250,000 dollara sjálfur. inn hafi tekið gimsteinana, þá er „Hvert orð yðar bar vott um samúð með Sewe“. „Sámúð með Sewe? Yður skjátlast. Ég fyrirlít hann einung is ekki meira en andstæðinga hans — og minna en áhangendur hans. Samúð með Sewe?“ endur- tók hann. „Ef til vill hefði ég samúð með honum, ef hugrekki skjólstæðinga hans væri túskild- ings virði. En hvers vegna á ég að bjarga Sewe, þegar hann get- ur ekki bjargað sér sjálfur? Þeg ar málaferlin eru úti, þá mun Sewe vita sjálfur, hvaða skræl- ingjalýður það er, sem hann hef ur fórnað sér fyrir“. „Ég var hjá honum í gær“, sagði Vera. Það var ekkert bros lengur á hinu mjóa, föla andliti hennar. „Mótmælagöngur myndu vera sama og blóðsúthellingar. Sewe vill ekki, að neinar blóðs- úthellingar eigi sér stað“. „Auðvitað ekki. Sewe , þykist vera Jesús Kristur. Drambsemi hins hógværa". Hann athugaði, hvaða áhrif þessi orð hefðu á Veru. Hún var falleg. Honum fannst hún meira að segja fegurri, en hann hafði nokkurn tíma séð hana áður. — Hún hafði látið afneita sér, látið segja honum, að hún vildi ekk- ert hafa saman við hann að sælda. Nú var hún komin til hans og þá líklega sendiboði Adams Sewe. Það var gott, að geta hrellt hana. Hún litaðist um. „Er þetta yður í raun og veru svo mikils virði?“ sagði hún. „Hvað?“ „Þessi tóma íbúð í „Memling"- hóteli". Hún leit í augu hans. —■ „Hin nýju föt. Hinar ríkulegu máltíðir. Vagnarnir og stúlkurn- ar, sem þér munuð kaupa“. „Já“, svaraði hann og mætti augnaráði hennar. „Mér þykir mjög mikið í það varið. Ég var eftirlætiskrakki. Fátæktin á ekki vel við mig. Ef Hermann hefði þá.... “ Hann þagnaði og band- aði frá sér með hendinni. „Ég ætla ekki að byrja aftur. Hvers vegna eruð þér komin hingað til min?“ Hún roðnaði. Hann vissi ekki, hvers vegna hún roðnaði, en honum fannst undarlegt, að nokkur gæti roðnað við þá hugsun, sem hann' hafði ekki látið í ljós með orðum. „Jæja, er það svo erfitt?" sagði hann. Hann ætlaði að yera rudda legur í málrómnum, en hann varð uppörvandi — alúðlegur. „Þér hafið sett mér eina skil- mála“, byrjaði hún, en þagnaði jafnskjótt aftur. „Skilmála — vegna hvers?“ „Þér hafið stungið upp á laun- unum fyrir það — að koma ekki fyrir réttinn á morgun“. Hann gat ekki dulið undrun sína. Hann mundi eftir því. Það var í sjúkrahúsinu. Hann hafði orðið utan við sig. Yfirgefið þér Hermann og verðið þér konan mín, hafði hann sagt, eða eitt- hvað því urú líkt. Hann hafði ekki trúað því lengur en eitt and- artak í skaphita og vímu, að hún myndi sinna kröfu hans. Og nú sat hún þarna, fíngerð og falleg í hinum flegna kvöldkjól — og var ef til vill tilbúin til að láta hann standa við orð sín. aiíltvarpiö Laugardagur 12. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. •— 10.10 Veöurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Ðryndis Sig- urjónsdóttir. 14.15 ,,Laugardagslögin“ — (16.00 Frétt ir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 18.15 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá Vestur- heimi. Boger Wagnerkórinn syng- ur. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Smásaga: „Vetrarkápan'* eftir Maríu Dabrowsku í þýðingu Inga Jóhannessonar. (Þýðandi les). 20.45 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir Leroy Anderson. 21.25 Leikrit: ,,Heima vil ég vera'* eftir Boger Avermaete í þýðingu Þor- steins Ö. Stephensens. (Leikst.jóri: Lárus Pálsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.