Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID Norðangola — Léttskýiað. jQgtiitliIajÞib 199. tbl. — Laugardagur 12. september 1959 í fáum orðum sagt Sjá grein á bls. 8. Thor Thors mótmœlti í gœr atburð- inum á Keflavíkurflugvelli Bandaríkjastjórn fellst á sjónarmið íslendinga Málið vekur mikla athygli vestan hafs MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttaskeyti frá Reuter-NTB: Washington, 11. sept. — Thor Thors, sendiherra Is- lands í Wasliington, mót- mælti í dag við bandaríska utanríkisráðuneytið fyrir hönd stjórnar sinnar, að bandarískir varðmenn (á Keflavíkurflugvelli) hefðu neytt tvo opinbera starfs- menn til að liggja í 10 mínút- ur á jörðinni og hótuðu að skjóta þá, ef þeir segðu auka- tekið orð. Sendiherrann af- henti starfandi varautanríkis- ráðherra, Foy Kohler, orð- sendinguna, en hann annast þau málefni, sem snerta Ev- rópu. Stórblaðið New York Times Eru hinir íslenzku stjórnendur varna- málanna starfi sínu vaxnir? Framsóknarmenn hrúguðu Jbar hverri silkihúfunni ofan á aðra HIN síendurteknu hneyksli á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja menn til hugsunar um það, hvort yfirstjórn varnar- málanna af Islendinga hálfu sé í svo góðu lagi, sem vera ætti. — Jafnskjótt og Framsóknarmenn tóku við stjórn þessarra mála 1953 stofnuðu þeir sérstaka varnarmáladeiid í utan- ríkisráðuneytinu og röðuðu þar á stallinn gæðingum sinum, svo sem þeirra er siður. Deildarstjóri var skipaður Tómas Árnason, sem fengizt hefur við þingframboð af hálfu Fram- sóknar og er einn úr hirð Eysteins Jónssonar. Lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugveili var gerður Björn Ingvarsson, tengdasonur Þorsteins kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði, höfuðstoðar Eysteins á Austurlandi. Enn síðar var nýbak- aður Framsóknarmaður, Pétur Guðmundsson, skipaður flugvallarstjóri. BRASKIÐ SAT f FYRIRRÚMI „Umbæturnar“ voru eftir þessu. Verzlunarbrask og fjár- öflun voru látin sitja í fyrirrúmi. Hámark þeirra starfsemi birtist í olíuhneykslinu, sem verið hefur í rannsókn frá því snemma á sl. vetri og enn sér ekki fyrir endann á. Eftir höfðinu dansa Iimirnir, enda leyndi sér ekki, að þarna þóttust ýmsir Framsóknarpiltar hafa komizt í feitt. Núverandi utanríkisráðherra hefur ekki haft framtak í sér tii þess að taka ráðin af þessum herrum. Auðséð er og, að gæðingarnir þykjast báðum fótum í jötu standa, því að nú gerist Tíminn svo djarfur að kenna Sjálfstæðismönnum um þær yfirtroðslur, sem orðið hafa á Keflavíkurflugvelli!! TfMARITSTJÓRINN SJÁLFUR í NEFND HINNA „FÍNU“ Ekki er þó nóg með, að Framsóknarmenn ráði lögum og Iofum í varnarmáladeild og á Keflavíkurflugvelli og eigi þar að halda uppi sæmd og rétti íslands. Sjálfur Þórarinn Þórarinsson er í nefnd hinna þriggja „fínu“, sem samið var um að skipa, þegar ákveðið var í nóvember 1956 að svíkja loforðið um brottrekstur hersins. Ekki er kunnugt um, að Þórarinn hafi þar neitt lagt til mála, sem aflétt gæti núverandi ófremd- arástandi. Öll þessi frammistaða gefur vissulega ástæðu til að nánar verði athuguð störf þessarra aðila. Þess verður skil- yrðislaust að krefjast, að yfirmenn þessarra mála vinni starf sitt af samvizkusemi og standi vörð um rétt landsins en reyni ekki að velta ábyrgðinni á því, sem miður fer, yfir á aðra, sem hvergi hafa nærri komið. \ IMý íslenzk frimerki 25. november í LÖGBIRTINGABLAÐINU sem út kom í gær er tilkynning um útgáfu nýrra ísi. frímerkja, sem út verða gefin 25. nóv. n.k. Merkin eru fjögur talsins og yerðgildi þeirra 25 aurar, 90 aur- ar, 2 kr. og 5 kr. Tvenns konar myndir eru á þessari nýju út- gáfu, þ. e. lax sem stekkur upp foss og ísl. æðarfugl (bliki og kolla), og verða þau síðarnefndu prentuð í tveim litum. símar frá Reykjavík, að þessi síðasti atburður hafi komið af stað nýrri bylgju óvináttu í garð Bandaríkjamanna á Islandi. 1 samtali við fréttamenn, sagði Thor Thors, sendiherra, að túlk- un blaðsins á atburðinum væri rétt. Má ekki endurtaka sig New York Times skýrði frá atburði þessum eins og hann gerðist og áður hefur verið rak- ið í Mbl. í fyrrnefndu samtali Thor Thors við fréttamenn, sagði hann að íslendingar hefðu m. a. verið látnir rétta út hendurnar, þar sem þeir lágu á jörðinni og teygja fingurna, og þeim hefði verið meinað að segja aukatekið orð, eins og fyrr getur. Þegar þeir hefðu ætlað að skýra frá erindi sínu, hefðu varðmennirn- ir hótað að skjóta þá, ef þeir opnuðu munninn. Það er ástæða til að harma mjög þennan at- burð, sagði sendiherrann enn- fremur, og vinir Bandaríkjanna hafa haft raun af, að slíkt skyldi hafa komið fyrir. — Ég er hing- að kominn, hélt hann áfram, til þess að ræða um, hvað gera á til þess að slíkir atburðir komi alls ekki fyrir í framtíðinni. Að- spurður, hvort tími væri kom- inn til þess að loka herstöð Bandaríkjamanna á Keflavíkur- flugvelli og kalla varnarliðið heim, svaraði Thor Thors, að sú væri skoðun kommúnista, en ekki ábyrgra manna á Islandi. Thor Thors Þá segir ennfremur í fyrr- nefndu fréttaskeyti, að New York Times skýri frá því, að Is- lendingarnir tveir hafa verið á svæði, sem leyfilegt sé að fara um á daginn, en er bannsvæði á kvöldin. íslenzk stjórnarvöld svara því hins vegar til, að eng- inn viti til þess að slíkt bann- svæði sé á Keflavíkurflugvelli. Fallast á sjónarmið íslendinga í fréttum síðar í gær segir, að Thor Thors, sendiherra, hafi sagt eftir samtal sitt við varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að Bandaríkjastjórn hafi fallizt á sjónarmið Is- lendinga í málinu, og stjórn- in myndi nú þegar gera ráð- stafanir til þess að slíkir at- burðir endtaki sig ekki á Keflavíkurflugvelli. Eggert Gíslason, skipstjóri: Menn þurfa enn að hafa glöggt auga með öllu. iRétf skýit bá,| | segja hermennirnir \ S j ( AÐ því er Morgunblaðið fregn S S aði í gærkvöldi, hafa hermenn ^ • þeir úr varnarliðinu á Kefla- s S víkurflugvelli, sem komu við i s sögu, er þeir með skotvopn sín • • knúðu flugumferðarstjóa-nar- s j menn til að leggjast á jörðina, > S verið yfirheyrðir — Þeir hafa | \ borið fyrir rétti, að íslend- s S ingarnir hafi í skýrslum sínum S S skýrt rétt frá aðdraganda ^ ' þessa máls. (Sjá nánar bls. 2). s Síldarkongurinn fær nýtt skip í SÓLSKININU í gær brá aflakóngurinn á síldarvertíð- inni, Eggert Gíslason, skip- stjóri á Víði II úr Garði, sér hingað til Reykjavíkur. Einn af blaðamönnum Mbl. hitti hann á götu í Miðbænum. — Við komum til Sandgerðis í nótt að norðan og ég þurfti að reka ýmis erindi hér í bænum, sagði Eggert í stuttu samtali, — Eggert sagði m. a- frá því, að síldarleitaskipin Fanney og Ægir hefðu veitt flotanum mikilvæga aðstoð. Það er ýmislegt varð- andi síldarleitina, sem breyta þarf, sagði hann, t.d. það, að sjálfsagt er þegar kemur fram á vertíðina, að önnur leitarflug- vélanna hafi bækistöð á Egils- staðaflugvelli. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um það, sagði Eggert, að fiski- fræðingar okkar eru mjög hæfir menn í starfi sínu. Er sjálfsagt að taka tillit til óska þeirra og tillagna varðandi síldarrann- sóknir. — Hvað þá um vertíðina sjálfa? — Við vitum það, að tæknin hefur á undanförnum árum valdið breytingum á veiðiað- ferðum í stöðugt vaxandi mæli, sagði Eggert, — og svo stórkostleg breyting er á orð- in, að vertíð eins og í sumar, myndi hafa orðið svona rétt í meðallagi fyrir 5—6 árum. Og hér bætti hinn þaulreyndi afla maður því við, að 80—90% af öllum köstum Víðis í sum- ar, hafi verið eftir mælingu Simrad-tækis skipsins, en það er með asdikútfærzlu, eins og Eggert kallaði það. — Nægir þá að fylgjast aðeins með tækjunum? — Nei, það er full þörf á að hafa vakandi auga á öllu, sem er að gerast í kringum skipið. Því þrátt fyrir tilkomu hinna ágætu tækja, er enn ótal margt, sem þarf að hafa vakandi auga á við veiðina. — Hefurðu ekki hug á að fá nýtt og stærra skip? — Hver vill ekki nýtt skip, ef út í það er farið? — En þeir hafa svo margir boðið mér nýtt skip, bætti Eggert við og hló. — Það upplýstist þó við þessa spurn- ingu, að næst þegar Eggert fer á síld, verður hann trúlega kom- inn á nýtt skip, því Guðmundur á Rafnkelsstöðum, útgerðarmað- ur Víðis II, ætlar að láta byggja í Noregi 140 tonna stálskip, —. sem Eggert tekur við skipstjóm á. Verður það fullsmíðað næsta vor. — Hvað það skip verður lát- ið heita er ekki vitað, en undir stjórn Eggert Gíslasonar, hefur Víðir II, sem er 56 tonn og 5 ára, verið hið mesta happaskip, hvort heldur er á vetrar- eða sildar- vertíð. — Ætlarðu á reknet? — Það veit ég ekki, sagði Eggert. Hér skyldu leiðir. Sam- talinu var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.