Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUHBLAÐIÐ L'augardagur 12. sepi. 1959 Má vœnta stefnubreyfingar? Afstaða Verkamanna- flokksins til fiskveiöi- deilunnar MORGUNBLAÐIÐ spurðist fyrir um það í gær hjá for- mælendum brezka Verka- mannaflokksins, hvort * gera mætti ráð fyrir breyttri stjórnarstefnu í Bretlandi að því er landhelgismálið áhrær- ir, ef flokkurinn fengi meiri- Nætuiírost ÞAÐ munu margir hugsa til hreyf ings nú um helgina, fara í ber, því ekki hefur verið veður til þess að fara í berjamó nema fáa daga síðan þau náðu nokkrum þroska. En þetta er ekki svona einfalt. Því í nótt var næturfrost um mikinn hluta landsins inn til sveita. Var talið, að hér syðra myndi það fara niður í 1—2 stig, en nyrðra yrði það meira. — í gærkvöldi klukkan 9, var aðeins 3 stiga hiti á Akureyri. Veðurfræðingar sögðu Morg- unblaðinu, að verði frostið 1—2 stig inn til sveita, muni frost við jörðu geta orðið 2—5 stigum meira. Er hætt við að berin verði mjög kröm og erfitt verði að tína þau af þeim sökum. í dag mun draga til suðvestan- áttar á Vestfjörðum og nokkrar horfur eru á að á sunnudaginn verði suðvestanáttin ríkjandi hér Og þá mun aftur rigna. Kulturhístorisk Leksikon 4. bindi komið út KULTURHISTORISK Leksikon for Nordisk Middelalder, 4 bindi, «r komið út, myndskreytt og vandað að öllum frágangi eins og hin fyrri bindin. Er rit þetta, sem kunnugt er, gefið út af öllum Norðurlöndun- um og fjallar um menningarsögu leg atriði. Kom fyrsta bindið út fyrir þremur árum, og var þá áformað að verkið yrði í heild 10 bindi. En síðar hefir komið í ljós, að efnið er svo veiga- mikið, að verkið yerður a-m.k. 12 bindi í allt. Er fjöldi áskrif- enda að verkinu hér á landi, en umboð fyrir ritið hefir Bókaverzl un ísafoldar. Af íslands hálfu sitja í stjórn ritverksins þeir Kristján Eldjárn, Þorkell Jóhannesson, Magnús Már Lárusson og Ólafur Lárus- son. Ritstjórar verksins eru menn frá öllum Norðurlöndun- um, og þessa fjórða bindis þeir Jakob Benediktsson og Magnús Már Lárusson fyrir íslenzka efn- ið. hluta í þingkosningunum þar í næsta mánuði. í svari sínu sögðu ábyrgir tals- menn Verkamannaflokksins, að þeir teldu ólíklegt, að fiskveiði- deilan kæmi mikið við sögu í kosningabaráttunni. Engin stefna Þeir bentu á, að Verkamanna- flokkurinn hefði ekki gefið neina opinbera yfirlýsingu um stefnu sína í deilunni, nema hvað af hans hálfu hafi verið talið að vísa bæri deilunni til Alþjóða- dómstólsins í Haag og skyldi þá jafnframt lýst yfir því fyrirfram, að brezka stjórnin væri fús til að lúta úrskurði hans. Einnig væri flokkurinn hlynntur því, að um málið væri fjallað á sér- stakri sjóréttarráðstefnu á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Engin gagnrýni — Verkamannaflokkurinn hef- ur nokkrum sinnum vakið máls á deilunni í neðri deild brezka þingsins, en aðeins til þess að afla sér upplýsinga. Flokkurinn hefur ekki sem slíkur lýst yfir neinni gagnrýni á afstöðu brezku ríkisstjórnarinnar, enda þótt einstakir þingmenn hans hafi flutt ræður, sem falið hafi í sér gagnrýni á aðgerðir stjórn- arinnar gegn íslendingum, sagði einn af formælendum flokksins. Grænlandsfarið Britannia frá Svendborg í Slippnum í gær. íshafsfarið laskaðist í FYRRADAG kom hingað til Reykjavíkur, vegna bilunar danska Grænlandsfarið Britannia. Lenti skipið, sem var á leið frá Grænlandi til Kaupmannahafn- ar, í ís og skemmdist. Þó skrúfa skipsins sé með sérstökum útbún Rótarý - klúbbur 25 Reykjavíkur Tilbúnir þegar kallið kemur MANILA, Filippseyjum, 10 sept. — Varnarmáiaráðuneytið á Fil- Ippseyjum tiikynnti í dag, að Filippseyingar mundu standa við skuldbindingar sinar við Sam- einuðu þjóðimar og vænu reiðu- búnir til þess að senda herlið á vegum samtakanna tii Laos jafn- skjótt og kallið kæmi. Filippsey- ingar hafa orðið fyrstir til þess að bjóða S.þ. herlið tU barátt- unnar gegn innrásarher komm- únista í Laos. í GÆR skýrðu þeir Helgi Elias- son, fræðslumálastjóri, Þorstemn M. Jónsson og Guðmundur Hlíð- dal blaðamönnum frá því, að Rót arý-klúbbur Reykjavíkur ætti 25 ára afmæli 13. september þessa mánaðar. Klúbburinn var stofn- aður 13. september árið 1934, með 23 stofnendum, og var fyrsti Rót- arýklúbbur á íslandi, en 3824. klúbburinn í alþjóða Rótarý- hreyfingunni. Guðmundur Hlið- dal rakti sögu og markmið félags skaparins og fórust honum orð á þessa leið: Markmið Rótarý-félagsskapar- ins er að örva og efla þjónustu- þel félaga sinna, sem grundvall- arviðhorf þeirra til eigin starfa, og sérílagi að fræða og efla: 1. Þróun viðurkenningar, svo að hún verði tækifæri til þjón- ustu. 2 Göfugt siðgæði í viðskiptum og starfi, viðurkenning á gildi allra nytsamra starfa og virðirg hvers rótarý-félaga fyrir starfi sinu. 3. Viðleitni hvers Rótarý-félaga til að bréyta samkvæmt þjónustu hugsjóninni í einkalífi sínu, at- vinnu- og þjóðfélagsstörfum. 4. Efling samkomulags, góðvild ar og friðar þjóða í millum með heimilisfélagsskap manna í öll- um starfsgreinum, er þjónustu- hugsjónin tengir saman. Rótarý er mannbætandi félags skapur með sérstöku, fastmótuðu félagskérfi. Rótarý er ekki leyni- félagsskapur. í Rótarý getur eng- inn sótt um upptöku, heldur eru félagarnir kjörnir, einn fulltrúi úr hverri starfsgrein, allt mætir menn og á þann hátt áhrifaríkir. Þessir menn eiga að koma saman til fundar einu sinni í viku hverri. Flestir félagsmenn eru önnum kafnir hver í sinni starfs- grein og er því venja að sameina matmálstíma og fundartíma. Þess ir vikulegu fundir verða til þess, að félagarnir kynnast hver öðr- um og fræðast hver af öðrum m. a. um starfsgrein hvers annars. Þetta eflir gagnkvæman skilning, aukið víðsýni og vinarþel. Fund- irnir verða aðþægilegri tilbreytni til uppörfunar, fræðslu og and- legrar vakningar. Þá eru á fund um flutt erindi, bæði starfsgreir. i erindi og erindi um hvers konar önnur fræðandi mál, en stjórn- mála- og trúmáladeilur eru ekki leyfðar. Séu R-félagar á ferða- lagi geta þeir bætt sér upp fundar missi í heimaklúbbnum með því að heimilt er hverjum einum fé- laga að sækja fundi í öðrum Rót- arý-klúbbum hvar í heimi sern vera skal, en Rótarý-klúbbar eru nú starfandi í flestum borgum heims, óháð kynflokkum og trú arbrögðum. ara Stofnun Það var hugsjónamaðurinn Paul Harris, sem var upphafs- maðurinn að Rótarý-félagsskapn um og stofnaði fyrsta Rótarý- klúbbinn í Chicago árið 1905. Rótarý-klúbbur Reykjavíkur var stofnaður 13. sept. 1934, með 23 stofnendum, og var fyrsti Rót- arý-klúbburinn á íslandi, en 3824. klúbburinn í alþjóða Rótarý- hreyfingunni. Nú (1959) eru 14 Rótarý-klúbbar á íslandi með samtals 430 félögum, en 10.212 klúbbar alls á hnettinum með samtals nálægt 500.000 félögum. Klúbburinn var stofnaður frá Danmörku og var Rótarý-klúbb- ur Kaupmannahafnar móður- klúbbur hans. 28 Rótarý-klúbbar voru þá í Danmörku og Danmörk —Island eitt Rótarý-umdæmi inn an alþjóða Rótarý-félagsskapar- ins. Þótt ekki yrði úr stofnun Rótarý-klúbbs í Reykjavík fyrr en þetta, höfðu þó ýmsar tilraun- ir og undirbúningur að stofnun slíks klúbbs farið fram nokkurt árabil þar á ilndan — allt frá 1924 eða jafnvel frá 1913. Þeir af búsettum mönnum hér, sem gengust fyrir klúbbstofnuninni, voru Knud Zimsen fyrrv. borgar- stjóri í Reykjavík og Ludvig Storr aðalræðismaður, en frá Donmörku komu hingað þessara erinda þeir Helweg-Mikkelsen, lyfsali, Georg Mathiesen aðal- ræðismaður og Edward Christ- gau, ræðismaður. Fyrstu stjóm klúbbsins skipuðu þessir: Forseti, Knud Ziemsen. Vara forseti, Hallgrímur Benediktsson. Ritari, Benedikt Gröndal. Gjald keri, Ludvig Storr. Stallari, Ragn ar Blöndal. Eftir að Reykjavíkur Rótarý- klúbburinn hafði verið stofnað- ur 1934 með 23 stofnendum, fjölg- aði félagsmönnum í klúbbnum nokkuð, en þó fremur hægt, enda stökkbreyting ekki æskileg. Eftir 3 ár, þ.e.a.s. á árinu 1937 voru Rótarýklúbbar stofnaði á ísafirði og Siglufirði. Árið 1939 var stofn- aður klúbbur á Akureyri, á Húsa- vík 1940 og í Keflavik 1945. Þegar hér var komið, voru ís- lenzku klúbbamir orðnir 6 með 137 félögum. Hinum mikla hild- arleik milli þjóðanna var þá lok ið og margt breytt, m. a. ísland orðið sjálfstætt lýðveldi. Þótti þá tilhlýðilegt og fyrir margra sakir eðlilegt, að ísland yrði sér- stakt, sjálfstætt Rótarý-umdæmi. Sú sjálfstæðisbarátta reyndist til- tölulega auðsótt, en tók þó tals- vert langan tíma, því margra formsatriða varð að gæta og al- veg óvenjulegt að stofna svo fá- mennt umdæmi. Danska umdæm ið og dönsku klúbbarnir sýndu aðdáunarverðan skilning og vel- vild í þessu máli og allt fór fram í sönnum Rótarý-anda. íslenzka Rótarý-umdæmið var stofdað 1. júlí 1946. Nú eru Rótarý-klúbbarnir á fs- landi orðnir 14 og félagatala 430. Félagatala. í Rótarý-klúbb Reykjavíkur hafa á þessum umliðnu 25 árum gengið samtals 90 félagar að með- töldum stofnendum 23. Af þess- um 90 eru 20 dánir, 4 fluttir burtu og 3 hafa farið úr klúbbnum af öðrum ástæðum. Félagatala er því nú 63 að meðtöldum heiðurs- félaga Ásgeiri Ásgeirssyni, for- seta íslands, er var einn af stofn- endunum, en af þeim eru 9 enn á lífi. Núverandi stjórn klúbbsins skipa þessir: Forseti, Geir Hallgrímsson,' Vara forseti, Örn O. Johnson. Ritari, Kristján Eldjárn. Gjaldkeri, Viggo R. Jessen. Stallari, Þór Sandholt. Fyrrum forseti, Sigur- jón Sigurðsson. aði til að varha því að ís lenti £ skrúfublöðunum hafði ís kom- izt að henni. Laskaðist skrúfan svo, að skipta þurfti um skrúfu, og var það gert hér í Slippnum. Hafði skipið varskrúfu um borð. Þá laskaðist skipið á stefni, kom gat á það, þótt það væri styrkt. Eins höfðu slingubretti laskazt af völdum íssins. Viðgerð skipsins lauk í gærdag og var skipið tekið niður úr slippnum síðdegis í gær og lagðist það við Ægisgarðinn. Hélt skipið áfram til Kaupmannahafnar í gær- kvöldi. Britannia er um 800 tonna skip, hárautt á litinn eins og íshafsförin dönsku eru jafnan. □- -□ Sýniiigu Harðar lýkur á morgun Sýning Harðar Ágústssonar list málara hefur nú staðið yfir í Listamannaskálanum í tvær vik- ur og hafa 9 myndir selst. Sýn- ingunni lýkur á morgun (sunnu- dag), og því aðeins tækifæri ti! að sjá hana í dag og á morgun kl. 2—10. Friðrik tnpnði í 4. umierð BLED, 11. sept. — Leikar fóru þannig í 4. umferð á kanditata- mótinu hér, að Tal vann Friðrik Ólafsson og Fischer vann Glig- oric. Smyslov og Benkö gerðu jafntefli, en biðskák var hjá Keres og Petrosjan. p-----------------n ,Stúlkan á loftinu4 til ágóða fyrir Leikarafélagið LEIKFLOKKUR Róberts Arn- finnssonar hefur £ sumar sýnt hinn vinsæla gamanleik „Stúlk- an á loftinu“ víðs vegar um land ið og £ Reykjavík. Hafa sýningar orðið átta. Leikritið hlaut lof- samlega dóma og mikið hrós leikhúsgesta. Ekki vinnst tími til að hafa nema eina sýningu ennþá vegna anna leikaranna og verður leik- urinn sýndur £ allra síðasta sinn í Framsóknarhúsiau i kvöld kL 8,30. Allur ágóði af þeirri sýn- ingu rennur til styrktarsjóðs Félags islenzkra leikara, sem nota hann til að styrkja leikara til utanfarar o.fl. Framburður her- lögreglumannanna HERLÖGREGLUMENN þeir, sem voru á verði við flugskýlið stóra á Keflavíkurflugvelli, um kvöldið, er þeir i skjóli vopna sinna létu starfsmenn flugmála- stjórnarinnar, leggjast á jörðina, voru í gær leiddir fyrir rétt og yfirheyrðir. Hér var um tvo her- lögreglumenn að ræða. Þeir kváðust hafa fengið fyrirskipun um að vera á verði á bannsvæði við flugskýlið. Sá þeirra sem á einkum hlut að máli hafði m. a. skýrt svo frá. Þegar hann hafi séð bifhjól og bifreið koma að bannsvæðis- mörkunum hafi hann skipað öku- manninum að stöðva bílinn og hafi hann gert það. Lögreglumað- urinn segist hafa tilkynnt öku- manninum að um bannsvæði væri að ræða og spurt hvort hann hafi haft skilríki til að fara þar inná svæðið. Það hafi menn- irnir ekki haft. Þá hafi her- lögreglumaðurinn sagt þeim að stíga úr bílnum með hendur fyrir ofan höfuð og sagt þeim að leggjast á grúfu á jörðina. Annar herlögreglumaður er var á verði þarna, hafi kallað á yfir- mann þeirra, en á meðan hafi sá er rak þá út úr bílnum stað- ið yfir hinum liggjandi mönnum og beðið fyrirskipanna. Þeir töldu sig ekki hafa þekkt búning f lugmálastj órnarstarf smanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.