Morgunblaðið - 13.09.1959, Page 2

Morgunblaðið - 13.09.1959, Page 2
2 MORWNBIAÐ1Ð Sunnudagur 13. sept. 1959 Hjó til beggja j j handa j j Sydney, 12. sept. (Reuter). ( i EINN lét Iífið og 15 særðust i < í kvikmyndahúsi hér sl. mið- \ ) vikudag, þegar pólskur inn- i ) flytjandi, Bogden Mazurski, j < 36 ára gamall, hljóp, niður S $ eftir gangi sýningarsalarins ) í og hjó til beggja handa með ( j; öxi, sem hann hafði tekið sér j j í hönd. Hann var síðan tek- 5 ! inn fastur sakaður um morð, ( \ 10 morðtilraunir og önnur af- S S brot. 3 Blinda fólkið þakkar ÞRIÐJUDAGINN 8. þ. m. buðu bílstjórar á Hreyfli blindu fólki í ferðalag. Þátttakendur í ferð- inni voru blint starfsfólk frá þeim tveim félögum, sem starfa að blindramálum hér í bæ, Blindravinafélagi Islands og Blindrafélaginu og nokkrir aðrir, sem ekki starfa hjá félögunum. Einnig var nokkuð af sjáandi fólki til fylgdar og leiðbeiningar. Ekið var að Skálholti og kirkj- an skoðuð, þótti fólkinu fróðlegt að skoða líkan kirkjunnar, sem stendur þar inni. I kirkjunni rakti Guðni Jóns- son, prófessor, sögu staðarins í stuttri ræðu. Frá Skálholti var ekið að Hveragerði, þar beið ferðafólksins uppbúið kaffiborð hjá þeim hjónum Eiríki Bjarna- syni og Sigríði Björnsdóttur. — Eftir kaffið var um stund skemmt sér við söng og dans. Skemmtu þeir Aage Lorange og Ólaf ur Magnússon, söngvari, einnig var rösklega tekið undir. Hópur barna úr þorpinu kom beint inn af götunni frá leikjum sínum. Þau stóðu þarna saklaus og góð uppi á leiksviðinu í úlp- um sínum, regnkápum og stígvél- um og sungu fyrir fólkið undir stjórn Ólafs. Að lokum kom Ei- ríkur með nikkuna sína og var dansað af fjöri. Síðan var haldið heim. Blinda fólkið biður blaðið að færa kærar þakkir bifreiðastjór- unum á Hreyfli, þeim Helgu og Gunnlaugi Melsted og Sigríði Bjömsdóttur og Eiríki Bjarna- syni, er í sameiningu gáfu veit- ingar, hljómlistarmönnunum og öllum hinum, sem hjálpuðu til að gera daginn ánægjulegan. Myndin hér að ofan er af einu af málverkum Harðar Ágústs- sonar, sem hann sýnir um þessar mundir í Listamannaskálan- um. Myndina nefnir hann Landkul. — Sýningu Harðar lýkur í kvöld. — Dæmdur frá ökuleyfi sveik út leyfi úti á landi MAÐUR nokkur sem var sviptur ökuleyfi, og síðan hefur þráfald- lega verið handtekinn fyrir að aka bíl, tókst fyrir nokkrum vik- um að svíkja sér út ökuleyfi í öðrum kaupstað. Maður þessi, sem heima á hér í bænum, hefur mjög komið við sögu hjá lögreglunni vegna ofsa aksturs síns. Það var þessi mað- ur, er ók bílnum á manndráps- hraða í mikilli umferð á Skúla- götunni, en lögreglumaður, sem veitti honu meftirför á mótor- hjóli slasaðist mjög mikið í árekstri. Þessi náungi hafði farið út á Onassis og Callas á skemmtisiglingu FENEYJUM, 12. sept. (Reuter). Maria Meneghini Callas og gríski olíukóngurinn Ariostoteles Onass is nálgast nú strendur Grikklands með skemmtisnekkjunni „Christ- ina“. Um sólalagsbil Hin 36 ára gamla söngkona fór Björgunarsveit berst höfðingleg gjöf NÝLEGA afhenti frú Sonja Helgason, formanni björgunar- sveitar Slysavarnafélagsins í Vík í Mýrdal, Ragnari Þorsteinssyni bónda að Höfðabrekku, 10 þús- und krónur að gjöf til björgunar sveitarinnar í viðurkenningar- og þakklætisskyrii fyrir veitta aðstoð við leit að manni hennar, Axel Helgasyni, kaupmanni er drukkn- aði í Heiðarvatni. jEtlar björgunarsveitin að nota gjöfina til kaupa á auknum og fullkomnari útbúnaði til björg- unarstarfa. (Frá S.V.F.Í.). um borð í snekkjuna í Feneyjum í gær, en skömmu áður hafði hún komið þangað frá Milanó í fylgd með Onassis, 53 ára, sem sótti hana í flugvél sinni. Þau lögðu síðan af stað um sólarlagsbilið í gærkvöldi. Hundruð fréttamanna, sem fylgdust með ferðum snekkjunn-- ar í sjónaukum, töldu sig hafa séð Onassis kyssa söngkonuna lítinn koss á ennið, eftir að þau komu um borð. Laus og liðug Það var á þriðjudaginn, sem Maria Meneghini Callas lýsti yfir því, að lokið væri hjónabandi hennar og hins 62 ára gamla iðn- rekanda Giovanni Battista Meneghini, er staðið hefur yfir í 10 ár. Onassis yfirgaf eiginkonu sína, 28 ára gamla, í París í gær, þegar hann hélt til fundar við söngkonuna. Fyrr í vikunni sagði Onassis við fréttamenn, að orðrómur um að kærleikar væru með honum og Gallas væri „hlægilegur“ og bætti við: „Ef Callas tjáði mér einhvern tíma ást sina, yrði ég mjög hreykinn, — en það hefur hún ekki gert“. land, með vottorð upp á vasann um það, að hann hefði hvorki verið sviptur kosningarréfti eða kjörgengi. Gegn framvísun þessara vott orða, tókst manninum að svíkja út bílpróf og ökuskírteini. En ekki hafði maðurinn ökuleyfið nema í 2—3 daga, því að þá mun vegalögreglan að sunnan, eins og það er kallað úti á landi, orðið þess var að maðurinn hafði um- ráð yfir bíl. Kom þetta flatt upp á yfirvaldið í þessum kaupstað, en þar voru þegar gerðar ráð- stafanir til þess að svipta hinn ökuleyfislausa hinu nýfengna ökuleyfi. Um þessar mundir munu þó nokkrir ökumenn vora komnir „á svartan lista“ hjá vegalögregl unni. T.d. einn sem ekið hafði með fullan bíl af unglingum á um það bil hálfri klukkustund frá Hveragerði til Reykjavíkur, að því er sagt er. Um fleiri mun vera álíka statt, en undir slíkum kringumstæðum verður lögreglan helzt að standa ökumennina að verki og reynir hún að fylgjast með ferðum þess ara manna úti á vegunum. Sýning Valgerðar Árnadóttur Hafstað VIÐ FREYJUGÓTU stendur sýn- ingarsalur Ásmundar Sveinsson- ar. Þar var fyrir nokkrum árum haldið mikið af listsýniningum, en nú er þar myndlistarskóli. Þessa dagana hefur verið opnuð sýning á verkum eftir Valgerði Árnadóttur Hafstað í þessum á- gæta sýningarsal, og það er eins og andi fersku lofti þar innan' en þegar maður fer að kynnast veggja. Valgerður hélt fyrstu sýningu sína hér í Reykjavík ekki fyrir löngu og er þetta í annað skipt- ið, sem okkur gefst tækifæri til að sjá verk frá hennar hendi. En listakonan er búsett erlend- is, og er það gleðilegt, að hún skuli koma með myndir sínar í heimsókn við og við. Þegar Val- gerður sýndi hér fyrst, vöktu verk hennar athygli fyrir það hve látlaus og samstæð þau voru. Ég held, að ég hafi tekið svo til orða þá, að gaman yrði að sjá hennar næstu sýningu. Ef þetta er rétt, þá verð ég að segja, að ég hef ekki orðið fyrir vonbrigð- um að þessu sinni. Þessi sýning er í beinu áframhaldi af því er hún var seinast að vinna að. Nú hefur henni tekizt að gera verk sín nokkru einfaldari í lit- byggingu og enn mýkri og við- kvæmari en áður. Hún notar að vísu heldur einhliða litatóna, og það er ekki mikið átak í sjálfri litameðferð hennar, en það er einkennilega aðlaðandi hrynjandi og hárfín tilfinning í þessum verkum. Það er auðséð, að Val- gerður vinnur að list sinni af mikilli einlægni og að hún er listakona í stöðugum vexti. Hún hefur enn sem komið er ekki skilið við þau impressionistisku áhrif, sem svo mjög voru áber- andi í verkum hennar síðast, er hún sýndi. En nú virðist hún ráða betur við þann stíl, er hún hefur unnið úr þessum áhrifum. Litameðferð hennar hefur einn- ig þroskazt, og hún vinnur nú betur úr myndfletinum en áður. Þetta er mjög látlaus sýning, og ef til vill lætur hún ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, þessum verkum nánar, kemur í ljós, að þau verða meira og meira aðlaðandi. Svo er það eitt, sem er sérstætt við þessa sýningu Valgerðar: Ég veit ekki til, að nokkur annar listmálari á íslandi hafi sýnt málverk, sem gerð eru í þeim stíl, sem Valgerður not- ar, og hún hefur einnig sérstaka litameðferð. Formin eru lítil og mörg, en skapa samspil í stærri heildum, litirnir sérstaklega létt- ir og mjúkir, oftast takmarkaðir þannig, að hver verk er byggt upp á fáum litatónum. Heildarsvipur sýningarinnar er mjög samstæður og jafnvel um of. Flest_ eru þetta verk unnin í olíuliti, en einnig eru nokkrar Gouachemyndir á sýningunni. Sumar þeirra eru áð mínum dómi með þv£ allra bezta á þessari sýningu. Ég hef áður haldið' þ ví fram, að þeir litir eigi sérlega vel við hæfileika og vinnubrögði Valgerðar, en ég skal játa það, að sumar olíumyndir hennar hafa nú fengið þann svip, að fyllilega jafnast á við hið fyrrnefnda. Að lokum þetta: Ég vil hvetja sem flesta til að sjá þessa sýn- ingu Valgerðar, og ég veit, að margir munu hafa ánægju af að skoða þau verk, sem nú hanga á veggjunum í sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar við Feyju- götu. Valtýr Pétursson UnglingaliB keppir við landsliðið trá 1949 í DAG verður háður síðasti „stór- leikur" ársins í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Mætast þar landsliðið frá 1949 og unglinga- landsliðið eins og unglinganefnd KSÍ hefur valið það. Unglingarnir ættu að sjálf- sögðu að hafa meiri sigurmögu- leika, en öruggt má þó telja að „gömlu“ mennirnir veiti þeim harða keppni. Landsliðið frá 1949 er þannig skipað; Hermann Hermannsson, Val, Karl Guðmundsson, Fram, Helgi Eysteinsson, Víking, Óli B. Jónsson, KR, Sigurður Ólafsson, Val, Sæmundur Gíslason, Fram, Ólafur Hannesson, KR, Ríkarður Jónsson, Akranesi, Hörður Ósk- arsson, KR, Sveinn Hplgason og Ellert Sölvason. í unglingaliðinu eru þessir menn: Þórður Ásgeirsson, Þrótti, Helgi Hannesson, Akranesi, Þor- steinn Friðþjófsson, Val, Gunnar Feíixson, KR, Rúnar Guðmunds- son, Fram, Ingvar Elíasson, Akra nesi, Örn Steinsen, KR, Hólm- bert Friðjónsson, Keflavík, Þór- ólfur Beck, KR, Guðjón Jónsson, Fram og Ellert Schram, KR. Leikurinn hefst kl. 5 e. h. Ástralskar þotur koma við á Keflavíkurtlugvelli KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 11. sept. — I dag lenti hér Boeing 707 — 137 farþegaþota frá ástralska f lugfélaginu Qantas og var þetta fyrsta viðkoma þessa flugfélags á Keflavíkur- flugvelli, eftir að það hóf reglu- bundið farþegaflug umhverfis jörðina með 707 þotum. Áður notaði Qantas Constellation flug- vélar á þessari leið og lentu þær oft í Keflavík. Flugleiðin, sem Quantas flýg- ur, er frá Sidney í Ástralíu um Calcutta, Cairó, Londoii, Kefla- vík, New York, San Francisco og þaðán um Havaii um Kyrrahafið til Ástralíu. Leið þessi er flogin tvisvar í viku og er ætlunin að Keflavík verði fastur viðkomu- staður á leiðinni yfir Atlants- haf. Qantas hefur þegar fengið af- hentar fjórar 707 þotur af 12, sem félagið á í pöntun. 100 far- þegar voru með flugvélinni í dag, er hún lenti á Keflavíkur- flugvelli. 707 — 137 er nokkru minni en sú gerð af 707 þotum, sem Pan American notar til flugs milli Evrópu og Banda- ríkjanna og gerir þetta það að verkum, að Qantas þarf frekar að hafa viðkomu í Keflavík. — B. Þ. — 7/7 tunglsins Framhald af bls. 1. Gíneu — og var þá komið I 78.500 kílómetra hæð. I hylkinu er útvarpsstöð, sem sendir stöðugt margs konar upp- lýsingar til jarðar. Stöðin sendir út á tveim bylgjulengdum, 20.003 og 19.997 megariðum. — Sam- kvæmt fregnum Moskvuútvarps- ins búast Rússar við að fá ýmsar mikilsverðar upplýsingar um segulskaut jarðar og tungls við þessa tilraun, sömuleiðis um geislun umhverfis jörðina og um geimgeisla og mismunandi styrk- leika þeirra. 'k Þetta er önnur tilraun Rússa til þess að skjóta eldflaug til tunglsins. Fyrri tilraunin var gerð í janúar sl. og var ætlunin að eldflaugin kæmist á braut um tunglið, en hún „hitti" ekki —- hélt áfram út í geiminn og geng- ur nú á braut um sólu — fyrsta „pláneta“ gerð af manna hönd- um. — Ætlunin mun vera, eftir því sem ráðið verður af tilkynn- ingu Moskvuútvarpsins, að eld- flaugin hitti nú tunglið, en fari ekki á braut um það. Bandaríkjamenn gerðu fjórar tilraunir á sl. ári til þess að skjóta eldflaug til tunglsins, en mistókst í öll skiptin. '#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.