Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 12

Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 12
12 m o rt r. r> * » r a n j fí Sunnudagur 13. sept. 1959 nnttinttMnMfr Utg.: H.l. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÖREIÐUSTJÓRN FRAMSÓKNAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Allir íslendingar munu fagna því og telja sjálf- , sagt, að sendiherra ís- lands í Washington hefur mót- mælt ofbeldi því, sem banda- rískir varðmenn beittu fslend- inga fyrir skömmu á Keflavíkur- flugvelli. Ber að leggja megin á- herzlu á að koma í veg fyrir að slíkir atburðir hendi í framtíð- inni. Af fregnum, sem hingað hafa borizt virðist einnig auð- sætt, að Bandaríkjastjórn hafi eftir mótmæli sendiherrans fall- izt á sjónarmið fslendinga í mál- inu og muni gera ráðstafanir til aó slík ofbeldisverk endurtaki sig ekki á Keflavíkurflugvelli. En það er ekki nóg að fá viðurkenningu á því að hér hafi verið um óafsakanlegar ofbeldisaðgerðir að ræða af hálfu vamarliðsmanna. Við ís lendingar verðum sjálfir að tryggja það að yfirstjórn varn armálanna af okkar hálfu sé fær um að gegna hinum ábyrgðarmiklu störfum sín- um. Silkihúfur Framsóknar Þegar Framsóknarmenn tóku við stjórn varnarmálanna árið 1953, stofnuðu þeir sérstaka varn armáiadeild og settu yfir hana einn flokksmann sinn, kornung- an lögfræðing, gersamlega reynslulausan. Þessi maður hef- ur verið yfirmaður varnarmála- deildar síðan. Á honum hefur því hvílt ábyrgðin á sambandinu við varnarliðið meira en flestum, ef ekki öllum öðrum. Þá skipuðu Framsóknarmenn annan flokks- mann sinn í sæti lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli og þriðji Framsóknarmaðurinn var síðan skipaður flugvallarstjóri. Framsóknarmenn hafa þannig sett flokksmenn sína í allar á- byrgðarmestu stöðurnar á Kefla- víkurflugvelli og í stjórn varnar- málanna. En það hefur eins og vænta mátti síður en svo haft í för með sér bætta framkvæmd þessara mála. Aldrei hefur ann- að eins brask og óreiða ríkt á þessum þýðingarmikla stað eins og einmitt síðan að Framsóknar- menn settu silkihúfur sínar í hvert embættið á fætur öðru á Keflavíkurflugvelli og í stjórn varnarmálanna. Eitt gleggsta dæmið um það er olíuhneykslið, sem er nú í rannsókn og mun eitt víðtækasta óreiðumál, sem kom- ið hefur til kasta dómstóla hér á landi. Þegar á allt er litið verður það auðsætt, að Framsóknar- flokkurinn ber þunga ábyrgð í þessum efnum. Hlutverk hinna þriggja ,,fínu“ Loks má á það minna, að vinstri stjórnin ákvað haustið 1956, í þann mund, sem hún fram lengdi samninginn um dvöl varn- arliðsins um ótiltekinn tíma, að skipa nefnd þriggja ,fínna“ manna, til þess að fylgjast með framkvæmd samningsins. Af hálfu Framsóknarmanna, átti sæti í þeirri nefnd Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri Tímans, núverandi alþingismaður. Ekki er vitað um, að þessir menn hafi unnið eitt hand- tak að því að bæta ástandið á Keflavíkurflugvelli, hindra sukk og óreiðu eða koma í veg fyrir að ofbeldisaðgerðir væru framkvæmdar á Islend- ingum. Þannig er allt á sömu bókina lært. Framsóknarmenn hugsa um það eitt að hrúga silkihúfum sín- um í stöður og embætti, en sjálf störfin í þágu almennings, sem þeir eiga að vinna, eru algert aukaatriði. Á þessu þarf að verða mikil breyting. Þeir ménn, sem vinna að stjórn íslenzkra varnarmála verða að sýna meiri ábyrgðar- tilfinningu heldur en komið hef- ur í ljós undanfarið. Það er sjálf- sagt að mótmæla ofbeldisverkum varnarliðsmanna og krefjast þess að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. En það verður einnig að j krefjast þess, að íslenzkir j embættismenn, sem þessi mál j heyra undir, standi vel í stöðu . sinni, gæti réttar þjóðar sinn- | ar en leggi ekki höfuðáherzlu á að vera aðgerðarlausar topp- fígúrur, sem láti allt vaða á súðum. AFLAKÖNGUR FÆR NVJAN BAT FRÁ því var skýrt hér í blað- inu í gær, að Guðmundur Jónsson útgerðarmaður á Rafnkellsstöðum hyggðist láta byggja nýtt og stærra skip fyrir aflakóng sinn, Eggert Gíslason skipstjóra á Víði II., sem afla- hæstur var allra skipstjóra á síld arvertíðinni í sumar. Það er vissulega ástæða til að gleðjast yfir því, að þessi dug- mikli og ágæti sjómaður fær nýtt og betra skip en hann áður stjórn aði. Það skiptir meginmáli að ís- lenzkir sjómenn, sem framieiða hlutfallslega meira en sjómenn flestra ef ekki allra annarra þjóða, hafi góð og fullkomin skip. Þess meiri verða gjaldeyristekj- ur þjóðarinnar, og þeim mun traustari verður afkomugrund- völlur hennar. Æskilegast væri auðvitað, að við gætum byg£t öll ckkar fiskiskip sjálfir. Reynslan sýnir einnig ,að íslenzkar skipa- smíðastöðvar geta byggt traust og vönduð fiskiskip. í bili munu þær þó naumast anna nauðsyn- legri endurnýjun vélbátaflotans. Og togara höfum við ekki ennþá getað ráðizt í að byggja hér á landi. Meðan gjaldeyrisskömmtun ' ríkir í landinu og opinberir aðilar veita gjaldeyrisleyfi, verður að leggja áherzlni á það að framleiðslutæki, eins og fiskiskip og vélar til ræktunar starfa, sitji þar í fyrirrúmi. Uppbygging framleiðslunnar er fyrir öllu. Það er leiðin til þess að bæta lífskjörin og tryggja afkomugmndvöll landsmanna. ' Inn að kjarna jaröar H V E R kannast ekki við spurningar barnsins: — Ef ég gref nú djúpa, djúpa holu nið- ur í jörðina og held alltaf áfram að grafa og grafa — hvert kemst ég þá? — Og kannski svarar fullorðna fólk- ið, sem í augum barnsins ræð- ur yfir öllum vísdómi: — Þá kemurðu út í Kína. — ímynd- unarafl barnsins tekur auðvit- að viðbragð við slík tíðindi. — Þegar það er komið í rúmið, liggur grafkyrrt og horfir upp í loftið — þá er það kannski að grafa og grafa í óða önn gegnum jörðina. Og kannski kemst það alla leið til Kína — í draumum sínum. ★ Og nú hyggjast Bandaríkja- menn grafa — eða öllu heldur bora — inn í jörðina. Reyndar munu þeir ekki koma upþ í Kína, því að þeir munu láta sér nægja að nálgast kjarna jarðarinnar — til þess að „sjá“, hvað þar er að leynast Styttri leið að kjarnanum. • Fjögur sérstaklega útbúin skip eru nú þegar á sveimi um höfin til þess að rannsaka, hvar heppilegast muni að byrja á þess- um einstæðu framkvæmdum. Það liggur ljóst fyrir, að það verður á einhverjum þeirra staða, sem hafdýpi er mest — þar er þó talsvert styttra að fara inn að jarðkjarnanum. Þegar þessi fjögur skip hafa lokið ætlunarverki sínu — gert nauðsynlegar mælingar og aðrar athuganir, verður borunarstað- urinn ákveðinn — og skipið CUSS I lætur úr höfn, en það er sérstaklega útbúið til neð- Verðmæt jarðefni. • Slík borun mun kosta marga milljarða dollara og eflaust taka nokkur ár. En menn gera líka ráð fyrir að fá kostnaðinn greidd an — og meira til — í verðmæt- um jarðefnum, sem ætlað er, að finnast muni við slíka djúpbor- un, en auk þess er ástæða til að telja líklegt, að fást muni vitn- eskja, er leyst geti ýmsar gátur um „byggingu“ jarðarinnar og jafnvel uppruna hennar. — Það er t. d. talið víst, að í .jarðlög? um undir hafsbotni leynist geysi- miklar olíulindir, og ef mönnum tekst að „komast að“ þeim og nýta þær, munu olía og bensin enn um langan aldur verða mik- ilvægar orkulindir jarðarbúa. Sömuleiðis benda allar líkur ti’ þess, að hvers kyns dýra mála sé að finna í jarðlögum neðan- sjávar. Nákvæmar mælingar. • Þegar CUSS I kemur á staðinn, þar sem ákveðið hefur verið að reyna borun, verður fyrsta verkið að gera margs kon- ar mælingar með hárnákvæmum rafeindamælitækjum og þannig afla sem gleggstra upplýsinga um ástand hafsbotnsins, áður en lengra er haldið. Ef til vill verður líka stórt og mikið köfunartæki — svonefnt „Bathyscope" — sent Hvað finna menn, þegar þeir bora niður úr hafsbotninum — inn að kjarnanutn? ganga í gegnum. En þama standa menn aftur gagnvart þeirri ósvör uðu spurningu, hvort raunveru- lega sé hægt að gera það sama á svo miklu dýpi, sem tekizt hefur að framkvæma í grunnu vatni, eða aðeins nokkur hundruð metra dýpi. Það er margt, sem taka verð- ur með í reikninginn. Auk í Leysa Bandaríkjamenn gátuna um uppruna jaröarinnar ? niður á hafsbotninn. Sá er ranu- ar hængur þar á, að hingað til hefur ekki reynzt unnt að kafa í slíku tæki niður á meira dýpi en um 4000-metra, en nú þarf e. t. v. að komast allt að niður á 6000 metra dýpi. Menn eru þó Bandaríkjamenn hyggjast gera geysistórt köfunartæki til þess að rannsaka hafsbotninn á allt að G þúsund metra dýpi. — Myndin er af hinum fræga köfunartæki Piccards hins franska, „Trieste“, en hið bandaríska verður af svipaðri gerð. ansjávarborana. Það eru fjögur fjársterk olíufélög sem að þessu standa og hafa tekið á leigu um- rætt skip, félögin Continental, Union, Shell og Superior. Það eru engir viðvaningar um borð í CUSS I. — Skipið hefur verið notað í sambandi við neð- ansjávarboranir við Kaliforníu- strönd — og hafa menn því tals- verða reynslu við slíkar fram- kvæmdir. En nú á að bora marg falt dýpra en áður hefur verið reynt. ekki vonlausir um, að slíkt megi takast. Þegar hafsbotninn hefur þanr.- ig verið kannaður sem gaumgæfi- legast, getur raunverulegur und- irbúningur borunnarinnar loks hafizt. — Ekki hefur verið látið neitt að ráði upp um það, hvernig fyrirhugað er, að borunin verði framkvæmd í raun og veru, en vitað er þó, að ætlunin er að fara að eitthvað svipað og þegar hefur verið gert við hinar minni neðan sjávarboranir. — Sérstakri „und- irstöðu", sem svo er nefnd, ver- ur sökkt niður á botn, en í henni miðri er op, sem borhausinn á að strauma og hins mikla vatnsþrý'st ings, verður að taka tillit til þess hita, sem fram kemur við sjálfa borunina — og þó mikiu fremur þess mikla hita, sem ka.in að vera í.jarðlögum, er liggja svo tiltölulega nærri jarðkjarn- anum. — Jarðborinn mun verða rekinn með sérstakri, flókinni vélasamstæðu, er nýtir vatns- þrýstinginn til þess að knýja borinn niður — eins konar vatns túrbínu. Bandaríkjamenn eru alls ekki einir um slíkar fyrirætlanir. — Rússar hafa einnig gert talsvert að jarðborunum á hafsbotni, og frétzt hefur, að þeir hyggi á nýja „landvinninga“ í því efni — þótt enginn viti raunverulega, hve langt þeir hafa náð í slíku. Jörðin eins og laukur. • Eins og getið var áður, er bú- izt við, að takast megi að afla mikilvægra upplýsinga um innri byggingu jarðarinnar, ef slík borun, sem hér hefur verið rætt um, tekst. — Raunar hafa menn þegar allmikla þekkingu á lögua jarðar. Til dæmis hafa lanö- skjálftamælingar og athuganir í því sambandi leitt í ljós margt um efnasamsetningu jarðarinnar allt inn að kjarna. Eftir þeim „upplýsingum,, sem tekizt hefur að afla, virðist jörð- in vera byggð upp á svipaðan hátt og laukur — af samstæðum eða sammiðja lögum. Þannig er það næstum frá yfirborðinu og alveg inn að jarðarmiðju. — Yzta lagið er að mestu samsett ~f sili"ium og almuinium. Það er allt að 60 km á þykkt. Þar fyrir neðan tekur við lag, sem samanstendur af magnesium og silicium (á milli er raunar annað, þynnra lag, sem kennt er við vísindamanninn Mohorovicio — og er það marg- fallt þykkara en hið efsta. Er talið, að það nái allt niður í 2900 km dýpt. Innan við það byrjar sjálfur jarðkjarninn, en þar er þrýstingurinn geysilegur. Er tal- ið, að þrýstingurinn í hinum Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.