Morgunblaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 13
Sun-nudagur 13. sept'. 195t
MORCVNMAÐ1Ð
13
JKíSSfRWÍfiíSfl!
mm
DETTIFOSS Á SIGLINGU
REYKJAVIKURBREF
Laugaid. 12. sept.
Kristín Jónsdóttir
Þegar sá, sem kominn er á
miðjan aldur eða meir, fer í
ferðalag um stund, verður hann
að vera við því búinn, er hann
kemur heim aftur, að ýmsir
kunningjar og vinir séu horfnir
úr hópnum. Svo hefur farið að
þessu sinni. Hér skal Kristínar
Jónsdóttur einnar minnzt.
Um hana hefur að vísu þegar
verið svo vel skrifað her í blað-
inu, að ekki verður um bætt. En
þeim, sem var heimagangur á
heimili hennar í aldarfjórðung,
verður að leyfast að segja, að
hann finni til þess, að nú er tóm
'fyrir, þegar hin skörulega hús-
freyja er á brott.
Þess verður og að geta, að
Morgunblaðið á engri konu meira
gott upp að inna en Kristínu
Jónsdóttur. Valtýr Stefánsson
hóf Morgunblaðið til þess vegs
og virðingar, sem það nýtur.
Öllum okkur er góður lífsföru-
nautur ómetanlegur styrkur í
starfi. Övenjulegir vitsmunir
Kristínar Jónsdóttur, menntun
hennar, einbeittni og lífsreynsla
gerðu hana að frábærum ráðu-
naut um mörg vandamál, sem
risu varðandi daglega stjórn og
framtíð Morgunblaðsins. Um
þetta getur enginn fremur borið
vitni en sá, er þetta ritar og
áratugum saman hafði rætt þessi
efni við þau hjón heima á Lauf-
ásvegi.
För með Dettifossi
Það er ógleymanleg reynsla að
dvelja nær 3 vikur um borð í
skipi, ásamt litlum hópi annarra
farþega og ágætri skipshöfn.
Vandfundin mun sá. staður, að
menn hristist betur saman, ef
svo má til orða taka. Farþegarn-
ir koma sitt úr hverri áttinni,
kannast sumir hver við annan
áður, aðrir ekki. Áður en varir
eru allir orðnir sem ein fjöl-
skylda. Fyrir landkrabba er það
alger nýung að fylgjast með
störfum og lífi sjómanna á þann
veg, sem af sjálfu sér verður á
slíku ferðalagi. Það er í senn
lærdómsríkt og ánægjulegt, þeg-
ar skipshöfnin er slíkt mannval
og á Dettifossi, og mun hún þó
í fáu vera frábrugðin því, sem
tíðkast á íslenzkum farskipum.
Menn sjá borgir og athafnalíf
þeirra frá annarri hlið, þegar
þeir heimsækja þær hverja eftir
aðra á skipi og dveljast um borð
á meðan viðdvölin varir, en ef
haldið er beint á hótel og ekk-
ert séð annað en höfuðgötur,
sem þau oft liggja við.
Rotterdam
Um borð í Dettifoss var kom-
ið í Glasgow að kvöldi eftir
ágæta ferð að heiman með Loft-
leiðavél. Skömmu síðar var siglt
áleiðis til Hollands.
íslendingar hafa lengi vitað, að
Holland var gott land og þar býr
myndarþjóð, sbr. vísu séra Gunn-
ars Pálssonar, sem hann orkti á
18. öld:
Ef menn vildu Island
eins með fara og Holland
held eg varla Holland
hálfu betra en ísland.
Þó er það með ólíkindum að
koma til Rotterdam og sjá það
líf og fjör, sem á þeim slóðum
ríkir. Mikill hluti borgarinnar
var lagður í eyði í síðari heims-
styrjöldinni. Margir beztu menn
þjóðarinnar urðu að flýja land
eða fara huldu höfði. Nú er
Rotterdam orðin önnur mesta
höfn í heimi. Á síðasta ári voru
einungis flutningar um höfn
New York meiri en Rotterdam.
I Rotterdam er annað meiri
flutningum en í Lundúnum og til
Rotterdam einnar eru fleiri
skipakomur en til Antwerpen,
Hamborgar og Bremen saman-
lagt.
Engu að síður er Holland ein-
ungis eitt af smáríkjum Evrópu,
þótt stórveldi sé miðað við Is-
land. Holland varð og fyrir
miklu tjóni, þegar það missti
nýlendur sínar, sem nú nefnast
Indónesía. Hollendingar, sem
þar bjuggu, voru flestir flæmdir
úr landi og sviftir eignum. Þrátt
fyrir það hefur endurreisn H-ol-
lands tekizt svo vel, að hvergi
mun betur. Þjóðin er vinnusöm
og hefur skilið, að kröfur um-
fram greiðslugetu verða öllum
til ills.
Framfarir
gegn kyrrstöðu
Stikker, sem um skeið var ut-
anríkisráðherra, síðar sendi-
herra í London og samtímis hér
á landi og er íslendingum kunn-
ugur og velviljaður, beitti sér á
sínum tíma fyrir nánu samstarfi
verkamanna, atvinnurekenda og
ríkisvalds. Með þessu samstarfi
hefur tekizt að halda föstu launa-
jafnvægi og lágu verðlagi, er
gert hefur að verkum, að er-
lend stórfyrirtæki sækjast mjög
eftir því að hafa í Hollandi höf-
uðstöðvar sínar á meginlandi
Evrópu. Af öllu þessu leiðir al-
menna velmegun, þrátt fyrir það
að launin séu ekki ýkja há, og
stöðugar framfarir, sem allir
njóta góðs af.
Fyrir þann, sem ferðazt hefur
um Belgíu og Holland, er mik-
inn mun að sjá. Belgar eru fleiri
og búa í landi, sem er ríkara
frá náttúrunnar hendi, m. a. af
kolum, og þeir ráða enn yfir
miklum nýlendum í Afríku,
Engu að síður virðist ferðamanni
við fljóta yfirsýn, að í Belgíu
sé kyrrstaða, þar sem í Hollandi
er ólgandi líf og athafnir.
Bremen
Um Bremen er svipað að segjs
og um Rotterdam, að öðru leyti
en því, að þar er allt í smærri
stíl. Eyðilegging stríðsins var
mikil en eins og Þjóðverji komst
að orði: Við hugsum aðeins um
það, sem upp hefur verið byggt
og verið er að gera, því að of
dapurlegt er að leiða hugann að
hinu. Dapurlegast í augum ferða
langsins er, að hann sér naum-
ast mun á fólkinu, sem býr í
Bremen og Rotterdam, og þó
voru það Þjóðverjar, sem fóru
með hernað á hendur nágrönn-
um sínum, lögðu heimili þeirra
í rústir og urðu síðar fyrir hinu
sama af þeirra hendi.
Bílstjóri í Bremen kvað svo að
orði:
„Við fögnum þvi, að stjórnmála
mennirnir skuli tala saman.
um forsetadæmið. Sjálfur sagð-
ist hann vera jafnaðarmaður, en
taldi fylgi Adenauers og traust
vera óhaggað með þjóðinni.
Atvinnurekandi, fylgismaður
Adenauers, var annarrar skoð-
unar. Hann sagði Adenauer hafa
gert Þjóðverjum ómetanlegt
gagn, ekki sízt með því að end-
urvekja traust annarra þjóða á
hinni þýzku. En hann bætti við:
,Nú fer ég að gerast gamall.
Þess vegna þykir mér eðlilegt að
láta son minn eða syni taka við
daglegri stjórn fyrirtækis míns
en fylgjast sjálfur með og gefa
ráð. Eins hefði verið eðlilegt, ef
Adenauer hefði gerzt forseti,
ekki til þess að hafa völd, held-
ur til þess að geta gefið ráð.
Adenauer og flokkurinn hafa
beðið verulegt tjón, af því að
augljóst var að gamli maður-
inn vildi halda öllu í sínum
höndum.“
Taka hlutunum
eins og þeir eru
Vegna þess að kol seljast ekki
eins mikið og áður er nú nokk-
urt atvinnuleysi í þýzku kola-
héruðunum, einkum í Ruhr. Ekki
vildi umræddur atvinnurekandi
gera mikið úr Jiættu af þessu.
Hann sagði hvarvetna vinnuafls-
skort, og þó að menn misstu
vinnu um sinn við sín fyrri störf,
biðu þeirra mörg önnur.
1 Bremen var ekki farið leynt
með, að viðgangur borgarinnar
eftir stríð væri að verulegu leyti
að þakka Marshall-fé og flutn-
ingum Bandaríkjamanna um
borgina í sambandi við herlið
þeirra í Þýzkalandi. En lögð var
áherzla á, að því fé, sem þannig
hefði verið aflað, hefði verið vel
varið og yrði því til frambúðar-
ávinnings. Einn Bremenbúi sagði
og yppti öxlum:
„Úr því að erlent herlið þarf
að hafa í landinu, er betra að
hafa þá, sem geta borgað."
Fljót afgreiðsla
Auðvelt var fyrir farþega að
komast í land bæði í Rotterdam
og Bremen. Að nafni til var litið
á passa á fyrrtalda staðnum, en
þeir ekki einu sinni skoðaðir í
Bremen. Farþegar og skipverjar
notuðu og hverja stund sem
gafst, til að skoða sig um í landi.
í báðum borgunum gekk af-
greiðsla skipsins mjög fljótt. í
) Rotterdam kom vinnuflokkur til
starfs á sömu stundu og land-
festar voru tengdar. Síðan var
unnið látlaust, þangað til lokið
var. í Bremen var nokkur töf.
Bíða þurfti dagpart þangað til
afgreiðsla gæti hafizt og síðan
varð hlé á vegna ofsarigningar
og þrumuveðurs, en þó tókst af-
greiðslan svo fljótt, að ekki þurfti
i að bíða fram yfir helgi, eins og
] farþegar og e. t. v. sumir hinna
Vera má, að þeir komist ekki ábyrgðarminni skipverja höfðu
vonað.
' Á báðum stöðum var ljóst, að
afgreiðslumenn voru viðbúnir
I og vildu allt gera, sem í þeirra
valdi stóð til að hraða afgreiðslu.
j Þeir gera sér ljóst, að ef ein-
hver dráttur verður á, þá er
þeim kennt um, og sú hætta
vofir yfir, að þeir missi við-
I skiptin. En viðskiptin eru þeirra
að samkomulagi í fyrstu atrennu,
en á meðan samtölin halda á-
fram, verður a. m. k. ekki stríð.
Fólkið sjálft vill ekki stríð. Það
eru e. t. v. einungis 100 forystu-
menn í heiminum, sem ekki
koma sér saman og það er miklu
betra að þeir talist við, þótt seint
gangi, heldur en þeir etji okkur
öllum út í ófrið“.
Víst er þetta of einföld fram- t brauð, án þeirra geta þeir ekki
setning á flóknum staðreyndum.
En þó eru það óhagganleg sann-
indi, að stjórnmálamönnunum
ber að reyna að ná samkomu-
lagi og koma í veg fyrir ófrið.
Það er frumskylda þeirra. Sam-
komulagstilraunir eru sjálfsagð-
ar. Hinu verður að treysta, að
forystumenn frjálsra þjóða semji
ekki svo, að á þær sé hallað. Því
til varnar verður að standa vel
á verði.
Ólíkar skoðanir
á Adenauer
Ekki vildi bílstjórinn gera
neitt úr því, að Adenauer hefði
tapað fylgi vegna ágreiningsins
lifað.
Á báðum höfnum er látlaus
straumur skipa út og inn. Á
þeim sólarhring, sem dvalið var
í Bremen munu þar hafa siglt
út og inn milli 30—40 skip, og
var þó sagt færra en venjulega
vegna aðsteðjandi helgar.
Ferð til Leningrad
Mikil skipaferð var einnig um
Kielarskurðinn, sem út af fyrir
sig var mjög gaman að sjá og
sigla. Eftir að inn í Eystrasalt
kom, smá dró úr skipaferð, þó
að eitt og eitt sæist öðru hvoru.
Þegar nálgaðist Leningrad, á
þriðja degi frá því að farið var
frá Bremen, mátti þó sjá nokk-
ur skip. Var varpað akkerum
í hópi þeirra og voru þar 5 skip
fyrir, auk hafnsögumannsskips,
sem hin höfðu safnazt í kringum.
Kom þá í ljós, að veður var talið
svo illt, að leiðsögumenn inn til
Leningrad fengust ekki, en eftir
var um tveggja stunda sigling.
Varð af þeim sökum að liggja
þarna hátt á þriðja sólarhring
og höfðu safnazt saman alls 12
skip, öll erlend. Þess ber þó að
geta, að nokkur rússnesk skip
sigldu viðstöðulaust inn, án þessr
að leita leiðsögumanns.
Koma
til Leningrad
Siglt var inn til Leningrad í
náttmyrkri, og var komið þang-
að um kl. 5 að morgni. Jafn-
skjótt og lagzt var að bryggju
komu hermenn um borð, skoð-
uðu skipið hátt og lágt og tóku
vegabréf þeirra, sem ekki höfðu
áritun frá sendiráði Rússa hér.
Öllum var þeim þó þegar í stað
gefið sérstakt landgönguleyfi.
Hinir, sem áritun höfðu fengið
hér, fengu sín vegabréf þegar
í stað aftur.
Landganga í Leningrad er frá-
brugðin því, sem í Vestur-Evrópu
tíðkast, að því leyti að við hverja
landgöngubrú stendur stöðugt
hermaður, sem skoðar vegabréf,
bæði þegar farið er frá borði og
snúið aftur. Hið sama er gert,
þegar farið er út um hlið hafn-
arinnar og þangað komið á ný.
í upphafi var búizt við, að skip-
ið gæti fengið afgreiðslu í Len-
ingrad á 2Ms degi og var því um
að gera að komast strax inn í
borgina og skoða hana. Fyrir
vinsamlega milligöngu þess for-
stjóra Inflot, sem annaðist af-
greiðslu skipsins og allt vildi
gera til fyrirgreiðslu, var tafar-
laust hægt að fá bíl og leiðsögu-
mann, sem goldið var fyrir með
venjulegum hætti.
Ein af höíuðborg-
um heims
Brezki rithöfundurinn Harold
Nicolson sagði einu sinni, að fyr-
ir fyrra stríð hefðu menn úr
Vestur-Evrópu einkum hugsað
um Berlín sem járnbrautarstöð
og áningarstað á milli Parísar og
Leningrad. Þeim, er þekktu stór-
borgina Berlín og glæsilegar
byggingar þar, þótti þetta und-
arlega mælt. En þegar Lenin-
grad er skoðuð, skilst af hverju
hinn snjalli rithöfundur komst
svo að orði. Leningrad er óneit-
anlega að byggingu ein af höf-
uðborgum heims. Þar er að líta
fegurri, eða a. m. k. stærri, hallir
og breiðari götur, glæsilegri
minnismerki og meiri stór-
mennskubrag en sjá má allt frá
París, norðan Alpafjalla, austur
til þessarar borgar á sléttunni við
botn Finnska flóans.
Stórhugur Péturs mikla hefur
verið með eindæmum, en hann
lagði, eins og kunnugt er, grunn
að borginni skömmu eftir alda-
mótin 1700. Fyrir þann, sem eitt-
hvað hefur lesið í rússneskri
sögu og skáldritum, eru óteljandi
staðir í Leningrad, er snerta hug
hans. Núverandi ráðamenn leggja
og ríka áherzlu á að halda hin-
um sögulegu minjum við. Fer
þeim þar ólíkt og skoðanbræðr-
um þeirra í Austur-Berlín, sem
jafnað hafa keisarahöllina við
jörðu og riíið gömul minnis-
merki. Á síðasta ári var sagt,
að þeir héldu áfram slíkri iðju
í sumum útborgum Berlinar til
að eyða minjum þýzka keisara-
veldisins og prússneska konung-
dæmisins. Slíkur skrílsháttur er
óskaplegur. Því meiri ánægja var
að skoða hinar forriu minjar í
Leningrad.
Af minnismerkjum eru tvö
glæsilegust frá fyrri tíð, stytta
Péturs mikla og Katrínar miklu,
en frá nýrri tíð stytta Lenins
og Kirovs. Minningu Lenins er
mjög haldið á lofti, m. a. með
myndum, hvarvetna þar sem við
verður komið. Öðru máli virtist
Framh. á bls. 14.