Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 23
Sunnudagur 13. sept. 1959
MORCTJHBl 4Ð1Ð
23
%
Sláfrarar á
námskeiði
HINN 8. og 9. þ.m. efndi Sam
band ísl. samvinnufélaga til nám-
skeiðs og fundar ó Akureyri fyr-
ir slátrara og aðra þá, sem að
sauðfjárslótrun vinna.
Þátttakendur voru um 58, aðal-
lega fláningsmenn, sláturhús-
stjórar og kjötmatsmenn frá 40
sláturhúsúm víðs vegar að um
landið. Öll N kaupfélögin, sem
verka dilkakjöt fyrir útlendan
markað, nema tvö, sendu þátttak
endur einn eða fleiri á nám-
skeiðið. Á námskeiðið komu og
leiðbeindu yfirkjötmatsmennirn-
ir Halldór Ásgeirsson og Sigurður
Björnsson. Auk þessa voru flutt
erindi á námskeiðinu og leið-
beint við verklega kennslu sem
hér segir: dr. Halldór Pálsson,
sauðfjárræktarráðunautur, flutti
erindi um innlendar og erlendar
markaðskröfur, Guðm. Knutsén,
héraðsdýralæknir, talaði um kröf
ur heilbrigðiseftirlitsins um hrein
læti og frógang sláturhúsa. Jón-
mundur Ólafsson, kjötmatsfor-
maður, llutti erindi um meðferð
sláturfjár og kjötverkun og með-
ferð kjöts í slátiirhúsum og í
flutningi. Arnlaugur Sigurjóns-
son, eftirlitsmaður talaði um
hreinsun og hreinlæti í slátur-
húsum og Jón R. Magnússon,
efnafræðingur, forstöðumaður
námskeiðsins talaði um verkun
og pökkun innýfla. Þrjár erlend-
ar kvikmyndir voru sýndar, fjöil
uðu þær um hinar ströngu kröf-
ur, sem gerðar eru erlendis um
hreinlæti í sláturhúsum og heil-
brigðisskoðun kjöts. Báða dagana
fór fram verkleg kennsla. Vegna
námskeiðsins var leyft að slátra
rúmlega 100 dilkum í sláturhúsi
K.E.A., þar sem námskeiðið var
haldið. Jón Pétursson, Borgar-
nesi, Gunnbjörn Arnljótsson,
Akureyri, Jóhannes Þórarinsson,
Stefanía Kristjáns
dóttii* 70 ára
Kópaskeri og Ingimar Magnúss-
on, Fossvöllum, leiðbeindu um
fláningu sauðfjár. Ingvar Krist-
jánsson, Stykkishólmi, sýndi svo
kallaða gálgafláningu. Akureyr-
ingarnir Gestur Jónsson, Harald
ur Skjóldal og Karl Kristjánsson
sýndu skotaðferð, fyrirristu og
innanúrtöku. Stórgripaslátrun
var og sýnd.
Erindi voru flutt fyrir hádegi
á námskeiðinu báða dagana og
spunnust um þau miklar umræð-
ur og var fjölmörgum fyrirspurn
um beint til frummælenda.
Námskeiðið, þótti takast vel
og hafa orðið il mikils gagns.
NÝLEGA opnaði ungur listamað-
ur, Alfreð Flóki Nílssen, mynd-
listasýningu í bogasal Þjóðminja
safnsins. Alfreð Flóki er tvítug-
ur Reykvíkingur og hefur undan-
farin ár stundað myndlistarnám,
fyrst hjá Jóhannesi Briem, list-
málara, síðan í Handíða- og mynd
listarskólanum, hjá Sigurði Sig-
urðssyni, listmálara, og nú síðast
í Konunglega fagurlistaskólanum
í Kaupmannahöfn. Á sýningunni
eru á annað hundrað tússmyndir
og tvær tréristur. Aðsókn að sýn-
ingunni hefur verið mjög góð, og
hafa 17 myndir selzt. Sýningin
verður opin í dag frá kl. 1—10.
STEFANlA Kristjánsdóttir frá
Hellissandi verður 70 ára á morg
un mánudaginn 14. sept. Stefanía
er fædd að Miðhúsum á Vatns-
leysuströnd 1889, dóttir hjónanna
Kristjáns Kristjánssonar og
Helgu Jónsdóttur. Niu áia gömul
missti Stefanía föður sinn, var
hún þá send í fóstur til Jóns
Skúiasonar og Ingibjargar Berg-
steinsdóttur í Fagurey á Breiða-
firði. Þar ólst hún upp, en árið
1908 giftist hún Edvarð Einars-
syni frá Stykkishólmi. Hófu þau
búskap á HeUissandi sama ár
og þar hefur Stefanía verið bú-
sett siðan. Varð þeim hjónum 8
barna auðið og eru 5 þeirra á
lífi. Mann sinn missti Stefanía
1934.
Hví ekhi nð virkja Glym i Botnsó?
HVÍ ekki að taka skrefið til hags-
bóta fyrir allt Vesturlandskjör-
dæmið og virkja hæsta foss lands
ins Glym í Botnsá í Hvalfirði,
sem sagður er hafa 200 m fali-
hæð. Áin fellur úr Hvalvatni á
Botnsheiði, 160 m djúpu, sem er
meira dýpi en mælt hefur verið
í nokkru öðru vatni á landinu.
Nokkru norðar á heiðinni er Reyð
arvatn 57 m djúpt og nokkuð
stórt um sig. ^Samkvæmt ályktun
Þorvaldar heitins Thoroddsen er
jarðvegsmyndun á einn veg á
svæði þessara vatna. Ekki ætti
að vera örðugleikum háð að gera
samband á milli vatnanna með
hinum stórvirku tækjum sem nú
tíðkast. Botnsárvirkjun og Anda-
kílsárvirkjun ættu í sameiningu
að geta séð íbúunum á Suðvestur
landssvæðinu fyrir nægri raf-
orku, til heimilisnotkunar og iðn-
aðar. Það mun verða íbúunum til
góðs að geta búið þarna að sínu,
því það er augljóst mál að raf-
orkuþörf Reykjaneskjördæmis og
Suðurlands er og verður gífur-
leg. Hins vegar tel ég að með
betri skipan mála en nú er,
mætti takast að nýta betur það
vatn sem völ er á til handa Anda-
kílsárvirkjun, án þess að hækka
Skorradalsvatn um 10 metra og
gera þar með óbyggilegan feg-
ursta dalinn á öllu Suðvestur-
landssvæðinu.
— Oddur.
Einbýlishús við
Álfholsveg
Til sölu er húseignin Álfhólsvegur 38 Kópavogi.
Húsið er um 80 ferm. hæð og ris.
Upplýsingar í síma 18175 eða 17582.
Ung og barnlaus hjón óska eftir
2-3 herb. íbúð
helzt í Vesturbænum. Upplýsingar gefur séra
Kristinn Stefánsson í síma 19405 og 16197 í dag og
Stefanía verður á morgun stödd
að heimili dóttur sinnar og tengda
sonar að Linnetj.tíg 12, Hafnar-
firði.
næstu daga.
Keflavík Suðurnes
SKEMMTUN að Vík í kvöld kl. 9.
Góð hljómsveit. — Hvað skeður kl. 12?
ALÞÝÐUFLOKKSF&LÖGIN.
Skrifsfofustúlka óskast
Vön almennum skrifstofustörfum og með
góða vélritunarkunnáttu. y
Tilboð sendist í pósthólf 869
Skrifstofumaður oskast
Maður, vanur bókhaldi og vélritun óskast strax til
iðnfyrirtækis. Væntanlegir umsækjendur sendi upp-
lýsingar um aldur og fyrri störf merkt: „Framtíðar-
starf — 9043“ til Mbl. fyrir 16.-þ.m.
Innilegt þakklæti til allra skyldmenna og kunningja
sem glöddu mig með hlýjum handtökum, heimsókn, gjöf-
um, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 31.
ágúst s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Tryggvi Jóhannsson, Hrísey.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu mér ógleymanlega
vináttu á 80 ára afmæli mínu 5. sept. s.l.
Guð blessi ykkur öll.
María Magnúsdóttir,
frá Litlalandi, Ölfusi.
Maðurlnn minn,
ÞÓRHALLUR SIGTRYGGSSON,
fyrrverandi kaupfélagsstjóri,
andaðist í Landspítalanum 11. þ.m.
Kristbjörg Sveinsdóttlr
Sonardóttur mín,
HELGA SIGURÐARDÓTTIR
lézt,ll. september að Hnappavöllum, Fagurhólmsmýri.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Gísli Sigurðsson, Óðinsgðtu 16
og ættingjar.
Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður
stefAns dagfinnssonar
skipstjóra,
fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 15. september
kl. 2 e.h.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega
bent á líknarstofnanir. — Athöfninni verður útvarpað.
Júníana Stefánsdóttir, börn og tengdaböra.
Konan mín,
ÓLÍNA ANDRÉSDÓTTIR THORODDSEN
frá Vatnsdal,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 14.
þ.m. kl. 13,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpaS.
Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minn-
ast hinnar látnu, bent á líknarstofnanir.
Ólafur E. Thoroddsen
Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, er sýndu okkur
hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðarför konu
minnar og móður okkar
GUÐRlÐAR GUÐBRANDSDÓTTUR
Gamalíel Jónsson og börn,
Stað, Grindavík.