Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 24
I fáum orðum sagt
Sjá grein á bls. 8.
Cosper og
Mogensen
MORGUNÐLAÐIÐ birtir í
dag teiknimyífdir eftir tvo
fræga skopmyndateiknara,
Danana Cosper Cornelius og
Jörgen Mogensen.
Nafn Cospers er orðið mjög
þekkt á Norðurlöndum og
víðar, því að myndir hans
þykja afbragð. Hann byrjaði
að teikna gamanmyndir íyr-
Cospcr við teikniborðið
ir blað í Kaupmannahöfn,
l þegar hann var aðeins 14 ára
i að aldri — og vegur hans hef-
HeyiS
á floti
) EINS og kunnugt er hafa
miklir óþurrkar gengið yfir
\ Suðurland að undanförnu. í
í fyrradag stytti loks upp og
| mun það fyrsti þurrkadagur-
' inn í langan tíma. Víða var
!
þá hey í vatni, jafnvel á tún-
1
s
S um. Her getur að líta tvær
| myndir, sem tíðindamaður
i blaðsins tók úr flugvél í fyrra
$ dag á suðurbökkum Hvítár
} skammt frá Hvanneyri. Á
S stærri myndinni sjáum við
| hvar galtarnir eru umflotnir
S vatni, en á hinni minni tún-
• blett, þar sem tjörn er á hon-
S um miðjum og standa galtarn-
\ ir þar í vatninu. Víða gat að
j líta hrakið hey og gulnað á •
' túnum þótt ekki væri svo illa S
komið að það væri á kafi i |
vatni. Þess munu dæmi að j
meðfram Hvítá hafi heyið flot s
ið á brott þegar rigningarnar •
voru mestar. , í
Ljósm. vig. 1
ur stöðugt vaxið á þessu sviði
æ síðan. Hann er jafnframt
þekktur jazzleikari, en skop-
myndirnar hafa aflað honum
mestrar frægðar, enda hafa
þær jafnan verið hans aðal-
starf.
„Skáldið og mamma litla“
heita gamansögur Jörgen
Mogensen um litlu fjölskyld-
una, sem lifir og hrærist 1
heimi skáldskaparins. Það er
margt sem drífur á daga
skáldsins og mömmu litlu“,
þvi um Mogensen má segja
. það sama og Cosper, að
j hnyttni hans hefur flogið viða
S Him lönd og vakið almenna
athygli.
i
Rússneskir
blaðamenn
í Keffavík
í gær kom til Keflavíkurflug-
vallar rússnesk farþegaflugvél
af gerðinni 11-18, sem var á leið
frá Moskva til Washington. Vél-
in flutti 41 blaðamann, sem eru
á vesturleið til þess að fylgjast
með ferðalagi Krúsjeffs um
Bandaríkin. Flugvélin hafði
nokkra viðdvöl í Keflavík, en
hélt síðan í einum áfanga vest-
ur um haf. — Sjá nánar á síðu
22.
Atburðirnir á Keflavikurflugvelli:
Viðrœðum sendiherrans við ríkis-
stjórnina lýkur nœstu
daga
í GÆRMORGUN birti utanríkis-
ráðuneytið fréttatilkynningu um
viðræður sendiherra íslands í
Washington við ríkisstjórn
Bandaríkjanna út af atburðun-
um á Keflavíkurflugvelli. Er
þess getið í fréttatilkynningu,
að viðræðum um málið mundi
ljúka næstu daga en tilkynningin
er svohljóðandi:
„Þriðjudaginn 8. sept. s.l. áður
en Thor Thors ambassador fór
héðan af landi til Washington,
var honum falið að ganga á fund
ríkisstjórnar Bandaríkjanna og
í framhaldi af fyrri orðsending-
um ríkisstjórnar íslands, að gera
henni grein fyrir hve alvarlegum
augum ríkisstjórnin liti á at-
burði þá í einstökum atriðum
og í heild, sem gerzt hafa und-
anfarið í sambúð íslendinga og
varnarliðsmanna. Var sendiherr-
anum jafnframt falið að bera
fram kröfu um, að ráðstafanir
yrðu gerðar hið bráðasta til þess
að koma í veg fyrir að slíkir at-
burðir endurtækju sig.
Seint í gærkvöldi barst til-
kynning frá sendiherranum um
að hann hefði í gærdag gengið
á fund ríkisstjórnar Bandaríkj-
f FYRRAKVÖLD um kl. 21,21 ók
herjeppi, VL 3553, sem var að
koma úr Reykjavík, á gangandi
mann á Reykjanesbraut, nálægt
Innri-Njarðvík. Var maðurinn
fluttur á sjúkrahús í Keflavík, og
reyndust meiðsli hans ekki vera
alvarleg, þó mun hann vera tals-
vert marinn og skorinn á höfði
og í andliti, en óbrotinn.
anna. Má gera ráð fyrir, að við-
ræðum milli ríkisstjórna íslands
og Bandarikjanna um þessi mál
ljúki næstu daga og að árangur
þeirra geti legið fyrir mjög fljót-
lega“.
Morgunblaðið birtir þessar (
myndir á bls. 15 í blaðmu í i
dag — og fyrst um sinn birt- ^
ast þær á sunnudögum. \
Tveir km. ólagðir
af Vestfjarðarvegi
VEGAMÁLASTJÓRI skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að að-
eins tveir kílómetrar myndu nú ólagðir af hinum nýja Vestfjarða-
vegi, sem liggur úr Barðastrandarsýslu yfir í Arnarfjörð. Ef tíð
helzt sæmileg ætti þessari þýðingarmiklu vegagerð að verða lokið
á næstueinni eða tveimur vikum eða svo.
Miklar rigningar undanfarið
hafa tafið framkvæmdirnar nokk
uð. En þeim er þó haldið áfram
af fullum krafti og fjármagn hef-
ur verið tryggt til þess að ljúka
þeim á þessu hausti.
Vegagérðin meðfram fsafjarð-
ardjúpi hefur einnig gengið vel
undanfarið. Hefur vegagerðinni
meðfram Mjóafirði áleiðis út í
Ögur miðað vel áfram. Voru fyr-
ir nokkrum dögum um það bil
tveir km óruddir út að Látrum
í Mjóafirði. Vinna tvær jarðýtur
að þessum vegaframkvæmdum.
Verður þeim haldið áfram eftir
því sem veður leyfir í haust. —.
Þykir nú öruggt að akfært verði
út í Ögur á næsta sumri.