Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 3

Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 3
Fimmtudagur 17. sept. 1959 UORCUNBL^ÐIÐ 3 Miklabrautin lýst með kvikasiltur- Ijósum Götulýsing i Blesugróf endurbætt ÞEGAR tekizt hefur að fá vír fyrir raflýsingu til bráðabirgða, munu starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefja uppsetningu og endurbæta stórlega raflýsing- una við Miklubrautina innan- verða. Hefur verið ákveðið að Afli glæðist NESKAUPSTAÐ, 16. sept. — Afli línubáta hefir glæðst undanfarna daga og hafa .þeir fengið upp í 15 skippund í róðri. Það eru ein- ungis smærri bátarnir, sem byrj- aðir eru að stunda veiðarnar, hinir stærri eru ekki enn byrjað- ir eftir síldveiðarnar. setja kvikasilfurslýsingu við þessa miklu umferðargötu, allt innan frá á, þar sem Miklabraut og Suðurlandsbraut mætast og vestur að Seljalandsvegi, en gatnamótin eru skammt þaðan frá sem nýja Shellbensínstöðin við Miklubraut er. % Af þessu mun verða mikil bót og mun lýsing Miklubrautar á þessum kafla verða svipuð því sem hún er á Suðurlandsbraut nú. —. Þá er ákveðið að nú í haust verði sett upp gatnaljósakerfi í Blesugróf, en þar hefur lýsing- unni verið mjög áfátt, aðeins ljós og ljós á stangli. Fimm hæ3a hús ú Ítalíu hrynur s s s s s s s s s s s s s s s { s s s s s s s s s s s s s s s s s s BARI, Ítalíu 16. september. (Reuter) — Fimm hæða hús, sem 106 manns bjuggu í, hrundi í dag í Barletta, skammt héðan, og fórust að minnsta kosti 24 manns, mestmegnis konur og börn, en margil særðust. Lögregla, slökkviliðið og sjálfboðaliðar úr hópi al- mennra borgara, sem hröð- uðu sér á staðinn, eru enn að grafa í rústunum, ef vera kynni að fleirj lík fyndust þar. í húsinu, sem byggt var fyrir fáum mánuðum, áttu heima 24 fjölskyldur, en ekki er vitað með vissu, hve masgar þeirra voru heima, þegar slysið varð. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í s s s s s WASHINGTON og LONDON, 16. sept. (NTB-Reuter) — Krúsjeíf hélt í dag ræðu á fundi hjá sam- tökum blaðamanna í Washington og svaraði að því búnu ýmsum fyrirspurnum, er fyrir hann voru lagðar. I ræðu sinni skýrði Krúsjeff frá því, að hann mundi leggja nýjar og merkilegar tillögUr um afvopnunarmál fyrir allsherjar- þing S. Þ., þegar hann ávarpar það á föstudaginn. Hann ítrekaði tillögur Sovétríkjanna um lausn Þýzkalands-vandamálanna og taldi Genfar fund utanríkisráð- herranna hafa borið góðan ár- angur. Þá kvaðst hann telja að sosíal- isminn mundi leysa auðvaldskipu lagið af hólmi í heiminum. Ánægður með móttökurnar Um móttökurnar í Bandaríkjun um sagði Krúsjeff, að hann væri ánægður með þær, ekki sízt með hliðsjón af því, að í landinu. væri rekinn áróður gegn Sovétríkjun- um. Þegar Krúsjeff var spurður um Ungverjalandsmálið tók hann svo til orða, að það virtist standa í sumum mönnum eins og dauð rotta. Hinn sovézki forsælisráðherra lét ávo ummælt um viðræður sín- ar við Eisenhower Bandaríkja- ' forseta, að þeir væru shmmála um það, að styrjöld væri sem betur færi ekki óhjákvæmileg nú á dögum. ☆ Á myndum þeim, sem hér birtast frá lieimsókn Krjú- sjeffs til Bandavíkjanna, sést hann ásamt Eisenhower for- seta kanna heiðursfylkingu bandarískra hermanna á flug vellinum (efri mynd) og hlýða á þjóðsöngva Iand- anna (neðri mynd). STAKSTEIMAR Höftín skapa misrétti í forystugrein, sem JóhanneS Nordal hagfræðingur ritar í síð- asta hefti „Fjármálatíðinda," ræðir hann m. a. um höftin Of áhrif þeirra á efnahagslífið og afkomu almennings. Kemst hag- fræðingurinn þar m. a. að orði á þessa leið: „Einn mikilvægasti þáttur nýrr ar stefnu í efnahagsmálum hlýt- ur að verða að auka svigrúm frjálsrar verðmyndunar. Vegna jafnvægisleysis milli framboðs og eftirspurnar hefur á fjölda mörgum sviðum efnahags- lífsins verið gripið til hafta og skömmtunar, unz starfsemi mark aðarins er orðin svo ófullkom- in að hún er hætt að tryggja sæmilega nýtingu framleiðslu- þáttanna og vernda hag neyt- enda. Höftin hafa margvíslega annmarka. 1 fyrsta lagi koma þau í veg fyrir heilbrigða sam- keppni og halda hlífiskildi yfir margs konar efnahagsstarfsemi, sem er óhagkvæm fyrir þjóðar- búið, svo hún vex og dafnar á kostnað þeirrar atvinnugreinar, sem skilar þjóðinni mestum raunverulegum arði. I öðru lagi hafa höftin í för með sér geysi- legt misrétti, þar sem einum eru veitt mikilsverð fríðindi, sem öðrum er neitað um. Margs kon- ar gróðabrask og óeðlileg ágóða- myndun á sér stað í skjóli þeirra forréttinda, sem höftin hljóta að veita hinum útvöldu, og hjá því getur ekki farið að þetta eigi sér stað á kostnað eðli- legs atvinnurekstrar. Loks hlýt- ur sjálf framkvæmd haftanna að hafa í för með sér mikla vinnu, sem skilar þjóðarbúinu litlu í aðra hönd, svo að ekki sé meira sagt.“ Ríghalda í ranglætið Reynsla islenzku þjóðarinnar sannar, að þessi ummæli hag- fræðingsins hafa við fyllstu rök að styðjast. Nefnda- og ráða- valdið, sem fylgir höftunum, skapar ávallt hættu á misbeit- ingu þess og margs konar rang- læti. Höftin hafa haft í för með sér lömun einstaklings- og fé- lagsframtaks og hindrun á marg- víslegum nauðsynlegum fram- kvæmdum og umbótum í land- inu. Þegar á þetta er litið sætir það hinni mestu furðu, að heilir stjórnmálaflokkar skuli beinlín- is hafa það á stefnuskrá sinni að berjast fyrir viðhaldi haft- anna. En þannig er þessu varið um alla hina svokölluðu vinstri flokka. Þeir telja hag almenn- ings bezt borgið með því að opinberar nefndir og ráð hafi sem mest völd yfir athafnalifi þjóðarinnar, og að einstakling- arnir þurfi að sækja til þeirra um Ieyfi til sem flestra fram- kvæmda sinna, hvort heldur er á sviði atvinnurekstrar eða al- mennra viðskipta. Sjálfstæðismenn telja þcssa stefnu hina háskalegustu. Frumskilyrði aukinnar framleiðslu Óhætt er að fullyrða, að ís- lendingum ríður nú ekki á neinu meira en að geta aukið fram- leiðslu sína og gert hana fjöl- breyttari og verðmeiri. Það er leiðin til þess að skapa vinnu- frið í þjóðfélaginu og tryggja almenningi afkomuöryggi og batnandi lífskjör. En án athafna- frelsis er ekki hægt að fram- kvæma nauðsynlega uppbygg- ingu. Hið opinbera getur ekkl tekið að sér eitt þá aukningu framleiðslutækjanna, sem er þjóðinni lífsnauðsynleg. Hins vegar getur ríkisvaldið örvað einstaklingsframtakið iil athafna og greitt götu þess á ýmsa lund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.