Morgunblaðið - 17.09.1959, Page 11

Morgunblaðið - 17.09.1959, Page 11
Fimmtudagur 17. sept. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 11 Með lögum skal land byggja ÞANN 15. ágúst s.l. birtist í Tím- anum grein undir íyrirsögninni „Kunna þessir menn að tapa?“ Greinarhöfundur er Sigurgeir Hannesson, bóndi í Stóradal, sem jafnframt er einn af vörðum laga og réttar í Húnaveri. Það er auð- séð, að Sigurgeir hefur smeygt sér úr einkennisbúningnum á meðan samning greinarinnar fór fram. Ennfremur er það athyglisvert, að ritstjóri Tímans birtir hana á þriðju síðu, en hún er eins og kunnugt er sorptunnusíða Tím- ans. Sýnir ritstjórinn greinarhöf- undi með þessu verðskuldaðan heiður. Þar sem greinarhöfundur virð- ist finna hjá sér þörf til að troða iiisakir við mig, þykir mér skylt að svara honum með nokkrum línum í Morgunblaðinu. Þessi rit- smíð hans er að nokkru leyti um kæru Sjálfstæðisflokksfélaganna í A.-Hún. Hinn hlutinn er per- sónulegt níð um nokkra af for- ustumönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Austur-Húnavatnssýslu. Sýnir Sigurgeir í þessu, sem öðru sitt rétta innræti. „Með lögum skal land byggja“. Segja má að þetta séu kjör- orð íslenzkrar löggæzlu, enda skráð á lögreglumerkið, sem allir lögreglumenn bera. Nú skrifar einn af þeim mönnum, sem falið hefur verið að sjá um að lögum og reglum ríkisins sé hlýtt grein í víðlesið blað og gefur eftirfar- andi yfirlýsingu: „Því það er ekki svo lítil til- breyting í því fyrir mann, sem enn býr norður í landi, að vera einn góðan veðurdag eltur uppi af tveimur lögregluþjónum og kallaður fyrir rétt . . .“ Það þarf ekki fleiri orð til að sýna „moralinn“ hjá Sigurgeir í Stóradal. Það er tilbreyting og ánægja fyrir hann að vera eltur uppi eins og strokufangi frá Litla-Hrauni, dæmdur og aug- lýstur, sem sakamaður í blöðum og útvarpi. Á öðrum stað stendur: „Hér var í engu brugðið venju á kjör- staðnum'. Með öðrum orðum. Ef maður væri handtekinn og sak- aður um t. d. þjófnað, væri eftir þessari kenningu Sigurgeirs nóg fyrir hann að segja, að hann hefði í engu brugðið venju sinn. Hann hefði alltaf verið þjófur. Hér kemur til dæmi um mótsagnirnar hjá greinarhöfundi. Er hann þar að ræða um Guðbrand ísberg sýslumann, sem óskaði eftir setu- dómara, þar eð hann hefði verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þar stendur: „En þar brást hann, þ. e. sýslumaður, að sjálfsögðu trausti flokksbræðra sinna og hraðaði málinu svo að því var lokið áður en þing kom saman. Ekki framkvæmdi sýslu- maður sjálfur rannsóknina . . .“ Þannig eru mótsagnirnar. í annari línunni stendur, að sýslu- maður hafi hraðað málinu, en í hinni, að hann hafi ekki sjálf- ur haft með málið að gera. Níffhöggur „Ágætustu mennirnir verða jafnan fyrir ásókn níðhögganna, eins og fuglarnir sækjast mest eftir að kroppa beztu ávextina.“ Mér komu í hug þessi orð eftir Lord Bacon, þegar Sigurgeir í Stóradal tók til að níða Jón Pálmason, fyrrverandi alþingis- forseta. Sigurgeir þarf ekki að kynna Jón Pálmason fyrir ís- lenzku þjóðinni. Allir vita, að Jón Pálmason er einn af ágæt- ustu sonum Húnabyggðar og al- þingismaður Austur-Húnv. hefur hann verið í meir en aldarfjórð- ung. Jón Pálmason hefur gegnt ábyrgðarmiklum störfum innan þings og utan. Hann hefur notið trausts og vináttu fólks úr öllum stjórnmálaflokkum, sem hefur kunnað að meta drengskap hans við póiitíska andstæðinga, sem aðra. Að sjálfsögðu kunna Austur- Húnvetningar vel að m'eta störf Jóns Pálmasonar, og hafa þeir sýnt honum margan sóma. „Sér grefur gröf þótt grafi." Þau tíðindi gerðust á framboðs- fundi á Blönduósi s.l. vor, að Sig- fús Þorsteinsson, ráðunautur Framsóknarmanna réðist með ruddaskap á mig í ræðu, sem hann hélt á fundinum. Virtist hann hafa meiri áhuga á því, hvemig ég verði tómstundum mínum, heldur en því, hvernig hann sinnti störfum sínum sem ráðunautur. Hvernig stóð á því, að Sigfús Þorsteinsson gleymdi öllum drengskap og mannasiðum og hugsaði um það eitt, að níða pólitískan andstæðing sinn í skrif aðri og þaulhugsaðri ræðu Því er fljótsvarað. Eins og kunnugt er vann ég á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Blönduósi um þetta leyti. Var skrifstofan mikill þyrnir í augum Framsókn- armanna. Sigurgeir í Stóradal, flokksbróðir Sigfúsar Þorsteins- sonar, þarf einnig að sýna í verki sitt pólitíska ofstæki. Hann send- ir mér tóninn £ grein sinni og segir meðal annars: „Við vit- um öll að mönnum, sem hafa átt við langa líkamlega vanheilsu að búa . . .” Sigurgeir í Stóradal og Sigfús Þorsteinsson þurfa ekki að minna mig á, að ég veiktist sem barn og ber þess menjar, en að, fólk noti sér veikindi ann- arra, sem árásarefni í pólitískri blaðagrein sýnir, að Sigurgeir Hannesson hefur ekki úr miklu að moða. Hjá honum birtist Framsóknareðlið í sinni ljótustu mynd, og sjálfsagt er hann að þakka fyrir það, að tengdafaðir hans, sá ágæti bændaleiðtogi og alþingismaður, Jón Jónsson í Stóradal, var rekinn úr Fram- sóknarflokknum, af því að hann þótti ekki nógu undirgefinn og þægur. Guffmundur Klemenzson. Aðstoðarstúlka á tannlækningastofu óskast strax. Til'boð með upplýsingum sendist Mbl. fyrir helgi merkt: „Aðstoðarstúlka — 9177“. Heildverzlun sem selur fatnað og metravöru óskar að ráða sölumann. Þeir eða þær sem áhuga hefðu fyrir slíku starfi, gjöri svo vel að senda nafn og heimilisfang í póst- hólf 506. Stórt geymslu- og iðnaðarpláss í kjaliara í miðbænum er til leigu nú þegar, ásamt einu eða tveimur rúmgóðum íbúðar- herbergjum og litlu eldhúsi, gegn góðri húshjálp á fá- mennu heimili. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: „Eftir samkomulagi — 4424“. Skrifsfoíusfúlka Dugleg skrifstofustúlka óskast strax. Bókhalds- og enskukunnátta nauðsynleg. Mjög hátt kaup. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: „Bókhald — 4216“. Verkaíólk Okkur vantar fólk til starfa í verksmiðjunni nú þegar. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Ungl- ingar yngri en 15 ára ekki ráðnir. Hampiðjan hf. Stakkholti 4. SunnleaBdinsjar Haustefnin komin. Úrval af enskum dragta og karlmannafataefnum, að ógleymdu euska reiðfataefninu eftirsótta, einnig íslenzkt efni í skólaföt drengja. DANlEL ÞOBSTEINSSON, klæðskeri, - Selfossi. Á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fyrsta stúdentaheimili á íslandi, Stúdentagarður- inn, tók til starfa. Tilhlýðilegt þykir að minnast þessa afmf lis með nokkrum hætti, og hefir því verið ákveðið að efna til afmælishófs laugardagskvöldið 10. okt. n.k. Skorað er á alla stúdenta, sem dvalið hafa á Gamla Garði á undanförnum aldarfjórðungi, að koma til þessa samkvæmis til þess að eiga glaða stund og rifja upp gömul kynni. Nauðsynlegt er þeir sem geta komið því við, að sækja afmælishóf þetta, tilkynni þátttöku sína í skrifstofu Gamla Garðs, sími 1-64-82 kl. 2 til 5 síðdegis, eigi síðar en 25. þ.m. Reykjavík, 14. sept. 1959. Jóhann Hafstein, bankastjóri, Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Ragnar Jóhannesson, bókavörður, Þórarinn Sveinsson, læknir, Þorvaldur Þórarinsson, lögfræðingur. Handíða- og Myndlistaskólinn Kennsla hefst 1. október næstkomandi. Dagdeildir: Teiknun, listmálun, pastelteiknun, sáld- þrykk, steinprent, trérista, mosaik, litasaga, mynztur- teiknun, tauþrykk, batik, almennur vefnaður, mynd- vefnaður, vefnaðarfræði. — Sérmenntun teiknikennara og vefnaðarkennara. Síðdegis- og kvöldnámskeið: Teiknun og föndur fyrir börn. Teiknun og málun fyrir unglinga og fullorðna. Bókband. Steinprent. Mosaik. Stílsaga. Tauþrikk, sáld- þrykk og batik. Leiksviðstækni og leiktjaldamálun. Skrifstofan, Skipholti 1, sími 19821, opin í september alla virka daga nema laugardaga kl. 6—7 síðdegis. Starfsskrá skólans fæst í bókabúðum Lárusar Blöndals. Fjölbreytt úrval af snyrtivörum fyrir dömur og herra Nýkomið fyrir dömur: Nýkomið fyrir herra: Louis Philippe varalitur fjölbreytt litaúrval Tveet Baðolía — Baðpúður — Baðsalt — Varalitur (áfyllingar) Ennfremur nýkomið Lenthréic rakspritt — hárspritt — raksápa — After shave stick o. m. fl. and dry Foot Povvder. Snyrfivörudeildin Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.