Morgunblaðið - 17.09.1959, Page 17

Morgunblaðið - 17.09.1959, Page 17
Fftnmtudagur 17. sept. 1959 MORCVNMAÐ1B 17 Af sjónarhóli sveitamanns Næsta sumar er fyrirhuguð uppfærsla á helgileik í bænum Oberammergau í Bayern í Þýzkaland! og voru nýlega valdir þeir, sem fara eiga með hlutverk í honum. — Eru það eingöngu almennir borgarar úr ýmsum stéttum. Á myndinni hér að ofan standa nöfn nokkurra leikaranna á töflu og fyrir framan hana standa svo, talið frá vinstri: María Magdalena, María, Jesús og Jóhannes. — Ljósmæðrafélag íslands 40 ára MARGIR sveitamenn, sem koma til Reykjavíkur eru nú orðið svo efnum búnir að þeir koma þang- að akandi í sínum eigin bíl. Ég er líka sammála þeim, sem segja: Það, sem bóndinn á að veita sér fyrst af öllu þegar hann hefur fullnægt helztu þörfum heim- ilisins, er að eignast bíl. Og þó að samgöngur séu orðnar góðar við höfuðstaðinn hvarvetna af landinu með skipum eða rútum eða flugvélum, eða þessu öllu, þá er það nú samt svo, að helzt af öllu vill maður koma þangað á sínu eigin farartæki og hafa um- ráð yfir því meðan maður dvelur í borginni. Það er til ómetanlegs hagræðis — raunar óhjákvæmi- legt — fyrir þá, sem hafa þar mörg erindi að reka. Víðátta borg arinnar er orðin svo mikil — raunar allt of mikil, að því er flestum finnst — að það er ó- gerningur að ætla sér að koma víða og annast miklar útréttingar á skömmum tíma án þess að hafa sitt eigið farartæki. En ekki er kálið sopið þótt í ausuna sé kom ið. f>að vill stundum ekki ganga greitt að ferðast um höfuðborg- ina, þótt ferðamaðurinn hafi gott og hraðskreitt farartaæki. Stund um er maður fljótari að ganga niður Laugaveg heldur en aka í bíl. Og við því er ekkert að segja. Umferðaþunginn er orðinn svo mikill í þröngum götum okk ar hraðvaxandi höfuðstaðar, að það er ekki nema eðlilegt að þar verði í vegi margháttaðir örðug- leikar. En það er annað, sem ókunnug- um ökumanni kemur óþægilega á óvart. Við sumar skrifstofu- byggingar eru allrúmgóð bíla- stæði. En þau virðast ekki ætiuð þeim, sem eiga „erindi að reka í þessum húsum, heldur aðeins fyr- ir þá, sem þar vinna. Við sum þessi bílastæði hafa stundum stað ið spjöld með áletruninni: Aðeins fyrir starfsmenn . . . og svo heiti viðkomandi húss fyrir aftan. í mörgum þessara húsa er fjö’di af opinberum skrifstofum og stofnunum. Þangað er stöðugur straumur manna, sem eiga við þær hin margháttuðustu erindi. Þar þarf að bíða eftir forstjórum og skrifstofustjórum og deildar- stjórum (ef þeir eru þá við) og afgreiðslan tekur oft langan tíma ( ef hún fæst þá í það sinn). Er nú ekki eðlilegra, að allur sá mikli fjöldi, sem erindi á að reka í þessum stofnunum, eigi aðgang að og sitji fyrir nærtækum bila- stæðum heldur en þeir, sem þar vinna allan afgreiðslutímann? — Áletrunin: Aðeins fyrir starfs- menn o. s frv., sýnir að viðkom- andi stofnun tekur ekki mikið tillit til viðskiptamannanna. — Það er engu líkara en að það sé frekar verið að bægja þeim frá — halda þeim í burtu, i stað þess að veita þeim æskilega — og raunar sjálfsagða fyrirgreiðs’.u, á þessu sviði eins og öðrum. ★ En enda þótt gott sé fyrir sveita manninn að hafa bíl til að aka á honum til höfuðstaðarins og hafa hann þar til afnota við sín- ar útréttingar, þá er nú bifreið:n fyrst og fremst þörf og nauðsyn- leg heima fyrir. Ekkert tæki, sem bóndinn á, er honum jafnþarft í baráttunni við einangrunina og fámennið eins og bíllinn. Það er nú orðið næsta sjald- gæft í sveitunum að mæta ríð- andi manni á förnum vegi. Slíkt er langtum algengara í nánd við bæina. Þar sér maður kaupstað- arbúana í útreiðartúrum á gæð- ingum sinum. Þeir gera það sér til uppléttis og hressingar. Þeim finnst það bæði skemmtilegt og heilsusamlegt. Sveitamaðurinn fer ekki á hestbak nema af þörf — helzt brýnni þörf. Ef bíleig- andinn í sveitinni fer á hestbak og mætir nágranna sínum eða öðrum sveitunga á förnum vegi er viðkvæðið jafnan þetta: Jæja, er nú bíllinn bilaður? Yfirleitt er nú svo komið, að bóndinn fer í bílnum allt, sem hann kemst, og með þvi að nú er orðið bíi- fært heim á s. a.. s. hvert býli á landinu, sést hann sjaldan öðru vísi á ferð heldur en í bíl. ★ Sumum finnst þetta vera of notkun á bílnum þessu skemmti- lega og gagnlega tæki. En þess ber að gæta, að í önnum og fólks fæð nútímans er bóndinn nauð- beygður til að flýta för sinni sem verða má, hvert sem hann þarf að fara. Bíllinn stendur til- búinn á hlaðinu. Það þarf ekki annað fyrir að hafa en stiga upp í hann, en hesturinn einhvers staðar langt úti í haga, stirður af offitu og brúkunarleysi, kann ski járnalaus, þess vegna er það engin furða þótt bíllinn verði fyr ir valinu, þegar eitthvað þarf að skreppa, oftast i flýti. Þess er ekki að vænta að „sagan endur- taki sig“ á þann hátt, að hest- urinn eigi aftur eftir að verða þarfasti þjónninn. Samgöngu- tæknin í nútíð og framtíð mun koma I veg fyrir það. Hins vegar verður að vænta þess, að sveita- fólkið komi fyrr en varir til með að meta hestinn að verðleikum ekki síður en kaupstaðarbúinn er nú farinn að gera. Eitt af því fáa, sem sveitafólk ætti að geta veitt sér frekar heldur en þeir, sem í borgum búa er að eiga góðan hest og nota harm sér til skemmtunar í fábreyttri önn daganna. Enda svo þennan þátt með einu erindi úr Einars Ben ágæta kvæði — því aldrei er góð vísa of oft kveðin: Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meira en hann sjálfur. Og knapinn á hesti er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Á SÍÐASTLIÐNU vori eru 40 ár liðin frá stofnun Ljósmæðrafé- lags íslands. Aðal hvatamaður og brautryðjandi að stofnun félags- ins var Þuríður Bárðardóttir, þá lögskipuð ljósmóðir í Reykjavík. Mun hún aðallega hafa unnið að stofnun þess ásamt Þórdísi Jóns- dóttur, ljósmóður og fleirum, veturinn 1918—1919. Boðað var til stofnfundar föstu daginn 2. maí 1919 í húsinu nr. 20 við Laugaveg í Reykjavík. — Á þessum fundi mættu 20 ljós- mæður, þar af 12 nýútskrifaðar úr Ljósmæðraskólanum Var ein- róma samþykkt að stofna félagið og var því gefið nafnið Ljós- mæðrafélag fslands. í stjórn voru kosnar: Þuríður Bárðardóttir, for maður, Þórdís Jónsdóttir, ritari, Þórunn Á. Björnsdóttir, gjald- keri. Stofnendur félagsins, auk þeirra, sem áður eru nefndar, voru: Ása Ásmundsdóttii og Sesselja Ólafsdóttir, báðar Ijós- mæður í Reykjavík, Kristín Jóns dóttir, ljósmóðir í Seitjarnarnes- hreppi, Guðrún Gestsdóttir og Sigríður E. Sæland, báðar ljós- mæður í Hafnarfirði. Og hinar nýútskrifuðu ljósmæður voru: Arndís Kristjánsdóttir, Ástvíður Stefánsdóttir, Björg Sveinsdólt- ir, Elín Jónsdóttir, Fríða Sigur- björnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Hildur Jóhannsdóttir, Jóna Krist- insdóttir, Margrét Tómasdóttir, Rósa Jónsdóttir og Steinunn Bjarnadóttir. Þær af stofnendum félagsins, sem hafa verið félagar þess óslit- ið öll þessi 40 ár og eru það enn í dag, eru: Ása Ásmundsdóttir, Elín Jónsdóttir, Jóna Kristins- dóttir, Kristín Teitsdóttir og Sig- riður E. Sæland. Frú Sigríður Sigfúsdóttir, Lokastíg 13, Reykja vík, var kosin gjaldkeri 1924 og gegndi þeim starfa til ársins 1943, að frk. Þuríður Bárðardóttir lét af störfum. Var Sigríður þá kos- in varaformaður til 1944 og for- maður til 1949. Þórdís Jónsdótt- ir Carlquist var ritari til 1929 og í varastjórn til 1949. 1943 tók Þórdís Ólafsdóttir við gjaldkera- störfum og hefur þau nú með höndum. Jóhanna Friðriksdóttir var kosin ritari 1929 og hafði þau störf með höndum til 1949, að hún var kosin formaður. Þá var kosin ritari Ragnhildur Jóns- dóttir og hefir hún verið það síð- an. Of langt mál er hér að rekja baráttusögu félagsins, sem var bæði löng og oft erfið, og verður því aðeins stiklað á stóru. Á að- alfundi félagsins 1922, var sam- þykkt í einu hljóði að ráðast í útgáfu stéttarblaðs, hlaut það heitið Ljósmæðrablaðið, og kom fyrsta tölublað þess út í október 1922, kostaði árgangurinn, 4 blöð fjórar krónur og þótti mörgum nóg, því þá voru borgaðar 5 krón- ur fyrir fæðingarhjálpina, þar sem þá nokkuð var borgað. í rit- nefnd blaðsins voru kosnar Þuríð ur Bárðardóttir, Ása Ásmunds- dóttir og Sigríður Sigfúsdóttir, en á aðalfundi 1925 lét Ása Ásmunds dóttir af störfum og tók þá við Jóhanna Friðriksdóttir .1926 var aukin útgáfa blaðsins upp í 6 blöð á ári. Eftir 1929 varð stjórn fé- lagsins jafnframt ritstjórn blaðs- ins, og er svo enn. Árið 1923 var gefin út'kennslubók í ljósmóður- fræði, þýdd úr norsku. — Eitt af því fyrsta, sem Ljósmæðrafélag íslands beitti sér fyrir, var leng- ing námstímans við Ljósmæðra* skólann. Árið 1912 var námstím- inn ákveðinn 6 mánuðir, og árið 1924 var loks ákveðið með lögum, að námstíminn yrði 9 mánuðir, og 1931 var námstíminn lengd- ur upp í eitt ár, sem þó er of lítið, og er svo enn í dag. Upp úr 1928 fór að tíðkast að ljósmæður sæktu Ijósmæðrafundi erlendis og kæmust í sambönd við ljósmæðrafélög á Norðurlönd um, og var íslenzkum ljósmæðr- um oft boðið að sitja Landsþing erlendra félaga. í júlí 1950 var stofnað samband norrænna ljós- mæðra N.J.F. er aðalfundur þess haldinn einu sinni á ári, og hefst oftast einn eða fleiri fulltrúar frá ísiandi mætt á þeim þingum. Og 1957 var haldið 11. þing Al- þjóðasambands Ijósmæðra I.C.M., gekk Ljósmæðrafélag íslands þá í það samband, í von um að geta greitt götu ungra íslenzkra ljós- mæðra, sem fara vildu lengra út í hinn menntaða heim. — Þegar líða fór að þeim tímamótum, að félagið héldi upp á 40 ára afmæli sitt, var ákveðið, í stað þess að halda stórveizlu eins og nú er siður, að gefa heldur út Ágrip af sögu ljósmæðrastéttarinnar á íslandi, sem legið hefur óprentað í mörg ár. Er þess vænzt, að ljós- mæður kunni vel að meta þessa litlu bók. Margt er það eflaust, sem hægt væri að segja frá starfsemi fé- lagsins á þessum árum, og er það ef til vill engu ómerkara, sem hér er ótalið. Geysileg framför hefur orðið á menntun ljósmæðra og öllum aðbúnaði skólans, einn- ig í fæðingarhjálp og öllum að- búnaði sængurkvenna og ung- barna. Má það auðvitað mikið þakka velgengni þjóðarinnar, en þó mun Ljósmæðrafélag íslands eiga öflugan þátt í öllum þeim framförum. Starfandi ljósmæður í landinu munu nú _vera 180—185, og starf- andi Ijósmæður við fæðingardeild ir eru ekki færri en 30, félagar í Ljósmæðrafélagi íslands eru 210. Verzlunurhúsnæði óskast, þarf ekki að vera stórt. Margir staðir koma til greina. Tilboð er tilgreini stað og stærð, sendist afgr. fyrir 20. þ.m. merkt: „Umferð — 9084“. Ú tvarpsvirkjar 17 ára piltur óskar eftir að komast sem nemi í út- varpsvirkjun. Tilboð sendist blaðinu fyrir föstu- dagskvöld merkt: „Útvarpsvirki — 9079“. Verzlunurhúsnæði í miðbænum til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Verzlun — 9083“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.