Morgunblaðið - 17.09.1959, Side 20
20
MORGUIVBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. sept. 1939
Dómstjóri: Enda þótt fyrirtæki
yðar beri fram ákæruna gegn
„Adam-Sewe-félaginu“, hefur
rétturinn ákveðið, að kalla yður
persónulega til vitnis. Ég bendi
yður enn á, að framburður yðar
er eiðfestur".
Delaporte: „Ég skil, yðar náð“.
Dómstjóri: „í kærunni er full-
yrt, að það voruð þér, sem fyrst-
ur komst að þeirri meintu stað-
reynd, að þegar góðgerðafélagið
Adam-Sewe-félagið náði eignar-
haldi á lóðunum á .Kwango-svæð
inu, hafi því verið fullkunnugt
um, að þar væru hernaðarlega
mikilvæg hráefni. Hvernig þyk-
ist þér hafa komizt að því?“
Delaporte: „Ég verð að fara
aftur í tímann. Þegar Adam-
Sewe kom til Kongó fyrir tólf
árum, stofnaði hann fyrst til trú-
boðs á Katanga-svæðinu, austast
á landinu, þar sem mest er um
úran. Námur mínar eru á sama
svæði. Þegar ég kynntist hinum
þýzka presti, sem áður var mér
alveg ókunnugur, íeizt mér þeg-
ar svo á, að þar væri óvenjulega
metnaðargjarn, meira að segja
ágengur maður, sem væri alger-
lega andstæður því, sem ég gerði
mér hugmynd um trúboða. Sewe
prestur kom fyrst til mín með
hugmynd sína um innfæddra-
þorp. Ég hafnaði tillögunni, þar
sem hún væri of kostnaðarsöm.
Skömmu síðar kom Sewe prest-
ur aftur til mín. Hann skýrði
mér frá því, að samkvæmt skoð-
tm sinni væri úran líka að finna
á Kwango-svæðinu. Ég varð
hissa og spurði hann, hvers
vegna hann hefði áhuga á því og
þá skýrði hann það þannig, að
stjórnin hefði lokað öllum þekkt-
um úransvæðum. En slík lönd
myndu þó verða látin fyrir trú-
boðssvæði. Hann gaf í skyn, að
hann gæti keypt slík lönd handa
sér en látið*þau síðan af hendi
til okkar eftir tíu til tuttugu ár“.
Dómstjóri: „Hefur þetta síðara
samtal farið fram ó milli ykkar
tveggja einna eða að vitnum við-
stöddum?"
Delaporte: „Sewe prestur lagði
að sjálfsögðu áherzlu á, að sam-
talið færi fram á milli okkar
tveggja eingöngu".
Dómstjóri: „Haldið þér
áfram!“
Delaporte: „Ég hafnaði auðvit-
að tillögu prestsins".
Dómstjóri: „Hvers vegna?“
Delaporte: „Herra dómstjórj,
ég er Belgíumaður. Hagsmuni
lands míns met ég meira en mína
eigin hagsmuni“.
Dómstjóri: „Auðvitað1'.
Delaporte: „Ég frétti svo ekk-
ert um Sewe prest í nokkur ár.
Þegar ég hafði næst spurnir af
honum, hafði hann stofnað ný-
lendu sína einmitt á því svæði,
sem hann hafði sama sem boðið
mér. En ekki nóg með það, held-
ur var nýlendan, sem sagt var að
ætti eingöngu að vera í þágu
framfaranna, til heilla hinum
innbornu og í þágu mannúðar-
innar, kostuð af keppinaut mín-
um, fyrirtækinu, sem herra Mar-
tin stendur fyrir“.
Dómstjóri: „Hvenær — ég bið
yður að muna það nákvæmlega
— hvenær fréttuð þér aftur um
Sewe prest?“
Delaporte: „Árið 1950“.
Dómstjóri: „Hvers vegna hafið
þér þá þagað í átta ár?“
Delaporte: „Ástæðan var mjög
einföld. Sewe prest gat aðeins
grunað, að úran væri á Kwango-
svæðinu — hann gat ekki vitað
það. Ég hef staðið í þeirri trú,
þangað til nú fyrir fáum mánuð-
um, að honum hafi skjátlast og
því væri engin ástæða til að
bera fram kæru. En þá kom í
ljós, að Sewe prestur var okkur
öllum fremri sem úranfræðing-
u?“.
Það var komin ókyrrð í saln-
um. Vera hafði ekki augun af
prestinum. Á andliti hans, sem
vel gat minnt á stóran skóla-
dreng, sáust engin svipbrigði. —
Hann sat þarna, höfði hærri en
báðir sessunautar hans, og það
var eins og framburður Dela-
portes kæmi honum ekki við. —
Tekur hann öllu vel? hugsaði
Vera. Hún fann það greinilega,
hvernig Delaporte ávann sér
samúð dómstólsins og áheyrend-
anna. Enginn hafði haft hug-
mynd um, að presturinn og námu
eigandinn hefðu áður haft sam-
band sín á milli. Handleggslausi
maðurinn, sem hafði sótt Her-
mann til Briissel, hélt vel á spil-
um sínum.
En yfirheyrslan hélt áfram og
nú spurði dómstjórinn:
„Herra vitni, þér hafið fullyrt,
að það liggi fyrir beinar sannan-
ir fyrir því, að Sewe prestur hafi
ætlað sér að braska. Það, sem þér
þegar hafið sagt okkur, eru mikl-
ar líkur, en engar beinar sann-
anir“.
Delaporte: „Fyrir nokkrum
mánuðum — það var rétt fyrir
opnun heimssýningarinnar í
Brússel — kom til mín maður,
sem hafði slíkar sannanir. Ég
ætti ekki að nefna nafn hans, þar
sem hann er sjálfur kvaddur sem
vitni“.
Dómstjóri: „En þér munuð
verða að segja okkui, hvers
vegna sannanirnar sannfærðu
yður“.
Delaporte: „Vissulega. Það var
ekki hægt að framkvæma bor-
anirnar á svæði prestsins á lög-
legan hátt“.
Dómstjóri: „Hvað kallið þér á
löglegan hátt?“
Delaporte: „Að frumkvæði
stjórnarinnar eða viðurkennds
félags. Hefði félag herra Martifts
til dæmis framkvæmt úranrann-
sóknir í Kwango, þá hefði „Adam
Sewe-félagið“ komið upp um sig
sjálft“.
Dómstjóri: „Það þýðir?“
Delaporte: „Það þýðir, að það
hefði orðið að fá verkfræðinga
og verkamenn til að vinna verk-
ið á laun. Þess vegna sneri
Sewe prestur sér til manns, Sem
hann trúði til að geta útvegað
ólöglegan vinnuflokk. Þessi mað-
ur áttaði sig á síðustu stundu og
kom til mín“.
Vera fann, að hjartað fór að
hamast í brjósti sér. Maðurinn,
sem Delaporte var að tala um,
gat ekki verið neinn annar en
Anton Wehr. Kæran gegn Sewe
stóðst þá eða féll á framburði
Antons. Þorði Delaporte í raun
og veru að sverja rangan eið?
Eða hafði Anton í raun og sann-
leika farið til Delaporte til þess
að Ijúga að honum og hafa þann-
ig fé út úr námueigandanum. —
Hún fór að halda, að Delaporte
væri í góðri trú. Ef til vill hafði
hann ráðið Hermann tll þess að
komast í betra samband við
Anton.
Dómstjórinn hafði látið vitnið
fara. Hann ákvað einnar stundar
miðdegisverðarhlé.
cqnDoqinn
Flösushampooið TRAITAL leysti
vandann. —
Öll flasan hvarf við fyrsta þvott
Bankastræti 7.
NO, 1 DON'T
believe you *
YES. SIK... r PON'T
THINK I COULP
RESIST THE
TEMPTATION f
MYSELF/ k
YOU KNOW, TRAIL, A <
MAN COULD GO A LONG
WAY ON $250,000 f
I PON'T BLAME YOU, IF
YOU'VE GOT THOSE
JEWELS HtDPEN
AWAY, TRAIL...
Ég ásaka þig ekki Markús, þó iþað er hægt að komast ansi langt þá, ég held að ég myndi varla | ég held að þú myndir ekki stand-
að þú hafir falið gimsteinana ein |á 250 þúsund dollurum. Svi mér standast freistinguna sjálfur. Nei, |ast hana, Ríkharður.
hvers staðar. Þú veizt, Markús, að
„Það tekur því ekki að fara
heim“, sagði Hermann, þegar
hann fylgdi Veru út úr salnum.
„Við getum fengið okkur bita við
afgreiðsluborðið í dómhöllinni'*.
Um leið og þau höfðu náð sér
í borð 1 hinum troðfulla veitinga
sal, þar sem var óþolandi hiti,
kom Vera auga á Anton.
Hann stóð í dyrunum og sá
hana ekki. Hann var í bláum föt
un , sem fóru vel, og innan um
hir.a önnum köfnu, æstu og
sveittu menn leit hann út, eins
og hann væri nýkominn úr baði.
Ef sá maður var til sem ekki lét
vonda samvizku sjást á svip sin-
um, þá var það Anton Wehr.
Nú tók hann eftir Veru. Hann
kom að borði þeirra og lagði
höndina á öxl Hermanni, sem
sneri bakinu að dyrunum. Her-
mann hrökk saman.
„Má ég setjast hjá ykkur?"
sagði Anton.
Hann beið ekki eftir svari, en
dró stól að borðinu og settist.
... . . gparið yður hlnup
á mllli mao-gra vcrzlíuaa1
OÓWJOOL
Ó ÓKUM
(iíOÖM!
• Ausfcurstrseti
3JUtvarpiö
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 ,,Á frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 FréttiT
og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðuifr ).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Frá Húnvetningamóti á Hvera-
völlum 18. júlí sl.: Ávörp og ræð-
ur flytja Friðrik Karlsson íar*
arstjóri sunnanmanna, StcUig’ím
ur Davíðsson fararstjóri norðan*
manna, Jón Eypórsson veðuiíræð
ingur, Hannus Jónsson fyrrum al*
þingism. og Guðmundur Bjöins*
son kennari. — Rætt er við
Grímstunguhjón, Lárus Björnsson
og Petrínu Oónannsdóttur, svo og
Þorstein, bróður Lárusar. —
Baldur Pálmason sór um dag*
skrána.
21.20 Tónleikar: Arthur Schnabel leik-
ur tvær importur eftir Schubert.
21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse
eftir Alexander Kielland. — X
lestur (Séra Sigurður Einarsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr*
um" eftir Karen Blixen. V lestur
(Arnheiður Sigurðardóttir).
22.30 Sinfónískir tónleikar: Tónverk
eftir bandarísk tónskáld. Flytj*
endur: Patricia Berlin mezzósóp*
eran og Eastman-Rochester-sin*
fóníuhljómsveitin undir stjórn
Howard Hansons.
a) ,,Gold and Senior Comman*
. dante" eftir William Bergsmaa.
b) Fjögur sönglög fyrir mezzó*
sópran og hljómsveit eftir Ric*
hard Lane við ljóð Mark van
Dorens.
c) Sinfónía nr. 1 í einum þætti,
óp. 9 eftir Samuel Barber.
23.25 Dagskrárlok.
Föstudagur 18. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00—12.50 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir, tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir
20.30 Samtalsþáttur. Ragnar Jóhannes*
son ræðir við Jónas Tómasson tón
skáld um söngstarf og tónmennt.
20.50 Rússneski ljóðakórinn og kór
rússneska hersins syngja. Stjórn*
endur: A. W- Sweschnikov og Al-
exandrov.
21.20 Afrek og ævintýr: Með Einari
Michelsen í landi gullleitarmanna
síðari hluti (Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson rithöfundur),
21.45 Tónlist frá austur-þýzka útvarp-
inu:
Konsert fyrir trompet og strengja
sveit eftir Siegfried Kurz. Willi
Krug leikur með sinfóníuhljóm-
sveit útvarpsins í Berlín. Horst
Stein stjórnar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr-
um“ eftir Karen Blixen .IV. lest-
ur. (Arnheiður Sigurðardóttir).
22.30 Létt tónlist:
a) Catarina Valente syngur.
b) Hljómsveit Werner Muller
leikur.
23.00 Dagskrárlok.