Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Sunnan kaldi og dálítil rigning OírSiœMaMfo 203. tbl. — Fimmtudagur 17. september 1959 Söguleg mynd Sjá blaðsíðu 13. Heyskap oð Ijúka Slátrun oð hefjast AKUREYRI, 16. sept. — Heyskap er víðast að verða lokið hér í Eyjafirði. Þurrkar hafa síðari' hluta sumars verið fremur stop- ulir en að undanförnu hefir aftur á móti rætzt úr og hafa menn getað hirt það sem þeir áttu úti. Vegna óvenju góðrar sprettutíð- ar er heyfengur mikill og víðast vel verkaður a. m. k. þar sem súgþurrkunartæki eru fyrir hendi. Kartöfluuppskera í meðallagi Byrjað er nú að taka upp kar- töflur og er uppskera vel í með- allagi, þrátt fyrir það að kartöfiu gras er fyrir nokkru fallið vegna frosta um nætur. Slátrað 44 þús. fjár Slátrun mun byrja hér á Ak- ureyri á morgun og verður slátr- að um 33 þúsundum fjár hjá Kea. Á Grenivík verður slátrað um 3 þúsundum fjár og á Dalvík um 7 þúsundum, og ennfremur fer fram slátrun á Svalbarðseyri. Alls mun verða slátrað hér við Eyjafjörð um 44 þúsund fjár. Er E ngln hámeri 1 GÆRMORGUN snemma fór Englendingurinn Norton Bracy á hámeraveiðar frá Grindavík. Veður var ágætt en heppnin var ekki með hinum enska veiði- manni. Varð hann ekki var við neina hámerina en hins vegar veiddi hann 300 kg af þorski á stöng sína. Grindvíkingar sögðust hafa orð ið varir við hámerar í fyrradag. í dag ætla þeir félagar út á ný, en með Englendingunum er Jóhann Sigurðsson fulltrúi Flug- félags fslands í London honum til leiðsagnar. Ekki góðir þurrkdagar STEINÞÓR Gestsson, bóndi á Hæli í Hreppum, sagði í símtali við Mbl. í gær, að bændur hefðu reynt að þurrka sem mest af heyi því er enn er úti, undan- fama daga. Þetta hafa ekki verið góðir þurrkdagar, sagði Steinþór, því sólskin hefur ekki verið og þokuloft dag hvern. Lofthitinn hefur verið 12—14 stig, en loftið er mettað raka svo heyþurrkur getur það varla talizt að hafa verið. Sumir bændur í Hreppunum eiga enn þó nokkuð af heyjum úti, en aðrir eru nær búnir að alhirða tún sín, sagði Steinþór. Hriugbraut breikk uð á kafla Á FUNDI umferðarnefndar bæj- arins fyrir nokkru, var rætt um að breikka akbrautir Hringbraut- ar milli Ljósvallagötu og Furu- mels. Var samþykkt að leggja það til við bæjaryfirvöldin, að akbrautirnar verði breikkaðar í 7 metra og bifreiðastæði gerð í eyjunum milli akbrautanna. Á þessum fundi var og rætt um eyjuna sem skiptir Snorrabraut- inni, á milli Laugavegs og Grett isgötu. Á þessu svæði er jafnan lagt miklum fjölda bifreiða. Var umferðarnefnd á einu máli um að á þessu svæði skuli settir upp stöðumælar. þetta nokkru minna en var í fyrra og ekki ósennilegt að meira sé nú sett á vegna góðs heyskap- ar Mag. Góður þurrkur síðustu daga ÞÚFUM, 15. sept. — Undanfarna þrjá daga hefir verið þurrt veður og suma dagana ágætur þerrir. Hafa því náðst inn mikil hey með góðri verkun og er víðast búið að hirða því nær allt, sem úti var. Bætti þetta mjög úr. Heyskap er yfirleitt að verða lokið og er hann orðinn góður víðast hvar. Göngur og réttir byrja um næstu helgi. — P. P. Áf.ökin harðna stöðugt á Kandidatamótinu í Bled. Hér er fyrsta myndin er Mbl. berst þaðan. — Benkö t. v. glímir við undrabarnið Fischer. Á bls. 10 er grein um 2 fyrstu umferðir mótsins. — Tveim kunnum togaraútger&arfélögum neitað um nýja togara í NYJU blaði Sjómannablaðsins Víkings, skrifar ritstjórinn Hall- dór Jónsson allmikla grein sem hann nefnir Fleiri nýja togara. Þar minnist ritstjófinn á að á Sjómannadaginn hafi forsætis- ráðherra lýst því yfir í ræðu að ríkisstjórnin myndi hafa um það milligöngu að gerðir yrðu smíða- samningar á 8 nýjum togurum. Af þeim er nú búið að semja um smíði á fjórum. Síðan segir Hall- dór Jónsson ritstjóri, frá því að meðal umsækjenda um nýju tog- arana hafi verið elzta togaraút- gerð landsins Alliance, en fyrir- tækið hafi ekki fengið leyfi — Og stærsta togaraútgerð landsins í einstaklingseign sem jafnframt rekur eitt fullkomnasta hraðfrysti hús landsins, Júpiter og Marz hf. hafi hreinlega fengið neitun um í gær þagði Tíminn um útsvörin MORGUNBLAÐIÐ, Alþýðu- að ásakanirnar eru stað- blaðið og Þjóðviljinn birtu í lausar. gær öll skýrslu niðurjöfnun- Aðfarir Tímans og Þjóð- arnefndar af tilefni rógskrif- viljans í þessu máli eru áber- anna um útsvör nokkurra for- andi líkar. Það er engin til- ystumanna Sjálfstæðisflokks- viljun að hinar kommúnisku ins. Tíminn einn þagði alveg áróðursaðferðir hafa í mörg um greinargerðina. Hann ár mótað skrif Tímans ékki hefur þó hamrað meira á síður en hins opinbera mál- þessu máli en nokkurt ann- gagns kommúnista. Ef nokk- að blað og heimtað skýringu. uð er, þá er Þjóðviljinn þó En jafnskjótt og niðurjöfn- ívið skárri. unarnefnd birtir greinargerð, Þjóðviljinn birtir t. d. í gær þar sem sýnt er fram á, að greinargerð niðurjöfnunar- nefndin hafi tekið „sérstak- nefndar, en stingur henni lega til athugunar framtöl ekki einfaldlega undir stól, 6268 gjaldenda og lækkað út- eins og Tíminn gerir. Innræt- svör þeirra eftir mati í hverju ið segir hins vegar til sín í einstöku tilfelli“, þá þagnar því, að bókstaflega samhliða Tíminn. Áreiðanlega ekki til greinargerð niðurjöfnunar- að hafa það er sannara reyn- nefndar, birtir Þjóðviljinn róg ist heldur í því skyni að reyna grein um 2 tilgreinda foringja að safna efni til nýrra róg- Alþýðuflokksins vegna þess skrifa. að útsvör á þeim séu of lág. Tíminn vissi frá upphafi að Þjóðviljinn veit gerla að öll nefndin hafði verið sam- fulltrúi kommúnista í nefnd- mála um útsvarsálagninguna, inni hefur verið sammála þ. á. m. þeir tveir fulltrúar, þessari útsvarsálagningu. Ef sem 1 nefndinni eiga sæti af einhvern er um að saka eiga hálfu minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn, þ. á. m. Fram- sóknar. Tíminn vissi einnig ofurvel, að með sama hætti og nefnd voru nöfn ákveðinna Sjálf- stæðismanna var hægt að telja upp nöfn manna í for- ystuliði Framsóknar, ef menn þessa tvo Alþýðuflokksmenn. Dómgreind almennings er áreiðanlega svo mikil að hann fordæmir þessi vinnubrögð. Þau verða áður en yfir lýkur þeim einum til skammar, er gera sig seka um slíkt athæfi. kommúnistar því aðgang að sínum eigin manni. En allt er sakarefnið tilbú- ið. Hægt er að nefna fjölda manna úr öllum flokkum og stéttum og gera þá tortryggi- lega með sama hætti og Þjóð- viljinn reynir að gera um vildu hafa sams konar vinnu- brögð og hann hefur beitt. Hugsun Tímans hér sem ella er sú, að ætið loði eitthvað við af óhróðrinum, þó að eng- inn viti betur en sjálfur hann, að fá að kaupa nýjan togara, þó hægt væri fyrir þetta mikla út- gerðarfyrirtæki að uppfylla öll skilyrði sem fyrir kaupunum voru sett, að þvi er blaðið hermir. Síðan ræðir ritstjórinn um tog- araútgerðina almennt, segir frá því að úthaldstími togaranna sé 320 sólarhringar á ári. Síðar kemst hann m.a. svo að orði: „Þrátt fýrir það, að togaraút- gerðin fær ekki að verðleggja af- urðir sínar eftir tilkostnaði, eins og önnur fyrirtæki, og sé látin búa við „uppbótarkerfi", sem aldrei er í samræmi við eðlilegan rekstursgrundvöll, þá skilar tog- araútgerðin meiri afrakstri til þjóðarbúsins, heldur en nokkur önnur fyrirtæki geta gert. Meðal aflaverðmæti togara 1958 mun hafa verið frá 8 til 10 milljónir íslenzkra króna. Kaup- verð á nýjum togara á sama tíma var um 10 mill. ísl. króna.“ Friðrik vann Fisher, jafnt við Smysloif BLED, 16. sept. í gær voru tefld- ar biðskákir úr 5. og 6. umferff. Áður en gengið var til tafls gaf Fischer biðskákina við Friðrik úr 5. umferð. Allar aðrar skákir urðu jafn- lefli. Friðrik átti biðskák við Smys. loff úr 6. umferð og var staða SmysSofCs heldur betri þá er skákin fór í bið í fyrradag. En eftir 67 leiki hætti Smysloff við tilraunir sinar til vinnings og var samið jafntefli. Úrslit annarra biðskáka: Petrosjan jafntefli Benkö. Gligoric jafntefli Keres. Röðin eftir 6 umferðir er því: Petrosjan 414 vinning. Tal og Keres 3|4 v. Benkö 3 v. Gligoric, Fischer og Smysloff 2% v. Friðrik 2 v. Skemmdir af eldi og reyk í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI, — Um hálfeitt leytið i fyrrinótt var slökkviliðið kallað að Kaupfélagi Hafnfirð- inga við Strandgötu. Var þá tals- verður eldur í viðbyggingu við sjálfa verzlunina, þar sem unnið er að kjötvinnslu og fleira. Gaus upp mikill reykjarmökkur, sem lagði inn í verzlunina og gerði þar allt svart á svipstundu, en komið var i veg fyrir að eld- urinn næði þangað. Var hann eingöngu í viðbyggingunni, sem er um 200 ferm., og olli þar miklum skemmdum á húsinu, vörum og vé'lum. Lagði reykjar- mökkinn um allt hús, og varð kaupfélagsstjórinn, sem býr á efri hæðinni, að yfirgefa íbúð sína. — Urðu slökkviliðsmenn að rífa þak viðbótarbyggingarinnar á stóru svæði til þess að komast að eldinum, og höfðu ekki lokið að slökkva hann að fullu og öllu fyrr en að tveimur tímum liðn- um. Ekki er enn kunnugt um elds- upptök, en þau hafa vafalaust átt upptök sín þar, sem kjöt- vinnslan fer fram. Er á þeim stað til dæmis reykofn, en hvort kviknað hafi út frá honum, er ekki vitað. Er þetta í annað skiptið, sem eldur kemur upp í bakhúsi Kaupfélagsins, en það var ná- kvæmlega fyrir einu ári og 6 dögum, og varð þá mikið tjón á húsinu og vörum verzlunarinn- ar, þó ekki eins mikið og nú. Spýtubrjóstsykur baimaður Á FUNDI sínum fyrir nokkrum dögum, ræddi heilbrigðisnefnd um framleiðslu á spýtubrjóst- sykri, sölu hans og dreifingu. Gerði ne'fndin um þetta samþykkt að gefnu tilefni. Það tilefni mun vera, að spýtubrjóstsykur hefur skotið upp kollinum á ný nú und anfarið. Samþykkt heilbrigðis- nefndar af þessu tilefni er á þá leið, ....að óheimilt er að framleiða eða selja svokallaðan spýtubrjóstsykur, sykurstangir hverskonar, sleikjubrjóstsykur og annað sælgæti, sem sérstök hætta er á, að börn láti ganga frá munni til munns'’1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.