Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 1
24 síður 4S. árgangur. 209. tbl. — Fimmtudagur 24. september 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hér getur að líta yfirlits- <S> ■4>. T ollalœkkanir giídi tyrir hina mynd af hinu stóra jökul- sigi í Kverkfjöllum. Sér suðaustur yfir það og fjarst má greina hæstu tinda Kverkfjalla eystri, sem eru 1920 m háir. Nánari frásögn er af þessu náttúrufyrirbæri á þriðju síðu blaðsins. -— Myndina tók Magnús Jóhannsson. Krúsjeff í Iowa DES MOINES í Iowa, 23. sept. — NTB). — Krúsjeff ferðaðist í dag um maísræktarsvæðin miklu í Iowa. Hann heimsótti m. a. bandarískan stórbónda, Robert Garst, en hann er kunnugur hon- um, því bóndinn hefur heimsótt Rússland. Skoðaði hann búið, sem er mjög vel rekið. Hélt bónd- inn Krúsjeff veizlu í stóru tjaldi, sem hann hafði slegið upp á hlað- inu hjá sér. í heimsókninni um Iowa ók Krúsjeff um 120 km. leið eftir helztu landbúnaðarhéruðum Iowa. Móttökur voru góðar og er það álit manna að hin ein- dregna áskorun Eisenhowers til þjóðar sinnar um að sýna Krúsjeff kurteisi hafi borið veru- legan árangur. BONN 23. sept. (NTB). Fram- kvæmdanefnd Evrópumark- aðsins hefir ákveðið að leggja til við þátttökuríkin sex, að tollalækkanir þær, sem þau hafa ákveðið að veita hvert öðru frá og með byrjun júli nk. skuli gilda ekki aðeins fyr ir löndin í Evrópumarkaðn- um, heldur fyrir öll ríki sem taka þátt í Efnahagssamvinnu stofnun Evrópu. Það vekur athygli, að öll framkvæmdanefndin stendur á bak við þessa tillögu og þyk- ir það gefa góðan vonir um að hún nái fram að ganga. Munu það vera Vestur-Þjóðverjar, sem beita sér fyrir tillögunni, og formaður framkvæmda- nefndarinnar Walter Hall- stein mun leggja tillöguna fram í Evrópuráðinu í Strass- borg. Ef þátttökuríkin í Evrópu- markaðnum samþykkja þetta, þykir það merkileg nýjung og sýnir að þau vilja leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir efnahagslega sundrungu Evrópu. Þetta myndi þá þýða það, að þau Evrópuríki sem standa utan við markaðsbandalagið myndu njóta góðs af því, án þess að þau hafi nokkru til fórnað. Almenn umræða á Allsher jarþingi NEW YORK, 23. sept. (NTB/ Reuter). — Giuseppe Pella utan- ríkisráðherra Ítalíu flutti í dag ræðu á Allsherjarþingi S.Þ. Hann kvaðst harma það, að Austurríki hefði lagt Týról-deiluna fyrir SÞ., vegna þ^ss, að málefni Suður- Týról væru innanríkismál ftalíu. Pella ræddi um afvopnunar- málin. Hann sagði að allir vildu að sjálfsögðu stefna að afvopn- un. Vandinn væri aðeins hvernig ætti að yfirvinna tortryggni og ótta, svo að hægt væri að fram- kvæma afvopnun. Sagði hann að ítalir vildu allt gera tii að koma á afvopnun, að því skilyrði full- nægðu, að komið yrði á tryggu eftirliti með því, að afvopnunar- samningar yrðu efndir. Þá talaði utanríkisráðherra Tékka, Vaclav David. Hann flutti æsingaræðu, þar sem har.n réð- ýst með mikilli hörku á það sem hann kallaði „hefndargirni og hernaðaræði" Vestur-Þjóðverja. Einnig mótmælti hann að Frakk- ar framkvæmdu kjarnsprengju- tilraun í Sahara-eyðimörkinni. Utankjörstaðaatkvœða- greiðsla heíst á sunnudag Listi Sjálfstæðismanna i öllum kjördæmum verður D. listinn Stærsta raforku- NÆSTKOMANDI sninnudag hefst utankjörstaðaatkvæðagreiðsla við alþingiskosningarnar 25. og 26. -okt. n.k. Geta menn, sem ekki verða heima á kjördegi greitt at- kvæði hjá jjreppstjórum, sýslu- mönnum, lögreglustjórum og hjá borgarfógetanum í Reykjavík. Mun atkvæðagreiðslan hér fara fram í nýja Fiskifélagshúsinu við Skúlagötu 4, fjórðu hæð. Lyfta er í húsinu og gengur hún upp á þá hæð, sem atkvæðagreiðslan fer fram á. Hefst hún kl. 2 á sunnudag og stendur til kl. 6 sið- degis. Virka daga stendur atkvæða- greiðslan frá kl. 10—12, kl. 2—6 og kl. 8—10 síðdegis. Allir kjósa listabókstaf Allir Sjálfstæðismenn, sem ekki verða heima hjá sér á kjör- degi, eru kvattir til þess að greiða atkvæði eins fljótt og þeir geta. Framboðslisti Sjálfstæðismanna í öllum kjördæmnim mún verða -----* D-LISTI 4------------- Kjósa nú allir kjósendur landsins listabókstafi flokks síns, en ekki einstaka frambjóðendur. ver Svíþjóðar UMEAA, 20. sept. (NTB) — Sibylla prinsessa lýsti fyrir nokkrum dögum yfir opn- un Stornorrfoss-raforkuversins í Ume-ánni, en það er stærsta* raf- orkuver landsins og mun vænt- anlega verða það a. m. k. um nána framtíð. Hverfilhjólin og rafalarnir eru hinir stærstu í heimi, og frárennslisgöngin eru einnig þau stærstu sem þekkjast. Raforkuverið, sem kostað hefur 217 millj. s. kr., mun framleiða ódýrasta rafmagn Svíþjóðar. Föngum beðið vægðar WASHINGTON, 23. sept. (NTB-Reuter). — Christian Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna hét því í dag að biðja Eisenhower forseta, að taka sérstaklega upp við Krúsjeff mál fimm banda- riskra flugmanna, sem hafa um langt skeið verið fangar i Kina. Það voru nánustu skyld- menni flugmannanna sem áttu viðtal við Herter um þetta. Herter kvaðstekkigeta ábyrgzt að Einsenhower ræddi málið vlð Krúsjeff, en hann myndi veita því fylgi. Hins vegar er það nokkuð undir því komið hvernig við- ræður snúast almennt um Kínamálin. Eisenhower mun ræða við Krúsjeff í Gamp David á laugardaginn. Enginn ákveð- inn málefnalisti fyrir fund- inn hefur enn verið saminn. Mendés-France með sósíalistum PARÍS, 83. september. PIERRE Mendés-France, fyrruiíl forsætisráðherra Frakklands, staðfesti í dag, að hann hefði gerzt stuðningsmaður óháða sósíalistaflokksins franska. — Ákvörðun hans um þetta þýðir að vinstri flokkarnir, sem eru fjandsamlegir de Gaulle, aðrir en kommúnistar, hafa sameinazt. Mendés-France var áður leið- togi róttæka flokksins, en þegar meirihluti þess flokks ákvað að styðja de Gaulle gekk hann úr honum. Hinn óháði sósíalista- flokkur varð til með sama móti, hann klofnaði út úr franska jafnaðarmannaflokknum, vegna stuðnings Guy Mollet við de Gaulle. Þótt Mendés-France hafi ætíð verið í þeim armi róttæka flokks- ins, sem var lengst til vinstri, og hafi stutt ýmis ákveðin sósíalísk stefnuskráratriði, hefur hann aldrei fyrr gerzt almenn- ur stuðningsmaður sósíalísks flokks. Hvað um — spyr Churchill LONDON, 83. september. WINSTON Churchill flutti í dag ræðu í kjördæmi sínu, Woodford í Essex-héraði. Vék þessi 84 ára stjórnmálaleiðtogi mjög að utanríkismálum. Churchill sagði, að Vestur- löndin yrðu í væntanlegum samningaviðræðum við Rússa að standast þá freistingu að kaupa sér tímabundinn frið á kostnað framtíðarvelferðar sinnar. Hann ræddi um þá tillögu Krúsjeffs, að allar þjóðir ættu að afvopnast og afnema heri sína. Sagði hann að þessi tillaga hlyti hvar sem er að vekja stórfellda athygli, en bætti því við, að áður en menn gætu metið tillöguna réttilega þyrftu þeir að vita ýmislegt nánar. Til dæmis vantaði allt um það, hvernig ætti að hafa eftirlit með afvopnuninni, en allar tilraunir til að komast að samkomulagi fram að þessu hafa einmitt strandað á ósamkomulagi um_ til- högun eftirlits. eftirlitið? Ekki kvaðst Churchill á neinn hátt vilja gera lítið úr tillög- um Krúsjeffs, því að allsherjar afvopnun er einmitt takmark og þrá allra. Um það hafi þó ekki þurft að ræða, heldur hitt, hvern- ig afvopnuninni yrði framfylgt með öryggi fyrir alla. Churchill kvaðst fylgjandi því, að haldinn yrði fundur leiðtoga stórveldanna. *-------------* MiSvikudagur 24. september. Efni blaðsins er m.a.: BIs. 3: Jökulsig í Kverkfjöllum. — 6: Rætt við Jens Pálsson, mann- fræðing, um mannfræðirann- sóknir. — 8: Staldrað við á stórbúi. — 10: Önnur grein Sig. A. Magnús- sonar um Alsír. — 12: Ritstjórnargreinin: Framboðs- frestur runninn út. — Kosning- ar á næsta leiti. — 13: Síðari grein Magnúsar Víglunds sonar: Menningarviðskipti Spán ■ verja og Islendinga. — 15: Stutt rabb við Guðmund Jóns- son. *--------------------------*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.