Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 12
12
MORCTJTSBL 4Ð1L
Fimmfudagur 24. sepf IQFÍP
iittMaHfr
<7tg.: H.t. Arvakur Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vi""r
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsirtgar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Símj 22480.
Ask iftargald kr 35,00 á mánuði innaruands
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FRAMBOÐSFRESTUR RUNNINN ÚT-
KOSNINGAR Á NÆSTA LEITI
Þessi laglega litla „fluga“ er dönsk — og það er líka næstum
það eina, sem við vitum um hana, fyrir utan það, að hún mun
vera frá fyrirtækinu „Danfoss“ — og getur farið með 160 km
hraða á klukkustund.
F7.AMBOÐSFRESTUR við
alþingiskosningar þær,
sem fram eiga að fara 25.
Og 26. okt. nk. rann út í gær-
kvöldi. Var þá vitað að allir hitxir
fjórir gömlu stjórnmálaflokkar
höfðu boðið fram framboðslista í
öllum 8 kjördæmum landsins. Er.
eins og kunnugt er kjósa 5 þeirra
5 þingmenn hvert, tvö 6 þing-
menn hvort og eitt kjördæmi,
höfuðborgin, kýs 12 þingmenn.
Jafnframt eru kosnir varaþing-
menn fyrir þingmenn í öllum
kjördæmum landsins. Er það
breyting frá því sem áður var,
þegar varaþingmenn voru aðeins
kjörnir í Reykjavík, hinum 6
tvímenningskjördæmum og fyrir
11 landkjörna þingmenn.
Frambjóðendur hinna fjögurra
stjórnmálaflokka, sem fulltrúa
áttu á síðasta Alþ., verða þannig
samtals 392, eða 98 af hálfu
hvers flokks. Þegar þetta er ritað
er ekki vitað í hversu mörgum
kjördæmum Þjóðvarnarflokkur-
inn muni hafa frambjóðendur í
kjöri. En kunnugt var um fram-
boð hans í Reykjavík, Reykja-
neskjördæmi og Norðausturlands
kjördæmi. Hefur hann þar sam-
tals 46 frambjóðendur í kjöri.
Samtals er því, er þetta er ritað,
kunnugt um 438 frambjóðendur
í kosningunum, sem fram fara
síðari hluta októbermánaðar.
Framboð Sjálfstæðis-
flokksins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur við
þessar kosningar, eins og jafnan
áður, í kjöri menn úr öllum stétt-
um þjóðfélagsins. Á listum hans
eiga sæti bændur, útvegsmenn,
verzlunarmenn, sjómenn, verka-
menn, iðnaðarmenn og mennta-
menn.Enda þótt menn úr flestum
Stéttum eigi einnig sæti á fram-
boðslistum hinna flokkanna, er
það þó staðreynd, sem alþjóð er
kunn, að enginn stjórnmálaflokk
ur á eins rík ítök I öllum stéttum
þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokk-
urinn. Hann er beinlínis byggður
upp af fólki úr hverri einustu
stétt og starfshóp þjóðfélagsins.
í þessarri uppbyggingu Sjálf
stæðisflokksins er fólgin trygg
ingin fyrir því, að hann vinn-
ur á hverjum tíma fyrst og
fremst með alþjóðarhagsmuni
fyrir augum. Hann er ekki
flokkur neinnar einstakrar
stéttar, eða hagsmunahóps inn
an þjóðfélagsins, heldur telur
hann sér skylt að gæta hags-
muna þjóðarinnar í heild.
Reynslan af starfi Sjálfstæðis-
flokksins sýnir, að hann hefur
verið þess megnugur að gegna
þessu mikilvæga hlutverki sínu.
Hann hefur haft forystu um al-
hliða uppbyggingu hins íslenzka
þjóðfélags, öllum íslendingum tii
hagsbóta. Hann hefur verið hið
sameinandi afl þessarar þjóðar í
hinni hröðu sókn hennar fyrir
framförum og uppbyggingu.
Valið um steíiiur og
menn
f kosningunum, sem fram fara
25. og 26. október nk. verður eins
og jafnan áðúr valið um stefi.ur
og menn í íslenzkum stjórnmál-
um. En þessar kosningar eru að
ýmsu leyti sérstæðar og merki-
legar. Nú er í fyrsta skipti kosið
eftir kjördæmaskipun, sem
tryggt getur nokkurn veginn
rétta mynd af þjóðarviljanum á
Alþingi. Eftir stjórnarskrárbreyt-
inguna í sumar getur það ekki
gerzt, að tiltölulega fámennur
flokkur í landinu fái hreinan
meirihluta á löggjafarsamkom-
unni. Að loknum kosningunum,
sem fram undan eru munu stjórn
málaflokkamir fá fulltrúatölu á
Alþingi, sem nokkurn veginn
verður í samræmi við fylgi þeirra
meðal íslenzkra kjósenda.
í þessu er vissulega mikil og
merkileg umbót fengin.
UppbyggingarstÍórn
Sjálfstæðismanna —
eða vinstri stjórn
Það liggur nú ljóst fyrir, um
hvað verður fyrst og fremst bar-
izt í þessum kosningum. Það verð
ur barizt um það, hvort að þeim
loknum skuli koma til valda dug
mikil framkvæmda- og uppbygg-
ingastjórn undir forystu Sjá.f-
stæðisflokksins eða úrræðalaus
og sundurþykk vinstri stjorn
undir forystu Framsóknarflokks-
ins.
Þetta vita íslenzkir kjósendur
nú að er það sem valið er á milli.
Kommúnistar og Framsóknar-
menn hafa undanfarið staðið í
samningum um nýja vinstri
stjóm. Kommúnistar hafa hrein-
lega lýst því yfir, að það sem
þeir stefna að, sé ekkert annað
en vinstri stjórn, áþekk þeirri,
sem fór með völd 1956 til 4. des.
1958. Framsóknarflokkurinn hef-
ur einnig lýst því yfir opinber-
lega, að hann teldi þá stjórn hafa
verið eina þá beztu stjórn, sem
hér hefur setið, og að brýna nauð
syn beri til þess, að endurreisa
hana við fyrsta tækifæri. Hins
vegar hefur hann skort hrein-
skilni og manndóm til þess að
ganga endanlega frá samningum
um þetta við kommúnista fyrir
kosningar. En énginn þarf að
fara í grafgöfhr um, hvað gerast
muni eftir kosningarnar, ef þess-
ir flokkar fengju aðstöðu til þess.
Gegn höftum og skatt-
ráni
Til þess ber þess vegna höfuð-
nauðsyn að allir frjálslyndir kjós
endur í landinu, treysti nú sam-
tök sín og skipi sér undir merki
Sjálfstæðisflokksins, sem einn er
fær um það að tryggja íslandi
samhenta og athafnasama ríkis-
stjórn, er í senn sé fær um það
að framkvæma efnahagslega við-
reisn eftir sukk og óreiðu vinstri
stjórnarinnar, og halda áfram
lífsnauðsynlegri uppbyggingu og
framkvæmdum í landinu.
Frjálslynd og víðsýn athafna
stefna annars vegar, en skatt-
ránsstefna, höft og kyrrstaða
nýrrar vinstri stjórnar hins
vegar, en það, sem baráttan
stendur um, og íslenzkir kjós-
endur taka afstöðu til í kosn-
ingunum 25. og 26. okt. nk. I
ÞAÐ gerðist nýlega í Kaup-
mannahöfn, að 67 ára gamall
maður missti konu sína eftir
33 ára sambúð — sem auðvit-
að væri ekki í frásögur fær-
andi, ef ekki væri annað um
það að segja. — Þau hjónin
höfðu lifað ákaflega sparlega
allt frá því, að þau s,tofnuðu
heimili — en eftir dauða kon-
unnar fann maðurinn hvorki
meira né minna en 72.000
krónur (danskar, vel að
merkja) — á víð og dreif um
íbúðina. — Hann tók upp
nýja lifnaðarhætti — og að
hálfu ári liðnu voru allir pen-
ingarnir horfnir eins og dögg
fyrir sólu. En rétt í sama
mund lézt maðurinn, svo að
hann losnaði við frekari fjár-
hagsáhyggjur.
! ♦ Maðurinn var eyðslusamur að
eðlisfari og bar lítið skyn á fjár-
mál. Það var því ekki óeðlilegt,
að konan tæki að sér, allt frá
fyrsta degi hjónabandsins að sjá
um peningamál heimilisins. Hún
var ákaflega sparsöm — svo spar-
söm, að varla gat heilbrigt taí-
izt. — Hún hirti t.d. kjötbein úr
sorptunnum — og sauð af þeim
súpu, og annað eftir því. Fatnað
sníkti hún sér út hjá hjálpar-
stofnunum fyrir fátæklinga.
Á hverjum föstudegi skilaði
maðurinn launaumslagi sínu ó-
opnuðu til konunnar. Fyrstu 20
ár hjónabandsins lét hún hann
hafa 2 krónur á viku í vasa-
peninga, en eftir stríðið hækkaði
hún við hann „launin“ — upp í
5 krönur. Þessi „launahækkun"
var þó veitt með því skilyrði, að
hann „sóaði ekki peningunum í
óþarfa“.
Og maðurinn var reyndar
hæstánægður. Konan sá fyrir
öllu.
— e —
t En svo kom að því, að eigin-
konan gaf upp öndina. — Þá
þurfti maðurinn í fyrsta skipti
í 33 ár að leita sér sjálfur að nær-
fötum og skyrtu.
Þegar hann opnaði fyrstu skúff
una rakst hann á fimmhundruð-
króna-seðil undir einni skyrtunni
— og svo hvern af öðrum. Hann
fór nú að leita um íbúðina hátt
og lágt — og fann peninga á hin-
um ólíklegustu stöðum. Undir
gólfteppinu , í þvottaborðinu,
undir rúmdýnunum o. s. frv. —
Allur „fengurinn" nam 22.000 kr.
í reiðu fé — og þar að auki fann
hann bankabók, með 50.000 kr.
innstæðu.
♦ Hinn nýbakaði „auðjöfur"
breytti nú brátt um lifnaðarhætti
— Hann byrjaði raunar ósköp
„smátt' — með einum bolla af
kaffi og fjórum vínarbrauðum,
á lítilli veitingastofu. Áður hafði
hann látið sér nægja tvær sneið-
ar af þurru fransbrauði til morg-
unverða'r. — Eftir þttta færði
hann sig smám saman upp á skaft
ið. Um kvöldið fór hann á veit-
ingastað og bað um heilan
skammt af lambasteik — og eitt
glas af ávaxtavíni með. — Hann
minntist þess frá sextugsafmæii
konunnar, að ávaxtavín var
býsna góður drykkur.
Að afloknum kvöldverði fékk
hann sér nokkra „pilsnera" —
og brátt komst hann að raun um,
að konur geta verið ákaflega
ástúðlegar við þann, sem á nóga
peninga. — Eftir því sem hann
„spanderaði" meira — þeim mun
vingjarnlegri og elskulegri urðu
„blessaðar dúfurnar . . .“
♦ Hinn 67 ára gamli ekkjumað-
ur keypti sér ný föt — í fyrsta
skipti í mörg, ár. Þegar þau •— á
tæpri viku — voru orðin dálítið
kryppluð og illa útlítandi, keypti
Framh. á bls. 14.
Einn kennarinn við barnaskóla nokkurn í Wickham í Englandi á í mestu crfiðleikum að þekkja
nemendur sína í sundur. Ekki er það þó vegna þess, að hann sé neitt sérstaklega ómannglöggur.
1 bekknum, sem hann kennir, eru 25 nemendur en 25 þeirra eru tvíburar. Það er ekki undar-
legt þó að kennarinn ruglist stundum í ríminu. Og hér er mynd af þessum sérstæða nemenda-
hópi — og kennaranum.
Ekkjumaðurinn, sem skemmti
sér fyrir 33 ára sparifé eigin
konunnar, og lézt síðan —
skuldlaus