Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 24. sept. 1959 „Hefur þú látið lögregluna vita?“ spurði Anton. Hún kinkaði kolli þegjandi. „Hvenær?“ spurði hann og lit- aðist um. „Fyrir nokkrum mínútum". „Hvers vegna ekki fyrr?“ „Ég hafði engan mátt til þess“. „*Þú hefur vonandi ekki snert á neinu?“ „Nei“. „Hvar er hann?“ Hún leit út að stóra gluggan- um, sem lá út að garðinum. Hann sneri sér við, eins og hann ætlaði að ganga út í garð- „Vita börnin það?“ spurði hann. Dauft og þreytulegt bros lék um varir hennar. „Þau eru sofandi. Það hefur ekkert vakið þau, hvorki skotið né uppistandið í húsinu“. Hann staðnæmdist við dyrnar, sneri sér við og gekk aftur til hennar. „Hefur þú nokkurn grun —?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. „Hvar varst þú, þegar þetta vildi til?“ „í svefnherberginu mínu“. „í öllum fötum?“ „Nei, ég var nýkomin upp í rúmið“. „Svona seint?“ „Við vorum lengi að tala sam- an“. Rödd hennar brast. „Fór hann þá upp á loft?“ „Nei, hann fór ýt í garðinn. Ég beið ekki eftir því, að hann kæmi aftur“. „Áttuð þið í orðasennu?" . Hún leit ekki í augu hans. „Hann sagði mér allt, um Zentu og um Lúlúu". Hún þagnaði snöggvast. „Og um þig“. „Heyrði nokkur orðaskipti ykk ar?“ — „Nei“. „Sá nokkur þig koma út úr svefn herberginu eftir að skotið reið af?“ „Ég veit það ekki. Hvers vegna spyrð þú að því?“ KÆLISKÁPURIIMIM Eítirlæti hagsýnna husmæðra Prýði eldhúsa — stolt húsmæðra KELVINATOR • er rúmgóð og örugg matvælageymsla. • hefir stærra frysti rúm en nokkur annar kæliskápur af sömu stærð. • er ódýrastur miðið við stærð. Vetð kr. 10,994 - Takmarkaðar birgðir væntanlegar — Tökum á móti pöntunum. Hann svaraði ekki. Þau stóðu þegjandi andspænis hvort öðru. Hann hugsaði: Hún hlýtur að halda, að ég gruni hana. Og ef til vill gruna ég hana líka. Ástæðan til verknaðarins? Hún hefur fleiri en eina ástæðu. Það er Zenta og Lúlúa. Málaferlin. Ef til vill ég líka. Hugsunin greip hann föst- um tökum og sleppti honum ekki aftur. Hvað myndi ég gera, ef hún hefur gert það? Það nísti hann kuldi inn að hjartarótum, þegar hann hugsaði til þess, að hún hefði getað myrt Hermann. En svo kom hlý bylgja og þíddi ísinn. Hann myndi standa við hlið hennar, á hverju sem gengi. Hún hugsaði sem svo: Hann grunar mig. Hún fann ekki til neinnar reiði við þá hugsun. — Hún var of sljó til þess að finna til reiði. En eitt vissi hún. Eftir að hann kom inn í herbergið, var henni borgið. 1 tólf ár hafði hún eytt kröftum sínum í mann, sem var veikbyggður. Kraftar hennar voru þrotnir, eins og sá dauði hefði tekið þá með sér. Hún myndi ekki berjast framar, ekki heldur gegn grunsemdinni. Hún vildi finna til hryggðar, en hún var ekki einu sinni fær um það. Hún fann til örvæntingar en engrar hryggðar. Börnin sváfu uppi á lofti. Það var ótrúlegt, en þau sváfu. En sú fjarstæða, að sorgin væri ekki nema hálf, þegar aðrir bæru hana með manni. Hún óttaðist ekki grun Antons, lögregluna né einveruna. Hún óttaðist aðeins börnin. Sorg in myndi vakna í alvöru, þegar hún yrði að láta aðra taka þátt í henni. Hún heyrði rödd Antons. „í guðanna bænum“, sagði hann, og tók um handlegg henn- ar, „vaknaðu við, Vera! Þeir munu yfirheyra þig. Hugsaðu um börnin“. Jfekla Austurstræti 14 „Ég er' að hugsa um börnin", sagði hún. Hann sleppti henni snögglega. Það heyrðist mannamál og fóta- tak úti fyrir. 1 dyrunum stóð hinn litli lög- reglustjóri Verneuil og hallaði dálítið undir flatt. Hann lét dyrn ar standa opnar. Bak við hann sá Anton einkennisbúna lögreglu þjóna, rannsóknarlögreglumenn, ljósmyndara og lögreglulækninn. „Hvar er hann?“ spurði Verne- uil — alveg eins og Anton hafði spurt fyrir fáeinum mínútum. Vera benti á gluggann, alveg eins og pokkrum mínútum áður. „Treystið þér yður til að koma með okkur, frú?“ spurði lögreglustjórinn. Það var eins og hann segði: Þér verðið að koma með okkur. Hann leit á Anton og Veru á víxl. Hún gekk þegjandi til dyranna. Síðan fóru þau öll af stað, eins og líkfylgd, sem ósýnilegt lík er borið á undan. Verneuil gekk á undan milli læknisins og lög- regluljósmyndarans. Þar næst gekk Vera milli tveggja embætt- ismanna rannsóknarréttarins. — Síðastir gengu Anton og nokkr- ir lögregluþjónar. Steinþrepin út í garðinn voru upplýst. Bírtan af hinum stóru Ijóskerum féll á hina litlu, ensku grasflöt. Það sást allt greinilega, nærri því eins og í dagsbirtu. Skyndilega nam hópurinn stað- ar. Verneuil nam staðar. Það sem hann sá, virtist jafnvel reyna á stáltaugar hans. Hinn dauði lá undir risastóru, fornu kastaníutré. Hann lá á bak inu. Það var auðséð, að hann hafði dottið aftur á bak, þegar hann varð fyrir skotinu. En það var ógeðslegt að sjá, að það var eins og kastaníutréð skipti lík- ama hans í tvo hluta. Það sást á höfuðið og hálsinn og á fæturna fyrir neðan hnén. Tréð skyggði á hinn hluta likamans. Það var eins og sundursagaður líkami lægi á grasinu. Lögreglulæknirinn, holdugur, roskinn maður, sem fór sér svo hægt að öllu, eins og hann hefði allan tímann, laut ofan að lík- inu. Vera herpti varirnar saman. Hún kreppti höndina um vasa- klút sinn og sneri sér undan. Hún fann, að lögreglustjórinn horfði á hana með athygli. „Skotinn í hjartað“, sagði lækn irinn. Hann talaði lágt, en þeir, sem stóðu í kring, heyrðu að greinilega. „Meistaralegt skot“, sagði hann, og tók ekki eftir því, hve þessi athugasemd átti illa við. „Hann hefur beðið bana sam stundis". Hann stóð upp með erfiðismunum. „Það hefur verið skotið af riffli, líklega veiði- byssu". Þvi næst hvíslaði hann einhverju í eyra lögreglustjór- ans. Skyndiljósum Ijósmyndavélar- innar var brugðið upp. Verneuil stóð líka upp og stað næmdist við höfuð líksins. Hann lyfti hægt upp hægri handleggn- um. Það var auðséð, að hann.var að miða stefnu skotsins, en hún var í áttina að húsinu. Því næst breiddi lögregluþjónn grófan, hvítan dúk — það gat verið poki — yfir höfuð Her- manns. Um leið fór Vera að gráta. Ekki hennar heyrðist í nætur- kyrrðinni í garðinum. Það var ekki fyrr en lögreglumaðurinn hafði hulið líkið, að henni varð ljóst, að Hermann var dáinn. Sá maður var dáinn, sem ekki gat varið sig, þegar poki var breidd- ur á höfuð hans. Anton, sem hafði fylgzt með öllu hreyfingar- laus, gekk til Veru og tók undir handlegg hennar. „Megum við ekki fara inn?“ sagði hann um leið við Verneuil. 1) Jáj Markús hafð' ’tt fyrir Isér, að fuglinn hefði falið demant [ | 2) — En hann leitaði ekki á ‘ana. 1 réttum stað. Lögreglustjórinn kinkaði kolli. Fáeinum mínútum síðar sátu þau öll þrjú — Vera, Anton og litli lögreglu-embættismaðurinn — kring um lága teborðið, sem Vera og Hermann höfðu setið við nokkrum klukkustundum áður. Á borðinu lá líka klúturinn, sem Hermann hafði lagt á heitt enni sitt. Nú var enni Hermanns kalt. „Eruð þér fær um að svara nokkrum spurningum mínum, frú?“ spurði Verneuil. ,, Ja . „Hvenær heyrðuð þér skotið?1* „Um það bil stundarfjórðung ungi eftir að ég var komin upp í herbergi mitt“. „Hvenær var það?“ Hér um bil klukkan eitt. „Hvað gerðuð þér?“ „Ég hljóp út í garðinn". „Vissuð þér, að maðurinn yðar var úti í garðinum?" „Ég hugsaði það. Hann var far inn út fyrir hér um bil hálftíma". „Var hann vanur að fara út á á göngu á nóttunni". „Nei“, svaraði hún hikandi, og þegar Verneuil leit spyrjandi á hana, bætti hún við: „Hann hafði höfuðverk“. Hún leit á saman- brotinn klútinn. „Þér hafið auðvitað látið þjón- ustufólkið vita, áður en þér fór- uð út í garðinn", sagði lögreglu- stjórinn. „Nei“. „Fóruð þér ein?“ „Já . „Þér eruð hugrökk kona, frú“. Það var auðheyrt, að það var sagt í háði. „Þér hafið fundið mann yðar þegar í stað og gengið úr skugga um, að hann var dáinn“. „Hann dró ekki andann". „Mjög athyglisvert". Verneuil gat ekki um, hvers vegna það væri athyglisvert, að dáinn mað- ur andaði ekki. „Þér flýttuð yður auðvitað aftur inn í húsið, og kölluðuð á lögregluna". .... gparió yður hlaup á railli margra vorzlajna1- (i ÖIIUM tfWM! Ausfcurstrseti SHlItvarpiö Fimmtudagur 24. september Tónleikar 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,Á frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 VeðurCregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðuwfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. ^ 20.30 Erindi: íslenzka þjóðkirkjan í nú- tíð og framtíð. Fyrra erindi (Séra ÁreJíus Níelsson). 20.55 íslenzk tónlist: Flutt verða verk eftir Árna Thorsteinsson og Frið- rik Bjarnason. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. XII. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.10 Kvöldsagan: ,,Þögn hafsins“ eftir Vercors, í þýðingu Sigfúsar Daða sonar. I. lestur (Guðrún Heíga- dóttir). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 5 í e-moll, „Frá nýja heiminum" eftir Dvorák. Fílharm óníuhljómsveitin í Vínarborg leikur. Rafael Kubelik stjórnar. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 25. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegistónleikar: Fréttir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Samvinna karla og kvenna — samfelld dagskrá Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Erindi. upplestur og tónleikar (Anna Sig- urðardóttir undirbýr dagskrána). 21.30 íslenzkir kórar flytja kórverk eftir innlenda og erl. höfunda. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ,,t>ögn hafsins" eftir Vercors í þýðingu Sigfúsar Daða- sonar II. lestur (Guðrún Helga- dóttir). 22.30 Létt lög: a) Yma Sumac syngur, b) Hljómsveit Stanleys Black leikur. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.