Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. sept. 1959
MORCVNBLAÐIÐ
15
Cuðmundur
VIÐ HBYRÐUM það í útvarpinu,
að Guðmundur Jónsson væri á
förum af landi burt. Já, einmitt
,— hann Guðmundur, sem syng-
ur eins og íslendingar virðast
helzt vilja láta syngja. Að
minnsta kosti vilja menn alltaf
fá meira að heyra, þar sem Guð-
mundur er, þó að rödd hans hafi
að líkindum heyrzt oftar undan-
farin ár en fléstra annarra ís-
lenzkra söngvara.
Við kölluðum ó Guðmund og
spurðum hann, hvert halda
skyldi. — Hann kvaðst mundu
fara til Kaupmannahafnar í viku
lokin og þaðan áfram til Vínar-
borgar, hvar hann gerði ráð fyr-
ir að dveljast upp undir ár.
— Ætlarðu að fara að syngja
fyrir Vínarbúa? spurðum við.
— Sussu-nei — ekki nótu. Ég
ætla að hlusta á þá — og læra.
— Hlusta og læra?
— Það er meiningin, já. Og
er víst ekki seinna vænna — áð-
ur en maður fer að kalka — að
hressa eitthvað upp á kunnátt-
una í sönglistinni. Ég hefi nú
ekki séð framan í söngkennara,
síðan ég var í Svíþjóð 1949 —
er nærri búinn að gleyma, hvern-
ig slíkir karlar líta út.
— Nú, en fólk virðist hafa
staðið í þeirri meiningu, að þú
kynnir býsna vel að syngja?
— Ja-á — það getur svo sem
verið. En það er nú sama, alltaf
er hægt að læra. Og þið getið nú
bara hugsað ykkur, þegar þessir
stóru úti í heimi eru undir hand-
leiðslu kennara, svo að segja allt
sitt líf, hvort við minni spá-
Guðmundar Jónsson: — Áttu
breiðfilmu, góurinn?
það. — Nei, ég er sko ekki ríkur
— það er víst eitthvað annað.
En maður sníkir þetta svona sitt
á hvað og hér og þar. Ætli það
blessist ekki.
— Ferðu einn þíns liðs?
-— Ég held nú síður. Fjölskyld-
an er með í förinni — öll hers-
ingin, maður. Þetta er svo sem
ekkert smáfyrirtæki.
— Eru góðir söngkennarar í
Vínarborg?
— Það hefði ég nú haldið. Nóg
•af þeim —■ alveg í hrönnum. Eins
og allt annað, sem við ktmur
músík.
Líklega hefir þetta ekki verið
sérlega gáfulega spurt — okkur
heyrist það á svarinu. — Guð-
mundur lítur út um gluggann. —
Nú hann er hættur að rigna —
þá er víst bezt að hypja síg og
reyna að ná í hálf-sex-strætó. —
En við biðjum hann að bíða and-
aitak og köllum á ljósmyndar-
ann
— Ætli þe'ta þýði nokkað —
Cuðný Pálína Pálsdóttir
trá Vestmannaeyjum
eitt ár í
Vín
mennirnir þurfum ekki eitthvað
á slíku að halda líka. — Maður
fer að gera alls lags vitleysur,
áður en maður veit af. Og svo
„festist" maður í vitleysunni, án
þess að gera sér grein fyrir því
— spólar og hjakkar í sama far-
inu. — Jú, ætli manni veiti af
smávegis skólun.
♦ ★ ♦
•— Verður þetta ekki skrambi
dýrt, Guðmundur? Ertu svona
ríkur?
— Dýrt! — jú, maður guðs og
lifandi. Ég er nú hræddur um
áttu nokkra breiðfilmu, góurinn?
stgn Guðmunuur.
Ljósmyndari;' n fullvrti, að
filman hlyti að vera nógu breið
— og smellti af
Um leið og við kvöddum Guð-
mund í dyrunum og óskuðum
honum góðrar ferðar — og þó sér
í lagi góðrar heimkomu — spurð-
um við, hvort hann hefði þegar
„fastnað“ sér kennara þar úti í
hinni tónglöðu Vínarborg.
— Nei, — ég kann nú betur
við að sjá a. m. k. framan í
smettið á þessum fuglum fyrst...
^<Sx^fr»»»»<íx3><$*j*Sx3»3xSKS>-jxS><3xS><Sx3xS> $»»»»»»»»»»»»»<$»»»»»»»»»»»»<$»»»»»»»»»»»»»»<$>»»»»»»
— Jökulsig
. Frh. af bls. 3.
lega sjá það á myndum sem tekn-
ar voru úr brezkri herflugvél
1943. Á sömu slóðum og jökul-
sigið er nú sást móta fyrir sigi
bæði 1946 og 1953. Er ekki ólík-
legt að þarna verði smá gos
af og til. Þarna mun oft haf.-j
komið hlaup áður og benda til
þess stórir hlaupfrvegir, sem
þarna er að finna.
Klukkan 7 á miðvikudagskvöld
ið hélt leiðangursfólkið til Gríms
vatna og tók ferðin ekki nema
tvær klukkustundir og 5 mínút-
ur, en þetta er 46 km leið. — í
Grímsvötnum var vatnshæðin
mæld og reyndist yfirborðið hafa
hækkað um 6% meter frá því 30.
maí í vor og hefur hækkunin ver
ið sem svarar 6 sm á dag. Nú er
yfirborð Grímsvatna orðið álika
hátt og það var, er hlaup kom
í þau sumarið 1954. Jarðfræðing-
ar eru nú farnir að gera ráð fyrir
því að nýtt hlaup komi í Gríms-
vötn og verði þá ámóta mikið
og seinast, en dragist það leng-
ur verður hlaupið að sjálfsögðu
mun stærra.
Grímsvötn er eitt mesta jarð-
hitasvæði landsins, en þar hafa
sýnileg gos ekki verið síðan 1934.
Auka þarf ferðir til Grímsvatna.
Þeir Magnús og dr. Sigurður
sögðu að þessi haustferð sýndi
greinilega að nauðsynlegt væn
að auka athuganirnar á Vatna-
jökli bæði úr lofti og með vor-
og haustferðum. Eins og nú er,
byggjast athuganir Jöklarann-
sóknafélagsins að verulegu leyti
á sjálfboðaferðum, sem leiðang-
ursfólkið kostar sjálft og eru
þetta því skemmtiferðir um leið.
Heimferðin úr þessum liðangri
gekk eftir áætlun þrátt fyrir leið-
inlegt veður.
Jökulferð þessi var farin á
tveimur Visil-snjó'oílum. Nefnast
þeir Kraki, eign Gunnars Guð-
mundssonar og var hann sjálíur
ökumaður, en hinn Gosi Guð-
munndar Jónssonar og ók Olafur
Nilsen honum
f Jökulheimum á Jöklarann-
sóknarfélagið kofa sem fyrr segir
og hefur verið byggður þar bíl-
skúr yfir snjóbílana og er æti-
unin að hafa þar snjóbíl að stað-
aldri, en félagið á tvo slíka bíla.
Auk Magnúsar Jóhannssonar
og bifreiðarstjóranna tóku þess-
ir þátt í leiðangrinum nú: Hanna
Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Sig-
urðardóttir, Ásta Faaberg, Jó-
hannes Briem, Stefán Bjarnason,
Örn Garðarsson, Halldór Ólafs-
son og Hörður Frímannsson.
Er komið var í Jökulheima
voru þangað komnir vöruflutn-
ingabílar, en á þeim voru snjo-
bílamir fluttir hingað suður. —
Margt vina og vandamanna var
og komið þangað til þess að taka
á móti leiðangursmönnum.
Fædd 2. nóv. 1891
Dáin 19. júlí 1959
HINN 29. júlí sl. var Guðný
Pálína Pálsdóttir jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjam.
Hún andaðist í Landsspítalanum
19. júlí, eftir langt og þrauta-
fullt sjúkdómsstríð, sem hún bar
með stakri þolinmæði.
Guðný fæddist að Hlíðarenda
í Fljótshlíð 2. nóv. 1891. Foreldr-
ar hennar voru Þuríður Jóns-
dóttir og Páll Jónsson. Þegar i
frumbernsku aðeins þriggja mán-
aða gömul var Guðný tekin í
fóstur af hjónunum Valgerði
Guðmundsdóttur og Oddi fvars-
syni að Ormskoti í sömu sveit.
Hjá þeim naut hún hins mesta
ástríkis og átti þar bjarta bernsku
og æskudaga. Að Ormskoti ól hún
aldur sinn fram til tvítugs. Árið
1917 giftist Guðný eftirlifandi
manni sínum, Ágústi Þorgrími
Guðmundssyni. Þau hófu búskap
að Ormsvelli í Hvolhrepp, en áttu
þar fremur skamma dvöl.
Árið 1922 fluttust þau alfarin
til Vestmannaeyja og bjuggu þar
upp frá því. Fjölskyldan stækk-
aði fljótt og urðu börnin 14 alls,
tvö þeirra dóu nýfædd og dótlur
sína sem Sveinbjörg hét misstu
þau hjónin tvítuga að aldri og
var hennar saknað sárt. Þrjú
börnin ólust upp hjá skyldfólki
cg vinum. Þorgrímur var sjómað-
ur og sjósóknari mikill á meðan
honum entist þróttur og heiisa til.
Verksvið Guðnýjar var heim-
ilið, hlutverk hennar var því
næsta umfangs- og yfirgripsmik-
ið. Sem sjómannskona hlaut hún
að standa langar stundir ein við
stýrið heima fyrir og gegna bæði
móður og föðurskyldum vð sinn
stóra barnahóp. Oft var starfs-
dagurinn langur, en hvíldar-
stundir af skornum skammti.
Um það var þó ekki fengizt,
heldur barizt áfram og sérhvert
handtak unnið af dyggð og trú í
bjargföstu trausti á blessun
Drottins; og sú blessun brást held
ur eigi. Ávallt kom eiginmaður-
inn heill heím úr hildarleiknum
úti á hafinu.
Og fyrr en varði voru börnin
orðin fulltíða fólk, sem á öllum
sviðum urðu foreldrum sínum til
hamingju og gleði. Móðurhjartað
þakkaði og gladdizt. Beztu sig-
urlaunin féllu Guðnýju í skaut,
hún fékk að sjá ávexti síns eigin
kærleika í lífi barnanna sinna.
Mynd Guðnýjar gleymist seint
þeim er séð hefur. Hún var tígvfc*
leg í framkomu og svipur hennar
ljýsti af góðleik og sálargöfgL
í návist hennar var hlýtt ag
bjart, því þar fór kona, sem
geymdi auðlegð kærleikans i
hjarta sínu.
Eiginmanni Guðnýjar, börnum
þeirra, systrum hennar og öðr-
um ástvinum votta ég mín*
dýpstu og innilegustu samúð.
Megi Guð blessa minningarnar
um elskaða eiginkonu, ástkæra
systur og góða og göfuga móður.
Far þú í friði, friður Guðs Þ*
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Bj J.
Almennar verð-
hækkanir hef jist
ekki
áný
FUNDUR var nýlega haldinn J
Félagi bifreiðasmiða, og voru
þar ræddir samningar félagsins
við atvinnuveitendur og ýmis
önnur mál.
Fundurinn gerði eftirfarandi
ályktun samhljóða:
„Fundur haldinn í Félagi bif-
reiðasmiða 21. sept. 1959, lýsir
stuðningi sínum við þá ákvörð-
un fulltrúa neytenda í verðlags-
nefnd landbúnaðarafurða að gera
það, sem í þeirra valdi stendur
til þess, að almennar verðhækk-
anir hefjist ekki á ný með þeim
afleiðingum, sem öllum ættu að
vera ljósar."
Röðull seldi fyrír tœp
97 þúsund mörk
HAFNARFIRÐI. — Röðull seldi
í Þýzkalandi á mánudag 162 lest-
ir fyrir 96,700 mörk. Aðeins einn
togari annar, Karlsefni, hefir selt
þar á þessu hausti, en báðir þess-
ir togarar hafa náð þar ágætum
sölum, ef miðað er við aflamagn.
Munu nú fleiri bætast í hópinn á
næstunni, og a.m.k. fjórir Rvíkur
togarar selja þar upp úr næstu
helgi. Ef til vill fara nú fleiri
hafnfirzkir togarar innan tíðar á
veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað,
svo sem Surprise, sem fór á
þriðjudag.
Annars hafa togararnir verið
sem fyrr á karfaveiðum, aðallega
við Vestur-Grænland, en þar og
á Nýfundnalandsmiðum hefir
veiði verið afartreg síðustu vik-
urnar. Af þeim sökum er vinna í
frystihúsunum með minna móti,
og einnig vegna þess, að utanbæj
artogarar þeir, sem lagt hafa upp
hér í sumar, svo sem Siglufjarð-
ar-togararnir, leggja upp í heima
höfnum.
Nú er unnið við að hreinsa og
lagfæra bátana eftir síldveiðarn-
ar, en búast má við að þeir fari
yfirleitt á reknet, þegar fréttist
af síld. Guðbjörg fékk dágóða
veiði ufn daginn, en síðan hefir
ekkert verið. — í fyrra fékkst
rekneta-sílddin ekki að neinu
ráði fyrr en í okt.—nóv., og eru
sjómenn því vongóðir, þótt ekki
hafi hún látið sjá sig enn. — G.E.
helmingi
útbreiddara en
nokkurt annad
íslenzkt 4a$blað-