Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 14
14
MORClliSnr 4 Ðth
Fimmtudagur 24. sept. 1959
— Laugardælir
Framh. af bls. 8
þeir aldir upp við nákvæmlega
sömu skilyrði. Þeir voru þó mjög
misstórir og misjafnlega þriflegir
að útliti, þótt á sama aldri væru.
— Sjálfsagt höfum við séð í þess-
um hópi „efni“ í hinar mestu
mjólkurlindir, en kannski verða
snmar þeirra bara stirtlur
— og ekki „langlífar í landinu“.
„Svínþrifinn"
Þá gengum við á vit svínanna.
Þegar komið var inn úr dyr-
um, var lyktin eins og gengur
og gerist í svínastíu — og ég sá
útundan mér, að Markús Ijós-
myndari gretti sig dálítið —
ósköp „pent“ þó — og brá vasa-
klút sínum snöggvast upp að vit-
um sér. Þarna voru grísir á ýms-
um aldri, er horfðu smáum for-
vitniaugum á gestina — og nokkr
ar þriflegar gyltur með nýfædd
„börn“ sín. — Ég spurði Jó-
hannes, hvort það væri satt, sem
ég hefði einhvern tíma héyrt, að
það væri hið versta skrök og
óhróður um blessuð svínin að
kenna allan sóðaskap heimsins
við þau. Kvað hann svo vera. —
Svín eru einhverjar þrifnustu
skepnur, sem um getur, sagði Jó-
hannes. Og hann gat að nokkru
sannað okkur það þarna á staðn-
um, að þau vilja hafa þurrt og
þrifalegt í kringum sig. Stíunum
er skipt í tvennt. Innri hlutinn er
aðaldvalarstaður svínanna, en
það bregzt ekki, að þau fara allt-
af fram í fremri stíuna til þess
að ganga örna sinna. — Það er
svo af allt öðru en sóðaskap, að
svínum þykir gott að velta sér
í aur og leðju á heitum sumar-
dögum. — Gjama er vísað til
kattarins, þegar lýsa skal sér-
staklega þrifnu fólki — sagt að
þessi og hinn sé kattþrifinn. Mér
' ' ’
Þetta er einn af holdakálfunum 16 í Laugardælum. — Jóhannes
tilraunastjóri sagði, að hann bæri flest vaxtareinkenni
galloway -ky nsins.
virtist allt eins mega líkja slíku
fólki við svín.
„Næturljóð“ — og ,
„sögusinfónía"
Hann tók upp einn minnsta
grísinn, aðeins tveggja daga
gamlan, til þess að leyfa Markúsi
að taka mynd af honum. Litla
skinnið var ósköp „sætt“ eins og
flest ungviði eru reyndar — og
tísti“ ofur veiklulega, eins og
lítil mús. En gyltan, móðir hans,
lét í Ijós gremju sína yfir ónæð-
inu og rýtti önuglega. — Jóhann-
es brá sér nú inn í næstu stíu og
þreif þar upp annan grís, sýnu
stærri og þroskaðri en hinn fyrri.
Sá gaf einnig frá sér hljóð — en
það var sannarlega ekki neitt
,músatíst“. — Hrinur hans voru
svo óskaplegar og skerandi, að
slíkt þola ekki hljóðhimnur
venjulegra blaðamanna (sem
eiga þó auðvitað ekki að láta sér
bregða við eitt eða neitt). Og við
Markús tókum báðir í ofboði fyr-'
skildist á Jóhánnesi, að honum |ir eyrun og létum fætur forða
Leiguíbúð óskast
2ja til 4ra herb. íbúð til leigu 1. okt. n.k. fyrir hjón
með uppkomna dóttur. Fullkomin reglusemi. Fyrir-
framgreiðsla. Upplýsingar í síma 1-4951 og 1-9090
UTGERÐARMENN
Getum útvegað 1. flokks fiskibáta frá Noregi nú
þegar. — Allar upplýsingar í síma 24892 frá 4—6.
Dugleg skrifstofustúlka óskast
Dugleg stúlka með stúdents-, verzluparskóla- eða
kvennaskólamenntun óskast 1. okt. eða síðar til
•
skrifstofustarfa hjá ríkisfyrirtækj. Umsóknir óskast
sendar til afgr. Mbl. merktar: „Dugleg stúlka—
9283“, fyrir 28. sept. n.k. Umsóknum verða að fylgja
upplýsingar um aldur, skólanám og unnin störf, ef
fyrir hendi eru. *
Húseigendur í Reyhjnvík
eðu Kópovogi
Vantar íbúð strax. — Uppl. í síma 13408.
Korrespondent
Stúlka vön íslenzkum og enskum bréfaskriftum
óskast. Bókhaldskunnátta æskileg. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir máuiaðarmót, merkt: „9142“.
okkur út úr húsinu. Jóhannes
kom á eftir okkur og var sýnilega
skemmt. Hann spurði glottandi,
hvort okkur geðjaðist ekki að
söngnum — þetta væri nú bara
eins og næturljóð eftir Chopin,
í samanburði við þá „sögusin-
fóníu“, sem heyra mætti, þegar
allur „söfnuðurinn“ stæði á org-
inu í einu. — Við leiddum talið
að öðru.
Blóðrannsókn — beinaveiki
Næst gekk Jóhannes með okk-
ur út í beitarhólfin. — Tólf kýr
eru þar látnar ganga á túni allan
sólarhringinn, en 12 eru hálfan
sólarhring utan túns og hálfan á
túni. Helmingnum í hvorum
hópi' er gefið kjamfóður með beit
inni. — Eins og fyrr segir, þykir
nú fullsannað, að óþarft og gagns
laust sé að gefa kjarnfóður með
góðri túnbeit. En það er meira en
svo sé, því að allt bendir til þess,
að slíkt geti beinlínis verið hættu
legt heilsu kúnna. Er nú verið að
rannsaka nánar, hvað þama ger-
ist. Er kúnum tekið blóð öðru
hverju og það efnagreint og rann
sakað — ekki aðeins með tilliti
til framangreinds, heldur líka til
þess að reyna að fá úr því skorið,
af hverju hin svonefnda beina-
veiki í kúm stafar, en hún hef-
ur mjög gert vart við sig á und-
anförnum árum.
HJA
MARTEINI
Gluggatjaldaefni!
Damask
Storesefni „Nælon"
mynstruð og
ómynstruð
Nýtt úrval
★
Plastefni
70-180 cm. breið
Margir litir
Nýkomið
HJÁ
MARTEINI
Laugaveg 31
Það er ekki á kýrnar logið um
forvitnina. Ein kom blaðskellandi
og vildi endilega fá að sjá, hvað
ég var að reyna að skrifa á laus
blöð í lausu lofti, en önnur hélt
sýnilega, að ég lumaði þarna á
einhverju góðgæti, því að hún
ruddist til og ætlaði umsvifalaust
að éta blöðin út úr höndunum á
mér (kýr halda ailtaf, að allt
annað en það, sem þær eru að
éta þá og þá stundina, sé heims-
ins mesta hnossgæti). Þegar sú
þriðja gerði sig líklega til að
gleypa myndavél Markúsar, með
aðdráttarlinsu og öllu saman,
hopuðum við af hólmi.
Holdakálfar
Jóhannes kvaðst nú að lokum
ætla að sýna okkur „eftirlætin"
sín — og fór með okkur út fyrir
tún. — Þar voru 32 stálpaðir
kólfar, sumir á beit, aðrir lágu
og jórtruðu makindalega. —
Þarna er verið að gera merkilega
tilraun. Sextán þessara kálfa eru
alíslenzkir, en, hinir sextán eru
kynblendingar — að hluta af
hinu fræga, skozka holdanauta-
kyni, galloway. Kálfarnir allir
eru þetta 10—12 mánaða gamiir
— og er þarna gerður samanburð
ur á hinum íslenzku og blend-
ingunum, hvað þeir þyngjast ört
o. s. frv.
Kynblendingarnir sverja sig
yfirleitt allmjög í hina skozku
ætt sína, en þó misjafnlega mikið.
Einn kálf sýndi Jóhannes okkur,
sem hann taldi hafa flest ein-
kenni galloway-kynsins. Yfirleitt
skáru þeir sig allir nokkuð úr
hópnum, holdakálfarnir — jafn-
vel í augum okkar leikmann-
anna. — Jóhannes sagði, að þeir
hefðu sumir verið um 40 kg. ný-
fæddir — þ. e. 11—12 kg. þyngri
en hinir íslenzku. Galloway-kálf-
arnir þyngdust um 710 grömm á
dag að meðaltali í vetur, en „ís-
lendingarnir" ekki nema um 600
gr. — og í júní sl. voru blend-
ingarnir orðnir rúmum 20 kg.
þyngri en íslenzku kálfarnir. —
Það skal tekið fram, að þessir 32
kálfar hafa frá upphafi hlotið
nákvæmlega sömu fóðrun og ekki
verið gert upp á milli þeirra á
nokkurn hátt. — Þegar galloway-
kálfarnir eru orðnir tveggja ára,
verður þeim lógað og kjötið
metið sérstaklega eftir svonefndu
Hammond-kerfi — og verða þá
niðurstöður endanlega dregnar
af þessari athyglisverðu tilraun,
sem væntanlega verður mikill
gaumur gefinn.
Keflavik
Balletskóli Irmy Toft hefst 5.
október. Innritun og upplýs-
ingar, Hringbraut 81, sími 681.
Gísli Einarsson
héraðsd'únslögma tur.
Laugavegi 20B. — Sími 19631.
Degi var nú tekið mjög að
halla, og við félagar fórum að
hyggja til heimferðar eftir
ánægjulegan dag í sveitinni, sem
var okkur notaleg hvíld frá
borgaramstrinu og hinu hvers-
dagslega ritvélarstriti. — Mjaltir
voru nú hafnar. Við gengum gegn
um hið geysistóra fjós — og Jó-
hannes lét orð falla um sumar
kýrnar. Þarna var ein af Mýr-
dalsstofninum — auðþekkt á
vaxtarlaginu — og þessi þarna,
hún var aftur á móti af Klufta-
kyni, sem líka ber sín sérstöku
vaxtareinkenni. Og þessi stóra —
það var nú gripur í lagi....
★
Við erum komnir út aftur. Fyr-
ir fjóshornið kemur grábröndótt-
ur köttur. Hann teygir úr sér,
geispar og sperrir klærnar —
skýtur síðan upp kryppu og
nuddar sér vinalega upp við fót-
inn á mér. Hann var síðasia
skepnan, sem við sáum í Laugar-
dælum, áður en við ókum úr
hlaði. — Og það þótti mér dálítið
vænt um, því að — það er víst
bezt, að ég játi það hér að lokum
— eiginlega þykja mér kýr ákaf-
lega leiðinlegar skepnur — þótt
ég hafi verið að rejma að skrifa
ofurlítið um þær hér. — Aftur á
móti er ég mesti kattavinur ....
H. E.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
hann sér bara ný. — Og sjá —
vinir og vinkonur þyrptust að
honum. — Gamla íbúðin á Vest-
erbro var nú ekki lengur nógu
fín. Hinn káti ekkjumaður flutt-
ist í fint gistihús — og síðan
skipti hann tíðum um íbúð. Síð-
asti staður varð brátt of gamal-
dags — ekki nógu fínn fyrir hinn
nýríka.
» En svo — þegar hann hafði
lifað hálft ár í vellystingum
praktuglega, og sparipeningar
hinnar látnu eiginkonu höfðu
veitt honum marga gleðistund —
lézt hann skyndilega, eins og allt-
af getur komið fyrir roskna
menn. — Og það stóð heima, að
þegar hjartasjúkdómurinn batt
endi á líf hans, hafði hann eytt
svo að segja hverjum eyri af
þessum 72 þúsundum, sem kona
hans hafði nurlað saman á 33
hjúskaparárum þeirra.
En hann skuldaði engum manni
neitt, þegar hann yfirgaf þenn-
an heim. — Konan hafði alltaf
fært sívaxandi eign þeirra sam-
vizkusamlega á framtalseyðublöð
in — og greitt tilskilinn skatt . . .
— Menningar-
viðskipti
Frh. af bls. 13
kynnzt hinu prýðilega heimili
þeirra hjóna í San Gervasio.
Samkvæmt skýrslu háskólans
í Barcelona um þessa starfsemi,
hafa komið hlutfallslega fleiri
nemendur frá íslandi en nokkru
öðru landi. Og ennþá virðist mér
vera fyrir hendi vaxandi áhugi
hjá íslendingum fyrir þátttöku
í náminu við hina suðrænu
menntastofnun.
Komið hefur til orða, að próf.
Ramón Carnicer komi til íslands
á nálægum tíma, og haldi hér
fyrirlestra um kennslustarfsemi
þá, er hann veitir forstöðu, og
önnur málefni í því sambandi.
Engin endanleg ákvörðun hefur
þó enn verið tekin um þessa
heimsókn.
★
f fyrri grein minni ræddi ég
nokkuð um hagstæða þróun verzl
unarviðskipta Spánverja og ís-
lendinga um meira en hálfrar ald
ar skeið. Hér að framan hafa aft-
ur á móti verið rakin nokkur
skref í þróunarsögu menningar-
samskipta þessara þjóða. Sú er
von mín, að þau vinsamlegu og
gagnsömu skipti megi enn eflast
og aukast á komandi tímum, enda
hafa þessar tvær þjóðir ærnu að
miðla hvor ánnarri úr gildum
sjóðum fornrar og nýrrar menn-
ingar og sígilda bókmennta.
Magnús Víglundsson.