Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmfudagur 24. sepf. 1959 Macmillan hylltur og hrópaður niður Héraðsmót • að Hellu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður haldið að Hellu, sunnudaginn 37. sept. fcl. 4 síðdegis. Ræðiur og ávörp flytja efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, þeir Ing- ólfur Jónsson, Guðlaugur Gísla- son, Sigurður Ó. Ólafsson og Jón Kjartansson. Fjölbreytta skemmtidagskrá annast: Árni Jónsson, óperusöngv ari og leikararnir Haraldur Á. Sigurðsson og Ómar Ragnarsson, Hafliði Jónsson aðstoðar. Að síð- ustu verður stiginn dans. Virðuleg útför Helga frá Breimu í GÆR fór fram frá Dómkirkj- unni útför Helga Jónassonar frá Brennu. Séra Bjami Jónsson vígslubiskup jarðsöng, við orgel- ið var dr. Páll ísólfsson, Dóm- kirkjukórinn söng og Þórarinn Guðmundsson lék einleik á fiðlu. Blóm og blómsveigar frá hin- um mörgu félögum og hópum, sem hinn látni hafði starfað í, prýddu kistuna. Við kistuna stóðu Frímúrarar heiðursvörð, svo og fánaberi Iþróttafélags Reykja- víkur, en Helgi var einn af stofn- endum félagsins, í stjórn um langt órabil og formaður um eitt skeið. Fylgdi félagsfáninn lík- fylgdinni í kirkjugarðinn. Á þann hátt kvöddu iR-ingar þennan látna leiðtoga félagsins. í kirkjuna báru kistuna for- ystumenn ÍR, úr kirkju Frímúr- arar, en í kirkjugarði báru fé- lagar Ferðafélags tslands. Fjöl- menni var við útförina, sem var hin virðulegasta. „íslandsmeistari vill búa í Ála- hortf LONDON 23. sept. (NTB/Reuter) Macmillan forsætisráðherra var í dag í kosningaleiðangri í bómull- arvinnsluhéraðinu Lancashirc. En í þessu héraði hefur undan- farin ár gætt nokkurs atvinnu- leysis, vegna sívaxandi sam- keppni frá bómullariðnaði ann- arra landa. Áður en Macmillan fór í ferð þessa birti brezka stjórnin áætlun um að verja um milljarð króna til að endurbæta vélar og verksmiðjur í bómullar- íðnaðinum. Valbjörn — eini íslending- urinn á afrekskrá. Valbjörn er í 10—12 sæti í Evrópu ÞAÐ er mikið keppikefli hjá frjálsíþróttamönnum að komast á afrekaskrá Evrópu -— skrá sem samin er einu sinni til tvisar í mánuði og birtist í íþróttablöð- um í flestum löndum Evrópu. Oftsinnis hafa ísl. frjálsíþrótta- menn komist á bessa skrá Macmillan ferðaðist um hér- aðið í járnbraut og bílum. Víð- ast var honum tekið vel, en í bænum Middleton var ræða hans á einum kosningafundinum trufluð með hrópum og hávaða. Virtist, sem stuðningsmenn Verkamannaflokksins hefðu komið í stórum hópum til fund- arins. „Sendið hann burt“, „5Ó0 bómullarverksmiðjur hafa verið lagðar niður, — það er íhalds- mönnum að kenna“. Þegar Macmillan ók á brot.t, skiptust á hyllingarhróp og blist- ur og mótmælasköll. RÚMENSKA frjálsþróttastúlk an Yolanda Balas bætti um helgina heimsmetið í hástökki kvenna. Stökk hún 1.84 metra. Fyrra heimsmetið sem hún átti var 1.83m. Hið nýja met var sett á Balkanleikjunum. Þetta ei í sjöunda sinn sem Balas bætir heimsmetið í há stökki Hún hefur bætt það sentimetra fyrir sentimetra frá 1.77 til 1.83 m. Húsnæðisleysi kemur í veg fyrir þátttökuna HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur nú upplýst, vegna fréttar hér á síðunni í gær, að Evrópubikarkeppnin í hand- knattleik karla hafi verið rædd innan stjórnar HSÍ. — I bréfi frá form. HSÍ segir svo: „HSl barst á sl. ári ýtarleg greinargerð og boð um þátttöku í þessari keppni, en þar sem skil- yrði fyrir þátttöku var löglegur keppnissalur, var mólið að sjálf- sögðu neikvætt fyrir okkur. Því miður“. Þá liggur það skýrt fyrir. Það er margt sem húsnæðisleysi handknattleiksmanna kemur í veg fyrir. TÚNIS, 23. september. — (NTB/Reuter). — Þ E S S er vænzt, að útlaga- stjórn Serkja svari allra næstu daga tillögum de Gaulles Frakklandsforseta um lausn Alsír-vandamálsins. Svarið hefur nú dregizt leng- ur en ætlað var í fyrstu og er álitið að drátturinn gefi nokkrar vonir um að Serkir hafni tillögum de Gaulles ekki formálalaust. Háttsettir embættismenn í Túnis, sem nú hafa daglega sam- band við forustumenn Serkja, láta í það skína, að Serkir muni leggja áherzlu á tvö atriði: 1 fyrsta lagi vilja þeir fá nón- ari upplýsingar um það, hvernig stjórnmálaskilyrði eigi að verða fyrir þá, sem tekið hafa þátt í og stjórnað hinni vonpuðu upp- reisn gegn Frökkum. Og í öðru lagi muni þeir koma með nýjar tillögur, þar sem Valgarð Briem Forstjóri tnnkaupa- stofnunnar bæjarins Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var ó þriðjudaginn, var ráðinn forstjóri fyrir Innkaupastofnun Reyk j avíkurbæ j ar. Með samhljóða atkvæðum allra bæjarráðsmanna, var samþykkt að mæla með þeirri tillögu hinn- ar nýkjörnu stjórnar stofnunar- innar, að ráða som forstjóra henn ar Valgarð Briem, lögfræðing. ÞAÐ slys vildi til á mánudags- kvöld, að Jón Valgeirsson bóndi í Ingólfsfirði á Ströndum hrapaði í Ingólfsfjarðarbrekku.og meidd- ist allmikið, viðbeinsbrotnaði og meiddist innvortis. Sjúkraflug- vél sótti hann norður í gær, og liggur Jón sem er 62 ára nú í Landsspítalanum. Jón Valgeirsson fór í leit frá Ófeigsfirði á mánudagsmorgun- inn og kom geinni hluta dags aft- ur að Ófeigsfirði. Seint um kvöldið fór hann ríðandi heim tii sin yfir Ingólfsfjarðarbrekku, sem er háls milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar, snarbrattur Ingólfsfjarðar-megin. — Elísabet Óladóttir, kona Jóns, vissi er mað ur hennar lagði af stað frá Ófeigs firði, og er hana fór að lengja eftir honum, gekk hún út og heyrði neyðarkall upp í fjallshlíð inni. Hún gekk á hljóðið og fann mann sinn. Hafði hann hrapað í myrkrinu, fram af klettastalli og lá í urð fyrir neðan. Hún hraðaði sér aftur heim og simaði á næstu bæi og beiddist hjálpar. Fátt manna var heima í grenndinni, en þó barst hjálp nqkkuð er slegið af fyrri kröfum þeirra ef de Gaulle teldi sig þá fremur geta samið við útlaga- stjórnina. Telja ráðherrarnir hugsanlegt, að auðveldara yrði fyrir de Gaulle að setjast við samningaborð við þá, ef þeir kæmu ekki fram sem fulltrúar útlagastjórnarinnar, heldur sem fulltrúar uppreisnarhersins. Víaður slasast BLÖNDUÓSI, 23. sept. — í gær dag varð það slys, að Ásum í Svínavatnshreppi, að 19 ára pilt- ur, Hreinn Ingvarsson, sonur Ingvars Ágústssonar bónda þar, varð undir dráttarvél og slas- aðist. Var hann fluttur í sjúkra- húsið hér. Hreinn var að flytja hey og kominn með það heim undir bæ, en þar er nokkuð bratt, og í brattanum valt dráttarvélin á hliðina. Varð Hreinn undir vél- inni, og festist svo hann komst ekki undan henni hjálparlaust. Við athugun á meiðzlum Hreins hér í sjúkrahúsinu kom í Ijós, að hann hafði meiðzt í baki og handleggsbrotnað. — Fréttaritari. Taft Benzon heim- sækir Rússland WASHINGTON, 23. september. — NTB). — Landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, Ezra Taft Benson, lagði í dag af stað til Evrópu. Hann verður 17 daga í ferðinni og mun koma til Rúss- lands, Júgóslavíu og Póllands. — Auk þess ætlar hann að heim- sækja Noreg, Svíþjóð og Finn- land. Með honum fer eiginkona hans og tvær dætur, fjórir starfs- menn landbúnaðarráðuneytisins og með í förinni verða einnig nokkrir bandariskir blaðamenn. Félagsstarfsemi Eyfirðingafél. EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ hefur fé lagsstarfsemi í vetur eins og und- anfarin ár, hefst starfsemin næst- komandi föstudagskvöld í Fram- sóknarhúsinu, en þar hefur fé- lagið fengið inni í vetur. Þar verður margt til skemmtunar, og mega Eyfirðingar og og félags- menn taka með sér gesti, meðan húsrúm leyfir. Fimmtudaginn 1. október hefjast svo spilakvöld fé lagsins, verða spilakvöld haldin einu sinni í hverjum mánuði í vetur, og glæsileg verðlaun veitt. furðu fljótt, og var Jón fluttur heim að Ingólfsfirði. — Læknir kom frá Djúpavík kl. 4 um nótt- ina, — og í fyrradag sótti flugvél manni norður og flutti hingað til • Reykjavíkur. Kaffisala Kven- féla^s Hallp;ríms- kirkju KVENFÉLAG Hallgrímskirkju efnir til hinnar árlegu kaffisölu sinnar í Silfurtunglinu n.k. laug- ardag. Þarna verður á boðstólum heimabakað brauð, sem kvenfé- lagskonur leggja til sjálfar og hafa þær innt af höndum mikið starf við undirbúning þessarar ár legu kaffisölu, eins og svo oft áður. Kvenfélag Hallgrímskirkju hef ur um langt árabil unnið mikið og ómetanlegt starf til styrktar kirkjunni og verður það ekki sízt konunum og lifandi áhuga þeirra á málefninu að þakka ef þetta myndarlega Guðshús kemst upp innan tíðar. Hér með er skorað á alla safn- aðarmeðlimi og aðra, sem unna góðu málefni og virða óeigin- gjarnt starf, að styrkja þessa kaffisölu á laugardaginn. Munu menn í senn njóta þar góðra veit- inga og styrkja gott málefni. Kennsla í vefnaði og snyndvefnaði UNDANGENGIN tvö ár hefur Handíða- og myndlistarskólinn haldið uppi kennslu í vefnaði. Verður þessi kennsla nú aukin að mun. Kennt verður á námskeið- um siðdegis og á kvöldin. I haust hefst einnig kennsla í vefnaði fyrir stúlkur, er hafa í hyggju að gerast vefnaðarkenn- arar. v Kennarar í vefnaði eru frú Margrét Ólafsdóttir og frú Sig- riður Halldórsdóttir. I nóvember n.k. byrjar kennsla í myndvefnaði og mun frú Vig- dís Kristjánsdóttir kenna þá grein vefnaðar. Athygli skal vakin á því, að innritun nemanda fer fram alla virka daga í skrifstofu skolans, Skipholti 1 kl. 5—7 síðd. I DANSKA blaðinu „Dagens Ny- heder“ var á íþróttasíðu 22. sept- ember svohljóðandi frétt. „Aalborg Kammeraterna" munu innan skamms fá góðan liðsstyrk frá íslandi. Það er Islandsmeist- arinn og landsliðsmaðurinn í sleggjukasti (á sennilega að vera kringlukasti — aths. Mbl.) Þor- steinn Löwe, sem hefur tekið þá ákvörðun að flytjast til Danmerk ur. Kammeratarnir búast við að þeir geti útvegað honum vinnu sem bílstjóra í Aalborg. Þor- steinn Löwe er 54 metra kastari“. Þannig var klausan orðrétt. Við seljum ekki dýrar en við keypt- um. En við höfum líka heyrt að Þorsteinn sé að reyna að fá fram tíðarstöðu hér í Reykjavík. Ekki tókst að ná í Þorstein í gær — en málið upplýsist vonandi þótt síðar verðL stundum verið þar 2—3 samtímis í ýmsum greinum. í sumar hefur aðeins einum fs- lending tekizt að vinna það afrek sem nægir til að komast í röð 12 beztu í Evrópu. Það er Val- björn Þorláksson ÍR. Síðasta út- gfna afrekaskráin í stangarstökki það sem af er árinu, lítur þannig út. Bulatoff Rússlandi Garin Rússlandi Roubanis Grikklandi Landström Finnlandi Beljalev Rússlandi Jeitner Þýzkalandi Krasovskis Rússlandi Petrenko Rússlandi Hristov Búlgaríu Wazny Póllandi Hlebarov Búlgariu Valbjörn Þorláksson ísl. 4.45 1. 2. 3. 4. 5. 9. 10. 4.64 4.55 4.53 4.52 4.50 4.47 Hugheilar þakkir öllum þeim, er sýndu mér hlýhug og vinsemd á 60 ára afmæli mínu. Lifið heil. Guðjón A. Sigurðsson, Gufudal Innilega þakka ég þeim, sem sýndu mér vinarhug á 75 ára afmæli mínu 16. þ.m., með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Lifið heil. Stefán Jónsson, Hlíð. Ganga þeir til móts við de Gaulle Konan fann bónda sinn slasaðan' / grjóturð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.