Morgunblaðið - 07.10.1959, Page 2

Morgunblaðið - 07.10.1959, Page 2
2 /HORWWBLAÐIÐ Miðvilcudagur 7. olct. 1959 AlþjóSadómstóllinn kem- ur ekki til greina — sagbi Thor Thors i svari til brezka fulltrúans, sem enn stakk upp á að visa málinu til dómsins NEW YORK, 6. okt. — E'inkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÞEGAR Thor Thors sendiherra hafði lokið ræðu sinni í Alls- herjarþinginu í gær, tók til máls Sir Pierson Dixon, fastafulitrúi Breta, og sagði m. a., að hann yrði að vísa á bug því, sem Thor Thors hefði gefið í skyn í sinni ræðu, að brezkum byssum væri miðað á íslenzk skip. ★ Brezki fulltrúinn sa^ði: — Að- gerðir okkar miða eirigöngu að því að hindra afskipti af skipum okkar. Við höfum aldrei stöðvað nein íslenzk skip, sem verið hafa að veiðum á úthafi. Við óskum aðeins eftir sams konar frelsi fyrir okkar eigin skip til þess að fiska á úthafi, án hindrunar. — Ennfremur sagði Sir Pierson Dixon, að ef íslenzka stjórnin væri svo viss um rétt sinn sam- kvæmt alþjóðalögum til þess að færa einhliða út fiskveiðitak- mörkin, eins og hún léti, ætti hún að vera fús til að taka boði Breta um að leggja deiluna und- ir úrskurð Alþjóðadómstólsins. — Við vonum enn, sagði full- trúinn, að íslenzka stjórnin kom- ist á þá skoðun, að þetta sé bezta leiðin í málinp — og mun hún þá komast að raun um, að við erum, eins og jafnan áður, fúsir til viðræðna um það og að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að freista þess að ná sam- komulagi, sem báðir geta við unað. I stuttu svari til brezka full- trúans sagði Thor Thors, að margir árekstrar hefðu orðið á tslandsmiðum. Að vísu hefði eng- um skotum verið hleypt af, en hótanir hefðu verið hafðar í frammi, og slíkar hótanir um valdbeitingu færu í bága við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði, að ekki væri hægt að leggja deiluna fyrir Alþjóða- dómstólinn, á meðan íslenzkum skipum væri ógnað með fallbyss- um brezkra herskipa. Auly þess mundi það taka dóminn mörg ár að skera úr um málið. — Þess væri hins vegar vænzt, að lausn á breiðum grundvelli næðist á Genfarráðstefnunni næsta ár. -— Af þessum sökum kæmi ekki til greina að vísa málinu nú til Al- þjóðadómstólsins, sagði Thor Thors að lokum. VELGERÞARMENN MANNKYN&INS RoSERT OWEM PYJTEtNw joN Stjórnmálafundir Sjálf- stœðisflokksins í Norður- landskjördœmi eysfra Ágætur fundur Sjálfstæðismanna í Búðardal BÚÐARDAL, 5. október. — 1 gærkvöldi gekkst Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir almennum stjórnmálafumii hér í Búðardal. Frummælendur á fundinum voru fjórir efstu menn á lista Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi, þeir Sigurður Agústs- son, Jón Árnason, Friðjón Þórð- arson og Ásgeir Pétursson. Auk þeirra tóku til máls fund- arstjórinn, Jakob Benediktsson, verkstjóri, Þorbergsstöðum, Guð- mundur Ásmundsson, Krossi, Haukadal og Guðbrandur Jör- undsson, Vatni. Var ræðum manna mjög vel tekið og ríkti mikill einhugur á fundinum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til almennra stjórnmála- funda í Norðurlandskjördæmi eystra sem hér segir: Húsavík Föstudaginn 9. október kl. 9,00 síðdegis. Frummælendur: Jónas G. Rafnar, Bjartmar Guðmunds- son, Gísli Jónsson og Magnús Jónsson. Dalvík Sunnudaginn 11. október kl. 4,00 síðdegis. Frummælendur: Gísli Jónsson, Bjartmar Guð- mundsson, Vésteinn Guðmunds- son og Magnús Jónsson. Akureyri Mánudaginn 12. október kl. 9,00 Fjölsótt inót SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efndi til tveggja móta í Norður- Þingeyjarsýslu um síðustu helgi á Raufarhöfn laugardagskvöldið 3. okt. og Þórshöfn sunnudags- kvöldið 4. október. Á báðum þess um mótum fluttu þeir ræður Björn Þórarinsson bóndi í Kíla- koti, Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson. Sýndar voru kvikmyndir og Björgvin Júníusson skemmti. Hljómsveit frá Akureyri lék fyrir dansi. Bæði þessi mót voru mjög vel sótt . •/ síðdegis í Varðborg. Frummæl- endur: Jónas G. Rafnar, Páll Þór Kristinsson, Vésteinn Guðmunds- son, Gísli Jónsson og Magnús Jónsson. Ólafsfirði Sunnudaginn 18. október kl. 9,00 síðdegis. Frummælendur: Gísli Jónsson, Vésteinn Guð- mundsson og Magnús Jónsson. Grenivík Mánudaginn 19. okt. kl. 9,00 síðdegis. Frummælendur: Jónas G. Rafnar, Bjartmar Guðmunds- son og Magnús Jónsson. Hrísey Sjálfstæðisflokkurinn heldur samkomu í samkomuhúsinu í Hrísey laugardaginn 10. okt. kl. 9,00 síðdegis. Ræður flytja Gísli Jónsson og Magnús Jónson. Sýnd verður kvikmynd með íslenzku tali og Björgvin Júníusson skemmtir. Hljómsveit leikur fyr- ir dansi. Tíminn birti á dögunum grein i*- þar sem vinstri öflin voru hvött til einingar og lýst bar- áttu þeirra fyrir framþrötn mannkynsins gegnum aldirn- ar. Voru taldir upp fimm gengnir frumkvöðlar þessarar baráttu, Ikhnaton, Robert Owen, Thomas Moore, Mar- teinn Luther og Karl Marx. Á næstu síðu blaðsins var svo sagt frá afrekum þess manns, sem hæst ber í þessari baráttu í dag að sögn Tímans, en það er Eysteinn Jónsson. Ikhnaton, eða Ekn-Aton, sem Tíminn telur fyrstan þessara frumkvöðla vinstri stefnunnar, var einvaldskon- ungur í Egyptalandi um 1400 f. Kæ. og hóf trúarbyltingu í riki sinu. Kann e.t.v. að finn- ast langsótt er Tíminn gerir samanburð á honum og Fram sóknarmönnum í dag, en sá samanburður verður skiljan- Iegur þegar lesin er eftirfar- andi iýsing á Ekn-Aton í í Trúarbrögð mannkyns eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup: „Bylting Ekn-Aton fór út um þúfur. Hann var ekki far- sæll stjórnandi. Fjármál lands ins, varnir og sambönd út á við fóru í ólestur. Eftir tveggja áratuga rikisstjórn fór hann frá og trúarlegt einveldi Atons steyptist um leið“. Félag Sjálfstæðis- maima á Þórsliöfn stofnað ÞÓRSHÖFN, 5. október. — Sjálf- stæðismenn efndu til fundar hér í gærkvöldi og fluttu þrír fram- bjóðendur flokksins í Norður- landskjördæmi eystra ræður, þeir Jónas G. Rafnar, Magnús Jóns- son og Björn Þórarinsson. Var máli þeirra mjög vel tekið. t Þá voru lögð drög að stofnun félags Sjálfstæðismanna á Þórs- höfn og Helgi Þorsteinsson, kaup- maður, kosinn formaður bráða- birgðastjórnar. Formlega verður gengið frá stofnun félagsins næstu daga. — E. Ól. Vökufundur VAKA, félag lýðræðissinnaðra- háskólastúdenta, heldur almenn- an félagsfund í Háskóla íslands, III. kennslustofu, kl. 6 e.h. í dag. Ýmis mál eru til umræðu, og eru félagsmenn hvattir til að fjöl- menna. Bretar kjósa á morgun • Mikil óvissa um úrslitin KOSNIN G ASKRIF- STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSIN S í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, II. hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—22. — ■k ★ k Stuðningsfólk flokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. k ★ k Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. k ★ k Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. / •fc ★ -k Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450. KOSNINGAR hefjast í Bretlandi í fyrramálið, en í gær ríkti enri fullkomin óvissa um úrslitin — samkvæmt síSustu skoðanakönn- un. Var þá um það bil 1/5 hluú kjósenda enn talinn óráðinn í því, hverja kjósa skyldi. — Mikið hefur verið rætt undanfarna daga 17 til 18 stiga hiti í Fljótsdal SKRIÐUKLAUSTRI, 6. október. — Tíðarfar hér í Fljótsdal hefur verið ákaflega gott, og í dag er hér blíðuveður og hiti 17 til 18 stig. Slátrun er nú að verða lokið, og hafa dilkar reynzt misjafn- lega, líklega heldur lakar en í fyrra. Göngur gengu hér vel, og var heimta með bezta móti, en síðari leitir eru eftir. Heyskapar- lok urðu allstaðar góð, og hey- fengur með mesta móti, líklega meiri en nokkru sinni áður. Hér hefur varla komið frostnótt og aldrei gránað í hlíðar. — Fréttaritari. um þá yfirlýsingu Macmillans, að allir væru nú sammála um, að fundur æðstu manna austurs og vesturs yrði haldinn. — Vrlja andstæðingar íhaldsflokksins halda því fram, að forsætisráð- herrann hafi hér verið að leggja kosningabeitu, en aðrir, svo sem fram hefur komið í Times, telja að hann hafi talað í góðri trú — aðeins hafi einhver misskiln- ingur komið til. — Því hefur ver- ið neitað af opinberri hálfu, bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi, að nokkuð hafi verið ákveðið um fund æðstu manna. Samkvæmt fréttum brezka.út- varpsins gáfu aðalflokkarnir þrír í Bretlandi út síðustu yfirlýsing- ar fyrir kosningarnar í gær. — Hailsham, forseti íshaldsflokxs- ins, sagði m. a. í orðsendingu til flokksmanna, að nú riði á að koma í veg fyrir þá hættu, að sósíalískt ríki risi upp í Bret- landi. — Ef við sigrum nú, sagði hann, er sú hætta endanlega njá liðin. Ritari Verkamannaflokks- ins, Morgan Philip, spáði sigri flokksins, ef kjörsókn yrði góð. Skákip við Petrosjan ZAGREB, 6. okt.: — Það vakti mikinn fögnuð hér, er Friðrik Ólafsson vann Petrosjan í 15. umferð á kandidatamótinu. Eftir 66. leik var staðan þannig: ABCDEFGH Framháldið: 67. Kg3, g5, 68. h4, Kd3, 69. Hb4, Kc3, 70. Hb8, Kd4f, 71 Kg2, g4, 72. h5, Hh3, 73. Hh8, Ke5, 74. h6, KÍ6, 75. Hf8f, Kg6, 76. Hg8f Kxh6. — Gefið. Biðskák ZAGREB, í gærkveldi: — Leikar fóru þannig i 17. umferð að Tal vann Keres og Smyslov vann Petrosjan, en biðskák var hjá Gligoric og Friðrik Ólafssyni og Benkö og Fischer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.