Morgunblaðið - 07.10.1959, Side 3
Miðvikudagur 7. okt. 1959
JUORr.VlSBL 4ÐIÐ
3
Hér á myndinni er gert ráð
fyrir tveftn möguleikum —
að braut Luniks 3. myndi
töluna 8 um jörð og tungl,
eða að hún fari í löngum
sporbaug um báða hnettina.
rÍKOT ’ ISTAÐUR
Hollendingar byggja fjögur
risahafskip
Ætla oð opna öllum almenningi
leiðinni yfir Atlantshaf
á leiðinni yfir Atlantshaf. Það
er ætlunin að tvö skipanna,
„Sameinuðu þjóðirnar" og „New
Yorker'1 sigli allan ársins hring
milli Evrópu og Bandaríkjanna.
„Lissabon" á að sigla til Suður-
Ameríku, en „Hollander“ verður
beint irm á báðar leiðir til skipt-
is, eftir því sem aðsóknin er.
BREZKU hafskipin Queen
Mary og Queen Elizabeth
hafa þótt sæmilega stór og
mikil um sig fram til þessa.
Þó myndu þessar ensku
„drottningar“ verða aðeins
sem lítil fley í samanburði
við risaliafskip þau, sem Hol-
lendingar ætla að fara að
smíða og nota til farþega-
flutninga yfir Atlantshafið.
Það eru hvorki meira né
minna en fjögur 120 þúsund
tonna skip, sem Hollendingar
ætla að smíða á næstu árum.
Smíði fyrsta skipsins, sem á
að nefnast „Sameinuðu þjóð-
irnar“ er að hefjast. Og í
kjölfar þess munu koma skip-
in .New Yorker“, „Lissahon ‘
og „HoIIander“.
Þegar nokkur fjársterkustu
peningafélög Hollands, bankar og
tryggingafélög, ákváðu fyrir
nokkrum árum að stofna skipa-
félagið American European Lin-
es, þóttust menn sjá fram á það,
að ferðamannastraumurinn yfir
Atlantshafið milli Ameríku og:
Evrópu myndi verða nær óþrjót-
andi, aðeins ef fargjaldið væn
lækkað svo, að allur almenning-
ur bæði í gamla og nýja heim-
inum gæti notfært sér ferðirnar.
Það er einmitt á þessum aukna
ferðamannastraumi, sem hið nýja
skipafélag ætlar að lifa. Það hef-
ur komið í ljós, að ferðir með
flugvélum yfir Atlantshafið hafa
stóraukizt þegar flugfélögin hafa
lækkað fargjaldið og er nú svo
komið, að flugvélarnar eru að
svæla ferðamennina frá skipun-
um.
Hollenzku skipamennirnir eru
þeirrar skoðunar, að þau far-
þegaskip, sem nú eru í notkun
á Atlantshafsleiðinni muni ekki
geta keppt við flugvélarnar um
hylli farþeganna. Þar sé aðeins
eitt ráð til, að stækka farþega-
skipin enn að mun, svo hægt sé
að lækka fargjaldið. Slíkt muni
opna milljónum manna, sem hafa
láttu- tekjur, leiðir til framandi
landa.
Risahafskipin fjögur verða öll
af sömu gerð, um 120 þúsund
tonn. Þau eiga hvert um sig að
geta tekið um 8000 farþega. Að-
eins eitt farrými verður á skip-
inu og á farseðillinn aðra leið
milli Evrópu og Bandaríkjanna
að kosta 175 dollara en báðar
leiðir 300 dollara. Skipin hafa
5 mílna hraða og verða 4 daga
Sérstaklega er á það bent í
þessu sambandi, að Evrópumenn
langi mjög að geta ferðazt til
S-Ameríku, til staða sem hafa
ævintýrablæ fyrir hugskotssjón-
um þeirra, eins og Rio de Janeiro,
Montevideo og Buenos Aires. —
Slíka ferð hafa fæstir getað veitt
sér vegna óhemju ferðakostnað-
ar. En með tilkomu þessara nýju
skipa mun draumurinn rætast.
Um borð í hverju skipi verður
kvikmyndasalur sem tekur 1200
manns. Þar verður heilt verzl-
unarhverfi með 50 búðum og má
vænta þess, að þetta verði ódýr-
asta verzlunarhverfi heims, því
að hægt er að selja allan varning
tollfrjáisan á hinum opnu, frjálsu
úthöfum Þá verður urmull af
veitingastofum og vínstúkum um
allt skipið, sundlaugar og tennis-
vellir.
Það er áætlað að hvert skip
muni kosta tilbúið um 128 millj.
dollara, en í þeirri fjárhæð er
innif^linn hlutfallslegur kostn-
aður við smíði afgreiðslu-hafnar-
bakka bæði í Amsterdam og New
York.
Þegar skip þessi koma fram
mun rætast draumur margra sem
langar tii að skoða sig um í heim-
inum. Hitt er ekki eins víst, að
draumar flugfélaganna rætist,
því að risahafskipin verða þeim
hættulegur keppinautur.
)Þessi teikning sýnir stefnu)
)þriggja tunglflauga Rússa.
/— 1) Lunik I„ sem skotið)
'var á loft 2. janúar í ár,/
) fór fram hjá tunglinu, hélt/
■.áfram út í geiminn og varð/
\fyrsta „pláneta“ sólár, gerð(
iaf manna höndum. — 2)(
)Lunik 2. rakst á tunglið(
)hinn 13. sept. sl. — 3)*
)Lunik 3., geimstöðin, sem)
)í gær komst næst tunglinu)
)í 7000 km fjarlægð frá því)
/og hélt síðan áfram för)
'sinni „á bak við“ það —)
/og mun síðan nálgast jörðu/
(á nýjan leik. — Sjá frétt(
\á öðrum stað í blaðinu.
Frá sambandi
ungra Sjálfstæðis*
maima
ALMENNIR stjórnmálafundir
ungs fólks verða haldnir annað
kvöld, fimmtudaginn 8. október,
á þessum stöðum:
Akranesi
ísafirði
Siglufirði
Akureyri
Rauðalæk í Fellum
Selfossi
Þrír framsögumenn tala á
hverjum fundi.
Samband ungra
Sjálfstæðismanna.
Fundur Sjálfstæð-
ismanna á Raufar-
höfn
RAUFARHÖFN, 5. okt. — Sl.
laugardag gekkst Sjálfstæðisfé-
lagið hér fyrir fundi og sam-
komu hér á staðnum.
Ræður fluttu Jónas G. Rafn-
ar, Magnús Jónsson og Björn
Þórarinsson.
Skemmtiatriði voru einnig og
að lokum var stiginn dans. Var
samkoma þessi mjög vel sótt og
hin ánægjulegasta í alla staði.
— Einar.
STAKSTEINAR
Þórarinn sarnar svik-
semi sína
Þórarinn Þórarinsson hefut
fengið skömm í hattinn hjá
flokksbræðrum sinum fyrir
frammistöðuna í varnarmálun- ’
um. Hann ætlaði að slá sér upp
á skeleggri frammistöðu gegn
Ameríkönum og Guðmiundi í. En
dýrðin fór fljótlega af.
Upp kom, að Þórarinn hefur
frá upphafi átt sæti i „fínu-
manna-nefndinni“, sem Hermann
lét semja um í nóvember 1956.
Þessi nefnd átti að hafa yfirum-
sjón með framkvæmd varnarmál-
anna. Þórarinn neyddist til að
játa, að nefndin hefur aldrei
haldið sinn fyrsta fund. Hann
varð ennfremsir að viöurkenna,
að hann hefur aldrei ósaað eftir
fundi í nefndinní. Þá gat hann
ekki vefengt, að hann lét vera
að segja sig úr nefndinni, þratt
fyrir aðgerðarleysi hennar.
Hinn svikuli maður hefur nú
fundið þá afsökun, að hsaðt
mundi hafa borið fram þrjár til-
lögur til bóta, ef nefndin hefði
einhverntíma háldið fund. Sú
afsökun gat ekki verið þynnri,
því að öll þrjú atriðin koma and-
ir upptalningu verkefna nefndar-
innar í samningunum frá 1956.
Þórarni bar því bein skylda til
að sjá um, að nefndin ræddi öll
þessi mál og ýms fleiri. Um allt
það sveikst hann.
Þáttur samvinnufélaga
Grímur Gíslason, bóndi, Saur-
bæ í Vatnsdal, skrifar í gær om
„Samvinnu og framfarir“. Margt
af því, sem hann segir samvinnu
félögunum til lofs er satt. Það
er og rétt skilið hjá Grími, að
Morgunblaðið hefur viðurkenné
„--------hinn stórvirka þátt
samvinnufélaganna í uppbygg-
ingu þjóðfélagsins á undanförn-
um áratugum".
Deilan stendur ekki um þetta,
heldur misnotkun Framsóknar á
samvinnufélögunum og þá spill-
ingu og margskonar hættur, sem
af þeirri misnotkun stafa.
,Sagt að samvinnufélög-
in séu pólitísk“
Enn segir Grímur:
„Andstæðingar samvinnufélag-
anna þrástagast á því að sam-
vinnufélögin eigi ekki að vera
pólitisk og vissulega er það rétt
hjá þeim. Þau eru líka öllum op-
in og allir hafa þar sama rétt í
hvaða flokki sem þeir eru“.
Og hann hætir við:
„-------allir standa þar jafnt
að vígi. sem í þeim eru".
En inn á milli þessara fögru
yfirlýsinga segir Grímur:
„En út frá þessu er ofur skilj-
anlegt að samvinnumenn sjái
hvað að þeim snýr frá hinum
pólitísku flokkum og hagi sér
eftir því“.
t framhaldi þessa tekur hann
undir þau ósannindi Tímans:
„Að hluti af félagsmönnum
samvinnufélaganna í landinu
skuli fylla flokk þeirra sem ekk-
ert tækifæri láta ónotaö að vilja
, samvinnufélögin feig. t þessu er
hið mesta ósamræmi og vart verð
ur njá því komizt að álíta að þetta
fólk, sem þannig er stemmt, Iáti
sér í léttu rúmi liggja um vel-
ferð félaganna í heild.
Því er það að félögin eru á
verði gegn öllum slíkum öflum
og vilja ekki hleypa þeira of
langt. Og svo er sagt að samvinnu
félögin séu pólitísk“.
Þarna er berum orðum haldið
fram að standa beri á verði gegn
þeim, sem eru Framsókn andvíg-
ir og þeim „öflum eigi ekki að
hleypa of langt“. En þrátt fyrir
þessa játningu segir Grímur, að
„allir standi jafnt að vígi“ í fé-
lögunum!