Morgunblaðið - 07.10.1959, Side 6
6
MOnVUNBT/AÐlÐ
MiðviEudagur 7. olít. 1959
Gengið frá skipu lagningu síðustu
472 íbúðanna at 800, sem
Reykjavíkurbœr byggir
Aukin hyggingartœkni í athugun
Rœða Gísla Halldórssonar á
bœjarstjórnarfundi .
Á SÍÐASTA
fundi urðu umræður um hús
bæjarstjórnar- samþykkt að láta reisa, 280 íbúð-
1 um er lokið og 48 hafa verið
boðnar út.
næðismál og húsabyggingar á
vegum bæjarins í tilefni af til-
lögu er Guðmundur Vigfús-
son bar fram, þar sem m. a.
var lýst óánægju yfir hve
íbúðabyggingum bæjarins
hefði miðað hægt. Gísli Hall-
dórsson flutti ítarlega ræðu
þar sem hann skýrði frá fram-
kvæmdum við þessar bygg-
ingar og hvers vegna sumar
þeirra hefðu dregizt nokkuð.
Einnig ræddi hann um nýj-
ungar, sem nú ryðja sér til
rúms í byggingaiðnaði. — Fer
hér á eftir útdráttur úr ræðu
hans:
— Undanfarið hefur verið unn-
ið að undirbúningi og skipulagn-
ingu 472 síðustu íbúðanna af
þeim 800, sem bæjarstjórn hefur
Heita vatnið olli nokkrum tofum
Áformað hafði verið að bjóða
út 40 til 50 íbúðir til viðbótar, er
reistar verða við Kringlumýrar-
braut. Teikningum var lokið i
júlí, en rétt um sama leyti voru
hafnar framkvæmdir við nýja
hitaveituæð og er lega hitaveitu-
leiðslunnar var ákveðin kom í
ljós, að heppilegast var að leggja
hana yfir lóðir þessara íbúða. Mik
il áherzla hefur verið lögð á að
hraða þessum hitaveitufram-
kvæmdum svo hægt verði að
nota nú í vetur hið mikla og
óvænta heita vatn, er komið hef-
ur úr nýjum borholum. Af þess-
um ástæðum var ekki hægt að
bjóða út umrædd íbúðarhús, enda
hefði það valdið töfum bæði á
framkvæmdum við hitaveituna
svo og skipulagsframkvæmdum í
hverfinu.
Hér er því um að ræða alvcg
sérstakar ástæður fyrir þessum
töfum. Allir hljóta að vera sam-
mála um, að sjálfsagt er að nýta
hið mikla heita vatn strax í vet-
ur, enda mun það koma mörgum
bæjarbúum að notum, sérstak-
lega með tilliti til þess hve hita-
veitan hefur stækkað á síðustu
árum, en 1533 íbúðum verður
bætt við hana á þessu ári.
Gert er ráð fyrir að þær 472
íbúðir, sem ekki er byrjað á,
verði staðsettar, sem hér segir:
Við Grensásveg 56, við Kringlu-
mýrarbraut 6, við Kaplaskjólsveg
48, við Safamýri 96, við Háaleitis-
veg 120 og við Bústaðaveg 120.
í þeim íbúðum, sem nú er lok-
ið, búa um 1650 manns, en þegar
þessum framkvæmdum er lokið
munu alls búa í þessum íbúðum
um 4000 manns. Það er álíka
fjöldi og bjó í Keflavík árið 1956.
Má því að sjálfsögðu reikna með
að slíkar stórframkvæmdir taki
nokkurn tíma og nauðsynlegt sé,
að gera tilfærslur á áður gerðri
tímaáætlun.
Aukin tækni í byggingariðnaði
Undanfarið hefur verið erfitt
að fá vinnuafl hér í bæ og því
vafasamur hagnaður fyrir bæjar-
félagið í heild að stórauka fram-
kvæmdir bæjarins, sem mundi
skapa enn aukin vandræði á
þessu sviði. >á er eðlilegt að leit-
að sé nýrra úrræða til að auka af-
köst þeirra iðngreina, sem ekki
ráða við verkefni sín vegna
manneklu. Að undanförnu hefur
farið fram athugun á þvi, hvcrt
möguleikar væru á að auka bygg-
ingartæknina til þess að hægt
væri að hraða þessum fram-
kvæmdum í heild.
Erlendis er nú algengt, að hús
séu steypt í verksmiðjum í ein-
ingum, en síðan keyrð út á bygg-
ingarstað, þar sem einingunum sr
raðað saman á stuttum tíma.
í vor og sumar átti ég þess kost
að kynna mér þessa starfsemi, sér
staklega á Norðurlöndum, en Dan
ir eru nú komnir lengst allra á
því sviði að byggja íbúðarhús er
framleidd eru í verksmiðju.
í byrjun þessa árs var hafin
þar bygging á einu slíku húsi með
225 íbúðum, sem voru allar 3 til
4 herbergi að stærð. íbúðarhús
þetta sem er steinsteypt var að
öllu leyti byggt í /erksmiðju, en
einingunum síðan stillt saman á
byggingarstað.
Að staðaldri unnu við það
verk 12—14 menn, enn þeir luku
við að reisa tvær íbúðir á dag
með þessum hætti Þá var eftir
að setja upp eldhús, skápa og að
Gísli Halldórsson
nokkru leyti miðstöð. Því verki
var lokið á einum degi af 10
mönnum.
Það voru 'því aðeins 17—18
dagsverk að ljúka við þessar til-
tölulega stóru íbúðir á bygging-
arstað.
Þegar einingarnar fara frá
verksmiðjunni er lokið við að
innrétta baðherbergi að öllu
leyti, ennfremur hafa gluggar
verið settir í ásamt gleri og pað
fullpússað áður en útveggjastykk
ið er sent frá verksmiðjunni.
Ef hægt væri að beina þróun
byggingarmálanna hér inn á
þessa braut mundi það hafa
marga kosti í för með sér, en að
sjálfsögðu er öll stöðlun og
fjöldaframleiðsla á þessu sviði
mjög miklum erfiðleikum háð i
fámenni sem hér. Slíkt gefur
fyrst góða raun ef hægt er að
framleiða sömu einingu í þús-
undatali.
Kostir verksmiðjuframleiðslu
Helztu kostir verksmiðjufram-
leiðslu á byggingareiningum eru
þessir:
1. Aukin efnisgæði og efnis-
spamaður.
2. Framleiðslan verður óháð /eð
urfari og hagnýta má vélarafl
í stórum stíl.
3. Með hagnýtingu vélarafls
fæst aukin nýting á vinnuafli.
4. Ódýrari byggingar og þar með
minni fjárfesting í byggingar-
iðnaðinum.
Telja má, að verksmiðjufram-
leiðsla á byggingareiningum
kunni að hafa einkar mikla þjóð-
hagslega þýðingu hér á landi þar
sem
1. um verulegan sparnað er að
ræða á innfluttu byggingar-
efni, einkum timbri. Árlega
mun vera flutt inn timour
fyrir um 50—60 miilj. kr.
2. veðurfari er þannig háttað, að
atvinnuástand byggingariðnað
arins er mjög óstöðugt og árs-
tíðarbundið og vinnuafköst
breytileg.
Með verksmiðjuframleiðsiu
er auðið að hagnýta fuli-
komna vinnutækni og fram-
leiðslan verður jöfn og at-
vinnuástand stöðugt.
Hraungjall og vikur kemur að
góðum notum
Veigamikill þáttur í verk-
smiðjuframleiðslu er stöðlun
(standardisering) byggingarein-
inga. Hér á landi hefir þegar af
hálfu Iðnaðarmálastofununar ís-
lands verið lagður grundvöllur
að stöðlun í byggingariðnaðinum.
Verksmiðjuframleiðsla bygging-
areininga, er hagað yrði sam-
kvæmt settum reglum um stöðl-
un, myndi ennfremur skapa
grundvöll fyrir fjöldaframleiðslu
á innréttingu húsa, leiðslum o. fl.
og þannig stuðla að lægri heild-
arkostnaði bygginga.
Varðandi byggingu húsa úr
verksmjðjugerðum einingum er
einkar þýðingarmikið að eining-
arnar séu sem léttastar vegna
flutnings- og uppsetningarkostn-
aðar. Erlendis er mjög algengt, að
byggingareiningar séu framleidd-
ar úr léttsteypu, enda hefir létt-
steypa þann kost yfir stein-
steypu að einangrunargildi henn-
ar er hærra. Algengast er erlend-
is að- léttsteypur séu framleidd-
ar úr steinsteypu með íblönduðu
lofti eða úr brenndum (þöndum)
leir, en framleiðsla á slíkum létt-
steypum er allkostnaðarsöm. Hér
á landi liggur beint við að hag-
nýta tilbúin efni frá náttúrunnar
hendi, svo sem hraungjall og vik-
ur, fil framleiðslu á léttsteypum
í byggingareiningar. í landinu er
til svo mikið magn af þessum
efnum, að það mundi fullnægja
þörfum byggingariðnaðarins um
ófyrirsjáanlega framtíð.
Þær athuganir sem þegar hafa
farið fram hafa leitt í ljós oá
staðreynd að hér á landi er al-
mennt notað þrisvar sinnum
meira vinnuafl við framleiðslu á
rúmmetra húsnæðis heldur en
notað er erlendis, þar sem bygg-
ingareiningar eru framleiddar i
stórum stíl í verksmiðjum. í þeim
samanburði hefur verið stuðzt við
tölur sem gefnar eru upp við út-
reikning „vísitöluhússins", en það
er hinn opinberi grundvöllur til
að reikna út byggingarkostnað á
hverjum tíma.
Allt bendir því til þess aS
sjálfsagt sé að halda slíkum
athugunum áfram, með tilliti
til byggingarframkvæmda bæj
arins. Því eins og nú er hátiað
er það eini aðilinn, sem byggir
í svo stórum : tíl að ætla mætti
að framleiðsla á byggingarein-
ingum í verksmiðju gæfi hag-
stæða raun.
Viröuleg athöfn við
endurvígslu Landakirkju
skrifar úr
dagleqa lifinu
Endurskinsmerki
VESTMANNAEYJUM, 5. okt. —
Svo sem getið var um í sunnu-
dagsblaðinu, hafði sóknarnefnd
Landakirkju í tilefni af vígslu
turnbyggingar og endurvígslu
kirkjunnar, boð inni í húsi
K.F.U.M. og K. fyrir biskup
íslands, prófast og presta safn-
aðarins, svo og aðra gesti.
Formaður sóknarnefndar Páll Eyj
ólfsson bauð gesti velkomna og
gerði grein fyrir byggingarkostn
í-ði turnbyggingar, orgelkaupum
og öðrum endurbótakostnaði á
kirkjunni á s.l. 6 árum. Gat hann
þess, að turnbygging og aðrar
endurbætur hefðu kostað 586 þús
und krónur, en kostnaður við
orgel, hefði orðið 182 þús. kr. eða
samtals 768 þús. kr. Af þessu
fé hefði safnazt með frjálsum
samskotum í Eyjum 453 þús. kr.
og hefðu gefendur orðið tæplega
1900 talsins. Fyrir þessar höfð-
inglegu gjafir þakkaði sóknar-
nefndarformaðurinn fyrir hönd
sóknarnefndar.
í hófi þessu voru margar ræð-
ur fluttar. Tóku til máls prestar
safnaðarins, prófastur og séra
Sigurjón Árnason núverandi
prestur Hallgrímssóknar, en.hann
þjónaði hér í rúm 20 ár. — Guð-
laugur Gíslason baejarstjóri þakk
aði sóknarnefnd og kvenfélagi
Landakirkju fyrir þau verk, er
þau höfðu unnið fyrir bæjarfé-
lagið.
Sóknarpresturinn, séra Jóhann
Hlíðar. gerði í sinni ræðu grein
fyrir sögu Vestmannaeyja-kirkju
og sögu þeirra byggingafram-
kvæmda og endurbóta, sem nú
er nýlokið við. Gat hann sérstak-
lega um starf Ólafs Kristjánsson-
ar, fyrrv. bæjarstjóra, sem
teiknað hefir turnbygginguna.
Er það mál manna, að Ólafi hafi
tekizt með afbrigðum vel þetta
verk.
Mannfagnaði þessum lauk laust
eftir kl. 11 með mjög áhrifaríkri
ræðu, er biskupinn yfir fslandi,
hr. Sigurbjörn Einarsson, flutti.
— Bj. Guðm.
í Kömbum
ATVINNUBÍLSTJÓHI, sem var
nýkominn austan yfir Hellis-
heiði, kom að máli við Velvak-
anda og sagði eftirfarandi sögu:
— Þegar ég var að fara Kamba
var svo dimm þoka, að ekki sá
út úr augunum og datt mér þá í
hug ’hve mikill munur væri að
því, ef sett væri upp endurskins-
merki, sérstaklega á efstu brekk-
una og niður á beygjuna. Ég hef
átt tal við bílstjóra, sem hafa orð-
ið að bíða tímunum saman þarna
þegar svo dimmt hefur verið, að
ekkert hefur sézt. Einnig hafa bíl
ar oft farið út af þarna eins og
kunnugt er.
Ef endurskinsmerki yrðu sett
þarna upp, mundi það auðvelda
mjög alla umferð um Kamba sér-
staklega yfir veturinn. Það mundi
skapa mikið öryggi og spara
tíma, sagði bílstjórinn að lokum.
Kunna ekki mannasiði
Kvikmyndahúsgestur
skrifar
Velvakandi góður!
Hér um kvöldið fór ég í Nýja
Bíó að sjá myndina Þrjár ásjónur
Evu. Eins og kunnugt er er mynd
þessi alvarlegs eðlis og fjallar
um mjög irrerrkilega sálfræðilega
reynslu og stuðzt við skýrslur
frægra lækna. Þar sem ég hef
mikinn áhuga á þeim fyrirbrigð-
um, sem þarna er um að ræða,
langaði mig til að fylgjast sero
allra bezt með.
En það var hægara sagt en
gert. Nokkur hluti kvikmynda-
húsgestanna þetta kvöld hélt víst
að þeij væru að horfa á gaman-
mynd. Hvað eftir annað berg-
málaði kvikmyndahúsið af hlátca
sköllum unglinga og það oft ein-
mitt þegar mest reið á að missa
ekki af neinu.
Mig langar nú til að koma því
á framfæri við forstöðumenn
kvikmyndahúsanna hvort ekki ré
á einhvern hátt hægt að ráða bót
á svona atburðum. Það er lítil
ánægja að því að fara í kvik-
myndahús ef maður nýtur þar
einskis fyrir ólátum fólks, sem
hvorki skilur það sem þar fer
fram né kann almenna manna-
siði.
Með þökk fyrir birtinguna.
Kvikmyndahúsgestur".
Götulýsingu vantar
ÆRI Velvakandi!
Mig langar til að koma á
framfæri smávegis. Svo er mál
með vexti, að við Hofsvallagöt-
una, skammt frá þar sem ég bý,
vantar algerlega götulýsingu. Eru
engar luktir á svæðinu frá kóka-
kólaverksmiðjunni og niður á
Nesveg.
Þarna er mjög mikil umferð cg
í gær þegar ég var á leið heim til
mín, sá ég konu með tvö börn
þarna á gangi. Munaði minnstu
að annað barnið yrði fyrir bíl,
sem ók þarna framhjá vegna þess
hve dimmt var á götunni!