Morgunblaðið - 07.10.1959, Síða 11
Miðvikudagur 7. okt. 1959
MORCVTSÐLAÐÍÐ
11
„Listrænum leikarakostum
leit ég snilling beita"
SÍÐASTLIÐIÐ mánudags-
kvöld þann 5. okt. var Silfur-
lampahátíðin haldin í Tjarnar
café.
Hátíðin hófst með því, að
veizlustjórinn, Ólafur Gunn-
arsson, minntist látins félaga,
Axels Helgasonar, forstjóra, er
drukknaði í Heiðarvatni í Mýr
dal hinn 17. júlí sl. Vottuðu
allir viðstaddir minningu hans
virðingu sína með því að rísa
úr sætum.
Þá kynnti veizlustjóri nýja
styrktarfélaga Silfurlampaus,
en þeir voru að þessu sinni
Bárður Daníelsson, verkfræð-
ingur, Haraldur Kröyer, for-
setaritari, Jóhannes Elíasson,
bankastjóri og Sigurjón Sig-
urðsson, lögreglustjóri.
í veikindaforföllum Karls
ísfelds, formanns Félags ísi.
leikdómenda, afhenti Ásgeir
Hjartarson, ritari félagsins.
Brynjólfi Jóhannessyni Silfur
lampann fyrir túlkun hans á
Joe Keller í leikriti Arthurs
Millers, Allir synir mínir. 4.s-
geir vitnaði í ýmsa leikdóma,
sem einróma töldu leik Brynj-
ólfs í Öllum sonum mínum,
eitt mesta afrek hans og jafn
vel það bezta síðan hann iék
síra Sigvalda í Manni og konu.
Ásgeir kvað það fátítt, að leiK-
meðferð yrði skáldum yrkis-
efni, en þess væru dæmi um
Brynjólf, því Guðmundur Frið
jónsson hefði ort snjalla vísu
um leik hans í Manni og konu
á leikárinu 1933—34.
Vísan er þannig:
Undirhyggju anda
aldarfars, rifja kaldan
loddara, Brynjólfur leiddi
leikkvöld fyr’ opnum
tjöldum.
Listrænum leikarakostum
leit ég snilling beita,
Gríma, á leiksviði gaman
gerði skáldi, Sigvalda.
Brynjólfur _ Jóhaniiesson
þakkaði verðlaunin, sem hann
fékk tilkynningu um meðan
hann dvaldi í Kaupmanna-
höfn. Gat hann þess til gam-
ans, að gistihússtjórinn á
hótel Richmond, herra Kesby,
hefði látiö í ljós mikla ánægju
yfir því að hafa tvo fræga
menn á gistihúsi sínu, sem sé
Brynjólf Jóhannesson og
Albert Schweitzer. Brynjólfur
var að enda mikið ferðalag,
þegar honum barst tilkynn-
ingin um Silfurlampann, hafði
verið í mörgum löndum og séð
næri 40 leiksýningar. Taidi
hann það mjög lærdómsríkt
og gagnlegt leikurum og þá
ekki síður leikstjórum.Ánægju
legt taldi Brynjólfur það, að
hann hefði gengið úr skugga
um að margir erlendir atvinnu
leikarar tækju ekki fram ýms-
um leikurum hér, sem hafa
haft leiklistina að aukastarf:.
Við Silfurlampanum kvaðst
Brynjólfur taka með þakklæti
en jafnframt mikilli auðmýKt,
því hann teldi, að aðrir leik-
arar, sem léku í Öllum sonurn
mínum, hefðu eins vel átt
hann skilið eða jafnvel leik-
stjórinn Gísli Halldórsson.
Valur Gíslason, formaður
Félags ísl. leikara, talaði síð-
astur og ræddi nokkuð um
starf leikara almennt og þyð-
ingu leikdómenda fyrir leiK-
listina. Hann rifjaði upp noKKr
ar gamansögur, sem sýndu að
leikarar áttu ekki upp á pall-
borðið hjá yfirvöldum t. d,
hefði yfirbiskup Parísar banrt-
að að greftra sjálfan Moliére
í vígðri mold. Hér á landi
voru leikarar á árunum eftir
1930 aðalskopmyndaskotspæn-
ir Spegilsins.
Að loknu borðhaldi var stig-
inn dans til kl. 1. Hátíðin var
öll hin ánægjulegasta og voru
allir sammála um, að Brynj-
ólfur Jóhannesson væri vel að
verðlaununum kominn og Val-
ur Gíslason sagði, að hann
hefði raunar átt þau skilið á
hverju ári.
★
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins hafði sem snöggvast tal at
Brynjólfi í gær og spurði
hann, hvernig honum væri
innanbrjósts í tilefni þessara
verðlauna. BrynjólfuF sagði:
Vissulega þykir leikurum a'.lt
af gaman að fá viðurkeningu
fyrir unnin afrek, en þessi
verðlaun fyrir leik minn í
„Allir synir mínir“, höfðu
eiginlega þau áhrif á mig, að
mér fannst ég jafnvel vera að
taka þau frá einhverjum öðr-
um, því allir meðleikendur
mínir leystu hlutverk sín fram
úrskarandi vel af hendi, en
þó sérstaklega leikstjórinn,
Gísli Halldórsson.
Heildarleikurinn fékk mjög
góða dcma og aðsókn, þó um
sorgarleik væri að ræða, er.
það eru beztu verðlaunin, sem
leikurum getur hlotnast.
Ég álít, að þessi Silfurlampa
verðlaun séu nikils virði og
gætu orðið lyftistöng fyrir
hina ungu og vaxandi leikara
okkar, og hvatning til að vinna
jafnvel enn b etur að öllum
þeim hlutverkum, sem þeim
eru falin.
Ég hef mikla trú á okkar
ungu leikurum og mikla
ánægju af að vinna með þeim,
sagði Brynjólfur að lokum.
Margir bœndur eiga
mikið hey úti
enn
MYKJUNESI, 29. september. —
Hér hefur verið stöðug rigningar-
tíð síðan um höfuðdag. Og þótt
ekki hafi rignt alla daga hetur
aldrei komið þurrkur og oft hafa
verið stórrigningar. Og víst er
um það að telja má á fingrum
sér sólskiusstundirnar á þessum
mánuði. Það má því segja að eftir
mjög erfitt heyskaparsumar hafi
kömið ennþá verra haust það sem
af er. Heyskaparlokin urðu að
líka eftir því, því ennþá eiga
margir hey úti og má jafnvei
telja sumt af því ónýtt með öllu.
Svo erfitt hefur verið að fást við
heyskapinn að nær ógerningur
hefur oft á tíðum verið að koma
heyi í votheysgryfjur sökum
bleytu. Almennt mun heymagnið
vera meira en í meðallagi að
vöxtum en talsvert af því er illa
verkað, þótt ekki sé almennt um
mjög hrakin hey að ræða. Fles’.ir
hafa lokið við að taka upp úr
görðum og mun kartöfluuppsker-
an víða vera í meðallagi en bó
sums staðar lákari. Eftir er svo
að vita hvernig uppskeran geym-
ist végna hinna miklu rigninga,
því. að sjálfsögðu komu kartöfl-
urnar blautar og forugar upp úr
görðunum.
Slátrun hófst 16. þ. mán. og er
ráðgert að hún standi fram að
veturnóttum. Yfirleitt reyndust
lömbin létt og flokkast víða illa,
sums staðar jafnvel lakar en í
fyrra. Er sjálfsagt margt sem
veldur, m. a. að víða mun vera
orðið fullþröngt í högum og svo
óhagstætt tíðarfar í sumar. Jörð-
in er nú mjög sölnuð og mýrar og
láglendi allt ljótandi í vatni.
Til sölu
tæplega 2ja tonna trilla. Bát-
ur og vél í góðu lagi. Sími
24060 frá kl. 1—7.
Kjósendahandbók Sjálfstæðismanna kemur út á fimmtudaginn.
Bókin flytur allan tölulegan fróðleik i sambandi við kosning-
arnar settan upp á mjög handhægan og greinilegan hátt. 1
bókinni eru auk þess myndir af frambjóðendum, æviágrip
og margt fleira. Bókin er mjög ódýr og smekkleg og kostar
aðeins tuttugu kr.
Vegna gæða hefir Ötker lyftiduft
í meira en 42 löndum- fengið hrós
og verið eftirsótt af húsmæðrum
Baksturinn heppnast vel
ötker lyftiduft, bæði í kökur <
smákökur.
Hafið ávallt við hendina auka dó
af Ötker lyftdufti, þá komist þ
UM ÞETTA
SNÝST ÞAD
aldrei í vandræði með baksturinn.