Morgunblaðið - 07.10.1959, Qupperneq 12
12
MORCUlSnj. 4Ð1B
Miðvik'udagur 7. okt. 1959
|H wgpmMðfr i fc
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vi®,»r
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýíingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Ask; iftargald kr 35,00 á mánuði innamands
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
TVÆR KONUR I ORUGGUM SÆTUM
Ymsar ástæður liggja til
þess, að einungis örfáar
konur hafa setið á Al-
þingi íslendinga. Þegar litið er
til þess, að konur eru fullur
helmingur kjósenda, getur eng-
um dulizt, að óeðlilega fáar
þeirra hafa tekið sæti á Alþingi.
í þeim efnum, sem flestum öðr-
um framfaramálum, hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn haft forystu.
Hin unga, glæsilega húsmóðir,
frú Ragnhildur Helgadóttir, hef-
ur setið á þingi fyrir Reykvík-
inga frá því 1956. Lengst af á
því tímabili vildu þeir flokkar,
sem meirihlutann höfðu og
studdu V-stjórnina, gera veg
Sjálfstæðismanna sem allra
minnstan.
Sjálfstæðismenn létu þetta
ekki á sig fá, heldur héldu uppi
harðri baráttu fyrir sinum góða
málstað. Þar lét frú Ragnhildur
Helgadóttir sitt ekki eftir liggja.
Ýkjulaust er, að fáir gátu sér
betri orðstír þessi ár á Alþingi
en hún.
Á Alþingi hefur Ragnhildur
einkum látið til sín taka heil-
brigðis-, félags- og menntamál.
Hún sat í þeim nefndum, sem um
þessa málaflokka fjölluðu, og var
þar ætið manna tillögubezt. Nú
situr hún í milliþinganefnd, sem
vinnur að endurskoðun skóla-
kerfisins.
Þá beitti frú Ragnhildur sér
mjög fyrir raunhæfum ráðstöf-
unum til bjargar vandræðastúlk-
um. Vegna tregðu stjórnarvald-
anna hefur ekki orðið eins miklu
áorkað í þeim efnum og þörf
væri á. Það stendur til bóta með
auknum áhrifum Sjálfstæðis-
manna.
Sama máli gegnir um skatta
á giftum konum. Þar þarf enn
um að bæta, en tillögur Ragn-
hildar í þeim efnum fengu ekki
náð fyrir augum Eysteins Jóns-
sonar og fóstbræðra hans.
★
1 umræðunum um kjördæma-
tnálið á sl. vori benti frú Ragn-
hildur Helgadóttir á það, að með
breyttri kjördæmaskipun sköp-
uðust Hkur fyrir því, að fleiri
konur tækju sæti á Alþingi.
Ragnhildur sat lengst af ein
kvenna á þingi frá 1956—59 og
þekkir því kvenna bezt þörfina
á því að bæta fleirum við.
Kvenfulltrúar annarra flokka
komu þar einungis um stundar-
sakir, í forföllum annarra. Sam-
kvæmt kosningaúrslitum 1956
hefði ungfrú Rannveig Þorsteins-
dóttir raunar átt að taka fasta
þingsetu, þegar Haraldur Guð-
mundsson hrökklaðist úr landi.
En ungfrú Rannveig var látin af-
sala sé>- þingsætinu vegna leyni-
samninga Hræðslubandalags-
flokkanna á bak við kjósendur.
Alþýðuflokkurinn reyndi nokk
uð að bæta úr syndum sínum í
þessu efni með því að hleypa frú
Jóhönnu Egilsdóttur um stund
inn á þingið. Hún bar af flokks-
bræðrum sinum, þótt komin
væri á áttræðisaldur. Ekki leið
á löngu þangað til hún væri lát-
in víkja af þingi. Kona ein úr
hópi kommúnista tók og um
skeið sæti á þingi, en litlar sögur
fara af verkum hennar þar.
Sjálfstæðismenn gerðu sér
hins vegar grein fyrir ^réttmæti
ábendingar frú Ragnhildar um
nauðsyn þess, að fleiri konur
fengju örugg þingsæti. Þess
vegna varð frú Auður Auðuns
nú við áskorun um að taka 2.
sæti flokksins hér í Reykjavík.
★
Frú Auði Auðuns þarf ekki að
kynna fyrir reykviskum kjósend-
um. Hún hefur átt sæti í baejar-
stjórn Reykjavíkur óslitið frá
1946. Virðing hennar innan bæj-
arstjórnar lýsir sér í þvi, að nú
hefur hún um allmörg ár verið
forseti þeirrar ágætu stofnunar.
í forsæti bæjarstjórnar hefur frú
Auður sem ætíð komið fram
sjálfri sér og bæjarfélaginu til
sæmdar.
Frú Auður er gerkunnug hög-
um kvenna hér í bæ. Hún hefur
unnið ómetanlegt starf fyrir
mæðrastyrksnefnd, og tekið þátt
í fjölmörgum öðrum félagsskap.
Frú Auður og frú Ragnhildur
eru báðar svo ofarlega á lista
Sjálfstæðismanna, að ykosning
þeirra til þings er örugg. Með
því sýna Sjálfstæðismenn, hversu
þýðingarmikið þeir telja, að
mikilhæfir fulltrúar kvenþjóðar-
innar sitji á Alþingi.
★
Þessu er mjög ólíkt farið um
aðra flokka. Mjög er ólíklegt, að
kvenfulltrúi nokkurs annars
flokks geti náð kosningu að þessu
sinni. Hinir flokkarnir láta sér
nægja, eins og gert er í Þjóð-
viljanurr í gær, að hafa stórar
fyrirsagnir um, að „konurnar
þurfi að standa saman“ og „karl-
menn hafi alltof lengi stjórnað
heiminum".
Reykvískar konur og raunar
kvenkjósendur um land allt
munu meta þann skilning, sem
Sjálfstæðismenn sýna á málefn-
um kvenna með því, að flokkur
þeirra, einn allra, tryggir tveim-
ur konum sæti á Alþingi. Þessar
tvær konur eru því líklegri til
að afla flokknum fylgis sem vit-
að er, að á þingi munu þær verða
í fremstu röð þingmanna.
VANTAR HERZLUMUNINN!
Flestir þekkja menn, sem
mistekizt hefur það, sem
þeir töldu mestu máli
skipta í lífinu, en reyna að
hugga sig við, að einungis hafi
„vantað herzlumuninn”. Þvílíkir
ólánsmenn kenna og oftast öðr-
um en sjálfum sér um, hvernig
farið hafi.
Eysteinn Jónsson hefur nú
slegizt í þennan hóp. Hann sagði
á dögunum, að íhaldið, kommún-
istar og hægri kratar hgfðu sett
„vinstri stjórninni alveg stólinn
fyrir dyrnar í efnahagsráðstöf-
unum, einmitt í þann veginn,
sem traustur grundvöllur var að
myndast í þessum efnum“.
1 grein, sem Tíminn skrifaði
um þrssa uppgjafarræðu Ey-
steins, kemur sama hugsunin
fram:
„En þó er baráttuliðið í vígi
íhaldsandstæðinga ekki nógu
þéttskipað enn. Þar vantar
herzlumuninn til þess að tryggja
það, að íhaldið nái ekki því
marki, sem það þykist nú
eygja--------“.
Þarna er uppgjöfin viðurkennd
fyrirfram. Skiptir því litlu, þó að
Framsókn reyni, eins og aðrir
ólánsgemlingar, að hugga sig við,
að aðeins herzlumuninn vanti!
UTAN UR HEIMI
KLM 40 ára
— Það er talið elzta startandi
flugfélag í heimi
FLESTIR telja hið mikla,
hollenzka flugfélag KLM
(Koninklijke Luchtvaart
Maatschappij N.V.) elzt starf-
andi flugfélaga, en það var
stofnað þennan dag, hinn 7.
október, fyrir 40 árum. —
Engin flugvél var hins vegar
fyrir hendi, þegar félagið var
stofnað. en skömmu síðar tók
það á leigu brezka herflugvél
af gerðinni DeHavilland DH-
16, lét breyta henni til far-
þegaflugs — og hóf síðan flug
á leiðinni Amsterdam—Lon-
don hinn 17. maí 1920, rúmu
hálfu ári eftir stofnun félags-
ins. Er fyrrnefnd flugleið tal-
in hin elzta í heimi, í þeim
skilningí, að vélar sama flug-
félags hafa flogið á henni frá
upphafi
Þriðja stærsta
• KLMfélagið er nú með
stærstu flugfélögum f heimi, er
t. d. í þriðja sæti, ef miðað er
við árlega farþegatölu. Margt hef I
ir breytzt á þessum 40 árum,
sem það hefur starfað, svo sem
nærri má geta. — Fyrsta flugvél
félagsins flutti að meðatali einn
farþega á dag fyrsta árið og um
80 kg, af farangri, pósti og öðr-
um flutningi — en nú flytur
flugfloti þess (91 flugvél) að j
meðaltali um 2.700 farþega dag-
lega og um 80 lestir af alls kyns
flutningi og pósti. Starfsmenn
þess er nú um 17.000 víðs veg-
ar um heim, en fyrsta starfsárið
voru þeir aðeins 20.
★
KLM hóf starfsemi sína, sem
fyrr segir á flugleiðinni Amster-
dam-London, en nú fljúga vélar
félagsins milli 105 borga í 74
löndum. — Þegar við stofnun fé-
lagsins var fyrirhugað að taka
upp flug milli heimsálfa, er fram
liðu stundir. Fyrstu flugvélar
þess voru hins vegar ekki til
þess fallnar. Þegar árið 1920 hét
hollenska sljórnin í Austur-Indí-
um háum peningaverðlaunum til
handa þeim flugmanni, sem
fyrstur flygi frá Hollandi til
Jövu. Slíkt flug tókst þó ekki
fyrr en árið 1927 — og tók 13
daga aðra leiðina, en 14 daga
hina. Til þess flugs var notuð
flugvél af gerðinni Fokker F-7A,
en KLM varð fyrst allra flugfé-
laga til þess að taka „Fokker-
inn“ í notkun.
Eyðilegging stríðsins
9 Félagið óx og dafnaði með ár
unum og gerðist brautryðjandi á
ýmsum sviðum. Þegar síðari
heimsstyrjöldin skall á, átti það
51 flugvél af ýmsum gerðum, þar
á meðal DC-2 og DC-3, en KLM
var fyrsta evrópskra flugfélaga
til þess að nota þessar amerisku
vélar. — En svo kom stríðið
og það hafði nær orðið banabiti
Framh. á bls. 17.
Séð inn í Fokker F-3, sem KLM tók í notkun 1921. Þar voru
venjulegir „stoppaðir“ armstólar noíaðir, til þess að sem bezt
gæti 'farið um mannskapinn.
Fyrsta flugvél KLM var af gerðinni Dellavilland DH-16, en síðan tók félagið í notkun DeHavil-
land DH-9, og voru þær mest notaðar fyrsta árið. — Myndin er af einni þeirra. Síðar urðu flug-
j vélar af Fokker-gerð uppistaðan í flugflota KLM um árabil.