Morgunblaðið - 07.10.1959, Page 13

Morgunblaðið - 07.10.1959, Page 13
Miðvik'udagur 7. okt. 1959 MORCUNBLAÐIh 13 Magnús Víglundsson verksmiðjueigandi Stefna Sjálfsfœ ðisflokksins og hagsmunamál íslenzks iðnaðar Flokkurinn hefur mótað ákveðna og jákvœða stefnu iðnaðinum til eflingar SÍÐUSTU vikurnar hefur þess orðið nokkuð vart, að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins hafi leitazt við að gera afstöðu flokks- ins til íslenzka iðnaðarins tor- tryggilega. Hafa þessir menn reynt að sýna fram á, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri ekki verð ur þess trausts, sem mikill fjöldi iðnverkafólks og mestur hluti iðnrekenda hafa sýnt flokknum undanfarna tíma. En svo sem kunnugt er, hefur þessi fylgis- aukning Sjálfstæðismanna með- al iðnverkafólksins leitt til þess að þeir, ásamt Alþýðuflokksmönn um, hafa nú um nokkurt árabil farið með stjórn í Iðju, félagi verksmiðjufólks. En Iðja er, sem kunnugt er, annað stærsta verka lýðsfélag landsins, og einmitt þessu félagi höfðu kommúnisiar um langt skeið beitt fyrir hið pólitíska æki sitt. — Bent hefur verið á, hinum nei- kvæða málflutningi andstæðing- anna til framdráttar ,að iðnaður- inn eigi engan fulltrúa í öruggu sæti á framboðslista Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík við Alþing iskosningar þær, er í hönd fara. Þetta er að vísu rétt, og sjálfsagt hefði iðnaðurinn kosið aðra til- högun í þessu efni, þannig að einn eða fleiri þingfulltrúar hefðu komið beint af vettvangi iðnaðarins sjáifs. Flestir munu þó sammála um, að hitt skipti meginmáli, hversu til tekst vm framkvæmd rétt- mæíra baráttumála þessa stóra og þýðingarmikla atvinnuvegar, og að málstaður hans eigi sem fiesta stuðningsmenn a Alþihgi. Skal nú vikið nokkuð að stefnu Sjálfstæðisflokksins í iðnaðar- málum, eins og hún nú hefur verið fastmótuð. ★ Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins fer, sem kunnugt er, með æðsta vald í málefnum flokks- ins. Þar er stefnan tekinr og þar eru samþykktir gerðar, sem svo eru í aðalatriðum stjórnarskrá flokksins millT Landsfunda, að svo miklu leyti sem hann fær póli tiska aðstöðu til að koma stefnu- málum sínum í framkvæmd hverju sinni. Landsfundurinn, sem haldinn var sl. vetur var fjölsóttari en nokkru s'.nni fyrr, svo sem að líkum lætur hjá flokki, sem er í jafn örum vexti og raun er á um Sjálfstæðisflokkinn. Á þessum fundi voru máiefni íslenzka iðn- aðarins tekin tii rækilegrar yfir- vegunar, sem svo leiddi til svo- felldrar samþykktar: „Landsfundurinn vill benda á, að iðnað,urinn er nú þcgar orð- inn sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem flestir landsmanna hafa lífs- framfæri sitt af. Funduúnn telur því augljóst, að iðnaðurinn geti ekkl gegnt hlutverki sínu í efna- hagskerfinu, nema honum sé skip að á sama bekk og öðrum atvinnu vegum. Þetta er sérstaklega þjð- ingarmikið, þar sem reynslan hef ur sannað í öllum löndum, að lífs kjör fólksins batna í réttu hliut- falli við aukna iðnþróun. Með þessa skýru og ákveðnu stefnu í huga lýsti svo Landsxund urinn yfir eindregnum vilja Sjálf stæðisflokksins til að leysa helztu og brýnustu vandamál iðnaðarins, svo sem endurkaup hráefnavíxla, húsnæðisþörf, og að vinna að aukningu Iðnlánasjóðs, en um það mál hafa tveir þingmenn flokks- ins, þeir Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson, flutt frumvarp á Alþingi á undanförnum árum. Þetta merka frumvarp hefur þó, illu heilli, æfinlega hreppt tor- leiði á Alþingi, en frumvarpið gerir ráð fyrir, að hluti hins inn lenda tollvörugjalds renni beint í Iðnlánasjóð, og er stórt spor í réttlætisátt, ef að lögum yrði. Hinsvegar ber iðnaðinum jafn- rétti við hina tvo aðalatvinnuveg ina, landbúnað og sjávarútveg, um aðgang til stofnlána. Er þetta FYRRI GREIN jafnrétti iðnaðinum lífsnauðsyn, til að geta hagnýtt nýungar í vél- tækni og staðið erlendri iðnfram leiðslu fyllilega á sporði. Verður í síðari grein vikið nánar að Iðn- lánasjóði. Þá gerði Landsfundurinn sam- þykktir um nauðsyn þess að koma upp stóriðnaði á íslandi, °g byggist sá iðnaður fyrst og fremst á . hagnýtingu náttúru- auðæfa landsins. Er barátta Sjálfstæðisflokksins fyrir stór- iðnaði í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu hans, að „lífskjör um lætur, stærsti og öruggasti markaðurinn fyrir landbúnað, og tæpur helmingur íbúa höfuðstað- arins hefur framfæri af iðnaði. Þetta hafa stjórnendur Reykja- víkurbæjar gert sér Ijóst, og það er alkunna, að borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, hefur barizt einarðlega fyrir framgangi ýmissa hagsmunamála iðnaðarins, bæði á Alþingi og annarsstaðar. Þannig vill Sjálfstæðisflokkur- inn í senn stuðla að eðlilegri þróun og uppbyggingu þess iðn- aðar, sem nú er til í landinu, jafnhliða því, sem stóriðnaði, með náttúruauðæfi landsins að bakhjarli, verði komið á fót. Þann ig eigi iðnaðurinn sinn hluta að því, að bæta og tryggja lífs- kjör fólksins í landinu á kom- andi tímum. Og mér vitanlega er full samstaða um framkvæmd þessarrar stefnuskrár hjá Sjálf- stæðisflokknum og forystuliði hans. ¥ Ég hefi nú leitazt við að gera grein fyrir meginstefnu Sjálf- stæðisflokksins í iðnaðarmálum, og mun nú rekja nokkur hags- munamál iðnaðarins sem komist hafa í framkvæmd fyrir forgöngu hans. Verður þó aðeins stiklað á stóru, svo sem að líkum lætur, í einni blaðagrein. Iðnaðurinn er yngstur hinna þriggja höfuðatvinnuvega íslend- inga, og hefur að mestu verið byggður upp á þrem síðustu ára- tugum. Það lætur að líkum, að þessi umfangsmikli atvinnuveg- ur, sem fleirri. landsmanna hafa atvinnu við og framfæri af en hvorn hinna höfuðatvinnuveg- anna, hafi við margþætt vanda- atriðum hyggileg og jákvæð stefna gagnvart iðnaðinum. Næstu árin fóru Sjálfstæðis- mennirnir Bjöm Ólafsson og Ingólfur Jónsson með embætti iðnaðarmálaráðherra, og höfðu og hafði þetta öryggisleysi um hráefnaútvegun hamlað eðlileg- um þroska iðnaðarins mjög, og að auki einatt skapað tilfinnanlegt misrétti. 2 Á þessum árum átti iðnaður- inn, eins og raunar oftast fyrr og síðar, við örðugleika að etja vegna skorts á starfsfé og stofn- lánum. Fól iðnaðarmálaráðherr- ann, Bjöm Ólafsson, dr. Benja- mín Eiríkssyni, að framkvæma athugun á þessum málum, og fékk ríkisstjórnin síðan ni»ur- stöður þeirrar athugunar til með- ferðar. — I.eiddi sú athugun fjár- hagsörðugleika iðnaðarins skýrt í ljós, en fjárhagsaðstaða bank- I vélsmiðjunni Héðni. forgöngu um ýmsar réttarbætur sem iðnaðurinn býr við enn í dag. Skal nokkurra þeirra hér getið. Á grundvelli framangreindra tillagna Bjarna Benediktssonar skipaði Bjöm Ólafsson nefnd til Iðnaðarmenn hjá Sameinuðu verksmiðjuafgreiðslunni. fólksins hatni í réttu hlutfalli við aukna iðnþróun.“ Hagsmunir bænda og annarra, sem vinna við landbúnað, eru í órjúfandi tengslum við hag og afkomu neytendanna við sjávar- síðuna, og þá fyrst og fremst við hinar fjölmennu stéttir iðnaðar- fólks. Til þess að öruggur mark- aður sé í kaupstöðunum fyrir af- urðir landbúnaðarins, þarf hag- ur neytendanna að vera góður, og kemur þá auðvitað öryggi um atvinnu fyrst og fremst til greina. Hagsmunir sveitafólksins og fólksins við sjóinn fara því þétt saman, og er skilningur á þess- arri einföldu staðreynd nú óð- »m að vakna, en þarf enn mjög að eflast. í Reykjavík er, svo sem að lík- mál að glima, og að vaxtarverkir fylgi svo bráðum þroska. Enda hefur sú orðið raun á. Af hálfu Félags íslenzkra Iðn- rekenda, og amíarra samtaka iðn- aðarins, hafa þessi vandamál stöð ugt verið rædd og reifuð við stjórnarvöld landsins undanfarin ár. Og það var þegar í febrúar- mánuði 1952, sem Bjarni Bene- diktsson, þáverandi utanríkisráð- herra, varð fyrstur stjórnmála- manna til' þess að gera á opin- berum vettvangi tillögur um rannsókn á vandamálum iðnaðar- ins og aðstöðu hans allri, svo auðið væri að gera sér fyllilega ljóst hverrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvaldsins væri þar þörf. Var þarna mótuð I veigamiklum að rannsaka aðstöðu iðnaðarins, og skyldi hún gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um aukna fyr- irgreiðslu af opinberri hálfu þess um atvinnuvegi til handa. Skilaði nefnd þessi síðan greinargóðu á- liti, ggamt tillögum byggðum á athugunum hennar. Örlög þess- arra tillagna urðu, sem betur fór, ekki gleymska og afskiptaleysi, svo sém oft vill verða, heldur viar ýmsum þýðingarmiklum atriðum þeirra þegar komið í fram- kvæmd, og skal hér getið hinna helztu: 1. Aðstaða iðnaðarins til hrá- efnakaupa var stórlega bætt. Kunni iðnaðurinn vel að meta þessa réttarbót, enda í fersku minni áralöng barátta við gjald- eyrisyfirvöldin, oft án árangurs, anna var þá ekki talin gera mögu lega eins víðtæka aðstoð við iðn- aðinn og þörf var á. En það vannst á, fyrir forgöngu Björns Ólafssonar, að gert var- sam- komulag við gjaldeyrisbankana þess efnis, að iðnaðurinn skyidi njóta sérstakra kjara í sambandi við fyrirframgreiðslur vegna hrá- efnakaupa til framleiðslunnar. Var þarna 'stigið gréinilegt spor 'til að ráða bót á fjárþörf iðnaðar- ins, og hefur hann búið að þess- ari réttarbót síðan. 3. Árið 1953 skipaði ríkisstjórn- in nefnd til að endurskoða þá- gildandi tollalöggjöf, með sér- stöku tilliti til iðnaðarins. Nefnd þessi gerði síðan, í samráði við félagssamtök iðnaðarins, tillögur til breytinga á tollskránni. Maffln atriði þessarra tillagna náðu sro- an fram að ganga á Alþingi árið 1954, og átti Ingólfur Jónsson, þáverandi iðnaðarmálariðherra, góðan hlut að þeim málalokum. Hift er svo annað mál, að nú er orðin aðkallandi þörf á endur- skoðun tollskrárinnar að nýju, með tilliti til aðstöðu iðnaðarins, og breyttra aðstæðna I viðskip+a- málum þjóðarinnar á síðustu tím- um. 4. Þá var á þessum árum hækk- * uð verulega heimild til afskrifta af iðnaðarvélum, og einnig var heimiluð endurgreiðsla tollgjalda af innfluttum hráefnum, sem not uð eru til framleiðslu útfluttra iðnaðarvara. Einnig var ákveðið að endurgreiða tollgjöld af efni til skipasmíða. 5. Á Alþingi 1952 var sam- þykkt hækkun á framlagi til Iðn- aðarmálastofnunar íslands, og þannig leitast við að gera þá stofnun þess umkomna, að gegna hliðstæðu þjónustu hlutverki fyr- ir íslenzka iðnaðinn, og Búnaðar- félagið og Fiskifélagið hafa á hendi fyrir landbúnað og sjávar- útveg Eitt þýðingarmesta hagsmuna- mál iðnaðarins er lagf.oring á hinum úreltu og óviðunandi út- svars- jg skattalögum, en fram- kvæmd þessarra laga, og þá al- veg sérstaklega hin tillitslausa Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.