Morgunblaðið - 07.10.1959, Síða 16
16
MOnCVlSM. AÐ1Ð
Miðvikudagur 7. okt. 1959
Mognea Vilborg Magnúsdóttir
Minningarorð
Iðnaðar- eða verzlunarhúsnæði
til leigu
nú þegar. Ca. 100 ferm. að stærð. Jarðhæð
Góð aðkeyrsla. Tilboð merkt greinilegu
heimilisfangi og síma sendist í póstbox
341.
*
Sæígætisgerðarmaður
Ungur maður 17—20 ára óskast til starfa í verk-
smiðjuna nú þegar. Einnig viljum við ráða mann
eitthvað vanan sælgætisgerð.
Sælgætisgerðin Opal h.f.
Skipholti 29
Framboðslistar í
Norðurlandskjördæmi vestra
eru skipaðir þessum frambjóðendum:
A. Listi Alþýðuflokksins
I. Jón í*orsteinsson,
lögfræðingur, Bugðulæk 12,
Rvík
2. Albert Sölvason,
járnsmiður, Eiðsvallagötu 28
Akureyri
3. Björgvin Brynjólfsson,
verkam, formaður V.L.F.
Skagastrandar.
4. Jóhann G. MöIIer,
verkamaður, ritari V.M.F.
Þróttar.
5. Þorsteinn Hjálmarsson.
oddviti, Hofsósi.
6. Ragnar Jónsson,
verkam., form. verkalýðsfé-
lagsins á Blönduósi.
7. Regína Guðlaugsdóttir,
frú, Hvanneyrarbraut 29,
Siglufirði.
8. Björn Kr. Guðmundsson,
verkamaður, Hvammstanga.
9. Magnús Bjarnason,
kennari, Knarrarstíg 4,
Sauðárkróki.
10. Kristján Sigurðsson,
verkstjóri, Eyragötu 6,
Siglufirði.
B. Listi Framsóknarflokksins
1. Skúli Guðmundsson,
alþingismaður, Laugarbakka.
2. Ólafur Jóhannesson,
prófessor, Aragötu 13, Rvik.
3. Björn Pálsson,
bóndi, Ytri-Löngumýri.
4. Jón Kjartansson,
forstjóri, Grenimel 7, Rvík.
5. Kristján Karlsson,
skólastjóri, Hólum.
6. Guðmundur Jónasson,
bóndi, Ási.
7. Magnús H. Gíslason,
bóndi Frostastöðum.
8. Sigurður J. Líndal,
bóndi Lækjamóti.
9. Jóhann Salberg Guðmundss.,
sýslumaður, Sauðárkróki.
10. Bjarni M. Þorsteinsson,
varaformaður V.M.F. Þróttar,
Siglufirði.
D. Listi Sjálfstæðisflokksins
1. Síra Gunnar Gíslason,
bóndi, Glaumbæ, Skagafirði.
2. Einar Ingimundarson,
bæjarfógeti, Siglufirði.
3. Jón Pálmason,
bóndi, Akri.
4. Guðjón Jósefsson,
bóndi, Ásbjarnarstöðum,
V.-Hún.
5. Hermann Þórarinsson,
hreppstjóri, Blönduósi.
6. Kári Jónsson,
verzlunarstjóri, Sauðárkróki.
7. Óskar Levý,
bóndi, Ósum, V.-Hún.
8. Andrés Hafliðason,
forstjóri, Siglufirði.
9. Jón ísberg,
fulltrúi, Blönduósi.
10. Jón Sigurðsson,
bóndi Reynistað, Skagafirði.
G. Listi Alþýðubandalagsins
1. Gunnar Sigurður Jóhannsson.
aiþingismaður, Hólavegi 10,
Siglufirði.
6. Hólmfríður Jónasdóttir,
frú, Ægisstíg 10, Sauðárkróki.
7. Óskar Garíbaldsson,
2. Jón Haukur Hafstað,
bóndi, Vík, Skagafirði.
3. Lárus Þ. Valdimarsson,
útgerðarmaður, Grund,
Höfðakaupstað.
4. Þóroddur Guðmundsson,
framkvæmdastjóri, Lauga-
vegi 7, Siglufirði.
5. Skúli Magnússon,
verkstjóri, Víðigerði,
Hvammstanga.
skrifstofum., Hvanneyrarbr.
25, Siglufirði.
8. Bjarni Pálsson,
póstmaður, Blönduósi.
9. Guðmundur Helgi Þórðarson,
héraðslæknir, Hofsósi.
10. Tómas Sigurðsson,
verkamaður, Hvanneyrarbr.
78, Siglufirði.
HINN 7. sept. sl. andaðist Magnea
Magnúsdóttir húsfreyja í Höfða-
borg 47, hér í bænum. Hún var
fædd í Sklidinganesi og voru
foreldrar hennar Helga Jónsdótt-
ir og Magnús Harðarson, en hún
ólst upp hjá móður sinni og fóst-
urföður, sem hét Eyjólfur Sím-
onarson.
Minntist Magnea jafnan
bernskuheimilis síns í Skildinga-
nesi með virðingu og kærleika.
Um tvítugsaldur kynntist
Magnea eftirlifandi manni sínum
Þórði Jónssyni, vélstjóra frá Norð
urbæ í Hlíðarhúsum hér í Vestur-
bænum, mesta myndarmanm eins
og hann á ætt til. Reyndist
Magnea í einu og öllu hin mesta
mannkostamanneskja og um-
hyggjusöm móðir og húsfreyja öll
þeirra samvistarár, sem urðu fjór
ir áratugir.
Börn þeirra eru öll búsett hér
og myndarfólk í sjón og raun.
Þau eru: Helga; Þórður; Magnea;
Guðlaug; Ágústa; Hörður og
Mjöll.
Frú Magnea var gestrisin kona,
örlát, gjafmild og svo góðgjörða-
söm, að hún gat tekið sinn síðasta
bita öðrum til handa og hugsaði
aldrei um eigin þægindi og stund
arhag.
Aldrei komu mannkostir henn-
ar betur í ljós en í allri þeirri al-
úð og nærgætni, sem hún sýndi
manni sínum, eftir að hann veikt-
ist í erfiðum sjúkleika, sem hon-
um tókst undrunarlega að sigr-
azt á með hennar hjálp og ástúð.
Hún breiddi báðar hendur móti
hverjum boða erfiðleika og
rauna, sem yfir þau féll og sýndi
í öllu fórnfýsi og kærleilcslund.
Magnea er nú dáin og fór út-
för hennar fram í kyrrþey. Það
var henni bezt að skapi. Þannig
hafði hún lifað og starfað ást-
vinum sínum til heilla í sínum
verkahring.
Síðasta kveðjan til hennar skal
hér mótuð í þeim orðum, sem
Mjöll yngsta dóttirin orðaði að
mestu fyrir munn hinna syst-
kinanna á þessa leið:
„Hjartans elsku mamma,
svo hlýtt við kveðjum þig,
og horfum grátnum sjónum
á dauðans fölva stig.
En góður Guð það veitir
að glöð við hittumst aftur.
í orðum hans og heitum
býr huggun, von og kraftur.
Með hljóðri bæn við biðjum
og beygjum þögul kné
svo bljúg í trú og auðmýkt
við lífsins gullna tré.
Við felum framtíð alla
og frama Drottins vilja
Hann greiðir göngu okk'ar
og gefur þrek að skilja.
Ég heyri mömmu hvísla:
„Ó, hjartans Mjöllin mín,
með blíðu brosi af hæðum
ég blessa sporin þín,
þar bind ég brúðarkransinn
og hugsa um hópinn minn
og signi sælugeislum
sólskmsdrengmn þinn.
•
Ég fell að fótskör Drottins
og fel þar öll mín tár.
Og bið að Guð þig gleðji
og græði ykkar sár“.
Við kveðjum frú Magneu með
scknuði og þökk og öiðjum Guð
að blessa allt, sem hún unm og
gaf henni gleði og frið æðri
heima.
Á.
Samkomur
Kristniboðssambandið
Æskulýðssamkoma í kvöld kl.
8,30 í Kristniboðshúsinu Betanía,
Laufásvegi 13. Felix Ólafsson
kristniboði talar. Frjálsir vitnis-
burðir. — Fórn. Allir hjartanlega
velkomnir.
I. O. G. T.
St. Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30. Kosn-
ing og innsetning embættis-
; manna. — Framkvæmaanefnd
l sér um skemmtiatriðin. — Æ.t.
F. h. yfirkjörstjórnar
Norðurlandskjördæmis vestra,
Guðbr. ísberg.
Saumaskapur
Óska að ráða konu vana saumaskap. Einnig konur
sem gætu tekið að sér heimasaum. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, merkt:
„Saumaskapur — 8961“.
Til sölu
við Miðbæinn 4ra herbergja hæð í smíðum 105 ferm.
Svalir — Sér hiti.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl.
Laufásvegi 2 — Sími 19960
Verkamenn
óskast strax.
Byggingafélagið Brú h.f.
Sími 16298.
Hörpu-japaniakk
í vel hlýju herbergi er auðvelt að
lakka með Hörpu-japanlakki.
Horpu-japanlakk
er mjög sterkt
Hörpu-japanlakk
gljáir vel.
Hörpu-japanlakk í öllu litavali.
<gp
™rrnni
Bankastræti 7
Laugavegi 62
Rennibrautir
LINDARGOTU 25 SIMI13745
Edwin Árnason