Morgunblaðið - 07.10.1959, Síða 17

Morgunblaðið - 07.10.1959, Síða 17
Miðvik'udaErur 7. okt. 1959 MonnrnsrtL aðið 17 Áttrœð í dag Ingibjörg Jónsdóttir Carðhúsum, Grindavík HIÐ fyrsta, sem mér kom í hug, er ég frétti, að mín góða vin- kona og velgjörðarkona, Ingi- björg Jónsdóttir, ætti áttræðisaf- mæli eftir fáa daga, var hve hrapallega manni getur missézt um aldur manna að áratölu í fljótu bragði. Að þessi síkvika og sporlétta öndvegiskona væri að komast á níræðisaldurinn — það virtist mér tæplega geta átt við rök að styðjast. En tölurnar tala sínu máli. Það er engum blöðum um það að fletta, að Ingi björg var í heiminn borin þann 7. okt. 1879 — og síðan eru ná- kvæmlega 80 ár. Þessum stað- reyndum kingi ég, svo sem lög gera ráð fyrir, og finn mig um leið knúðan til að setjast niður, og skrifa um Ingibjörgu fáein orð. Fyrst verður mér það á, að láta hugann reika til þeirra ára, sem við höfum að nokkru leyti verið samvistum. Ég minnist glaðværra bernskustunda undir verndarvæng hennar í félagsskap við kýr, kindur og hesta. Man vel eftir kofanum uppi í hraunjaðr- inum í Grindavík, þar sem hún bjó sínu búi, ef svo mætti að orði kveða — ræktaði sér ofurlítinn matjurta- og blómagarð, heyjaði fyrir skepnurnar sínar og barðist við að bárujárnsplöturnar fykju ekki utan af kofanum í útsynn- ingnum á haustin, til þess að grip irnir hefðu þar haldgott skjói. Og sumartíminn, með berja- tínslunni, skelja- og kuðungaleii- inni i bótinni fyrir utan, kríu- eggjaleitinni og öllum þeim dá- semdum, sem hún hafði mér upp á að bjóða, með aðstoð hestanna sinna til allra ferða, og með sinni næmu tilfinningu náttúruskoðar- ans til útskýringa á þeim undar- legu fyrirbrigðum, er sífellt urðu á veginum á þeim ferðum Þá fannst mér Ingibjörg Jónsdóttir vera auðug kona, og það finnst mér enn. Þó hefir hún aldrei getað státað af neinum veraldarauði, enda víst aldrei þurft að líta hann saknað- araugum. Hún var ung gædd þrá til mennta, og ákvað það með sjálfri sér, að komast á skóla, ef hún ætti þess nokkurn kost. Slíkt krafðist talsverðs átaks í þá daga, enda var þá ekki algengt, að ungar stúlkur færu að heiman til skólanáms. Sennilega mun foreldrum hennar, Guðríði Ólafs- dóttur og Jóni Jónssyni, bónda að Háholti í Gnúpverjahreppi, heldur ekki verið auðvelt um vik að hjálpa dóttur sinni til skólagöngu, fremur en öllum fjöldanum af foreldrum þeirra tíma. En þolinmæðin þrautir vinnur allar. Svo fór, að Ingibjörgu tókst að aura saman fyrir náms- dvöl, og hélt hún að heiman frá Háholti sem leið lá suður til Hafnarfjarðar, þar sem hún sett ist í kennaradeild Flensborgar- skólans. Það var hennar eðli sam kvæmt, að taka sér fyrir hendur kennslu, því að enga konu veit ég fúsari aö miðla öðrum. Ekki lét hún sér Flensborgarskólann nægja, en settist að námi þar loknu í Kennaraskóía íslands, sem þá var nýstofnaður í Reykja- vík. Strax að kennaraprófi loknu tók Ingibjörg sér fyrir hendur heimiliskennslu, fyrst hjá Matth- íasi Ólafssyni, alþingismanni í Haukadal í Dýrafirði og að því loknu yfir vetrartíma hjá Jóni Gunnlaugssyni, vitaverði á Reykjanesi. Með dvölinni á síð- arnefnda staðnum mun hún hafa fengið sín fyrstu kynni af Suð- urnesjunum, í sinni hrjóstrugustu mynd, en þau hafa allt frá þeim tíma verið heimkynni hennar og starfsvöllur og þar hefir hún nú í 45 ár miðlað mönnum af þekk- ingu sinni, málleysingjum af manngæzku sinni og hlúð að fá- um frjóöngum jarðar með berum höndum. í Grindavík réðist hún skóla- stjóri árið 1914. Við skólann þar var hún jafnframt eini kennarinn, og kvað það hafa verið ærinn starfi, sem hún þó stundaði sleitu laust til ársins 1925, þegar annir dagsins voru farnar að leggjast of þungt á hana, og hún lét af störfum sökum heilsubrests. Lík- legra finnst mér þó, að þetta hafi ekki verið eina ástæðan, heldur hafi þarna komið til skjal anna hin einstæða samvizkusemi konunnar, og sagt henni, að nú væri kominn tími til, að hún segði starfi sínu lausu, þar eð hún með sjálfri sér hafi ekki verið þess fullviss, að geta sök- um sjúkleika rækt starfið fram- vegis með allri þeirri elju, sem hún fram til þessa hafði talið skylt. Þetta er í stuttu máli saga Ingibjargar Jónsdóttur sem kenn ara — en það er langt frá því að vera sagan öll. f félagsmálum hefir Ingibjörg tekið hinn virk- asta þátt. Strax og hún lét af kennslu í Grindavík var hún kjörin þar í skólanefnd, og síðar í hreppsnefnd, þar sem hún átti sæti um árabil. Einnig hefir hún fram á síðustu ár, og það löngu eftir að hún hætti kennslu, verið prófdómari við barnaskólann í Grindavík, Þó mun hennar mesta afrek á sviði félagsmála, vera þáttur hennar í stofnun Kven- félags Grindavíkur, en hún var ein af aðalhvatamönnum um stofnun þess félags árið 1923 og hefir svo að segja óslitið verið í stjórn félagsins. Það má hafa til marks um það traust, sem Ingibjörg Jónsdóttir nýtur, að enn þann dag í dag — á níræðis- aldri — er hún formaður félags- ins, sem hún átti þátt í að stpfna fyrir 36 árum. Má mikið Vera, ef eldri formenn slíkra félaga er nokkurs staðar að finna á land- inu. Enn er eftir að minnast á það mál, sem verið hefir henni hvað hjartfólgnast hin síðari árin. Er hér um að ræða stofnun skóg- ræktarfélags í Grindavík, og bend ir það enn skýrt á ríka’ þörf hennar til að hlú og hlynna að öllu því, er á vegi hennar verð- ur. Þetta skógræktarfélag stofn- aði hún með sjóði, sem Kvenfél- ag Grindavíkur stofnaði henni til heiðurs á sextugsafmæli henn ar. Skyldi hún í einu og öllu ráða því, til hvers sjóðnum yrði var- ið, og valdi skógræktina. Síðan hefir lítill lundur trjáplantna myndazt í jaðri mosavaxins hrauns í skjóli fjallsins Þovbjarn ar, sem einu sinni i fyrndinni hefir spýtt úr sér peirri glóandi hraunleðju, er þá rann um Suð- urnesin öll. Þessi lundur virSist mér táknrænasta dæmið um það starf, sem Ingibjörg Jónsdóttir hefir að höndum innt syðra, er sem iðgrænn lundv»r í miðjum hrika hraunsins. Þess vegna finnst mér hún vera auðug kona. En svo kemur mér til hugar dá- lítið, sem ég heyrði sagt fyrir fáum dögum, þegar merkisafmæli þessarar konu bar á góma. Sagt var, að blaðamenn nokkrir myndu hafa í hyggju að sækja hana heim og ræða við hana stundarkorn, en því bætt við, að hitt væri undir hælinn lagt, hvort Bílaeftirlitsmenn senda ökumönnum áskorun hún myndi kæra sig hið minnsta um slíka heimsókn. Slík væri hlé- drægni þessarar ráðvöndu og gáfuðu konu, að hún vildi sem minnst láta sig bera á góma á opinberum vettvangi. Ég vona þó, að hún fyrirgefi mér þessar línur, en þeim var og er ætlað að vera til hennar eins konar afmæliskveðja frá okkur frændsystkinunum frá Garðhúsum, en þar hefir Ingi- björg Jónsdóttir átt heima frá árinu 1914, og þar finnst okkur hún eiga vel heima. Ólafur Gaukur. AÐALFUNDUR félags ísl. bif- reiðaeftirlitsmanna var haldinn í Reykjavík, 2. og 3. október s.l. Á fundinum voru allflestir bif reiðaeftirlitsmenn landsins mætt- ir. Var mikið rætt um öryggis- tæki bifreiða og umferðamál. Tvö erindi voru flutt á fund- inum. Lögreglustjórinn í Reykja- vík flutti erindi um umferðamál. Snæbjörn Jónasson, verkfræð ingur vegagerðarinnar flutti er- indi um þungaflutning og öxul- þunga á þjóðvegum. Að erind- unum loknum urðu umræður um bæði erindin, sem voru mjög fróðleg. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: . „Aðalfundur félags ísl. bifreiða eftirlitsmanna haldinn í Reykja- vík 3. október 1959, beinir þeirri áskorun til allra er ökutækjum stjórna, að gæta ýtrustu varfærni í umferðinni, og aka ætíð eftir settum umferðarreglum. Umferðaslysin eru orðin alvar legt íhugunarefni og heita bifr reiðaeftirlitsmenn á alla stjórn- endur ökutækja að gjöra sitt ýtrasta í að skapa umferðamenn- ingu hér á- landi, og láta ekkert umferðarslys henda af ógætileg- um akstri eða slæmu ástandi öku- tækjanna". Stjórn félagsins skipa nú: Gestur Ólafsson, formaður, Pálmi Friðriksson, Sverrir Samúelsson, Bergur Arnbjönsson, Svavar Jó- hannsson. í stjórn sambands norrænna bit reiðaeftirlitsmanna voru kosnir: Gestur Ólafsson, Reykjavík og Svavar Jóhannsson, Akureyri. Varamenn eru þeir: Magnús Wíum Vilhjálmsson og Pálmi Friðriksson. Myndlistarskóli Vestmannaeyja VESTMANNAEYJUM, 3. okt. — Myndlistarskóli Vestmannaeyja opnaði fyrir skömmu sýningu á verkum nemenda, er þeir hafa unnið skólaárið 1958—59. Stóð sýningin yfir í 3 daga og var fjöl- sótt. Myndlistarskólinn hefur nú starfað í 4 ár, og er eini starf- andi myndlistarskólinn utan Reykjavíkur. — Forstöðumaður skólans hefur verið frá upphafi Páll Steingrímsson, kennari. Fórnaði sumartekium sínum í skuldir fyi ÞÓRSHÖFN, 25. september: — Undanfarin sumur hefur verið saltað hér nokkuð af síld, þó að- staðan til söltunar sé ekki góð, þar sem hér er engin síldai- Barna- og miðskóli Stykkisliólms settur STYKKISHÓLMI, 5. okt. — Barna- og miðskóli Stykkishólms var settur í kirkjunni á Stykkis- hólmi sl. sunnudag kl. 2. Var kirkjan þéttsetin. Hófst setning- in með því, að prófasrurinn, séra Sigurður Ó. Lárusson, flutti bæn og þjónaði fyrir altari, og sálm- ar voru sungnir. Sigurður Helgason, sem nú hef ur verið settur skólastjóri skól- ans, flutti skólasetningarræðu, minntist í upphafi máls sins fyr- verandi skólastjóra, Ólafs Hauks Árnasonar, sem nú hverfur héð- an frá starfi og tekur við skóla- stjórn gagnfræðaskólans á Akra- nesi. Hann fór miklum viðurkenn ingarorðum um skólastjórn Ólafs og kvað skólann og kauptúnið í heild missa mikils við brottför hans. Hann gat þess, að 2 nýir kennarar væru nú ráðnir að skól- anum í vetur, Ingveldur Sigurð- ardóttir að barnaskólanum og Reynir Bjarnason að miðskólan- um, bauð hann þau velkomin til starfa; Skólinn starfar í 9 deild- um í vetur. Barnaskólinn í 6 deildum og verða nemendur 130 og Miðskólinn í 3 deildum. Nemendur verða 56, þar af 10 nemendur í landsprófsdeild. Að lokum beindi skólastjórinn máli sínu til foreldra og nemenda skólans og minntist á þátt heimil- anna, kirkjunnar og skólans í upp eldi æskunnar. Kennsla hófst 1 skólanum í gær. irtækisins bræðsla, en skip vilja ógjarnar. fara inn með síld nema þau geti einnig losnað við síldarúrgang. Það voru Máni hf. og Neptún hf., sem her höfðu síldarsöltun, en í sumar hættu þessi fyrirtæki bæði söltun hér og mun þeim ekki hafa þótt það borga sig. Sigurvin Kristófersson, sem hafði verið framkvæmdastjóri hjá áðurnefndum söltunarstöðv- um tók söltunarplan Neptún hf. á leigu í sumar, og voru salt- aðar hjá honum um 7000 tunnur síldar. Ég hitti Sigurvin að máii um daginn og spurði hann hvern ig reksturinn hefði gengið á sölt- unarstöð hans í sumar. — Fyrirtækið getur staðið við allar skuldbindingar sínar ef ég tek ekkert kaup fyrir mína vinnu við það í sumar. Ég er lílca ákveðinn í þvi að fórna mínu sumarkaupi því ég ætla ekki að hætta við söltun hér, sem gæti verið mjög arðbær atvinnuvegur og lyftistöng fyrir atvinnulíf þorspsins, ef bræðslu væri komið á fót þó ekki væri nema í smá- um stil. Það var enga uppgjöf að heyra — Rogalandsbréf Framh. af bls. 8 nú gerist bezt á vegum Véla- nefndar, með þeim góðu gröfum sem nefndin og Vélasjóður hefur nú á að skipa. Tæknin stendur ekki í stað og hér á Jaðri er nú smíðuð grafa, sem ég geri mér ákveðnar vonir um að verði mikil og góð nýjung íslenzkum bænd- um þar sem mikið á að vinna. Ég á von á því, að hún geri allmikið meira en að standa á sporði hinum góðu gröfum frá Priestman, sem nú eru mest not- aðar heima. Sums staðar munu þær enn vera hentugastar, en við aðrar aðstæður er meira en senni legt að norska grafan reynist mikil framför. Jaðri, 17. september 1959. Árni G. Eylands. á Sigurvin þó hann þyrfti að fórna tekjum eins sumars, en slikur hugsunarháttur mun nú fremur sjáldgæfur á voru landi. — E.Ól. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. KLM. Mestur hluti flugflotans var eyðilagður og Schipol-flug- völlurinn, heimahöfn félagsins, var lagður í rúst. Ekki féll þó starfsemin niður með öllu, því að nokkrar flugvélar félagsins héldu áfram að fljúga í öðrum heimshlutum, m. a. í Austur-Indí- um og milli Bristol og Lissabon. — Þó mátti segja, að félagið þyrfti að byrja nokkurn veginn á byrjuninni á nýjan leik, er Hol- land hafði verið frelsað úr greip- um nasistaherjanna. Uppbyggingin • Hinn ötuli forgöngumaður fé- lagsins allt frá uppjjafi, dr. Al- bert Plesman, tók sér þá ferð á hendur til Bandaríkjanna — og ,kom með“ hvorki meira né minna 18 Skymaster-flugvélar heim með sér. — Félagið tók nú mikinn „fjörkipp“ á ný. Þegar árið 1946 var „floti“ þess orS- inn 75 flugvélar, en nú á það 91 flugvél — og í pöntun em:-2 Fokker F-27 „Friendship", sem teknar verða í notkun á næsta ári, 12 Loskheed L-188 C „Electra" — sumar þeirra verSa e. t. v. komnar í notkun fyrir áramót — og loks 12 þojur af gerðinni Douglas DC-8, sem af- greiddar verða til félagsins 1960 — 1961. ★ Segja má, að „arrnar" KLM teygji sig um allan heim. Síð- asta „landnám“ félagsins var, er það á síðasta ári tók upp flug- ferðir milli Amsterdam og Tokíó yfir norðurskautið. — Flugleiðirn ar eru nú samtals um 270 þús- und km á lengd, og það er ekki mikil'’skreytni þótt sagt sé, að flugvélar félagsins séu á lofti ár- ið út og inn, því» að KLM-flug- vél hefur sig til flugs eða sezt einhvers staðar í htiminum að meðaltali á 4% mínútu fresti. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MINERVAc/E**-**" STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.