Morgunblaðið - 07.10.1959, Page 22
22
MORCVNBLAÐ1Ð
Miðvik'udagur 7. okt. 1959
Heppnsn var með Dönum —
og faeir unnu Finna 4:0
<í>
Roy Bentley (i hvítri peysu) miðframvörður Fulham og mið-
herji N. Foxest, Wilson, eigast við. Myndin er tekin sl. laugar-
dag á leik milli Fulham og N. Forest er fram fór í London.
— Fulham sigraði 3—1. —
,,Okkur vantar
alltaf blóð44
Á SUNNUDAGINN léku
Ðanir og Finnar landsleik í
knattspyrnu. Fór leikurinn
fram í Idrætsparken í Kaup-
mannahöfn og lauk með sigri
Dana, sem skoruðu 4 mörk
gegn engu. Sigur þeirra var
verðskuldaður, en flestum
ber þó saman um, að hann
hafi verið of stór. Á köflum
áttu Finnar eins góðan og
betri leik en Danir — en þeir
skutu ýmist af of löngu færi
eða þá að þeir ætluðu að leika
alveg inn í mark Dana —
og allt fór út um þúfur.
6 landsleikir og ekkert tap.
35,500 sáu leikinn og hafa
aldrei verið svo margir Danir að
sjá landsleik við Finnland. Var
það og meiri fljöldi en búist var
við fyrir fram. Sýnir þetta, segir
Berlingsker Tidende, að enn þá á
landslið okkar mikla tiltrú fólks-
ins þrátt fyrir 6:0 ósigurinn gegn
Svíum í vor. Þetta er sjötti lands
leikur Dana frá þeim leik, og
engum þeirra 6 leikja hafa Danir
tapað.
Á fyrstu 20 mín. komust Finn-
ar tvívegis í mjög góð færi. Sam-
leikur þeirra var fallegur og ár-
angursríkur, og 2:0 fyrir Finra
á þeim tíma, hefði ekki verið út
i loftið, segir Berlingske Tidende.
Mörkin.
En þá var eiginlega gert út
um leikinn í snatri. Hinn 17
ára gamli miðherji danska liðs
ins skoraði 2 mörk á sömu
ífúnútunni. Hinu þriðja bætti
hann við í síðari hálfleik. —
Fyrsta markið skoraði hann'
eftir sendingu frá Enoksen.
Tókst honum að leika fram hjá
miðherjanum og skjóta fagoir-
lega í netið.
Hálfri mínútu síðar leikur
hann upp að endamörkum,
hyggst gefa fyrir, en engir
liðsmenn hans voru þar, svo
að hann spyrnir að marki frá
þröngu og lokuðu færi, en
vegna staðsetningarskyssu
markvarðar hafnar knötturinn
í netinu. t— Á 15 mín. síðari
hálfleiks skoraði hann þriðja
markið af harðfylgi miklu —
markvörður hálfvarði en knött
urinn skrúfaðist inn fyrir lín-
una. Fjórða markið skoraði
Cramer innherji með skalla
eftir fallega fyrirsendingu En-
Ofksens.
— Nú stóð Henry From aftur
í marki Dana og stóð sig með
slíkri prýði, að þetta er sagður
hans bezti leikur — og þó er
hann orðinn 36 ára gamall. Er
honum enn spáð langri dvöl í
danska liðinu eftir þessa glæsi-
legu frammistöðu.
Hrós
Enoksen er og mikið hrósað, og
þessi leikur er sagður hafa sýnt
og sannað, að hann er ómissandi
í dönsku landliði. H*ann átti sinn
mikla þátt í 3 af 4 mörkum Dana.
Hinn 17 ára miðherji Harald
Nielsen er og dásamaður fyrir
mörkin sín þr’jú.
Þoka og ligning
4 Hornafirði
HORNAFIRÐI, 6. október. —
Undanfarið hefur verið stöðug
þoka og rigning hér í Hornafirði,
og hefur ekki verið flogið í heila
viku, bíður fjöldi fólks eftir því
sð komast héðan, þegar veður
leyfir flug. Vandræði hafa skap-
azt við að taka upp úr görðum,
vegna úrkomunnar, og er víða
farið að skemmast í þeim, þar
sem ekki er halli. Einnig gengur
erfiðlega með smalamennsku, því
ekki rofar til í lofti.
— Fréttaritari.
„OKKUR vantar alltaf blóð“,
sagði Valtýr Bjarnason lækn-
ir í Blóðbankanum, í stuttu
samtali við Mbl. í gær. Ef
almenningur gerði sér grein
fyrir mikilvægi þess að bank-
inn hafi alltaf nægar blóð-
birgðir til afnota á skurð-
stofum, þá myndum við aldrei
þurfa að senda út hjálpar-
beiðni til almennings um að
gefa blóð.
Blóðþörf spítalanna eykst líka
stöðugt, því að nú geta skurð-
læknar sjúkrahúsanna, vegna
tilkomu Blóðbankans, gert stærri
aðgerðir. Og það er hægt að
leggja meira á sjúklingana við
slíkar aðgerðir, vegna þess að
Blóðbankinn reynir að hafa næg-
ar birgðir.
Ekki sér Blóðbankinn eingöngu
Reykjavíkurspítölum fyrir blóði,
heldur líka spítölunum úti á
landi.
SAMKVÆMT fréttum frá NTB
Reuter í gærkvöldi, hefir Eisen-
hower Bandaríkjaforseti ákveðið
að bcita hinum svonefndu Taft
Hartley-lögum til þess að binda
endi á verkfall hafnarverka-
manna á austurströnd Bandaríkj-
anna, sem nú hefir staðið sex
daga. Hefir forsetinn skipað sér-
staka nefnd til þess að kynna sér
launadeilu þessa og skal hún
skila áliti í síðasta lagi 10. þ.m.
— Hefir nefndin boðað deiluaðila
á sinn fund í dag.
★
Samkvæmt nefndum lögum get
ur forsetinn fengið réttarúrskurð
um það, að verkfallsmenn skuli
snúa aftur til vinnu á meðan á
samningaumleitunum stendur,
eða allt upp í 80 daga — á grund-
velli þess, að fjárhág landsins sé
Þó blóðbankinn sé búinn að
starfa óslitið frá því á árinu
1953, hafa aðeins 5616 manns
þangað komið til blóðgjafa. —
Sumir hafa komið mjög oft. Er
þessi tala furðulega lág, miðað
við að fólk er á blóðtökualdri
frá 18 ára aldri til sextugs. —
Lælcnir blóðbankans sagði að
nemendur Sjómannaskólans
hefðu jafnan verið stoð og stytta
bankans, en vissulega mætti ætla
að nemendur. við fjölmarga aðra
skóla gæfu sig fram til blóð-
gjafa. — í eina tíð hefðu stúd-
entar, einkum læknadeildar-
menn, verið í hinum föstu blóð-
gjafasveitum, en sú tíð virðist
liðin nú, og væri það illa farið.
— Okkur vantar alltaf blóð,
eru orð, sem almenningur ætti að
leggja á minnið. Hver blóðgjöf
getur miklu skipt um líf og
heilsu þeirra, sem undir uppskurð
þurfa að ganga og þeirra, sem
verða fyrir slysum. — Hver veit,
hvenær hann sjálfur þarf á blóði
að halda?
ógnað. — I yfirlýsingu frá forset-
anum í gær var sagt, að öryggi
lands og þjóðar væri £ hættu, ef
þetta verkfall héldi áfram.
Þegar sambandi hafnarverka-
manna var tilkynnt um ákvörðun
forsetans, sagði talsmaður þess
aðeins, að það mundi ávallt hlíta
ákvórðunum stjórnarinnar.
★
Eisenhower hefir aftur á móti
ekki gert sérstakar ráðstafanir til
þess að binda endi á verkfallið
í stáliðnaðinum, sem nú hefir þó
staðið 84 daga. — Verkamenn
höfnuðu í gær tilboði atvinnurek-
enda um hækkuð laun, og hefir
nýr samningafundur ekki verið
boðaður. Pamband stáliðnaðar-
verkamanna kvað tilboð þetta
alls ófullnægjandi, og yrði verk-
fallinu haldið áfram, þar tj.1 fall-
izt yrði á kröfur þær, sem fram
hafa verið settar. Atvinnurekend
ur telja sig aftur á móti ekki geta
gengið lengra til samkomulags.
Eisenhower hyggst
stöðva verkfallið
Fresenette ræður jafnvæginu
Snjallasti dávaldur og sjónhverfingamað jrEvrópu
FRISENETTE
IVIiðnætursýningar
í Austurbæjarbíói
fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 11,15
Síðasta tækifærið til að sjá Frisenette
þar sem hann kveður leiksviðið eftir 40
ára sýningartímabil.
Aðgöngumiðasala er hafin í Austurbæj-
arbíói.