Morgunblaðið - 07.10.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.10.1959, Qupperneq 24
220. tbl. — Miðvikudagur 7. október 1959 Lamb fátæka mannsins í BÆÐU sinni á Allsherjarþing- inu í fyrradag rifjaði Thor Thors sendiherra upp söguna um lamb fátæka mannsins, sem er að finna í síðari Samúclsbók Gamla testamentisins, en þar segir af Þúsundir fá ekki afgreiðslu hjá húsnœðismála- stjórn Sfjórnendur önnum kafnir við gagn- / tveim mönnum, ríkum og fátæk- um. „Hinn riki átti fjölda sauða og nauta, en hinn fátæki átti ekki nema eitt gimhralamb . . . Þá kom gestur til ríka mannsins, og hann tímdi ekki að taka neinn af sauðum sínum eða nautum til þess að matreiða fyrir ferðamann inn . . . heldur tók gimbrarlamb fátæka mannsins . . .“ — Fiskveiðarnar eru einasta lamb okkar litlu þjóðar, sagði Thor Thors. Við vonum, að hin- kvæmar glæpsamlegar sakargiftir SJÁLFSTÆÐISMENN beittu sér fyrir því 1955, að al- mennu veðlánakerfi fyrir íbúð arhúsnæði væri komið upp. Eftir að V-stjórnin tók við fór þetta allt skjótlega úr bönd- um. Þess vegna telja Sjálf- stæðismenn það nú í kosninga- stefnuskrá sinni meðal brýnna Hannes um Sigurð verkefna „að tryggja fjármagn tii húsbygginga við sjó og í sveit“. Síðustu atburðir sanna, að í fulit öngþveiti er komið. — Engum öðnum en Sjálfstæðis- mönnum er treystandi tii að kippa þessum málum i lag að nýju. ir auðugu Bretar endurtaki ekki dæmisögu Biblíunnar gagnvart' okkur. — Sagt hefir verið, að við gætum ekki með rétti fært út fiskveiðitakmörkin einhliða. En hvers vegna skyldum við ekki geta það, þegar um 30 þjóðir hafa þegar fært út lögsögulandhelgi sína — einhliða, Engir — aðrir en Bretar — sem mótmælt hafa útfærslunni, hafa talið nauðsyn- legt að grípa til annarra aðgerða en „diplómatískra* ‘og kurteis- legra mótmæla. Bretar hafa aftur á móti hagað sér þannig, að það stríðir gegn stofnskrá S.þ. Við slíkri fram- komu hefði sízt mátt búast af ríki, sem talið er bandamaður Okkar. ,Skirrist ekki v/ð að stela eða láta stela bréfum og skjölum frá meðstjórnendum." „GENGUR AF HÚSNÆÐISMÁLA- STOFNUNINNI DAUÐRI“ „Þú veizt að fjárskortur byggingarsjóðs og aigert á- hugaleysi núverandi stjórnar- valda til að auka f jármagn til íbúðarlána, veldur ótrúlegum Kjósendafundur Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavik kvöld er i ►JÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í teykjavík halda almennan :jósendafund í Sjálfstæðis- íúsinu í kvöld og hefst hann 1. 20,30. Ræðumenn á fundinum ■erða: Gunnar Thoroddsen, lorgarstjóri, frú Auður Auð- uns, Birgir Kjaran, hagfræð- ingur, Pétur Sigurðsson, sjó- maður og Bjarni Benedikts- son, ritstjóri. Fundarstjóri verður Tómas Guðmundsson, skáld. Allt stuðningsfólk D-listans er hvatt til. þess að mæta stundvíslega. Stiórnmálalundir D-listans Reykjaneskjördæmi vandræðum hjá þeim mikla fjölda manna, sem ér að reyna að eignast þak yfir höfuðið“. Á þessa leið lýsir Hannes Pálsson ástandinu hjá húsnæð- ismálastjórn í grein, sem hann skrifar í Tímann í gær. Lýs- ing Hannesar staðfestir það, sem Sigurður Sigmundsson skýrði blaðamönnum frá hinn 24. sept. sl., er hann taldi nær 2000 umsækjendur annað hvort enga eða ófullkomna úr- lausn hafa fengið hjá húsnæð- ismálastjórn. Ástæðan til þess, að svona er komið, er, að í höndum húsnæðismálastjórnar hefur löggjöfin, sem V-stjórnin setti um íbúðalán hrunið til grunna. Höfuðsmiður hennar var Hannibal Valdimarsson og þess vegna ekki við góðu að búast. Út yfir tók í hverra hendur framkvæmd þessarra mála var látin. Þar voru helztu ráða- menn Sigurður Sigmundsson og Hannes Pálsson. Hannes segir nú um Sigurð: „Líklega gengur þú af Hús- næðismálastofnuninni dauðri‘„ í Morgunblaðinu í gær mátti lesa lýsingu Hannesar á starfsháttum Sigurðar. En áð- ur hafði Sigurður birt „myrk- fælnis“-bréfið til Hannesar. Viðureign þeirra félaga held ur áfram í Tímanum og Þjóð- viljanum í gær. „ÚTGRÁTNAR OG NIÐURBROTNAR" FRAMBJÓÐENDUR D-list- ans í Reykjaneskjördæmi boða til stjórnmálafunda á eftirtöldum stööum nú í vik- unni: Sandgerði. í samkomuhúsinu í Sandgerði í kvöld og hefst fundurinn kl. 8,30. Fundarstjóri verður Gísli Guðmundsson. Vatnsleysuströnd. í barnaskóla Vatnsleysustrand arhrepps kl. 8,30 í kvöld. Fund- arstjóri verður Árni Hallgríms- son. Grindavík. f samkomuhúsinu i Grindavik á morgun og hefst fundurinn kl. 8,30. Fundarstjóri verður Eirík- ur Alexandersson. Gerðahreppi. f samkomuhúsinu í Gerða- hreppi á morgun kl. 8,30. Fundarstjóri verður Sigurbergur Þorleifsson. Ræður og ávörp á þessum stóð- um flytja: Ólafur Thors, Matthías Á. Mathiesen, Sveinn S. Einars- son, Karlvel Ögmundsson, Axel Jónsson, Alfreð Gislason, Einar Halldórsson og Stefán Jónsson. Ailt stuðningsfólk D-listans velkomið. Hannes ávarpar Sigurð m. a. svo: „Þú heldur að þér takist með lognum sakargiftum að láta þetta fólk trúa því, að sam- starfsmenn þínir séu vondir menn, sem noti það litla fé, sem þeir geta útdeilt, aðeins til atkvæðakaupa, en hirði ekkert um ástæður umsækj- enda. Þú ætlar að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá almennmgi, að þú sért siðbót- armaðurinn^ sem aðeins þjónir réttlætinu, en fáir litlu áork- að fyrir vondum mönnum og viðsjálum. Þú treystir því, að meðstjorn endur þínir glúpni og leggi ekki í það þarfaverk að sanna faríseahátt þinn og fullkomið siðleysi í opinberu starfi, en slíkt er misskilningur hjá þér. Því þú verður að athuga það, að meðstjórnendur þínir eru ekki eins og fermingarstelpur, sem hægt sé að bjóða upp á smáævintýri í öngstrætum eða skrifstofubyggingum og skilja þær svo þar eftir útgrátnar og niðurbrotnar". „ÞEKKTU ÓÞOKKAEÐLI HANS“ Fyrr í grein sinni segir Hannes: „Þegar ég las grein þína „íbúðarlán og atkvæðaveiðar“ kom mér í hug Ketill prestur í sögu Borgarættarinnar. Með persónu Ketils bregð- ur skáldið Gunnar Gunnars- son upp mynd af hinum ófyr- irleitna skálki, sem einskis svífst. Ketill prestur er látinn átanda fyrir altarinu og ásaka vandamann sinn um glæp, sem hann sjálfur hafði framið. Með þessu ætlaði Ketill að gera sig að hinum hreina dýrling í aug- um safnaðarins. Hann hélt að með þessu tiltæki myndi hann geta upphafið sjálfan sig en svínbeygt venzlamenn sína, sem hann óttaðist, af því þeir þekktu óþokkaeðli hans. Tilræði Ketils heppnaðist ekki. Boginn brast í hendi hans, og hann var fyrirlitinn og smáður. Sá er munur Ketils og þín, að Ketill iðraðist, leit- aði í bæn til Guðs síns og gerð ist meinlætamaður, en senni- lega munt þú aldrei iðrast gerða þinna, fyrr en ef það verður á banasænginni". Síðar sakar Hannes Sigurð um „lognar sakargiftir og ó- viðurkvæmilegar getgátur" og, að hann „---------skirrist ekki við að stela eða láta stela bréfum og skjölum meðstjórnend- um, til þess að misnota þau á Dólitískum vettvangi". FORMAÐUR VÍKI SÆTI Þá birtir Hannes bókun í fundarbók ' Húsnæðismála- stjórnar, þar sem Eggert Þor- stetosson segir m.a.: „Hins vegar liggur sú stað- reynd ljós fyrir, að formaður, sem á að vera nm leið höfuð- forsvarsmaður stofnunarinnar hefur uppvakið þessar opin- beru deilur, er óhjákvæmilega hljóta að rýra stórum álit stofn unarinnar í heild. Af þessum ástæðum og öðrum. sem fyrr eru eftir mér bókaðar í fund- argerðum stofnunarinnar varð andi störf formanns, þá skora ég á formann, að hann víki sæti og láti varamann sinn taka sæti sitt“. Á þessum sama fundi lét full trúi Landsbankans í Húsnæðis málastjórn, uppi þá skoðun, að hann teldi framkomu for- manns vítaverða og mjög ó- heppilega, þó að hann léti ekki bóka neina yfirlýsingu um þau efni“. Sigurður um Hannes: „Misnotað afstöðu sina sem opinber trúnaðarmaður á herfilegasta hátt til njósna og skoðanakúgunar". „NJÓSNASTJÓRI FRAMSÓKNAR" Ekki er Þjóðviljinn mildari í garð Hannesar. Þar segir í gær: „Hannes Pálsson frá Undir- felli, njósnastjóri Framsókn- arflokksins í sambandi við út- hlutun íbúðarlána, skrifar grein í Tímann í fyrradag um bréf það sem hér hefur verið birt frá einum hinna fjöl- mörgu agenta hans. f grein þessari játar Hannes Pálsson skilyrðislaust — — — á sig skipulagðar njósnir um stjórn- málaskoðanir þeirra manna, sem sótt hafa um lán til íbúða- bygginga: Hannes segist hins vegar ætla að kæra til lögreglunnar, út af því að afbrot hans hafi komizt upp! Hann heldur því fram að bréfinu og njósnalist- unum hafi verið „stolið úr skjalatösku" sinni — og reyn- ir að gera Það að aðalatriði! Afbrotið er ekki aðalatriðið, heldur hitt hvernig í ósköp- unum standi á því að hægt skuli að sanna afbrotið á hann! Þessi viðbrögð eru mjög ljóst dæmi um siðferði Hannesar Pálssonar og skilning hans á réttu og röngu. Á AÐ HEIÐRA SKÁLKINN? Og hvað gerist næst? Á Hannes Pálsson að fá að sitja kyrr í starfi sínu eftir að það hefur verið sannað upp á hann og eftir að hanti hefur játað skilyrðislaust að hann hafi mis notað aðstöðu sína sem opin- ber trúnaðarmaður á herfileg- asta hátt til njósna og skoð- anakúgunar? Óhætt mun að fullyrða að slíkt myndi ekki geta gerzt i nokkru náiægu landi — nema þá helzt í Suð- ur-Ameríku. Ef siík vinnu- brögð sönnuðust t.d á em- bættismann í Skandinavíu myndi hann tafarlaust neydd- ur til að segja af sér störfum og síðar yrði höfðað mál á hendur honum fyrir að hafa brugðizt trúnaði almennings og misnotað aðstöðu, sem hon- um var fengin til að úthluta almannafé. Hannes á auðsjáanlega ekki von á neinu slíku. Hann treyst- ir á það að ráðamenn Fram- sóknarflokksins, þeir sem fólu honum að skipuleggja njósnirnar og létu flokkskerf- ið aðstoða hann í þeirri iðju, muni halda yfir honum vernd- arhendi“. ÓÞOLANDI ÁSTAND Erfitt er að sjá, hvors hlut- ur er lakari. Hitt getur engum dulizt, að óþolandi er að láta þessa menn deginum lengur fara með stjórn húsnæðismál- anna. Ærið er erfitt fyrir þúsund- ir manna að standa nú uppi hjálparlausir eftir að hafa treyst gylliloforðum V-stjórn- arinnar, þó að þeir þurfi ekki að sækja mál sín undir gap- uxa, sem kunna þau úrræði ein að saka hvorn annan um þjófnað og njósnir, svo að fátt eitt sé talið. Óneitanlega er eðlilegra að lögreglan hafi tal af þeim piltum heldur en að þeir séu áfram látnir sitja yfir hlut. þúsunda manna, sem neyðst hafa til þess að leita til þeirra í góðri trú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.