Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐlh
Þriðjudagur 13. olct. 1959
ÆT
Aður Hreyf-
ill rtú Frarni
BIFREIÐAST J ÓR AFÉLAGIÐ
Hreyfill hefur nú breytt um
nafn og heitir framvegis Bifreiða
stjórafélagið Frami. Var þessi
nafnbreyting ákveðin þar eð mik-
ils og vaxandi misskilnings hef-
ur gaett vegna þess að þetta stétt
arfélag bifreiðastjóra bar sama
nafn og bifréiðastöðin og sam-
vinnufélagið Hreyfill.
Bifreiðastjórafélagið Frami er
stéttarfélag leigubifreiðastjóra í
Reykjavik og nágrenni, og hefur
aðsetur sitt í húsi félagsins við
Freyjugötu 25 í Reykjavík.
Bergsteinn Guðjónsson formað
ur félagsins, átti í gær tal við
blaðamenn, ásamt öðrum úr
stjórn félagsins. Skýrði hann frá
því, að félagið hefði átt 25 ára
starfsafmæli 6. október sl. og
hefði þess þá verið minnzt með
hófi. Að vísu hafði verið gerð
tilraun til að stofna stéttarfélag
bifreiðastjóra árið 1915, eða
tveimur árum eftir að fyrsta bif-
reiðin kom til landsins, en ekki
varð þó af stofnun þess fyrr en
1934.
Bifreiðastjórafélagið Frami
starfar í tveimur deildum: Sjálís
eignarmannadeild og Launþega-
deild. Félagið hefur á þessum
25 árum látið kjaramál og önnur
mikilvæg hagsmunamál stéttar-
innar til sín taka og orðið vel
ágengt í því efni. Auk þess hafa
félagarnir myndað með sér ýms
samtök á umliðnum árum, svo
sem knattspyrnudeildir, fræðslu-
og málfundafélag og taflfélag og
hafa ýmsar keppnir farið fram
í þeim greinum, utan lands og
innan. Einnig hefur verið starf-
andi kór bifreiðastjóra.
í Reykjavík munu nú vera 619
leigubifreiðastjórar, sem hafa
atvinnuleyfi til að annast fólks-
flutninga. í reglugerð, sem gef-
in var út 1955, um takmörkun
leigubifreiða, var gert ráð fyrir
að einn leigubíll yrði á hverja
125 íbúa bæjarins. Er þetta mjög
rúmt, ekki sízt þegar þess er gætt
að um 10.000 bifreiðar eru í bæn-
um fyrir utan leigubifreiðarnar.
GIBRALTAR, 10. október. —
Ketilsprenging varð í dag í 12
þúsund lesta norsku olíuflutn-
ingaskipi undan Gibraltar. Einn
maður lézt og sex slösuðust. —
Læknar voru sendir á vettvang,
tókst að setja einn um borð af
spænsku skipi — og annan af
norskum dráttarbáti, sem send-
ur var frá Gibraltar skipinu til
aðstoðar, en það var á leið til
Súez.
Þessi kemputegf, aldurhnigni bóndi, ríðandi á gæðingi sínum
er Þórður Kárason að Litla-Fljóti í Biskupstungum. Á dögun-
um, er hann var í göngum, sem fjallkóngur Biskupstungna-
manna, lá ieið hans um Hveravelli. Hann var þá á leið inn í
Þjófadali og átti einnig fyrir höndum ferð inn að Hvítárvatni.
Gisti Þórður ásamt fleiri gangnamönnum í sæluhúsi Ferða-
féiags Islands á Hveravölium. Þar voru þá fyrir nokkrir
Ferðafélagsmenn og tók einn þeirra-þessa ágætu mynd af Þórði,
er hann var að leggja af stað frá skálanum. (Ljósm. J. M.)
Á mettíma frá Keflavík
til San Francisco
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 9.
okt. — Á dögunum setti farþega-
þota frá Pan American flugfé-
laginu nýtt hraðamet á flugleið-
inni frá Keflavík til San Fran-
cisco. Farþegaþota þessi var af
gerðinni Boeing 707—321, sem er
ný endurbætt útgáfa af hinum
vinsælu Boeing 707 þotum.
Farþegaþotan flaug til San
Francisco á vesturströnd Banda-
ríkjanna á 8 klst. og 40 mínútum.
Vegalengdin sem flogin var er
um 6600 km, en vegna hagstæðari
vinda á flugleiðinni var ekki flog
in skemmsta leið, heldur krækt
norður á bóginn, flogið yfir mið-
bik Grænlands og allt norður á
70 breiddargráðu í óbyggðum
Kanada.
707—321 farþegaþotan vegur
fullhlaðin 135 smálestir og á
Keflavíkurflugvelli tók hún um
Strjálar áœtlunarterðir
farþegaskipa til megin-
landsins á nœstunni
FASTAR áætlunarferðir farþega-^
skipa verða mjög strjálar til meg-
inlandsins á næstunni. Gullfoss
fer í 12 daga skoðun og viðgerð í
Danmörku er hann kemur út, en
hann fer héðan í dag, og Drottn-
ingin siglir úr tveimur næstu
ferðum héðan til Grænlands og
kemur ekki við hér aftur á leið
til baka.
Næsta ferð Gullfoss til Kaup-
mannahafnar verður því ekki
fyrr en 6. nóvember, en þá hefst
vetraráætlun skipsins, og verða
þá þrjár vikur á milli ferða, eins
og undanfarna vetur. Á sumrin
fer skipið héðan á hálfs mánað-
ar fresti.
Drottningin fer ekki næst héð-
an til Danmerkur fyrr en 12. des-
ember. Hún kemur hingað 16.
okt. og fer daginn eftir til Græn-
lands. Aftur á móti kemur hing-
að vöruflutningaskip frá Sam-
einaða 23. október og snýr við
hér til Færeyja og Danmerkur.
Ábyrgð á láni til
Landakotsspítala
Á FUNDl bæjarráðs, er haldinn
var á föstudaginn, var rætt um
lántöku vegna byggingar hins
nýja Landakotsspítala St. Jóseps-
systra. Um þetta gerði bæjarráð
svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn heimilar, að bæj-
arsjóður taki sjálfsskuldaábyrgð
á láni að upphæð 1 milljón króna
til 15 ára, sem St. Jósepssystur
leita eftir hjá Tryggingastofnun
ríkisins vegna byggingar Landa-
kotsspítala. Samþykkt þessi bygg
ist á þeirri forsendu, að lánveit-
ingar til byggingar bæjarspítal-
ans og annarra heilbrigðisstofn-
ana Reykjavíkurbæjar frá Trygg
ingastofnun ríkisins, skerðist ekki
frá því sem verið hefur.“
borð 60 þúsund lítra af eldsneyti.
Með flugvélinni voru 143 farþeg-
ar, en áhöfn var 10 manna.
Fyrirhugað er að Pan Amercan
haldi uppi áætlunarflugi milli
London og San Francisco fjór-
um sinnum í viku og má gera
ráð fyrir að Keflavíkurflugvöll-
ur verði oftast notaður sem milli
lendingarstaður, þar sem talið er
hagstæðara að lenda þar, heldur
en í Goose Bay á Labrador,
vegna þess að flugleiðin frá
London til San Francisco liggur
um fsland. — BÞ.
Mulningsvélar keyptar
fil grjótnáms bœjarins
s
s
s
s
s
s
s
s
BÆJARRÁÐ hefur nú falið
Rögnvaldi Þorkelssyni yfirverk-
fræðingi og forstöðumanni grjót-
náms Reykjavíkurbæjar, að ljúka
nauðsynlegum undirbúningi að
kaupum á grjótmulningsvélum til
grjótnámsins. Það hefur verið
lengi á döfinni að kaupa grjót-
mulningsvélar. Verða vélarnar
sem nú verða keyptar þannig, að
þær taka við ein af annarri,
mylja 60—100 tonn af grjóti á
klukkustund, og geta vélarnar
tekið við björgum 60x100 sm. og
skilað þeim í gegnum hverja
mulningsvélina af annarri mis-
munandi gróft mulnu, hvort held-
ur nota á í púkklag í götur, mal-
s
j
s
>
s
s
s
s
arofaníburð fyrir malbikun eða
fínt slitlag ofaná malbikaðar göt-
ur eða stræti.
Rögnvaldur Þorkelsson kvaðst
vonast til þess að vélarnar verði
komnar upp seinnipart næsta
sumars í bækistöð grjótnámsins
við Elliðaárvog. Þetta verða tékk
neskar vélar. Verða þær mjög
sterklega byggðar og má sem
dæmi geta þess að ramminn ut-
anum þá vélina sem mylur
stærsta grjótið, vegur hvorki
meira né minna en 15 tonn.
Elzta grjótmulningsvél Reykja-
víkurbæjar er enn í gangi, og
verið notuð við allar götur frá
árinu 1926.
Vegakort og umferðamáI
NÝLEGA sendi Reykjavíkurdeild
Bindindsfélags ökumanna bréf til
vegamálastjóra, þar sem óskað er
eftir því að gefin verði út Vega-
kort af akvegakerfi landsins og
að kortin komi framvegis út á
fimm ára fresti, með breytingum
og ástandi akvega, með tilliti íil
bílaumferðar. Kortin þurfa að
vera í ekki minni mælkvarða en
1:500 þús. (einn á móti hálfn
millj.) og á fjórum kortblöðum.
Alla tækni og kortvinnu er hag-
kvæmast og ódýrast að gera í
landinu sjálfu, en hér eru full-
komnustu tæki sem völ er á tii
stórvirkrar kortagerðar úr lofti
og verð sambærilegt við bezxu
erlendar kortagerðir.
Erlendis sjá t. d. olíu eða hjól-
barðafyrirtæki sér hag í að gefa
út vegakort með merktum tank
og viðgerðarstöðum. Fyrir ókunn
uga hafa það lengi verið bein
vandræði að komast leiðar sinn-
ar um landið vegna skorts á full-
nægjandi og áreiðanlegum vega-
kortum og þarf að ráða bót á
þessu hið fyrsta.
Bréf hefur verið sent frá B.F.Ö.
til umferðar-yfirvaldanna, þar
sem lagt er til að gula biðljósið á
götuljósunum sé látið loga ca. 10
sekúndum lengur, svo fólk hafi
tíma til að komast yfir götuna en
grænt ljós fyrir akandi og gang-
andi kviknar jafn snemma eins
I og er.
| Sennilega mætti taka fyrir svo
til allan drykkjuakstur í Rvík á
stuttum tíma, með því að lögregl-
an vakti dansstaði og vínveitinga
hús í nokkrar vikur af og til og
athugaði ástand þeirra sem það-
an aka.
í 8 mánuði hefur Reykjavíkur-
deild B. F. Ö. haldið uppi skipu-
legum áróðri fyrir stefnuljósanot
kun og að lögreglan taki upp
ákveðnari stefnu í umferðarmál-
um, gegn umf.slysum, m. a. með
því að taka upp staðsektir í á-
kveðinn tíma á ári, sept., okt., og
nóvember, þegar skammdegið og
óveðrin eru að síga að og slysa-
fjöldinn nær hámarki eins og hin
vikulegu stórslys sýna. Staðsekt-
ir eru leiðinlegar en hafa þann
kost að þær bitna á þeim sem
eiga þær skilið. Staðsektir eru
eina leiðin til að ná til einstakra
bílstjóra sem engum sönsum vilja
taka og til að hemja og útkljá
smá umferðarbrot, en verðandi
umferðarmenning er samvinna
og löghlýðni akandi og gangandi
manna.
Bindindisfélag ökumanna er al-
þjóðlegur bílklúbbur og félag
áhugamanna um umferðarmál og
vinnur að bættri og öruggari um-
ferð á öllum sviðum.
(Fréttatilkynning frá Bindindis
félagi ökumanna).
skrifar úr daglega lífínu ,
H
Varadekki og felgu stolið
fyrir utan bíóið.
AFNFIRÐINGUR hringdi til
Velvakanda í gærmorgun og
hafði athyglisverða sögu að segja.
Hafði hann farið í Kópavogsbió
á laugardagskvöldið og ekið
þangað í eigin bíl, sem hann
geymdi fyrir utan bíóhúsið með-
an á sýningu stóð.
Þegar hann kom út að sýningu
lokinni, sá hann strax að eitt-
hvað hafði verið átt við bílinn
og við nánari athugun kom í ljós
að stolið hafði verið bæði vara-
dekki og felgu. Ekki var vitað
til að sézt hefði til þjófanna, en
það eru vinsamleg tilmæli til
allra, sem kynnu að hafa orðið
varir við ferðir grunsamlegra
manna utan við Kópavogsbíó á
laugardagskvöldið, að þeir áti
rannsóknarlögregluna vita.
H
Bíóin þyrftu að hafa vörð.
AFNFIRÐIN GURINN skýrði
ennfremur frá því, að hann
vissi til þess, að sama kvöld
hefði verið stolið luktum og fleiri
verðmætum af bifreiðum bíógesta
í Hafnarfirði þar sem þær stóðu
á aðalgötunni við bíóið. í tilefni
þessa bað hann Velvakanda að
kopaa þeirri ósk á framfæri við
kvikmyndahúsin, að þau fengju
sér vörð .il að gæta að bifreið-
um bíógesta meðan á sýningu
stæði. Þetta þyrfti ekki að hafa
mikinn tilkostnað í för með sér,
sagði hann, því unglingar gætu
tekið þetta að sér. Ef slíkri vörzlu
væri komið á, ef til vill gegn
vægu gjaldi fyrir hvern bíl, gætu
gestir kvikmyndahúsanna horft
áhyggjulausir á kvikmyndirnar
og átt vist að koma að farar-
tækjum sínum óskemmdum þeg-
ar sýningu væri lokið.
Heimsmet í tann-
skemmdum.
Isunnudagsblaði Mbl. birtist
grein frá Tannlækningafélagi
íslands með þessari fyrirsögn.
Heimsmet okkar í tannskemdum
er að vísu ekki staðfest ennþá,
en hins vegar höfum við nýlega
fengið staðfestingu á heimsmeti
í sykurneyzlu og segir í grein-
inni, að hitt heimsmetið geti hæg-
lega fylgt í kjölfarið, ef ekki sé
hafizt handa í tíma.
Hér er því vissulega um mikið
alvörumál að ræða, sem nauðsyn-
legt er að hver einasti maður
íhugi. Flestir kannast víst við
sársauka tannpínunnar, og fált
óprýðir fólk meira, en illa hirtar
og meira og minna skemmdar
tennur. Þetta hvortveggja er að
mestu leyti hægt að koma í veg
fyrir, ef menn aðeins gæta vel að
mataræði sínu og fara til tann-
læknis minnst tvisvar á ári.
Sykur og brauð ur fínu
mjöli er hættulegast.
SÁ matur, sem er tönnunum
hættulegastur samkvæmt upp
lýsingum tannlækna, er sykur og
brauð úr fínu mjöli. Ættu hús-
mæður að taka til sérstakrar at-
hugunar að minnka sykur í mat
og hafa ekki mikið af brauði úr
fínu mjöli á borðum fyrir fólk
sitt. Mundi þá marfte maður-
inn í framtíðinni losna við sárs-
auka og útlitslýti, sem hann ann-
ars verður að bera.
Þriggja ára börn
til tannlækna.
EINS og áðan sagði, ætti hver
maður að fara til tannlæknis
minnst tvisvar á ári, því þá er
lítil hætta á að ekki sé hægt að
gera við hverja þá tönn, sem
bilar. Fyllingar verða að sjálf-
sögðu því vandmeðfarnari og erf-
iðari sem viðkomandi tönn er
meira brunnin. Þá ættu allir for-
eldrar að gera sér það að reglu
að fara með börn sín til tann-
lækna þegar þau eru þriggja ára
eða svo. Það er betra fyrir barnið
að kynnast tannlækni áður en
það fær tannpínu í fyrsta skipti,
en koma til hans sárkvalið
til að láta draga úr sér tonn. Einn
ig er mjög gott að tannlæknirinn
geti litið yfir tennurnar og gefið
ráðleggingar áður en þær byrja
að skemmast.