Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 10
10
MORClllMHJ. AÐIÐ
Þriðjudagur 13. okt. 1959
Frakkar viðurkenna í
tyrsta skipti sjálfs-
ákvör&unarréft Alsírhúa
ÞAU merkilegu tíðindi hafa
gerzt í Alsírmálinu, að de
Gaulle forseti Frakka hefur
lýst því yfir, að Frakkland
viðurkenni sjálfsákvörðunar •
rétt Alsírbúa. Hvernig sem
þetta verður í reynd er yfir ■
lýsing forsetans stórathyglis-
verð. Fyrir nokkrum árum
hefði engum dottið í hug, að
ábyrgur stjórnarleiðtogi
mælti slík orð og de Gaulle
er líklega enn í dag eini mað-
urinn í Fraklandi, sem gat
gefið slíka yfirlýsingu.
Hver nýlendan á fætur ann-
arri í Afríku er nú að fá sjálf-
stjórn. í flestum tilfellum fer
það fram með eðlilegum hætti og
árekstralítið. Þegar svertingja-
þjóðir vakna til þjóðernislegra
meðvitundar, sjá hinir hvítu íbú-
ar þessara landa, sem eru eins
og dropi í hinu svarta hafi, að
ekki tjóar að spyrna við brodd-
um.
Vandamálin eru mest á útjöðr-
um álfunnar, þar sem fjöldi
Evrópumanna hefur numið land.
Hvítir men eru t.d. um fjórð-
ungur íbúa Suður-Afríku, eða
nærri þrjár milljónir. Þeir eru
staðráðnir í því að ofurseija sig
ekki neinni svertingjastjórn. Þess
vegna verður ekkert lát á svert-
ingjakúguninni í Suður-Afríku,
heldur færist hún bvert á móti
í aukana.
Frönsku landnemarnir
vilja engu breyta
í Alsír er ástandið líkt. Af um
10 milljónum íbúa er 1 milljón
manna franskir landnemar. Þar
eru að vísu ekki dregin jafn skýr
kynþáttatakmörk eins og í Suð-
ur-Afríku. Þeir fáu Serknesku
menn sem tekizt hefur að vinna
sig upp og afla sér fjár og frama
geta umgengizt franska meðbræð
ur sína t.d. í veitingahúsum og
synir'þeirra sitja í sömu skála-
stofum og franskir unglingar. En
Frakkar hafa beitt þjóðina slíkri
efnahagslegri kúgun um langt
skeið, að mjög fáir Serkir komast
í þá aðstöðu.
Um 130 ár eru síðan Frakkar
hernámu Alsír og allan þennan
tíma hafa þeir verið að smáherða
tökin á landmu. Franskir land-
nemar hafa hrakið hina inn-
fæddu af gróðursælustu löndun-
um og reka nú margir stórbú með
ódýrum vinnukrafti Serkjanna.
Margir þessara landnema eru
stórauðugir menn en við hlið
þeirra, meðal Serkjanna ríkir ein-
hver sú ömurlegasta fátækt, sem
hægt er að hugsa sér. Hinir inn-
fæddu hafast við í leirkofum og
öll híbýli þeirra eru ötuð óhrein-
indum og morandi af óþrifum.
Þessu vilja hinir frönsku land-
nemar ekki breyta. Þeir vilja
halda áfram að gernýta hina serk
nesku vesalinga og er bölvanlega
við allt sem getur stuðlað að því
að reisa þá við.
Frakkar hafa nú um langt skeið
talað fjálega um það, að Alsír sé
„hluti af Frakklandi". Þessari
hugmynd hefur sérstaklega upp á
siðkastið verið ætlað að tryggja
það, að frönsku landnemarnir
þurfi ekki að eiga á hættu, að
Serkirnir eða 9/10 hlutar lands-
manna taki völdin í sínar heldur.
Frelsiskröfur taldar landráð
Þannig er formlega litið svo á,
að Serkirnir séu franskir ríkis-
borgarar, sem eigi að njóta allra
réttinda þjóðfélagsins. Réttind-
Sameiyiniega skemmtun
halda Týr F.U.S. Sjálfstæðismanna í Kópavogi og
Stefnir F.U.S. í Hcifnarfirði miðvikud. 14. þ.m. kl.
9 s.d.
Ávarp Matthias A. Matthiesen
Dans. ,
Skemmtinefnd.
Tvær til þrjár stúlkur
gefa fengið vinnu
við fatasaum.
SPARTA
Borgartúni 8 — Sími 16554.
Ungling
vantar til blaðhurðar við
tflíðarvecy
Sími 22480.
anna njóta þeir ekki. Þeim er
haldið í efnahagslegri niðurlæg-
ingu. Til skamms tíma veitti
Frakkland ekki grænan eyri til
menntamála í Alsír og enn í dag
er vart meira en fimrftti hluti
serkneskra barna, sem nýtur
minnstu skólagöngu. f orði
kveðnu hafa Serkir átt að hafa
kosningarétt, en kosningarnar
hafa verið skrípaleikur einn, þar
sem minnihlutinn, hinir hvítu
landnemar hafa getað ráðið úr-
slitunum með brögðum og of-
beldisverkum.
Þótt Serkirnir hafi ekki fengið
að njóta réttindanna, sem fransk-
ir borgarar hafa þeir fengið að
bera skyldurnar. Þeir hafa verið
skattpýndir miskunnarlaust. Þá
hafa þeir verið kvaddir í franska
herinn til að berjast, jafnvel alla
leið austur í Indó-Kína. Að vísu
er þeirri kvöð mikið létt af þeim
núna, því að Frakkar treysta
þeim ekki lengur til herþjónustu.
En þyngsta skyldan vegna
„franskra ríkisréttinda" er það,
að Frakkar hafa litið á það sem
landráð, ef Serki leyfir sér að
berjast fyrir sjálfstæði þjóðar
sinnar.
Það hefur verið algengt fyrir-
bæri á allri þessari öld, að Frakk-
ar ofsæki og fangelsi hvern þann
Serkja, sem leyfir sér að halda
De Gaulle í franska þinginu.
ið sem skæruliðar og skemmdar-
verkamenn. Bræðravig hafa tíðk-
azt í þessu stríði, því að reiði
uppreisnarmanna hefur oft bitn-
að á þeim mönnum af eigin þjóð-
erni, sem gengið hafa á mála hjá
Frökkum. En Frakkar hafa líka
sýnt fádæma vægðarleysi og
grimmd. Hafa aðferðir þeirra oft
verið engu betri en þýzkra SS-
og Gestapo-manna í síðustu
styrjöld.
s
s
\
s
s
s
s
s
s
Vonir lifna um lausn
Alsírvandamálsins
frám sjálfstæðiskröfum þjóðar
sinnar. En þeim hefur ekki tekizt
að kæfa niður frelsiskröfurnar,
heldur fara þær þvert á móti
vaxandi.
Grimmð Frakka
Við lok síðustu heimsstyrjaldar
urðu þáttaskil í frelsisbaráttu
Serkja. Nýir og öflugri frelsis-
straumar en nokkru sinni fyrr
hófu innreið sína í landið. Ef til
vill hefur innrás- Bandaríkja-
manna í Norður-Afríku átt sinn
þátt í þessu, en framkoma þeirra
í garð Serkja var allt önnur en
þeir voru vanir af Frökkum. Upp
úr þessu fara Afríkuþjóðir og
almennt að vakna til meðvitund-
ar um það að sjálfs hönd er holl-
ust.
Á sigurdaginn í Evrópu, í maí
1945 brautzt út vopnuð uppreisn
í Austur-Alsir, umhverfis borgina
Constantine. Tilefni hennar var
m.a. hungursneyð meðal Serkja,
en að baki hennar lágu þjóðern-
Isstraumar. Frakkar bældu upp-
reisnina niður með hervaldi og
með ofboðslegri grimmd. Engin
fullnægjandi skýrsla hefur verið
gefin um þessa atburði, en það
er varlega áætlao, að Frakkar
hafi þarna á nokkrum dögum
murkað lífið úr 20 þúsund Serkj-
um.
Eftir þetta var væringasamt í
Alsír, en frönsk herlögregla var
jafnan á'takteinum og hindraði
hún jafnframt að hin pólitísku
átök væru í hámæium höfð.
Það var loks í október 1954,
sem uppreisn brautzt út í landinu
og var það m.a. ein orsök henn-
ar að serkneskir herflokkar komu
heim frá stríðinu í Indó-Kína og
tóku hermennirnir nú að beita
kunnáttu sinni í meðferð vopna
fyrir þjóð sína og föðurland.
iVi milljónar her Frakka
Síðan hefur geisað styrjöld í
Alsír og hafa uppreisnarmenn
oft haft á valdi sínu stór land-
svæði en mest hafa þeir þó unn-
Útlagastjórnin í Alsír áætlar,
að nærri ein milljón Serkja hafi
látið lífið í þessari styrjöld. Oft
hafa Frakkar lagt heil þorp í
rústir og eltingaleikur þeirra við
skæruliða hefur bitnað á saklausu
fólki, konum og börnum. Um
tíma voru yfir 100 þúsund Serk-
ir samtímis í fangabúðum þeirra.
En stríðið hefur orðið Frökk-
um kosnaðarsamt. Stærðarhlut-
föll .þess má marka af því, að
hálfrar milljónar her Frakka hef-
ur verið bundinn í Alsír og hern-
aðarútgjöldin hafa ■ sligað þjóð-
ina. Auk þess er styrjöldin þeim
til alvarlegs álitshnekkis. Hefur
framkoma Frakka sem vilja telja
sig eina mestu menningarþjóð
Evrópu, vakið furðu og andúð í
öðrum löndum.
De Gaulle kemst til valda
1958 voru Frakkar að þrotum
komnir og gerðu landnemar og
herinn í Alsír þá byltingu þann
13. maí 1958, vegna þess, að þeir
óttuðust að heimalandið væri að
gefast upp í viðureigninni við
Serki. Leiddi þetta til þess að de
Gaulle komst til valda.
En de Gaulle hefur tekið öðru
vísi í málið en landnemarnir ætl-
uðu. Þeir telja nú margir að
hann hafi svikið þá. Hann hefur
á ýmsan hátt reynt að bæta kjör
Serkjanna, en lengst hefur hann
þó gengið nú síðast í ræðu þeirri,
er hann flutti hinn 16. september
sl. þar sem hann hét að virða
sjálfsákvörðunarrétt landsmanna.
Kvaðst de Gaulle vilja beita
sér fyrir því að efnt yrði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um framtíð
Alsír og ættu íbúarnir þriggja
kosta völ: 1) Algert sjálfstæði.
2) Heimastjórn. 3) Alger samein-
ing við Frakkland.
De Gaulle hét foringjum upp-
reisnarmanna því, að þeir fengju
að starfa óhindrað að stjórnmál-
um í landinu, en til þjóðarat-
kvæðagreiðslu skyldi koma fjór-
um árum eftir að friður hefði
komist á í landinu. Yrði talið að
friður væri kominn á þegar
minna en 200 manns féllu á ári
í fyrirsátum og launmorðum.
í ræðu sinni nefndi de Gaulle
hvergi á nafn útlagastjórn
Serkja. Þrátt fyrir það, var ein-
skis beðið með meiri eftirvænt-
ingu, en svars hennar. Gat það
hugsast, að hún féllist á tilboð
de Gaulles og að Alsír-vanda-
málið yrði þar með úr sögunni?
Neitun, en dyrum haldið opnwm
Svarið kom fyrir nokkrum dög-
um. Formlega hafnaði útlaga-
stjórnin tillögunum. Hún fagnaði
því að vísu, að frönsk stjórnar-
völd hefðu í fyrsta skipti viður-
kennt sjálfsákvörðunarrétt lands-
manna, en hún taldi tillögur de
Gaulles eins og þær voru fram
borar óaðgengilegar. Það sem
hún gat ekki fallizt á var það,
að de Gaulle vildi ekkert við
útlagastjórnina tala. Útilokað
væri að friður gæti komizt á
nema Frakkar semdu við hana
um vopnahlé. Meðan Frakkar
beygðu sig ekki undir það yrði
enginn friður í landinu. Serkir
eru einnig hikandi við að leysa
upp uppreisnarher sinn, því að
hann er þeim eina tryggingin fyr
ir að allt hverfi ekki aftur í
sama farið. Þá gátu þeir ekki með
nokkru móti sætt sig við þá yfir-
lýsingu forsetans, að ef Alsír
kysi algeran skilnað, þá myndu
Frakkar eftir sem áður halda
Sahara-eyðimörkinni.
Þrátt fyrir neitun serknesku
stjórnarinnar eru menn vonbetri
en nokkru sinni fyrr, að nú fari
að nálgast lausn Alsír-deilunnar,
þetta hafi verið fyrstu skrefin
í þá átt. Um leið og serkneska
útlagastjórnin hafnaði formlega
tillögum de Gaulles lýsti hún sig
reiðubúna, að ræða við Frakka
um vopnahlé og tryggingar fyrir
því, að loforðin um sjálfsákvörð.
unarrétt yrðu efnd. Forseti Tún-
is, Habib Búrgiba er aðalhvata-
maður þess, að reynt verði að ná
sáttum. Og ef de Gaulle gefur
tryggingar fynr þvi, að Serkir
fái að starfa óhindrað að stjórn-
málabaráttu, i.d. ef hann féllist
á eftirlit Sameinuðu þjóðanna,
er hugsanlegt að málið leystist.
Að vísu verður de GauIIe iíka
að glíma við frönsku landnemana
og öfgaöflin til hægri, sern nú
eru í fyrsta sinn að mynda póli-
tískt bandalag gegn honum. En
hann mun telja sig nógu sterkan
á svellinu til að framtylgja til.
lögum sínum um sjálfsákvörðuil-
arrétt Alsír-búa. Það eru vissu-
lega mikil stjórnmálaátök fyrir
höndum í Alsír-málinu og ekki
gott að spá um hvernig þeim reið-
ir af. Væri það vissulega betur
farið að Frakkar tækjú nú loks
sönsum, því ella bíður þeirra
áframhaldandi styrjöld, niðurlæg
ing og andúð annarra þjóða.
— Þ.Th.