Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 13. okf. I95t MORCUNBLAÐIÐ 23 Agæfur fundur Sjálfsfæðis- manna í Arnesi á Sfröndum GJÖGRI, STRÖNDUM, 13. okt. — Alþingismennirnir Gísli Jóns- son og Kjartan J. Jóhannsson þoð uðu til framboðsfundar laugar- daginn 10. október í Árnesi í Trékyllisvík. Fundurinn var vel sóttur, þrátt fyrir það að miklar annir eru hjá fólki um þessar mundir. Fólk kom frá yztu bæj- um á fundinn, eins og frá Dröng- um, margra kílómetra leið. Gísli Jónsson talaði fyrstur af mikilli hreysti og prúðmennsku og dáðust fundarmenn mikið að því hvé Gísli var fijótur að svara Framsóknarmönnum, er þeir voru að kalla fram í á meðan Gisíi hélt framsöguræðu sína. Næstur talaði Kjartan Jóhanns son og kom víða við í ræðu sinni. Að ræðu Kjartans lokinni bauð fundarstjóri, Guðjón Guðmunds- son, hreppstjóri á Eyri, fundar- mönnum að taka til máls og töl- uðu 8 menn. Það kom greinilega í ljós hjá Framsóknarmönnum, sem töluðu á áðurgreindum fundi, að þeir voru illir yfir komu Sigurðar Bjarnasonar, rit- stjóra, en Sigurður var hér á ferð um byggðarlagið í 3 daga um síðustu mánaðamót. Er eðli- legt að Framsóknarmönnum gremjist það að svo athafnasam- ur og duglegur þingmaður skuli sjá hve lítið Hermann hefur gert fyrir Árneshrepp. Sumir hreppsbúar, sem töluðu á áðurgreindum fundi, létu — Allsherjarlækkun óspart óánægju sína í ljós yfir því að flokkarnir skyldu ekki Sigurði Bjarnasyni. Kjósendur í halda sameiginlegan framboðs- fund, eins og áður hefur verið. Þá bað einn Framsóknarmaður- inn um orðið og sagði að sér lík-1 aði miklu betur að einn og einn flokkur héldi framboðsfund í einu, og hlógu þá margir fundar- menn, því allir vissu hve Fram- sóknarmenn voru búnir að kviða sameiginlegum framboðsfundi. Kjósendur í Árneshreppi ganga nú glaðir til kosninga 25. okt. nk., í þeirri von að koma hinum at- hafnasömu þingmönnmn á þing á næsta hausti, þeim Gísla Jóns- syni, Kjartani Jóhannssyni og Árneshreppi vita að þrír áður- greindir þingmenn láta það ekki viðgangast að fólk verði að flytja í tugatali burt úr byggðarlaginu, eins og átt hefur sér stað uridan- farin ár og Hermann látið af- skiptalaust. Meira að segja hef- ur hann sagt það í ræðu og riti að fólki fækkaði ekki í Stranda- sýslu. Þessir menn töluðu á fundin- um: Guðjón Magnússon, oddviti í Kjörvogi; Sigmur.dur Guð- mundsson, bóndi, Melum; Regina Thorarensen, Gjögri; Jóhannes Magnússon, Melum; Benedikt Valgeirsson, Arnesi; Guðmundur Valgeirsson, Bæ; Torfi Guð- brandsson, skólastjóri, Finnboga- stöðum, og Pétur Guðmundsson, bóndi, Ófeigsfirði. Að lokum svöruðu frambjóð- endur, og var hreppsbúum boðið orðið aftur, en enginn þáði það. 75 ára er í dag Björn Þorleifs- son, Þórukoti, Ytri-Njarðvík. Skemmfifundur i Kópavogi TÝR, Fju.s., Kópavogi og Stefnir, F.u.s. Hafnarfirði halda samefg- inlega skemmtun í Félagsheimili Kópavogs n.k. miðvikudagskvöld kl. 9 sd. Nánar auglýst inni i blaðinu. — Stjórnirnar. Spilakvöld í Gúttó HAFN ARFIRÐI. — Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna verðtur ann- að kvöld kl. 8,30 og að þessu sinni í Góðtemplarahúsinu. — Spiluð verður félagsvist og verð- laun veitt. Flutt verður ávarp og um skemmtiatriði annast Stein- unn Bjarnadóttir leikkona. Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem á ýrhsan hátt glöddu mig á 4,ttræðisafmæli mínu þann 25. septémber sJ. Guð blessi ykkur öll. Antonía H Kröyer. Beztu þakkir mínar sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 75 ára afmælinu. Sérstaklega vil ég þakka vinnu- félögum mínum hjá Reykjavíkurbæ höfðingsskap þeirra við mig. Gæfan fylgi ykkur öllum! Einar Þorfinnsson. Innilegar þakkir færi ég bömum mínum, barnaböm- um, tengdabörnum, frændum og vinum, sem heiðruðu mig á 70 ára afmæl’^oínu 6. þ.m. með gjöfum og heilla- óskum. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Friðriksdóttir. Eiginmaður minn EINAR JÓNASSON hafnsögumaður lézt laugardaginn 10. þessa mánaðar í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins. Isafold Einarsdóttir. Útför móður okkar KRISTÍNAR Þ. THORODDSEN er andaðist 7. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík miðvikudaginn 14. október kl. 14. Athöfnin hefst Framh. af bls. 2. mannafarrými. Árið 1957 flugu 739.498 farþegar á ferðamanna- farrými yfir Atlantshafið, en það var þá ódýrasta farrými. Það má því áætla, að sparifargjöldin hafi laðað að 222.000 nýja ferðamenn, sem það er næstum jafnmikill fjöldi og samtals var fluttur yfir hafið árið 1948. Unglingar stela byssum og skotum með húskveðju að heimili dóttur hinnar látnu Hávalla- götu 30 kl. 13,30. Fyrir hönd okkar systkina. Baldur Steingrímsson. Þökkum innilega samúð við andlát og jarðarför móður okkar " MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Sagði framkvæmdastjórinn að frekari lækkun mundi auka ferða mannastrauminn stórum, ekki einungis milli Evrópu og Amer- íku, heldur um allan heim. Þá ræddi hann nokkuð erfið- leika þá sem þotuflugið hefði skapað í ýmsum löndum, sérstak- lega í Bandaríkjunum og Evrópu — og yfir N-Atlantshafi. Eitt helzta vandamálið er, að þoturn- ar hafa ekki fengið að fljúga nægilega hátt til þess að eigin- leikar þeirra yrðu nýttir til hins ýtrasta. Háloftin væru „innsigl- uð“ bannsvæði, sem herflugvél- um væri einum heimil — í mörg um hlutum heims. En, þegar þot- um er gert skylt að fljúga lægra en eðlilegt'er verður eldsneytis- eyðslan meiri, burðarmagnið minna — og hraðinn að sama skapi. Hildred sagði hins vegar, að stjórnir margra landa hefðu sýnt vaxandi skilning á þessu vanda- máli — og mörg ríki Evrópu hefðu t.d. bundizt samtökum um að greiða úr flækjunni og sam- ræma flugumferðarstjórn fyrir her- og farþegaflugvélar þannig, að engin hætta ætti að verða á árekstrum þó farþegaþotunum yrði „hleypt" upp í háloftin. Horf urnar væru sem sagt batnandi. KEFLAVÍK, 12. okt. — Aðfara- nótt miðvikudagsins var brotizt inn í mannlausa íbúð og stolið þar þrem byssum, tveim veiði- byssum og einum riffli og tals- verðu af skotfærum. Auk þess hafði ýmsu smávegis úr heimil- inu verið stolið. Nábúar kærðu málið til lögreglunnar, og komst hún fljótlega að því hver hér hefði verið að verki. Reyndust það vera fjórir unglingar, 15—16 ára. Fannst þýfið hjá þeim, en ekki er að fullu lokið rannsókn málsins, vegna þess að húsráð- endur eru erlendis. Eru byssurn- ar og skotfærin í vörzlu lögregl- unnar, en drengirnir höfðu reynt - íbróttir Framh. af bls. 22. Þrístökk: 1. Ingvar Þorvaldsson KR 14,25 2. Kristján Eyjólfsson, IR 13.85 3. Sigurður Sigurðsson USAH 13,82 Kúiuvarp: 1. Hallgrímur Jónsson A 14,32 2. Gunnar Huseby KR 14,30 3. Friðrik Guðmundsson KR 13,78 Kringiukast: 1. Hallgrímur Jónsson A 45,70 2. Þorsteinn Löve IR 45,47 3. Friðrik Guðmundsson KR 45,45 Sleggjukast (á Melavelii): 1. Friðrik Guðmundsson KR 48,23 2. Birgir Guðjónsson IR 37,91 að selja byssurnar, en ekki tek- ist. Nokkuð hefur borið á inn- brotum og þjófnaði hér í bæn- um nú undanfarið. Hefur lög- reglunni orðið vel ágengt við að upplýsa málin og hafa hendur í hári afbrotamannanna. — H.S.J. — Alsirmálid Framhald af bls. 1. New York. Stjórnarerindrekar frá Norður-Afríku hafa að undan förnu verið á stöðugum ferða- lögum milli ofannefndra höfuð- borga, og allt virðist benda til þess, að nú eigi að gera alvarlega tilraun til að koma á vopnahléi í Alsír. Skýrsla Debrés á morgun mun m. a. fjalla um Alsír, ýmis sam- veldisvandamál og utanrikismál yfirleitt, en stjórnmálafréttaritar ar í París gera ráð fyrir að Alsír- málið verði efst á blaði og að Debré muni fara fram á trausts- yfirlýsingu þingsins við Alsír- stefnu stjórnarinnar. Búizt er við að umræðurnar i fulltrúadeildinni standi í þrjá daga og atkvæðagreiðsla fari fram á fimmtudagskvöld. Stjórn- málafréttaritarar ganga út frá því sem vísu, að stjórnin fái traustsyfirlýsingu, enda sam- þykkti fulltrúadeildin stefnu stjórnarinnar í Alsír með yfir- gnæfandi meirihluta í janúar sl. Þetta er hins vegar í fyrsta sinr., sem atkvæðagreiðsla fer fram um Alsir-stefnu stjórnarinnar, eins og hún var skýrð af de Gaulle forsetá hinn 16. séptember sl. Atkvæðagreiðslan miðast fyrst og fremst við það að gera aðstöðu stjórnarinnar sem allra sterkasta, þegar til þess kemur að ræða um vopnahlé og þegar Allsherjarþingið tekur málið -yr- ir. ÚTSAIJMANÁMSKEIÐ OKKAR Byrjar aftur 14. þ.m. — Meira úrval af verkefnum en nokkru sinni áður. INGVELDUR SIGURDARDÓTTIR, MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, Öldugötu 30. — Uppl. í dag í síma 18640 og eftir kl. 7 í síma 13888. sem andaðist á sjúkrahúsi Siglufjarðar 15. sept. sJ. Sérstaklega þökkum við öllum þeim er auðsýndu henni kærleika í hennar þungu sjúkdómslegu. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Guðrún Brynjólfsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar ÓLAFUR TEITSSON skipstjóri, Bergstaðastræti 30. verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 15. október kl. 14.00. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður í Gamla kirkjugarðinum. Kristín Káradóttir og böm. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR Sérstaklega þökkum við Eimskipafélagi íslands og samstarfsfólki þar, bekkjarsystkinum í Verzlunarskólan- um og öllum öðrum er sýndu honum hlýhug og vináttu í veikindum hans. Fyrir hönd aðstandenda. Margrethe Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andláf og jarðarför ömmu okkar SIGURLAUGAR GÍSLADÓTTUR Þorbjörg, Sigurlaug og Ólafur Bjöm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför föður okkar ÞÓRÐAR JÓNSSONAR bókhaldara, frá Stokkseyri. Helga Þórðardóttir, Kristín Þórðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Ragnar Þórðarson, Sigurður Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.