Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. okt. 1959 MonnnvrtrArnÐ 13 Leiðin til bættra lífskiora EFNAHAGSMÁLIN eru jafnan snar þáttur í þjóðmálabaráttunni. í dag eru þau siíkt hófuðvanda- mál þjóðarinnar, að þau hljota að sitja í fyrirrumi við aiiar stjórnmálaumræður, og sú bar- átta, sem stjórnmálaflokkarnir heyja fyrir þær kosningar, sem nú fara í hönd, mun því að mestu einskorðast við grundvallará- greining flokkanna varðandi or- sakir, eðli og úrlausn þessa erfiða viðfangsefnis, sem svo miklu kann að ráða um sköp og lífs- hamingju þjóðarinnar á komandi árum. Tilætlun mín er hér í stórum dráttum að gera grein fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálunum, skýra mark- mið hennar og lýsa þeim leiðum og áföngum, sem við teljum greið asta og líklegasta til þess að ná settu marki. En áður en ég sný mér að því, tel ég nauðsynlegt að vikja með fáeinum orðum að for- sögu þeirra erfiðleika, sem nú er við að etja. „Leiðin til glötunar“ Þegar „vinstri stjórnin" svo- nefnda tók við völdum á miðju ári 1956, var því lýst, sem höfuð verkefni hennar, „að leysa efna- hagsvandamálin varanlega“. Eins og mönnum er kunnugt, bar stjórnarmyndun þessa að með nokkuð annarlegum og óþingræð- islegum hætti, þar sem tildrög hennar voru utan þings, eða hjá Alþýðusambandi íslands, sem eft ir því, er Þjóðviljinn upplýsti 22. nóv. 1956, „hafði forgöngu um samvinnu vinstri flokkanna í því augnamiði að mynda vinstri stjórn". Þessari staðhæfingu hef- ur aldrei verið mótmælt af blöð- um hinna aðildarflokkanna. Eru slík vinnubrögð trúlega einsdæmi í lýðræðisríki, og ekkert of sagt í því, er Tíminn sagði, að þetta væri „alger nýjung í stjórnmála- sögu seinni ára“. — Nýjung, sem vonandi verður aldrei aftur end- urtekin. —------- Meginviðfangsefnið á sviði efnahagsmálanna var að sögn Gylfa Þ. Gíslasonar „að stöðva verðbólguna“. Á miðju starfstímabili „vinstri stjórnarinnar“ benti Eysteinn Jónsson á, að „núverandi stjórn hefur góð skilyrði til að leysa efnahagsvandamálin“. Það var og orð að sönnu. „Vinstri stjórnin" hafði tekið við þjóðarbúskap með ört vax- andi þjóðartekjum allt frá árinu 1952, búnum atvinnutækjum, sem voru tiltölulega betri og nýrri en oft áður, árferði var yfirleitt hag- stætt, markaðir fyrir útflutnings vörur, bæði frjálsir markaðir og klíringmarkaðir voru ýmist hag- stæðir eða fóru batnandi. Stjórn- in hafði mjög sterk ítök innan heildarsamtaka launþeganna, enda reyndust þau tillátsamari við þessa stjórn en áður hafði tíðkazt undir svipuðum kringum- stæðum, og að lokum tryggði stjórnin sér yfirráð á öllum bönk um landsins með nýrri bankalög- gjöf, og var þannig í lófa lagið að ráða peninga- og lánapólitík- inni í landinu, sem auðvitað gat verið eitt áhrifamesta tækið í baráttunni gegn dýrtíðinni. Nú, en hvernig gekk svo vinstri stjórninni að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar og leysa efnahags- vandamálin varanlega? Þeirri spurningu svaraði fyrr- verandi forsætisráðherra Her- mann Jónasson hiklaust í þann mund, er hann lét af störfum, og verður hann þó varla vændur um að gera hlut stjórnar sinnar lak- ari en efni stóðu til, en hann sagði: „Ný verðbólgualda er skollin yfir“. Því miður var þetta staðreynd. Verðbólgan jókst stöðugt á tím- um „vinstri stjórnarinnar". Vísi- tala framfærslukostnaðar hækk- aði úr 185 í 220 stig, eða um 35 stig, og það enda þótt 6 vísi- tölustigum hefði verið kippt úr tölunni með kaupbindingariögum frá haustinu 1956 — kippt úr vísitölu „í nánu, víðtæku og full- komnu samráði við verkalýðs- hreyfinguna" eins og Hannibal Valdimarsson orðaði það. Og þetta allt þrátt fyrir það að „vinstri stjórnin" verði á valda- tíma sínum um 250 milljónum króna í niðurgreiðslur. Svo ofsa- leg var verðbólgan orðin, þegar leið að lokum „vinstri stjórnar- innar“, að dr. Jóhannes Norð- dal komst svo að orði í Alþýðu- blaðinu um þær mundir, „að verðlag og kaupgjald hefur hækk að örar síðustu sex mánuðina, heldur en nokkru sinni á jafn- skömmum tíma síðan árið 1950“. í elðhúsdagsumræðunum í marz 1958, hafði Hannibal sagt: „Er ekki allt í stakasta lagi hér?“ En í nóvember jafnvel óaði Hanni bal Valdimarssyni þessi þróun og ofbauð, er hann í Vinnunni, tíma- riti Alþýðusambandsins, gaf eftir farandi yfirlýsingu: „Nú er flest- um orðið ljóst, að þetta er leiðin til glötunar. Þessa braut má ekki renna til enda. Hún liggur fram af hengiflugi". — Að þeirra eig- in sögn reyndust varanlegu úr- ræði vinstri stjórnarinnar vera leiðin til glötunar. Vanskilavíxill V-stjórnarinnar En hvers vegna tókst svo hrapallega til? Og við skulum sem íyrr unna vinstri stjórninni sannmælis og gefa forsætisráðherra hennar orðið um það leyti, er hann kvaddi: „I ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þess- um málurn", sagði Hermann Jón- asson þá. Tilraun vinstri stjórnarinnar hlaut að mistakast, vegna innra sundurlyndis hennar og tor- tryggni, vegna þess að hún skaut sér undan að horfast í augu við staðreyndir og leyndi þjóðina jafnframt örðugleikunum. Vinstri stjórnina skorti djörfung til þess að fást við vandamálin og hafði enda hvorki yfirsýn um málefnin né neina heildarstefnu til úrræða. Því varð ferill hennar að „leið- inni til glötunar“ eins og Hanni- bal rataðistf óafvitandi, svo rétti- lega á munn. Tímanum var og Ijóst, hvernig komið var, og sá, að leið vinstri stjórnarinnar til glötunar gat ekki endað nema á einn hátt. Því sagði blaðið 11. jan. 1959: „Ég sakna samstarfs vinstri flokkanna, en tel þó langtum bet- ur farið, að því væri slitið á þessu stigi, þegar með réttu er hægt að benda á góðan viðskilnað, en að setið væri áfram og endað með strandi að tæpu ári liðnu“. — Hermann sá fyrir strandið og því var hlaupið frá stjórnvölnum og vanda hins „helsjúka“ efnahags- kerfis, er hann svo nefndi, varp- að upp á aðra. Lauk þannig ve- sælum lífdögum þeirrar stjórnar, sem eins og Þjóðviljinn orðaði það átti „að forða frá stórfelldum álögum, — með því að svipta auðmannaflokkinn áhrifum á rík- isstjórn fslands" en vannst þó tími til á 5 missirum að auka skattbyrðar þjóðarinnar um 1200 milljónir króna. Það var vissulega hreint ekki lítill vandi, sem þjóðinni var á Birgir Kjaran höndum um síðustu áramót. Ilýr- tíðin óx með ofsahraða. Verð- bólgan hafði á liðnum árum vax- ið sem nam um 10% á ári. Nú hafði hún vaxið um 20—30%. Vísitalan komin í 220 stig og gætnustu hagfræðingar spáðu, að ef ekkert væri að gert, myndi hún á haustmánuðunum komin í 270 stig og allt útlit fyrir að með kauplagsvísitölu í 202 stigum þyrfti að leggja 400 milljónir kr. í nýjum sköttum á þjóðina til þess að hækka uppbætur til fram- leiðslunnar. Þetta var vanskilavíxillinn, sem „vinstri stjórnin" eftirlét þjóðinni að sjá um greiðslu á. Á þeim árum, sem vinstri stjórnin var státnust af sínum „úrræðum“ og „bjargráðum", var hún stöðugt í ögrandi tón að kalla eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. — Þannig sagði Alþýðublaðið 22. des. 1956: „Úr- ræðin í efnahagsmálum orðin að lögum“ — „Sjálfstæðismenn höfðu ekkert jákvætt til málanna að leggja“. Tíminn krafðist að Sjálfstæðismenn „legðu spilin á borðið“, og sama söng í tálknum Þjóðviljans. Þjóðviljinn gekk svo og feti lengra og var með alls konar getsakir um stefnu Sjálf- stæðisflokksins, og sagði hana fela í sér kjararýrnun, afnám við- skipta við járntjaldslöndin, geng isfellingu, atvinnuleysi og leigu á landsréttindum til 99 ára. Vitaskuld hafði Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf sina stefnu í efnahagsmálum. Hann taldi hins vegar hvorki eðlilegt né tímabært að birta hana á meðan hann væri í stjórnarandstöðu og útilokað að koma efni hennar í framkvæmd. Um áramótin, er vinstri stjórn- in hrökklaðist frá, áleit fiokks- ráð Sjálfstæðisflokksins skylt að gera nokkra grein fyrir viðhorf- um flokksins til aðsteðjandi vandamála og gaf út all ítarlega yfirlýsingu, sem sérstaklega laut að verðbólguvandamálunum. Jafnframt var fyrirheit gefið um, að síðar myndi gefin út heildar stefnuskrá flokksins um lausn efnahagsvandamálanna. Á velmektardögum vinstri stjórnarinnar hafði Alþýðublaðið sagt: „Baráttan gegn verðbólg- unni verður því ekki háð undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, sigur í henni verður ekki unnin með aðild hans“. — Rösku ári eftir að þessi hreystiyrði voru sögð, skeði það, að verðstöðvun- arlög núverandi ríkisstjórnar náðu fram að ganga á Alþingi fyrir atbeina Sjálfstæðismanna og voru í veigamestu atriðum í sam- ræmi við flokksráðssamþykktina áðurnefndu. Vert er að minnast þess, að við afgreiðslu þess máls greiddu kommúnistar atkvæði gegn verðstöðvunarfrumvarpinu og Framsóknarmenn lýstu því yfir, að þeir vildu enga ábyrgð bera á þessari stöðvunarstefnu. Leiðin til bættra * lífskjara Nú þegar gengið er til kosn- inga að nýju og kjósa skal eftir nýjum og réttlátari kosningalög- um og kjördæmaskipan, taldi Sjálfstæðisflokkurinn skyldu sína að standa við þau fyrirheit, sem þjóðinni voru gefin ý flokksráðs- samþykktinni frá í desember og leggja fram heildarstefnuskrá sína í þjóðmálum og þó sérstak- lega varðandi markmið og leiðir flokksins í efnahagsmálúm. Stefnuskrá þessi hefur hlotið nafnið „Leiðin til bættra lífs- kjara“, í samræmi við þann höfuð tilgang, sem henni er ætl- aður. Um stefnuskrá þessa ber að taka það fram, að hér er hvorki um að ræða óskalista eða „kosn- ingaloforð", að baki þeirrar stefnu, er hún túlkar, eru hvorki dagdraumar né sýndarmennska, heldur hefur verið unnið að því að marka stefnu þessa af fullri ábyrgðartilfinningu og raunsæi og stuðst við þekkingu margra af hæfustu hagfræðingum þjóðar innar og reynslu forustumanna atvinnuvega og starfsstétta. Flokkurinn gerir sér ljóst, að svo viðamikla heildarstefnu tekur með eðlilegum hætti langan tíma að framkvæma og verður enda aldrei hægt að koma heilli í höfn, nema þjóðin veiti flokkn- um þá valdastöðu, sem til þessa þarf, þannig að ekki þurfi að semja við aðra flokka um afslátt eða frestun á einstökum stefnu- áföngum. Stefnuskrá þessi er lögð fram á örlagaríkum tímum og við- fangsefni hennar eru í senn að- kallandi og ætluð til úrlausnar verkefnum sem lengra eru fram undan. Það viðfangsefnið, sem bráðast kallar að, er verðbólgan, eða sá himnastigi dýrtiðar sem nú riðar og býst til að sporðreisast. Höfuð verkefni framtíðarinnar er hins vegar að búa í haginn fyrir niðja okkar, að vera við því búnir að geta tryggt tvöfalt fjölmennari þjóð atvinnu og góð lífskjör. Talnafræðingar áætla nefni lega, að árið 1970 verði tala Fyrri hluti landsmanna komin upp í 210 þús- und og að um næstu aldamót, árið 2000 verði fjöldi íslendinga orðinn 375 þúsundir. — Þar sem ýmsar af nágranna þjóðum okk- ar gera sér vonir um að hafa bætt lífskjör sín um helming árið 1980, þá má það ljóst vera, hversu risa vaxið verkefni það verður þessari þjóð að sjá tvöfalt fleiri íbúum landsins fyrir sambærilegum lífs kjörum við þau, sem menn þá koma til að búa við í nágranna- löndunum. Eðli verðbólgunnar Víkjum þá fyrst að verðbólg- unni: Það var víst Sókrates eða ein- hver annar vitur maður, sem sagði, að þegar maður ræddi um hlut, væri skynsamlegt að vita, hvað í hlutnum fælist. Þar sem hugtakið verðbólga er stundum nokkuð á reiki og oft beint notað hugsunarlaust sem slagorð, væri því sennilega heppi'egt að sla því nú í upphafi máls föstu, hvað við eigum við með verðbólgu. Verðbólga er vöxtur á kaupmætti án þess að tilsvarandi verðmæti séu sköpuð, eða m. ö. o. verð- bólga er veruleg verðhækkun^ sem stafar af því, að meira fé er til ráðstöfunar en vörur og þjónusta til kaups. Það eru annars til fleiri en ein tegund af verðbólgu, og sömuleiðis er verð- bólgan mismunandi ör. Þá birtist hún hinum einstöku stéttum þjóðfé'lagsins £ ólíkri mynd. Framleiðandanum er hún vax- andi tilkostnaður, sem getur gert hann ósamkeppnishæfan á er- lendum markaði, nema þá að styrkir eða uppbætur komi til, og getur þetta leitt til þess, að hann verði að draga sarfsemi sína saman, eða jafnvel leggja árar í bát. í augum launþegans er verð- bólgan fyrst og fremst dýrtíð, sem étur upp launin hans, þannig að hið hækkandi kaup sáldrast í gegnum greipar hans án þess að hann njóti góðs af hækkandi tekj um. Að lokum geta afleiðingar verðbólgunnar orðið þær fyrir launþegann, að samdráttur í fram leiðslu leiði beint til atvinnuleys- is. Fyrst í stað er verðbólgan oft vinsælt fyrirbæri, sökum þess að menn fá meiri peninga handa á milli og fyrirtækin koma út með sýndargróða, en er frá líður, koma allir annmarkar hennar í ljós. Og að lokum getur hún orð- ið að hreinu þjóðarböli: Helztu afleiðingar vaxandi verðbólgu eru: Útflutningsfram- leiðslan verður ekki samkeppnis hæf, atvinnuvegirnir geta ekki aflað eigin fjár til endurnýjunar atvinnutækjum, framleiðslan dregst saman, framleiðslan bein- ist inn á óhagfelldar brautir, gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnka, eftirspurn eftir gjald- eyri vex, skortur verður á erlend um gjaldeyri vöruskortur, inn- flutningshöft, gjaldeyrishöft, skömmtun, biðraðir, svartur markaður, atvinnuleysi, öryggis leysi í lánsviðskiptum, minnk- andi sparnaður, og röskun á tekju- og eignaskiptingu í þjóð- félaginu. Bókstaflega allir þjóð- félagsþegnar nema skuldakóng- ar hafa beint tjón og oftast beina lífskjaraskerðingu af verðbólg- unni áður en lýkur. Þetta eru staðreyndir, sem menn eru almennt sammála um. En þá kunna einhverjir að spyrja: Hversu lengi höfum við búið við verðbólgu á íslandi og á hve háu stigi er hún nú? Það má segja, að verðbólgu hafi gætt hér á landi í meira eða minna ríkum mæli í tvo áratugi. Á því tímabili hefur vísitala fram færslukostnaðar hækkað (1939) úr 111 stigum upp í 773 stig (1959) eða sjöfaldazt. SeðlaVelt- an, sem oft er nokkuð táknræn fyrir verðbólguþróunina, hefur á þessum sama tíma hækkað úr 14 milljónum króna í 422 millj- ónir eða rösklega 30-faldazt. Áætlað er, að dýrtíð hafi á þessum tuttugu árum 10-faldazt í landinu. Þrátt fyrir þessa verðbólgu hafa raunverulegar meðal-tekj- Ur manna í verðmætum skv. áætlun Jónasar Haralz, hagfræð- ings, hækkað um næstum helm- ing. Er þetta töluvert í andstöðu við kenningar Einars Olgeirsson- ar, sem ganga út á það, að síð- ustu 17 ár hafi auðvaldið gripið til þeirrar „svikamyllu“ verð- bólgunnar, sem það hefur haldið gangandi til þess að reyna þannig jafnóðum að ræna verka- lýðinn ávöxtunum af sigrum hans“. Þessi verðbólguþróun hefur verið mjög mismunandi hraðfara, og stundum hefur tekizt að halda henni nokkuð í skefjum um Framh. á bls. 15. Ræða Birgis Kjaran á Oðinsfundi s.l. sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.