Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 16. okt. 1959
Stefna Sjðlfstæðisflokksins
og iðnaðurínn
Rætt við Guðm.
Guðmundsson
sem segir m.a.:
Innkaup hráetna
verði gerð sem
frjálsust
í STEFNUSKRÁ Sjálfstæðis-
flokksins er lögð áherzla á
iðnvæðingu landsins og stór-
framleiðslu til aukins atvinnu
öryggis fyrir þjóðina og trygg-
ingar árvissum gjaldeyristekju
stofnum. Mbl. átti í gær tal við
einn fulltrúa iðnaðarins, Guð-
mund Guðmundsson, forstjóra,
og spurði hann hver væru
helztu vandamál iðnaðarins
um þessar mundir.
— Iðnaðurinn þarf að fá
tækifæri til að kaupa ætíð
beztu fáanlegu hráefni til að
standa vel að vigi í samkeppn-
inni við innfluttar vörur, en
þau tækifæri höfum við ekki
nú, sagði Guðmundur. í>að er
iðnaðinum og jafnframt þjóð-
inni til tjóns, ef innlendar
verksmiðjur verða að kaupa
léleg hráefni, bæði til að
drýgja takmarkaðar gjald-
eyrisyfirfærslur og eins vegna
þess, að fyrirskipað sé að gera
innkaup í ákveðnum löndum,
sem ekki eru hagstæð til slíks.
Veldur þetta erfiðleikum, þeg-
ar á sama tíma er hægt að
flytja inn fullunnar iðnaðar-
vörur fyrir frjálsan gjaldeyri,
sem framlei '.’ar •_úr be:n
hráefnum en iðnaðurinn ok1:-
ar getur boðið.
— Hvað viljið þér segja um
úrbætur í þessum efnum?
— Ég tel, að Sjálfstæðis-
flokknum sé bezt trúandi til
að lagfæra það óréttlæti, sem
ríkt hefur og stuðla að því, nð
iðnaðurinn njóti meira frelsis
í viðskiptum sínum en verið
hefur, enda hefur flokkurinn
markað glögga stefnu í iðn-
aðarmálum í hinni ítariegu
kosningastefnuskrá sinni. —
Mun það verða landsmönnum
til mikilla hagsbóta í fram-
tíðinni. Ég er sammála þeirri i
stefnu er kemur fram í kosn- í
ingastefnuskrá Sjálfstæðisfl. í /
skatta- og iðnaðarmálum. Það 1
er nauðsynlegt að endurskoða I
allt skattakerfið, enda er það
í núverandi mynd sinni ein
stærsta hindrun á eðlilegri
þróun atvinnuveganna og þar
með efnahags landsmanna.
— Hver eru helztu áhuga-
mál iðnaðarins í dag?
— Tvö af aðal áhugamálum
íðnaðarins í dag eru aukið
lánsfé og meira frelsi til hrá-
efnakaupa erlendis. Það verð-
ur að teljast sanngjörn krafa
að iðnaðurinn geti fengið hrá-
efna- og framleiðsluvixla sína
endurkeypta af Seðlabankan-
um eins og landbúnaður og
sjávarútvegur, enda hefur Al-
þingi lýst yfir vilja sínum í
þessu efni með því að sam-
þykkja þingsályktunartillögu
Sveins Guðmundssonar. Einn-
ig er nauðsyn að efla Iðnlána-
sjóð svo hann geti orðið iðn-
aðinum sama stoð og Fiskveiða
sjóður sjávarútveginum og
Byggingar- og Ræktunarsjóð-
ur landbúnaðinum.
— Hvað vilduð þér svo segja
um hráefnakaupin?
— Nauðsynlegt er að iðn-
aðurinn geti alltaf tryggt sér
nægilegt magn af hráefnum
með það góðum fyrirvara að
hægt sé að skipuleggja fram-
leiðsluna örugglega fram í
tímann og einnig svo hægt sé
að gera innkaup þegar verð-
lag á hráefnum er hagstæðast
Jafnframt þurfa að vera fyr-
ir hendi möguleikar til að
kaupa hráefni frá þeim lönd-
um, þar sem gæði og verð er
hagstæðast, en nú er leyfis-
veitingum oft beint á jafn-
virðislönd, sem ekki geta upp-
fyllt þessi skilyrði og stund-
um ekki afgreitt öll þau hrá-
efni, sem þörf er fyrir. Sem
dæmi vil ég nefna, að síðustu
árin hefir húsgagnaiðnaðurinn
orðið að kaupa 90% af timbur-
innflutningi sínum frá jafn-
virðiskaupalöndunum, en ekki
fengið nema sem svarar 10% /
af honum frá frjálsum lönd- l
um, en það þyrfti að vera mik- I
ið meira. Frá jafnvirðiskaupa- i
löndum hefur ekki verið fáan- í
legt nema fura, birki og eik /
frá Póllandi. Aðrar nauðsynj- J
ar svo sem mahogny hefur að
mestu orðið að kaupa frá
Spáni. Nú þegar Spánn er kom
inn í greiðslubandalag Evrópu
er þörfin ennþá brýnni fyrir
frjálsan gjaldeyri til timbur-
kaupa.
tæreyingur tapar
ferðatösku
EINN hinna færeysku sjómanna,
sem kom með Drottningunni í
gærmorgun, frá Þörshöfn í Fær-
eyjum, varð fyrir því óhappi að
missa ferðatösku. Hafði hún stað-
ið á þilfarinu er hún hvarf. Task-
an var skilmerkilega merkt eig-
andanum, sem heitir Charies
Bech og undir nafninu stóð: Sauð
árkrókur. Þessi Færeyingur, sem
hingað er kominn í skiprúm, bað
rannsóknarlögregluna að taka að
sér málið. í töskunni voru m. a.
sjóklæði hans. Telur rannsóknar-
lögreglan sennilegt að einhver
hafi tekið töskuna í misgripum.
Má skila töskunni í skrifstoíu
rannsóknarlögreglunnar.
Prógessor Einar Ól. Sveinsson flytur fyrirlestur í Shanghai.
Var mér það kærara
og fegurra hersýningu
Einar Öl. Sveinsson segir frd Kínaför
EINAR Ól. Sveinsson, prófessor,
og kona hans, frú Kristjana, eru
nýlega komin heim til Islands
eftir nokkurra vikna ferðalag og
dvöl í Kina. Morgunblaðið bað
Einar Ól. Sveinsson að segja les-
endum blaðsins nokkuð frá veru
sinni í þessu fjarlæga landi og
varð hann góðfúslega við því.
Við lögðum upp frá íslandi 18.
ágúst síðastliðinn, en þó ekki
beint til Kína, heldur á mót þjóð-
sagnafræðinga, sem var haldið í
Kiel Iengst af, en eina tvo daga
í Kaupmannahöfn. Það mót stóð
framundir mánaðamót. Það var
alþjóðamót, og var eiginleg^ tólu-
vert merkilegt. Það gaf sérstak-
lega til kynna, hvað verið er að
vinna í þessúm efnum. Okkur
leið þarna mjög vel, nokkuð
mikill hiti, en Kiel er við sjó, og
það dregur úr hitanum. Danir
hafa unnið að því undanfarið að
koma á fót samnorrænni þjóð-
fræðistofnun, sem aðallega á að
fjalla um þjóðsagnir og þjóð-
kvæði. Þeir leituðu til okkar ís-
lendinga, hvort við vildum taka
þátt í þessu. Þá kom þetta mál
fyrir heimspekideild, og við
íhuguðum málið og kom saman
um, að æskilegt væri að islend-
ingar sjálfir gætu komið á fót
rannsóknarstarfi í þessari grein.
Ég hygg að þetta hafi ráðið úr-
slitum, að íslendingar létu hjá
líða að taka þátt í þessari sarn-
norrænu stofnun. 1 Kaupmanna-
höfn hitti ég danska menn, sem
mikil áhrif hafa í þessari fræði-
grein, svo sem prófessor Hamme-
rich, og þá barst þetta í tal, og í
staðinn fyrir, að þeir þykktust
við svari íslendinga, þá fögnuðu
þeir því, ef við gætum komið upp
starfsemi á þessu sviði sjálfir.
Annað erindi okkar í ferðalag-
inu var að fara austur til Kína.
Ég var boðinn þangað fyrir
nokkrum árum, en hef ekki getáð
sinnt því fyrr en núna, m. a.
vegna tímans, en vor og haust er
bezti tími til að vera í því landi.
Á vorin hef ég mín próf, en á
haustin hafa ýmis atvik tálmað
því, þangað til nú. Hinsvegar
vildi ég ekki láta þessa ferð undir
höfuð leggjast. Fyrst og fremst
sá ég, að þarna var einstakt tæki-
færi til að kynnast fjarlægu og
merkilegu landi, með mjög gam-
alli og fjölbreyttri menningu. I
annan stað gerðist það, að ein af
bókum mínum, Sturlungaöld,
kom út á kínverskri þýðingu
1957, en sú þýðing er gerð eftir
enskri þýðingu, sem kom út í
Ameríku 1953. Og ofan á þetta
bættist, að þessi útgáfa var upp-
seld, en kom svo út í Kína i
september í haust, rétt áður en
ég kom þangað austur. Þér sjáið
þannig, að ég hafði allmikíar
persónulegar ástæður til að
þekkjast þetta boð. Fyrir boðinu
stóð stofnun, sem annast menn-
ingarsamskipti Kínverja við aðr-
ar þjóðir, á líkan hátt og t. d.
British Council í Englandi. t
þriðja lagi, og skiptir það ekki
minnstu máli, var mér boðið að
flytja fyrirlestra um Island og ís-
lenzkar bókmenntir í Kina. Og
á síðari árum hef ég aldrei farið
svo til útlanda, að ég hafi ekki
eitthvað fengizt við að prédika
ísland. — Við lögðum af stað
austur 9. september frá Kaup-
mannahöfn og fórum með þotu,
og erum komin til Kína 11. sept.
Þar dvöldumst við fyrsta víku.
tímann í Peking og vorum önn-
um kafin alla daga að sjá allt
það, sem unnt var að sjá á svo
skömmum tíma.
Þar flutti ég fyrirlestur f Pek-
ing-háskóla um Islendingasögiu:,
en sýndi auk þess kvikmynd frá
íslandi, því sjón er sögu ríkari.
Síðan fórum við til Shanghai og
dvöldumst þar nokkra daga. Þar
flutti ég stuttan fyrirlestur
almenns efnis um ísland að fornu
og nýju við kennaraháskóla einn
þar í borg og sýndi enn kvik-
myndina góðu. Þessu næst fór-
um við enn suður á bóginn til
Hanchow. Það er yndisfagur stað-
ur. Borgin stendur við Ijómandi
fallegt stöðuvatn, en umhveríi*
eru fjöll. Síðan héldum við norð-
ur eftir.
Vorum við boðin að verm við
hátíðahöld vegna 10 ára afmælis
hinnar nýju skipunar í Kína. Það
var mikið um að vera. Þar var
t. d. veizla 30. september, og var
þar í einum sal 5 þúsund manns
undir borðum, og þó rúmt. Þer
var þá kominn JCrúsjeff vestan
frá Ameriku og flutti langa ræðu.
Um ræðuna má segja, það sein
stendur í vísunni um Biblíuna, að
hún varð mér ekki að gagni
neinu, því hún var flutt á rúss-
nesku og þýdd á kínversku, og
kann ég hvorugt málið. Daginn
eftir voru svo aðalhátíðahöldin,
og hefur sjálfsagt staðið um þau
í íslenzkum blöðum. Þar var gríð-
armikil hersýning, en á eftir
komu fylkingar stúdenta og
íþróttamanna og aðrir, og var
íþróttasýningin einkanlega glæsi.
leg. Kínverjar eru snillingar í
eins konar fegurðarleikfimi, sem
geysilegur fjöldi manna tekur
þátt í; er þetta nokkurs konar
sambland af leikfimi og listdansi.
Framh. á bls. 22.
skrifar úr
daqleqq hfinu
Afbragðs barnamynd.
ARNAVINUR" skrifar:
„Það ætti bókstaflega enginn
að setja sig úr færi méð að sjá
kvikmynd Walts Disneys, sem nú
er sýnd í Gamla bíói. Hún er í
senn bráðskemmtileg jafnt fyrir
börn og fullorðna, og þar að auki
er hún uppeldismeðal fyrir unga
sem gamla. En það fer sjaldan
saman að kvikmyndir séu bæði
skemmtilegar og hafi uppeldis-
gildi. Það er sárasjaldan að hægt
sé að bjóða börnum upp á slíkar
myndir, og þess vegna ættu allir
foreldrar að leyfa börnum sín-
um að sjá hana.
Þessi mynd hreyfir því bezta
í hverri sál, tilfinningunni fyrir
minsta bróðurnum, Minnsti bróð-
irinn er hér ferfættur málleys-
ingi, flækingsrakki, sem sumir
gefa af borðum sínum, en aðrir
reka út og sparka í. Þarna er
réttilega lýst misjöfnu jnnræti
manna, en hið góða sigrar.
Ef menn eru ekki úr steini,
hljóta þeir að minnast þessarar
myndar í allri umgengni sinhi
við blessuð dýrin, hljóta að verða
betri menn af því sem þeir læra
í þessari mynd. Jafnframt myndi
dýrunum líða betur, ekki aðeins
húsdýrunum og uppáhaldsdýr-
unum, heldur einnig flækings-
dýrum, sem flestir líta á eins og
stein, sem þeir spyma fæti við
og sparka úr götu sinni, eða sjá
bara alls ekki, þó þau séu að
dauða komin við dyr þeirra.
Lærdótnsrík mynd og
skemmtileg.
ENNIÐ börnunum umfram
allt að skilja það á unga
aldri, að dýrin hafa sínar til-
finningar, eins og mennirnir. Sá
skilningur er undirstaða betra
heims, og það er auðvelt að inn-
ræta börnum þann skilning eftir
að þau hafa séð þessa kvikmynd.
Þá, sem líta á dýrin eins og
dauða hluti, skortir einnig skiln-
ing á kjörum annarra manna,
skortir skilyrði til að verða gæfu
samir og gera aðra gæfusama.
Það er sárt að finna til með óllu
lifandi, en eigi að síður er það
gæfuleiðin.
Að síðustu: Mynd Walts
Disneys í Gamla bíói er umfram
allt alveg bráðskemmtileg“.
0,75% ekki þjóðarvilji.
ÉR hefur borizt eftirfarandi
bréf, frá „Langþreyttum".
Ég vil biðja yður að koma á
framfæri tillögu fyrir mig. Er
hún þess efnis, að stofnað verði
hlustunarverndarfélag ríkisút-
varpsins. Tilefnið er bramboU
Freymóðs Jóhannssonar og til-
raunir hans til að neyða tónsmíð-
um upp á landsmenn. Hann reit
nýlega langloku mikla í Tímann
um dægurlög. f þeirri grein krafð
ist hann lagasetningar um dæg-
urlög, vildi láta þá dægurlaga-
söngvara, sem syngja á erlendum
málum, sæta sömu meðferð og
Stefán píslarvottur fékk, að vera
grýttir. Þess má þó geta, að eng-
inn svaraði þessari fjarstæðu einu
orði.
Nú hefur það gerzt, að Frey-
móður hefur smalað saman 1275
undirskriftum. Lætur hann síðan
hafa eftir sér í blöðunum, að
þetta séu almenn tilmæli lands-
manna og erfitt sé fyrir Ríkis-
útvarpið að hundsa svo almenn-
'an vilja. Það skiptir kannski
ekki máli, að það eru 0,75% þjóð-
arinnar, sem láta vilja sinn í ljós
með þessum undirskriftum.
Nú vil ég skora á alla þá, sem
orðnir eru þreyttir á lélegum
íslenzkum dægurlögum, enda
þótt þau hafi hlotið verðlaun í
keppni, sem tónskáldið er dómari
í, að láta vilja sinn einnig í ljós“.