Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. okt. 1959
MORCVNBLAÐIÐ
15
Séð heim að Gilsárstekk.
Myndirnar tók vig.
Frá sjónarmiði
sauðfjárhóndans
TÚNCARefNt*' Rcett við Pál á Gilsárstekk
F Y R I R nokkru átti frétta-
maður blaðsins leið um Breið-
dal í Suður-Múlasýslu og kom
þá m. a. í heimsókn til Páls
Guðmundssonar á Gilsárstekk
í Norðurdal. Páll býr við
sauðfé eingöngu og á gott bu,
vel ræktaða jörð með mynd-
arlegum byggingum.
Mig fýsti að ræða nokkuð við
þennan gamalreynda sauðfjár-
bónda um hag þeirra bænda, sem
þá búgrein stunda. Talið barst
fyrst að heimahéraði hans. í
Breiðdal voru sl. vetur um 7500
fjár á fóðrum. Héraðið er stórt
(um 35 km. að lengd) og skiptist
um miðju í tvo allgróðurríka dali.
Hefur Breiðdalur jafnan verið
talinn með betri sauðfjárræktar-
sveitum. Páll telur, að sæmilega
vel sé á vetur sett, þegar hverri
kind eru ætlaðir 1—2 hestar af
góðu fóðri, en talsvert mikiil
munur er þó á þessu eftir því
hvar er í héraðinu. Bústærð er
að sjálfsögðu nokkuð misjöfn og
á beztu búunum þetta um 300
— 500 fjár, sem er þá í eigu allrar
fjölskyldunnar á hverjum stað,
því vandalaust verkafólk er ó-
þekkt.
Ef ekki þarf aS safna skuldum.
Páll Guðmundss. segir, að með
slíku búi geti bændur haft ail-
góða afkomu, ef þeir þurfa ekki
að safna skuldum, þvi einhæfur
auðfjárbúskapur þolir ekki
skuldir.
— Eg tel að í þessu efni beri
bændum kð flýta sér með gát.
Páll er gætinn maður og teiur
að skuldapólitík sú, sem rekin
hefur verið á undanförnum ár-
um, henti ekki alls staðar vel og
hafi sums staðar leitt til ófarn-
aðar og jafnvel uppflosnunar.
Fóður á ræktuSu landi.
Bóndi sá, er rekur eingöngu
búskap með sauðfé, þarf að geta
tekið allt sitt fóður á ræktuðu
landi. Telur Páll, að sauðfjár-
búskapurinn beri ekki fóðurbæt-
iskaup, enda sé vandalaust að
fóðra á vel verkaðri töðu, þegar
fé er heilbrigt. Hann telur jafn
vel að kjarnfóðurgjöf eyðileggi
heilsufar búfjárins. Segir eðli-
legt og heilsusamlegt fyrir féð
að því sé haldið til beitar í sæmi-
legri tíð, þar sem allgóðir hagar
eru fyrir hendi. -
Til tryggingar því, að bændur
eigi jafnan nægilegt og gott fóð-
t ur, er nauðsynlegt að þeir hafi
súgþurrkun.
Þegar svo er komið, að allt hey
fóður er tekið úr ræktuðu landi
og allgóður vélakostur er til að
vinna það, svo og súgþurrkun
í góðum heygeymslum, þá á hey-
skapartíminn að geta verið tii-
tölulega stuttur og ganga sæmi-
lega vel.
Of einhæf framleiðsla.
Það er svo annað mál, að sauð-
fjárbúskapur er svo einhæf fram
framleiðsla, að þar sem ekki er
byggt á gömlum fjárhagslegum
merg og bændui eiga kost á ein-
hverri vinnu auk búskaparins, er
ekki hægt að byggja á sauðfjár-
búskapnum einum saman.
— Það verður kannski erfiti eða
óviðráðanlegt, en mér virðist
fljótt á litið að það sé nær eina
lausnin fyrir auðfjárræktarhér-
uðin í landinu í heild, að þar
rísi upp einhvers konar iðnaður,
sem gæti nýtt starfskrafta fólks-
ins þá tíma ársins, sem það er
ekki bundið nema að litlu leyti
við störf á heimilunum sjálfum,
segir Páll. Hann kveður eðlilegast
að slíkur iðnaður miðaðist við, að
unnið væri úr þeim vörum fyrst
og fremst, sem framleiddar eru
í sauðfjárræktarhéruðunum sjálf
um, t. d. kötiðnaður, ullariðn-
aður og fleira.
Síðsumars og á vetrum.
Þeir tímar ársins, sem menn
gætu helzt unnið við þessi störf,
er að loknum heyskap síðla sutn-
ars og fram að sláturtíð að haust-
inu, einnig ef tíð er sæmileg síð-
ari hluta vetrar fram að sauð-
burði.
Ég geng með Páli að skoða
útihús hans og sé að þar er öllu
haganlega fyrir komið. Fjárhús
og hlaða eru undir einu og sama
þaki, hlaða í miðjunni en krær
beggja megin. Grindur eru í hús-
unum, enda nauðsynlegt, þar sem
fénu er gefin taða.
Talið berst að sjálfsögðu að
ýmsu öðru en búskapnum, vega-
málin telur Páll eitt af höfuð-
vandamálum Breiðdælinga. —
Vegur þarf að koma milli Breið-
dals og Stöðvarfjarðar, en kaup-
túnin fyrir norðan Breiðdal vant-
ar tilfinnanlega mjólk og mjóik-
urafurðir, sem hægt væri að fram
leiða fyrir þau þar syðra. I
þessu efni, segir Páll, að sé eitt
hið versta verk, að rægja saman
sveitir og sjávarpláss. Hagur
þeirra fari í svo mörgum tilfell-
um saman, að nauðsyn sé að líta
sameiginlega á hag beggja.
— Ef t. d. sjávarþorpin hér að
Austurlandi eflast og aukast, og
góðar samgöngur eru á milli
þeirra og nálægra sveita, þá mun
það vissulega styðja að aukinni
uppbyggingu sveitanna og bætt-
um hag þeirra, sem þær byggja.
Gilsárstekks-hjónin Páll Guðmundsson og kona haiis.
Útgerðin búbót. (
Að síðustu berst talið að út-
gerðinni, sem nýlega er hafin
í Breiðdalsvík. Þar er nú gerður
út einn góður bátur, sem er 70
—80 tonn að stærð, og á staðnum
er frystihús, sem getur tekið við
afla hans. Þessi útgerð, þótt enn
sé ekki stór að vöxtum, hefur
orðið ýmsum tekjurýrum heimil-
um í nágrenni Breiðdalsvíkur
talsverð búbót.
Þótt í sumar hafi geisað hin
versta ótíð í Breiðdal og hey-
fengur bænda þar sé víða með
lakara móti, skín ofurlítil sólar-
glæta yfir þessa víðáttumiklu og
fallegu byggð, þegar við ökum
þaðan á brott og kveðjum odd-
vita þeirra Breiðáfelinga.
—vig.
F yrningaaf skrif t-
ir húseigna
S T J Ó R N Húseigendafélags
Reykjavíkur hefur nýlega sam-
þykkt svohljóðandi ályktun:
„í tilefni af svarbréfi fjármála-
ráðuneytisins, dags. 4. júní sl.,
við erindi Húseigendafélags
Reykjavíkur varðandi frádrátt
til skatts vegna fyrningar fast-
eigna, og með tilvísun til fram-
kominnar umsagnar skattstjórans
í Reykjavík, þar sem hann iegg-
ur til að fyrningar steinhúsa sé
færð úr 1% í 4% af fasteigna-
mati, en timburhúsa úr 2% í 6%.
Þá skorar félagsstjórnin á hæst-
vitran fjármálaráðherra að hiut-
ast til um að tillaga þessi verði
látin koma til framkvæmda áður
en undirbúningur hefst að skatta
framtölum næsta árs“.
Ályktun þessa hefur félags-
stjórnin sent fjármálaráðuneyt-
inu, með ósk um svar við allra
fyrstu hentugleika.
Fjárhúsin á Gilsárstekk.
Sýningar Iíjartans
Ó. Bjarnasonar
ÍSAFIRÐI, 9. okt. — Kjartan Ó.
Bjarnason hefir sýnt kvikmyndir
hér á Vestfjörjðum nú að undan-
förnu. Hér á ísafirði hafði hann
tvær sýningar í gær, og var hús-
fyllir á báðum.
Myndirnar sem Kjartan sýndi
að þessu sinni voru frá Noregi,
bæði skíðamyndir og landslags-
myndir. Þá sýndi hann einnig
myndir úr Breiðafjarðareyjum.
Myndirnar voru sérstaklega íal-
legar. Kjartan er nú á förum héð-
an og mun næst hefja sýningar
á Austfjörðum.
— GK.