Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUNBL4ÐIÐ Töstudagur 16. okt. 1959 Heímsókn til Pasternaks Eftir teiknarann „Abu" hjá Observer. Húsmœðraskóli Suður- lands settur PEREDELKINO í útjaðri Moskvu er einnig þekkt undir nafninu rithöfundaþorpið. Þótt það sé staðurinn sem Boris Pasternak býr á, gat enginn hinna rúss- nesku blaðamanna, sem ég hafði kynnzt í Moskvu, sagt mér greinilega, hvernig ég ætti að komast þangað. Flestir vissu það eiginlega ekki, aðrir gáfu óskýr svör af einhverjum kenjum. Ferðalagið þangað var flókið og erfitt. Samt tókst mér að fá sæmilegar leiðbeiningar hjá gömlum rússneskum blaðamanni. Eftir klukkustundarferð með strætisvagni og járnbraut kom ég til Peredelkino. í þorpinu virtust allir kannast við Pastemak, en fáir voru viss- ir um hvar hann byggi. (Ég vissi, að rússneska orðið yfir hús er „dom“, og því var það eina sem ég þurfti að segja „dom Pasternak"). Loks bauðst bygg- ingarverkamaður, sem var á leið í vinnuna úr hádegismatn- um, til þess að vísa mér leiðina. Við fórum fram hjá hveitiökr- um og eplatrjám og komum loks að húsinu. Þá hafði ég kom- izt að því, að rétta orðið fyrir þess konar hús er ekki „dom“ heldur „dascha". Það er mjög stórt hús og er byggt á dálítilli hæð og hulið furutrjám. Þaðan er mjög fallegt útsýni yfir hæðir «g akra. Félagi minn benti á merki, sem voru fest upp hjá hliðinu og skýrði það fyrir mér, að þetta býddi „Aðgangur bannaður" og iyrir neðan það „Varið yður á hundinum". (En hundurinn sem lá á stéttinni var þunglamalegur, dapur og loðinn. Hann rétt tók eftir komu minni og lá áfram hreyfingarlaus í fleti sínu). Mér hafði verið sagt að það væri sonur rithöfundarins, tví- tugur piltur, með gisinn skegg- vöxt, sem hefði það hlutverk að vísa öllum ókunnugum á dyr kurteislega en ákveðinn. Boris Pasternak veitir varla nokkrum ókunnugum gesti viðtal nú orð- ið allra sízt útlendum blaða- manni. Gat samt ekki verið að hann vildi tala við mig, útlendan blaðateiknara? Þegar ég gekk að húsinu, sá ég í gegnum glugg- ana, að sonurinn var að spila á spil við móður sína og tvær aðr- ar konur í einu hliðarherberginu, og hann tók eftir mér. Meðan é'g stóð á stéttinni kom þjónustustúlka og bað mig um að fá mér sæti. Skömmu síðar opnuðust dyrnar og Boris Past- ernak sjálfur kom £ ljós. Hann var hledur styttri, grennri og unglegri heldur en ég hafði ímyndað mér hann. Hann var í bláum fötum, sem virtust við stærð, í skyrtu, en bindislaus. Ég kynnti mig, afsakaðj að ég væri að ónáða hann. Við sett- umst niður sitt hvorum megin við borð. Hann bað mig að afsaka að hann byði mér ekki inn. Fjöl- skyldu hans geðjaðist ekki að ókunnum gestum og hann spurði, hvort við gætum ekki setið úti á stéttinni. Ég svaraði því til, að það væri ánægjulegt að sitja úti. Það væri ekki kalt og útsýnið væri fallegt. Ætlið þér að teikna andlits- mynd eða vangamynd“, spurði hann. „Mér líkar ekki við vanga svipinn á mér“. Ég kvaðst vilja reyna bæði. Þegar ég byrjaði að teikna, stöðvaði hann mig: „Ætti ég ekki að greiða mér?“ — „Hár yðar er ágætt“, sagði ég. Þrátt fyrir það fór hann inn til að líta í spegilinn. Ég varð hræddur um það að hann myndi greiða hárið svo vandlega að það eyði- legði skemmtilegt óreiðúútlit lokkanna sem féllu hvítir fram á ennið. Ég var ánægður, þegar hann kom aftur og sá að hann hcfði ekki gert það. Ég gerði nokkrar teikningar af öllu andliti hans, en komst brátt að því að ég gat ekki náð því vel, hvernig hann bar höfuðið og ýtti því dálítið fram á við, svo að bráðlega lagði ég aðal áherzluna á vangasvipinn. Á meðan var hann að tala.' Hann talaði um það hvað hann elskaði garðyrkju, hvernig hann hefði sjálfur plægt og ræktað allan garðinn sinn. „Þegar ég var yngri þ.e.a.s. fyrir tveimur árum, þá vann ég í garðinum á hverjum degi. Nú get ég ekki unnið mikla líkamlega vinnu“. Hann talaði ensku stirðlega en vel. „Ég get vel lesið og skrifað ensku, en ég hef enga æfingu í að tala hana“. Við og við vant- aði hann orð og hann spurði ihig hvernig ætti að segja þetta. — „— Hvernig mynduð þér segja það á ensku?“ [ Hann kvaðst hafa fengið mörg hundruð bréf frá öðruin lönd- um og hann reyndi að svara þeim öllum persónulega. Ritstjóri ensks tímarits biður hann um grein, Indverskur rithöfundur spyr, hvort hann vilji skrifa for- mála að leikritaútgáfu Chekovs. Fólk sendir honum bækur og aðrar gjafir. Amerískir stúdent- ar skrifa og spyrja hann um skoð- anir hans á ýmsum þáttum bók- menntanna. Hann komst við • af góðsemi alls þessa fólks síðustu mánuði. Hann talaði um það, að enski gagnrýnandinn Edmund Wilson hefði fundið alltof marga duld- ar meiningar í Sívagó lækni. „Ef þér finnið stein, þá getur hann gefið skýringar á fortíð jarðar- innar. En múrsteinn gefur eng- ar jarðfræðiskýringar". Hann sagði, ah sér hefði líkað einna bezt við gagnrýni Stuart Hamps- hire, sem hafði bent á það, að sterkustu áhrifin hefði hann frá Shakespeare. Hann minntist á leikritið, sem hann er nú að skrifa. Það fjallar um frelsun þrælanna í Rússlandi á 19. öld og stefið í því er að aldrei sé hægt að slökkva frelsið, ekki einu sinni í þrælkunarbúð- um. Hann talaði eins og lítill drengur, sem segir einfaldlega og spennandi frá ævintýrum sínum. Hann virtist fullur af bjartsýni og ekki var að heyra nein von- brigði eða gremju í rödd hans. „Haldið þér að þér komið til Englands?“, spurði ég. „Mig langar mikið til að heimsækja systur mína, svaraði hann, „en ég veit ekki hvenær“. Hann kvaðst vona að það yrði bráð- lega. Ég heyrði orðróm um það í Moskvu að í náinni framtíð yrði komið á sáttum milli Pasternaks og rithöfundasambandsins. Sum- ir segja að deilan standi nú að- eins um það ,hverjir eigi að hafa frumkvæðið í sáttaviðleitninni. Er ég kvaddi, sagði ég honum frá blaðateikningu, sem ég gerði, þegar Zivagomálið var mest á döfinni. Það var teikning af minningarspjaldi, sem var fest á vegginn á rússnesku „dascha“: BORIS PASTERNAK RITHÖFUNDUR REYNDI AÐ LIFA HÉR. Hann hló. (Observer — Öll réttindi áskilin) HÚSMÆÐRASKÓLI Suðurlands að Laugarvatni var settur í 18. sinn þ. 4. okt. s.l. — Séra Eiríkur Stefánsson, fyrrum prófastur að orfastöðum ávarpaði námsmeyj- ar og flutti bæn. En námsmeyjar sungu sáima fyrir og eftir ræðu prests. — Því næst flutti skóla- stjóri, Jensína Halldórsdóttir, ýtarlega ræðu, lýsti starfshátt- um skólans og vék að hlutverki, sem húsmæðraskólarnir hefðu á stefnuskrá sinni, minnti náms- meyjar á nauðsyn þess að nota með kostgæfni allan skólatím- ann, þá gæti hann veitt þeim farsælan undirbúning þess um- fangsmikla ábyrgðarstarfs, sem byði húsmóðurinnar. Bað náms- meyjar vera minnugar þeirra bæna og heilræða, sem ástvinir þeirra hefðu lagt þeim á hjarta, er að heiman var haldið í þenn- an áfanga. — Skólastjóri drap m.a. á þann merka og mikilvæga þátt, sem Bjarni Bjarnason fyrr- verandi skólastjóri hefði átt í stofnun skólans, vexti hans og við gangi, fór mjög hlýjum orðum um samstarf þeirra Bjarna frá öndverðu, lét þess getið, að Bjarni Bjarnason hefði verið for maður skólanefndar frá stofnun hans, en nú eftir eigin ósk dreg- ið sig í hlé frá því starfi. Eftir tillögu skólastjóra og með samþykki yfirboðara skól- ans verður námstítninn lengdur um hálfan mánuð frá því sem verið hefur. Sú breyting hefur orðið á kennaraliðinu, að ungfrú Gerður Jóhannsdóttir hefur fengið sex mánaða orlof, dvelst hún við nám í háskóla í Bandaríkjunum á vegum Fulbright stofnunarinn- ar á íslandi. — í stað Gerðar kennir í vetur frú Erna Helga Þórarinsdóttir húsmæðrakennari. Gjafir höfðu borizt frá velunn- urum skólans: Vegleg, áletruð skólabjalla frá námsmeyjunum 1958—1959, — formaður Sam- bands sunnlenzkra kvenna, frú Halldóra Guðmundsdóttir, færði skólanum að gjöf frá samband inu eftirprentun af fögru mál- verki eftir Jón Stefánsson list- málara. Frú Sigríður Böðvars- dóttir í Miðdalskoti afhenti myndarlega fjárupphæð, sem safnað hafði verið meðal Laug- vetninga og dalbúa. Skólastjórinn bar fram þakkir fyrir rausn og hlýhug í garð skól ans, sagði skólann settan og bauð öllum viðstöddum til sameigin- legrar kaffidrykkju, þar sem veitt var af miklum höfðings- brag. Þórður Kristleifsson. Hrútasýning á Selfossi BÚNAÐARSAMBAND Suður- lands heldur héraðssýningu á hrútum á Selfossi sunnudaginn 18. okt. n.k. Hefst sýningin kl. 1 e.h. með því að kynnt verða úrslit dóma á hrútunum í Selfoss bíó. Á sýninguna koma hrútar úr öllum sveitum Árnessýslu, einn hrútur fyrir hverjar 1000 vetrarfóðraðar kindur. Alls mæta um 80—90 hrútar á sýningunni, úrval þeirra hrúta sem komið hafa á hrútasýningarnar á þessu hausti. Hrútarnir verða flokkað- ir í þrjá verðlaunaflokka, heið- ursverðlaun, 1. fl. A og 1. fl. B. í dómnefnd á sýningunni verða ráðunautarnir dr. Halldór Páls. son frá Bf. íslands, Sigfús Þor. stéinsson Blönduósi og Leifur Jó. hannesson, Stykkishólmi. Unnið verður að dómarastörf. um á laugardag en sýningin verð ur opnuð almenningi kl. 1 e.h. á sunnudag, eins og áður segir. í sambandi við sýninguna verður kjötsýning í sláturhúsi Slátur- félags Suðurlands á Selfossi, þar sem sýnt verður fram á hver á. hrif vaxtarlag hefur á kjötgæði. Á héraðssýningunni verða hrút. ar af báðum þeim fjárstofnum sem bændurnir í sýslunni búa við þ.e. vestfirzka fjárstofninum og þingeyska *járstofninum. Með. al hrútanna eru margir af mest umtöluðu hrútum sýslunnar. Passíusálmarnir í útvarpinu EG ER alin upp við Passíusálm- ana, föstulestra og passíusálma- söng. Og þær stundir eru mér dýrmætur fjársjóður, umvafður kyrrð og friði heilagrar lotning- ar. Ég tel nfig eiga þar dýrmæt- astan andans arf, sem ekki verð- ur metinn til fjár í ríkisbanka- eignum. „Kenn þeim unga hvern veg hann á að ganga, og mun hann ekki frá honum víkja á gamals aldri“. Sé ungu barninu ekki kennt að bera hljóðláta lotningu fyrir heilagri stund, verður æskumann inum erfitt að sitja á strák sín- um. Börn eru eins og þau eru höfð. Þeir eldri ganga á undan með dæmin fögur og ófögur, vit- andi vits, eða óafvitandi. Passíu- sálmana og ekki sízt efni þeirra ætti þjóðin að heiðra, á allan hátt, meðan hún ber nðfnið krist- in þjóð, og hefir ábyrgð á upp- fræðslu nýrrar kynslóðar. Við er- um að heiðra Hallgrím Pétursson, trúarhetjuna og sálmaskáldið okk ar góða, með ýmsum sýnilegum vegsemdum. Erum við nú ekki að „heiðra hann þar með vör- unum“ en geymum hjartað á öðr- um stað, langt í burtu“? eins og höfundur Biblíunnar segir, þeg- ar passíusálmunum er valinn stað ur innan um allskonar þvarg og ófagnað, sem aðeins vanþroskað- asti hugsunarháttur gerir sér gott af. Og þar með hefur ungu kyn- slóðinni verið varnað að hlýða á þá, á þeim tíma þear öll börn eiga að vera sofnuð, og iöngu sofnuð. x Þarf innihald passíusálmanna að vera svo knosað af mönnum, sem hafa „hjartað langt í burtu“. Eða þurfum við að láta annarra landa fólk vekja okkur til virð- ingar á okkar forfeðra dýrasta arfi? Passíusálmarnir eru ekki lengri nú ,en þeir vor 1, og aldrei heyrðist talað um að þeir þættu of langir. Ef þeir þykja það nú, er það beinlínis af því að þeir eru ekki álitnir mega taka upp tímann frá öðru efni í dagskrá útvarpsins. Og þá er það einlæg ósk mín: Takið þá alveg úi úr dagskrá ríkisútvarpsins! og legg- ið þá í heilu lagi á hilluna. Því hollara er þjóðinni að eiga þá í þögulli bók, en skafa þá strax út úr eyrum alþjóðar með glæpa- sögum og kynóragargi. Það eru ekki allir jafn andlega vandlátir á einu heimili, að skrúfa megi fyrir tækið. Fyrir alla muni, sýnið þeim ekki lengur þá van- virðu , vegna upprennandi kyn- slóða. Höfum við ekki nóg af alls kyns tónlist allan Guðs langan daginn, þó rýmt væri til aðeins í níu vikur úr árinu, t.d. í miðdags útvarpinu, fyrir sjálfum Passíu- sálmunum okkar og þeir sungir einraddaðir með eiðeigandi hug- vekjulestri? • Þá fyrst gæfist börnunum tæki færi er þau eru komin heim ur skólunum að fylgjast með og læra lögin, og þekkja sálmana. Og einnig yrði þá tækifæri þeim eldri að móta á ný föstulestra- stund á heimilinu. Enginn kann að dæma árangurinn fyrirfram. Jtaddir upplesaranna liðin ár, hafa verið hverju heyrandi ejra fullboðlegar, en það er ekki nóg. Ekki nógur heiður Passíusálmun- um okkar, sem eiga meiri heiður en þann, að vera nefndir „dýr- mæt perla“ í bókmenntum þjóð- ar vorrar. ★ Þá Þorratunglið tínætt er tel ég það lítinn háska, að næsta sunnudag íjefna ber níu vikur til Páska. Jólin, nýárið og þréttándinn voru liðin hjá, og Þorri genginn í garð. Þá var þessi vísa rifjuð upp, og um leið reikaði hugurinn til Passíusálmanna. Fyrsti sunnudagur í níu vikna- föstu rann upp. Þá heyrði maður sagt, föstulestrarnir byrja á morg un. Það voru sérstök tímamót á heimilinu. Þá var venja að stytta kvöldvökutímann, og lesa lestur- inn við dagsbirtu. Það var heldur leiðara að fara fyrr í rúmið, — en það kom annað í staðinn, hug- urinn fylltist nýrri þrá fullri eft- irvæntingar, það voru reyndar byrjaðir útmánuðir,- og birtan tek in að lengjast um hænufet, dag hvern. Mamma lét ríflega í eld- inn undir miðdagsmatarpottinn, svo maturinn syði á meðan hús- lésturinn stæði yfir, okkur krökk unum var hóað saman og sagt að koma inn, pabbi tók Péturshug- vekjur ofan af hillu ásamt Passíu sálmunum, gekk fram að glugg- anum, mamma tók hugvekjurnar, en pabbi opnaði sálmana, við krakkarnir settumst hvert á sitt rúm. Þið syngið með, börn, sagði pabbi, og eldri systkinin stóðu upp og drógu sig nær bókinni hans, mamma hafði aðra sálma, og sat út við gluggann á rúminu sínu. Við yngri krakkarnir sátum hreyfingarlaus og fylgdumst með laginu og orðunum, „Upp, upp Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.