Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 8
8
MORGUlVTtT. 4 ÐIÐ
Föstudagur 16. okt. 1959
íyrir nýjum bát, en ekki ennþá
fjdlilega ákveðið hvar hann verð-
ur smíðaður, eða.hvort um verð-
ur að ræða stál eða tréskip.
Nýtt iðjuver: útgerð á
smærri bát-
um er stunda einkum handfæra-
veiðar hefur aukizt héðan hin síð-
ari ár. Þessir bátaeigendur hafa
nú stofnað með sér félagsskap
með það markmið að koma upp
fiskiðjuveri. Hefur þegar verið
úthlutað lóð undir fyrirhugaða
byggingu. Verður þarna um mik-
ið hús að ræða þá er það hefur
risið allt af grunni, en fyrirhug-
að er að byggja hluta af þessu
stórhýsi þegar í haust og taka í
notkun á vertíð í vetur.
Síminn: Fyrir liðlega áratug
byggði Landssíminn
myndarlegt póst- og símahús hér
í Eyjum. Var í húsi þessu gert ráð
fyrir húsrými fyrir sjálfvirka sím
„Atvinna hefur verið
geysimikil svo að
stundum hafa verið
hreinustu vandræði
með að fá fólk til verka
er enga eða litla bið
þoIdu“.
stöðvar þarf langan aðdraganda.
Allt þetta hefur valdið sím-
notendum hér í Eyjum miklum
vonbrigðum, sérstaklega þegar
það er haft í huga, að framþró-
un á þessu sviði annarsstaðar
á landinu hefur orðið .með allt
öðru sniði en hér. Er nú svo
komið að nánast sagt öngþveiti
ríkir í simamálum Eyjanna.
Símnotendum innanbæjar hefur
Vestmannaeyjabréf irá Birni Cuðmundssyni:
Mikií atvinna — vaxandi útgerð
Veðráttan: Sumarið sem
senn er á enda,
hefur verið svo sem annarsstað-
ar hér sunnanlands, votviðra-
samt fram úr hófi, og nær sólar-
laust og er kvíðavænlegt að taka
vetri með þannig sumar að baki.
En þótt sumarið hafi verið vinda-
og úrkomusamt má þó segja að
það hafi verið hátíð hjá því, sem
verið hefur í september og þáð
sem af er október. Sú trú eldri
manna að með höfuðdegi breytti
um veðurfar, brást með öllu, að
þessu sinni. Má segja að septem-
ber-mánuður og fyrri hluti októ-
bers hafi verið ein rigning, og
varla stytt upp svo að nokkru
nemi — og samfara rigningunni,
sunnan, suðaustan og austan-
vindar er veðurguðirnxr hafa í
engu dregið við sig, oftastnær 7
til 10 vindstig.
Atvínna* Atvinna hefur ver
ið í sumar geysi-
mikil svo að stundum hafa verið
hreinustu vandræði með að fá
fólk til þeirra verka er enga eða
litla bið þoldu. Nær 30 bátar
stunduðu humarveiðar, þegar
flestir voru að, en er á sumarið
leið, heltust nokkrir úr lestinni,
og fáir bátar voru orðnir að veið-
um er veiðitímabilinu lauk, um
miðjan september. Humarveiðin
gaf í sumar góða raun, afli var í
betra lagi, og þessi veiðiskapur
skapaði mjög mikla atvinnu í
frystihúsunum og við verkun
þessa afla nýttust mjög starfs-
kraftar unglinga. Sjáanlegt er, að
þessi svo til nýi veiðiskapur,
humarveiðar, er og verður með
skynsamlegri skipulagningu, svo
sem var á liðnu sumri, mikil
lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjar-
ins.
Á vegum bæjarsjóðs hefur í
sumar verið unnið mikið að
gatnagerð í bænum. Er verið að
gera mikið átak í þessum efn-
run, þar sem undirbúningur und-
ir malbikun helztu umferðaæð-
anna í bænum er. Bæjarsjóður
keypti fyrir 3 árum malbikunar-
vélar, fyrstur állra staða utan
Reykjavíkur. Með þessum vélum
hefur þegar nokkuð verið mal-
bikað með góðum árangri, og á
næstu árum á, með tilstyrk þess-
ara véla, gatnagerð bæjarins að
komast á það stig, sem bezt er
hérlendis, svo ekki sé meira sagt,
og bærinn að görbreyta um svip.
Kaup bæjarstjórnarinnar á þess-
um malbikunarvélum má hik-
laust telja með farsælustu ráð-
stöfunum er bæjarstjórn hefur
gert hin síðari ár.
Vinna við húsbyggingar er allt-
af mikil. Unnið er að viðbygg-
ingu við barnaskólann, fjórir
verkamannabústaðir með 8 íbúð-
um eru komnir undir þak, fisk-
iðjuverin eru að auka við hús-
rými, nokkrir útgerðarmenn eru
með veiðarfærageymslur í bygg-
ingu. Þá eru fjölda margir ein-
staklingar með hús í smíðum,
líklega fast að hundr?r
Höfnin; Svo sem kunnugt
•> er af fréttum, þá
var dýpkunarskip Vestmannaeyj-
arhafnar leigt vestur að Rifi á
Snæfellsnesi í sumar. Af þeim
sökum var ekkert unnið við
dýpkun hafnarinnar í sumar og
hafnarframkvæmdir aðrar að
mestu legið niðri, þar til fyrir
skömmu að hafizt var handa um
hækkun á Eiðinu, en það er lág-
ur, stórgrýttur malargrandi er
liggur millum Heimakletts og
Klifs. Hefur grandi þessi látið
mikið á sjá á síðastl. árum af
völdum sjávargangs, og það svo
að höfninni sjálfri stóð mikil
hætta af, svo fremi að ekkert yrði
að gert. Er þessi framkvæmd því
mjög þörf og tímabær. Á liðnum
árum hafa verið unnin hér stór-
virki í hafnargerð og höfnin orð-
in um marga hluti góð. Þrátt tyr-
ir það bíða hér mörg verkefni
á sviði hafnarmála úrlausnar. Er
þá fyrst að byggja þarf nýja báta-
kví og síðan þarf að snúa sér að
því að reka niður járnþil fyrir
botni hafnarinnar í Friðarhöfn og
halda síðan áfram með járnþil
norður og austur í Heimaklett
og koma á þann hátt upp einu
samfelldu leguplássi fyrir skip
og báta, úr Friðarhöfn norður svo
kallaðan Botn og í Heimaklett.
Hinn ört vaxandi floti Vestmanna
eyinga svo og hinn mikli fjöldi
báta og skipa er hingað sækir á
vetrarvertíð kallar á auknar
hafnarframkvæmdir og það
miklu skjótar en menn í dag gera
sér almennt ljóst^
Bátakaup: Endurnýjun og
aukning báta-
flotans er að sjálfsögðu frum-
skilyrði fyrir Vestmannaeyjar,
svo sem atvinnuháttum þar er
háttað. Það er þvi mikið ánaégju-
efni að von er nokkurra nýrra
skipa fyrir næstu vetrarvertíð.
Er þá fyrst að nefna að í Austur-
Þýzkalandi eru í smíðum 4 bát-
ar. Eru eigendur þeirra Óskar
Matthíasson frá Byggðarenda og
félagi hans sem eru með eitt skip,
Þorsteinn Sigurðsson, Blátindi og
Ólafur Sigurðsson frá Skuld eru
með eitt skip og Sigurður Þórð-
arson skipstjóri á Sæfara er með
eitt skip. Þessi skip eru öll vænt-
anleg fyrir áramót. Skipin eru
smíðuð úr stáli og öll svipuð að
stærð, tæplega 100 tonn. Þá er
Guðlaugur Stefánsson frá Gerði
um það bil að -láta hefja smíði
á stálskipi í Austur-Þýzkalandi.
í Hollandi er verið að smíða
stálskip fyrir Rafn Kristjánsson
og félaga hans, en þeir gera út
og eiga m.b. Gjafar. Fyrir Svein
Hjörleifsson frá Skálholti er ver-
ið að smíða 110—115 tonna stál-
skip í Noregi. Útgerð m.b. „Ver“
hefur fengið innflutniagsleyíi
stöð. Var í þann tíð að skilja á tals
mönnum símamálastjórnarinnar
að innan ekki langs tíma myndi
hér komið upp sjálfvirkri síma-
þjónustu. f reyndinni hefur þetta
hins vegar orðið á þann veg, að
nær allt situr við það sama hvað
sjálfvirka símaþjónustu sncrtir,
og útlit er fyrir að allt þetta eigi
langt í land ennþá, þar eð engar
ráðstafanir til úrbóta er farið að
gera, en undirbúningur allur er
tímafrekur og til pöntunar á þeim
vélum og tækjum sem nauðsyn-
legar eru til sjálfvirkarar sím-
á tiltölulega skömmum tíma
fjölgað um helming eða vel það,
hins vegar hafa aðstæður til við-
hlýtandi þjónustu ekki batnað að
sama skapi, og er ástandið nú
þannig að við þetta verður ekki
unað öllu lengur. Það er ekki
ástæða til þess hér að fara frek-
ar út í þá hlið málsins, en krafa
almennings er sú að forráðamenn
bæjarfélagsins taki þetta mál
upp nú þegar og sjái til þess að
raunhæfar aðgerðir til úrbóta
dragist ekki úr hömlu.
Menningar- Laust fyrir
upphaf síðari
heimili; heimssfýrjald
' arinnar v a r
lokið við að reisa Samkomuhús
Vestmannaeyja. Var þetta sam-
komuhús þá eitt af stærstu sam-
komuhúsum landsins og er enn.
Var hús þetta reist af stórhug og
myndarskap, og bætti mjög úr
brýnni þörf kaupstaðarins fyrir
samkomu- og kvikmyndahús. Hef
ur nú hús þetta um tvo tugi ára
sinnt hlutverki sínu sem slíkt og
gerir það enn.
Þrátt fyrir góðan húsakost á
þessu sviði er þetta ekki einhlýtt
í svo stórum bæ sem Vestmanna-
eyjar eru. Samkomuhúsið getur
ekki af eðlilegum ástæðum sinnt
þeim kröfum sem ýms menning-
ar- og félagasamtök gera um hús-
rými til margháttaðrar starfsémi
sinnar. Það er því brýn þörf fyr-
ir húsakost til handa þeim félög-
um sem fyrr eru greind, þar sem
á allra vitorði er, að húsnæðis-
vandræði eru mjög Þrándur í
Götu fyrir eðlilegu starfi þeirra,
en starf og tilvera þessara félaga
er nauðsynleg hVerju bæjarfé-
lagi, og er nærtækast að minnast
á Leikfélag Vestmannaeyja í
þessu sambandi.
Nú vill svo til að á bezta stað í
bænum .er hús, sem með allmikl-
um breytingum að vísu, gæti
leyst húsnæðisvandræði hinna
ýmsu félagasamtaka. Á ég þar
við Nýja-bíó húsið svonefnda.
í þessu húsi ættu að fá inni með
starfsemi sína, Leikfélagið fyrst
og fremst, söngkórarnir, Lúðra-
sveitin, skátar, taflfélagið og
íþróttafélögin a. m. k. að ein-
hverju leyti. Þá væri athugandi
hvor ekki mætti koma þarna upp
tómstundaheimili fyrir ungliriga,
sem er mál er bæjarstjórnin vex-ð
ur innan tíðar að taka afstöðu til.
Framh. á bls. 17.
<Sx-
----- Opið bréf ——
til Sigurðar A. Magnússonar
Kæri Sigurður!
Mætti ég með fáeinum lin-
um leitast við að leiðrétta
misskilning, sem kemur fram
í ritdómi þínum í Morgunblað-
inu í gær, þar sem þú skrifar
um „Gjörníngabók" nóbels-
skáldsins okkar. Tilefni þessa
bréfkorns er það, að undir lók
ritdómsins ferð þú út í aðra
sálma, gefur olnbogaskot út-
gáfufyrirætlun, sem Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs er við
riðin. Gætir í ummælum þín-
um. verulegs ókunnugleika.
Þar eð ég hef orðið þess vxr,
að fleiri mætir menn hafa af
sama tilefni ályktað svipað og
þú, vildi ég mega leggja hér
fáein orð í belg.
í ritdómi þínum segir:
„Ef ég má vera dálítið rót-
arlegur, þá minnir hin ein-
kennilega tiltínsla Halldórs
mig einna mest á það tiltæki
þingmannanna okkar einhvern
tíma í fyrravetur, þegar þeir
höfðu lítið fyrir stafni (sjald-
an þessu vant!), að veita stóra
fjárfúlgu til heildarútgáfu á
verkum Jóns Sigurðssonar, þó
öll verk hans, sem' máli skipta,
séu til á prenti, en hin til-
kvæmileg fræðimönnum. Slík-
ur rausnarskapur er vanhugs-
aður og mesti bjarnargreiði
við höfundinn sjálfan. Það
eru ekki nærri öll dægurskrif,
sem þola endurprentun".
Nú langar mig til að benda
þér á eftirfarandi atriði:
1. „Þingmennirnir okkar“
hafa ekki samþykkt að
veita stóra fjárfúlgu til
heildarútgáfu á verkum J.
S. Þar er aðeins um að
ræða styrk til Bókaútgáfu
Menningarsjóðs til að gefa
út blaðagreinar hans, þrjú
meðalstór bindi.
2. ,Stóra f járfúlgan* er hundr-
að þúsund krónur í þrjú
ár.
3. Astæðulaust er að tala um
„nýja heildarútgáfu" á
verkum J. S. Verk hans
hafa aldrei komið út í heild
arútgáfu.
4. Mjög er það ofmælt, að
öll verk J. S., sem máli
skipta, séu til á prenti.
Fjöldi stórmerkra bréfa'
hans er óprentaður, auk
ritgerða. Þar á meðal er
nokkuð stórt rit um fsland,
sögu þess, menningu, at-
vinnuvegi og efnahag. Rit-
gerð þessi er varðveitt í
erlendu safni og mönnum
nær ókunn. Þó að ég hafi
ekki séð hana ennþá, þætti
mér trúíegt, að margt
ómerkara sé látið á þrýkk
út ganga á okkar miklu
bókagerðartímum.
5. Hæpin er í meira lagi sú
staðhæfing, að öll rit J. S.
séu tilkvæmileg fræði-
mönnum. Blaðagreinar
hans, sem skipta hundruð-
um, eru t. a. m. dreifðar í
blöðum innan lands og ut-
an, meiri hlutinn erlendis.
Hefur nú í fyrsta sinn ver-
ig gerð um þær heildar-
skrá (og kann þó eitthvað
að vanta). Margar þessara
greina hafa ekki verið til
hér á landi og enginn kyrmt
sér þær, jafnvel ekki höf-
undur 5 binda ævisögu
Jóns. Nú fyrst er verið að
safna þeim saman vegna
útgáfunnar, og munu þær
þá loks komast á einn stað.
Um bréf J. S. er svipaoa
sögu að segja. Mörg þeirra
eru víðsvegar á erlendum
söfnum og ekki sérlega til-
kvæmileg íslenzkum fræði
mönnum.
6. Ég hygg að það sé ástæðu-
laus ótti, að útgáfa blaða-
greina J. S. verði bjarnar-
greiði við minningu hans.
Mér er nær að halda, að
prentun þeirra muni
bregða að sumu leyti nýrri
birtu á pólitíska starfsemi
Jóns og skýra enn mynd
hans sem mikils stjórn-
málamanns og þjóðarleið-
toga. Auk þess mun ljóst
verða, að blaðamennska lét
honum flestum betur, þótt
hjáverk væri. Jafnframt
því, sem stjómmálamenn
geta margt af J. S. lært,
væri ekki úr vegi að blaða-
menn kynntust betur en
kostur hefur verið störfum
hans á því sviði. Auk alls
annars, sem hann kom i
verk, gaf hann sér tíma til
að skrifa nokkra ritdóma.
Mér kæmi ekki á óvart,
þótt þér þættu sumir þerirra
nokkuð góðir.
Að lokum þetta: Allar menn
ingarþjóðir kosta kapps um að
eiga í vönduðum útgáfum rit
sinna mikilhæfustu manna.
Við erum þar eftirbátar. Svo
mjög flöggum við með nafni
Jóns Sigurðssonar og slíka
skuld eigum við honum að
gjalda, að naumast tekur því
að telja eftir þær þrjú hundr-
uð þúsund krónur, sem Al-
þingt hefur ákveðið að verja
til að minnast 150 ára,afmæl-
is hans. Sitthvað má að „þing-
mönnunum okkar“ finna, en of
rausn í stuðningi við menn-
ipgarmál verður þeim varla
til dómsáfellis. Þykir mér trú-
legt, að þú munir manna fús-
astur taka undir þá frómu
ósk, að þeir hafi stundum
ekki meira fyrir stafni en svo,
að þeim gefist tími til að láta
fáeina mola af milljarði fjár-
laganna hrjóta til þarflegrar
útgáfustarfsemi og skyldra
verkefna.
Hripað 12. okt. '59.
Með beztu kveðju.
Gils Guðmundsson.