Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Fðstudagur 16. okt. 1959
„!>ér gerið skakkt, góðurinn
minn. Martin er íarinn að semja
við stjórnina hinn ákafasti. —
Hvernig sem fer — þá getur
Sewe ekki setið áfram á úraninu
sínu. Ef við fáum svæðið, þá haf-
ið þér að minnsta kosti eitthvað
upp úr því“. Hann lagði áherzlu
á orðið „við“. /
Anton gat ekki svarað. Zenta
var hætt að syngja. Hún labbaði
fram hjá borðinu. Þegar hún
staðnæmdist fyrir aftan Luvin,
gaf hún Anton bendingu um, að
hún vildi tala við hann.
Anton beið í nokkrar mínútur.
Þá kvaddi hann Luvin og gekk
að vínstúkunnL
Zenta haUaði sér fram á af-
greiðsluborðið.
Hún sneri sér þegar við, svo að
frá salnum sást ekki nema bert
bakið á henni.
„Ég verð að tala við þig“, hvísl
aði hún að Anton.
„Láttu það koma“.
„Ekki hérna. Ég verð að tala
við þig einan“.
Málrómur hennar vakti atíiygli
Antons. Hann horfði spyrjandi á
hana. ^
„Við lokum eftir klukkustund.
Bíddu eftir mér við íbúð mína“.
„Þetta er bandvitlaust heim-
boð“, sagði Anton.
„Vertu ekki með þessa vit-
leysu". Hún endurtók: „Ég verð
að tala við þig“.
„Gott og vel. Ég skal koma
þangað“.
Zenta tæmdi viskýglasið,. sem
afgreiðslustúlkan setti fram
fyrir hana. Hún drakk annars
sjaldan, allra sízt í sínum eigin
húsakynnum. En í þetta skipti
var það ekki fyrsta glasið, sem
hú^ hafði tæmt. Hin grænu augu
hennar báru þess vott.
Anton réði af að fara brott
þaðan hið fyrsta, svo að lítið
bæri á. Hánn fann það á sér, að
sú atburðarás, sem hann var
flæktur í síðan hann hitti Her-
mann í „Perroquet“-vínstofunni,
var nú að ná hámarki.
Hann gekk hægt fram hjá borð
unum og fram að dyrunum. —
Hann fann, að augu Zentu hvíldu
á sér. Hún var að : yngja „River
Kwai-Marsch“.
Hann beið fyrir framan hið
stóra og glæsilega sambýlishús,
þar sem Zenta átti heima. Sum-
arnóttin var rök og molluleg. —
Skorkvikindin sveimuðu í birtu
götuljósanna. Það var ekki Ijós
ÞVOTTAVÉLAR
►<
II
► <
►<
► <
►<
► <
í3
Servis-þvottavélar með og án suðu
og rafknúinni vindu og dælu.
fyrirliggjandi. — Ársábyrgð
Jfekla
Austurstræti 14
Sími11687
nema í einum eða tveimur glugg-
um í húsinu. Klukkan var um
það leyti tvö.
Anton gekk fram og aftur fyrir
framan húsið. Honum var órótt.
Hann skildi 'ekki, hvaða erindi
Zenta átti við hann. — Áríðandi
og um miðja nótt. Hann var ekki
smeykur, en hann gat ekki neit-
að því að það var kominn í hann
nokkur kvíði. Hetmann var dá-
inn. Það hafði verið ráðizt á
Sewe inni í miðjum frumskógin-
um. Það var víst langt frá því,
að hann þekkti alla leyndardóma
úranborgarinnar. Hann iðraðist
eftir að hafa ekki haft neitt vopn
með sér.
Hann varð að hugsa um Her-
mann og um veizluna, sem haldin
var uppi á efstu hæð í þessu há-
tízkulega húsi. Delaporte og Lu-
vin voru þar staddir og hinn ein-
kennilegi lögreglustjóri. Það var
eins og lokaæfing með aðalleik-
urunum. Það voru ekki nema fá-
ar vikur síðan þetta gerðist, en
Anton fannst það vera heil eilífð.
Skyndilega stóð Zenta fyrir
framan hann. Það var eins og
hún hefði sprottið upp úr jörð-
inni. Hún var í rauðri silkikápu
utan yfir kvöldkjólnum.
Anton leit í kring um sig. —
Hann þekkti hvítu Mercedes-bif-
reiðina, sem Zenta ók í. Hvað
hafði hún gert við vagninn?
Hún vissi þegar í stað, hvers
hann ætlaði að spyrja.
„Ég lagði honum hinum meg-
in við hornið", sagði hún. „Ég
hef ástæðu til þess“.
Hún tók lykil úr tösku sinni
og opnaði útidyrnar. Því næst
þrýsti hún á hnapp og kveikti
skært neonljós.
Þau gengu þegjandi að lyft-
unni. Þau töluðu ekki orð á með-
an hin litla, nýtízku lyfta gekk
upp eftir. Anton fann hina sterku
ilmvatnslykt af henni. Hún opn-
aði dyrnar að íbúðinni og kveikti.
Hún fór á\undan Anton inn í stof
una og lagði af sér kápuna.
Anton hafði ekki séð íbúðina
nema í hinu fræga boði Zentu.
Það var íbúð, sem var ætluð fyr
ir heimboð. Það var ekki hægt
að hugsa sér, að neinn vildi eiga
hér heima.
„Viltu viský?“ spurði Zenta.
„Auðvitað".
„Án sóda og án íss?“
„Auðvitað“.
Hún opnaði hurð. Þá kom í ljós
uppljómuð heimilis-vínstúka með
tugum af mislitum flöskum. —
Hún hellti í glas handa Anton
og fékk sér sjálf glas af koníaki.
Hann settist á legubekk, sem
var þakinn hvítum bjarnarfeldi.
Hún settist í hægindastól á móti
honum.
Það var mollulegt. Það kom
enginn gustur gegn um opinn
gluggann.
„Þú verður að hjálpa mér“,
sagði hún.
„Ég — þér?“
Hún hélt glasinu í hendinni og
horfði í augu honum. Hún var
ekki skjálfhent, en augu hennar
hvörfluðu til og frá. Hún mælti:
„Ég verð að farþ í nótt yfir
landamærin, til Brazzaville. Til
frönsku Mið-Afríku“.
„Þú ert ekki með öllum
mjalla".
„Ég er fullkomlega alls-gáð.
Þeir ætla að taka mig fasta vegna
morðsins á Hermanni".
„Að flýja er það heimskuleg-
asta, sem þú getur gert. Ef þú
ert saklaus....“
Það sáust engin svipbrigði á
andliti hennar.
„Ég er ekki saklaus", sagði
hún. „Ég réði honum bana“.
Hann horfði á hana og fór að
hlæja. Hann ætlaði ekki að hlæja
en ástæðurnar voru svo afkára-
legar, að hann gat ekki að sér
gert. Klukkan var hálf þrjú. —
Hann sat í íbúð drottningar
„Perroquet“-vínstofunnar. Hún
játaði fyrir hojjum, að hún hefði
myrt bróður hans, og hann, ein-
mitt hann átti að hjálpa henni
til að komast undan yfir Kongó-
fljótið.
„Ég býð þér ekki eingöngu
peninga. Auðvitað peninga líka,
mikla peninga"
Gróðrastöðin við Miklatorg
— Sími 19775.
Pabbi. sjáðu lr»-e Andi kem með heim með sér. Er hann ekki fallegur? Nei, nei, Andi, þú ert allur blautur og aurugur. Þú verður j
að vera úti.
Hann hætti skyndilega að
hlæja.
„Hvers vegna í fjandanum ætti
ég að hjálpa þér?“ sagði haRn.
„Af því að það getur enginn
annar gert. Ég veit að þú átt
vini meðal fiskimanna og sjó-
manna, frá þeim tíma, þegar þú
varst að flækjast um við höfn-
ina“.
Hann kveikti sér - vindling. —
Þetta getur gert mann vitlausan,
hr.gsaði hann. Hún hefur ekki
svo mikið sem skilið spurningu
mína. Hún álítur það sjálfsagt,
að ég hjálpi sér, ef ég get hjálp-
að henni.
„Ég segi þér, að þú ert ekki
með öllum mjalla“, sagði hann.
„Segjum svo, að ég gæti fengið
vini mína niður frá til að leggja
af stað um miðja nótt. Segjum
svo, að þeir vildu leggja sig í lífs
hættu þín vegna. Hvers vegna
ætti ég-----“
Hún tók fram í fyrir honum.
„Ég hef gert þér mikinn greiða,
Antóníó. Þú hefðir ráðið honum
bana fyrr eða síðar“.
„Þú hefðir átt að láta mig um
það“.
Hún gaf ekki gaum að mót-
báru hans.
„Ég hef gert Veru að ekkju",
hélt hún áfram. „Er þér líka
sama um það?“
„Blandaðu Veru ekki í þetta“,
sagði hann hranalega.
Hún lét tómt glasið sitt á tígla
borðið, sem stóð á milli þeirra.
„Ég heimta það ekki ókeypis*',
sagði hún.
„Zenta — þér kann að þykja
það ótrúlegt, en mér er nærri
sama um peninga nú orðið. Ég
hef nú haft peninga um tíma. —
Okkur hefur ekki komið saman,
peningunum og mér“.
......áparið yður hlaup
ö nailli murgra verzlanxi'
ÚÖHLWOL
Ó ÖUUM
UífKJH!
Austurstræti
5HÍItvarpiö
FÖstudagur 16. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir).
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20 30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv.
Islands í Þjóðleikhúsinu; fyrri
hluti. Hljómsveitarstjóri: Hans
Zanotelli. Einleikari á píanó: Ann
Schein.
a) Sinfónía op. 25 (Klassíska sin«
fónían) eftir Prokofieff.
b) Píanókonsert nr. 1 í b-moll op.
23 eftir Tsjaikovskí.
21.25 Afrek og ævintýri: Með Antoine
Saint-Exupéry 1 eyðimörkinni;
síðari hluti. (Vilhjálmur S. VU-
hjálmsson rithöfundur).
21.50 Tónleikar: Sópransöngkonan Lju-
ba Welitsch syngur óperettulög
eftir Lehár.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri**
eftir Heinrich Spoerl. VI. lestur
(Ingi Jóhannesson).
22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir
islenzka söngkvartetta.
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig«
urjónsdóttir).
14.15 „Laugardagslögin" — (16.00 Frétt
ir og tilkynningar).
16.30 Veðurfregnir.
18.15 Skákþáttur (Guðm. Arnlaugsson).
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veöurfregnir.
19.30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum.
19.45 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Ferð án fargjalds** eftir
Aimée Stuart í þýðingu Ragn-
ars Jóhannessonar. Leikstjóri:
Ævar Kvaran. Leikendur: Inga
Þórðardóttir, Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir,
Róbert Arnfinnsson og Baldvin
Halldórsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.