Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. okt. 1959 Ný sending j Hollenskar vetrarkápur UJ. run Kauðarárstíg 1. Skaf tfellin gaféiagið heldur skemmtifund í Skátaheimilinu við Snorra- braut í kvöld kl. 8,30. Skemmtunin hefst með Félagsvist. — Dans á eftir. STJÓRNIN. Til sölu er húseign mín við Heiðaveg 3 Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Reykdal Jónsson í síma 18475 eftir kl. 20 næstu viku. Trésmiðjan Víðir hf. Auglýsir Ódýr húsgögn til fermingargjafa svo sem 5 tegundir af skrifborðum úr maghony, birki og eik verð frá kr. 1550—2850. Snyrtiborð þrjár gerðir úr maghony og birki verð frá kr. 1650—2150. Kommóður fjórar gerðir. Verð frá kr. 900. Mjög ódýrar Bókahillur úr maghony og eik, hentugar í barnaherbergi verð aðeins 630 kr. Munið að ef þið kaupið húsgögn gegn staðgreiðslu fáið þið 10% afslátt. Nýjar íbúðir í húsi sem er í smíðum við Bræðraborgarstíg vera seldar fullfrágengnar 2ja og 3ja herb. íbúðir. Þeir sem hug hafa á að tryggja séj kaup á þeim hafi samband við okkur sem fyrst. Teikningar fyrir- liggjandi á skrifstofunni. Allar nánari uppl. gefur ffGNASALAN • BEYKJAVÍk • Ingólfsstræti 9B — Sími 19540 og eftir kl. 7 sími 36191. SLOPPAR — SVUNTUR Hollenzkir morgunsloppor og svuntur £ <roó Hafnarstræti — Sími 13350. Eldur í verksmiðju SLÖKKVILIÐ bæjarins var tví- vegis á ferðinni í fyrradag. í fyrra skiptið var um að ræða eld í nýrri verksmiðju. Er hún að hefja framleiðslu á einangrunar- plötum úr plasti til húsagerðar. Er verksmiðjan í bragga við Kleppsveg á móts við Vesturás. Var allmikill eldur er slökkvi- liðið kom á vettvang. Hafði hann kviknað í blásara út frá rafmagns mótor og var eldurinn kominn í nokkrar birgðir af fullunninni vöru. Slökkvistarfið gekk all- greiðlega, en tjón varð þó nokk- urt á efni og einnig skemmdist verksmiðj ubragginn. Eigandi fyrirtækisins Þorgrím- ur Þorgrímsson, sagði að hann vonaðist til að verksmiðjan myndi geta tekið aftur til starfa um næstu helgi, því vélar væru óskemmdar. í fyrakvöld var slökkviliðið svo kallað inn í Blesugróf. Börn höfðu kveikt í mannlausum kofa og var það í annað eða þriðja skiptið, sem slík íkveikja ætti sér stað í þessum kofaræfli. — Passiusálmarnir Framh. af bls. 10 mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með.“ Argið og ólætin voru gjörsamlega horfin og gleymd. Yfir breiddist kyrrð, litla baðstofan fylltist af guðleg- um blæ, lotningarfullri alvöru, orðin voru líka guðleg alvara, og tónarnir, lagið féll inn í orð- in með undursamlegum samhljóm svo að þó sálmavers væri iesið kom lagið í þögulu undirspili hugans, og ef lagið var sungið kom sálmur þess sjálfboðinn upp í huganum. Er söngnum var lok- ið, settust systkinin í sætin sín, og mamma byrjaði lesturinn, með fullri og styrkri röddu, svo að heyrst hefði yfir miklum fjölda fólks í stórum sal. Orðið Amen, var yngstu hlust- endunum fremum velkomið, kannske helzt vegna þess að mag- inn var orðinn innantómur, en enginn lét á sér bæra fyrr en mamma lagði frá sér bókina, og allir sögðu, Takk fyrir lesturinn. Hér eru þeir saman í brunaútkalli, Sigurður Gunnar Sigurðs son, varaslökkviliðsstjóri, með hvíta hjálminn, og Anton Ey- vindsson, sem verið hefur lengst allra starfandi brunavarða bæjarins í slökkviliðinu. Myndin var tekin í brunaútkalli í gærdag. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M ) Þorbergur Cunnarsson Minningarord Pabbi fór að leggja inn ullina í kaupstaðnum, fyrstu upptínings lagðarnir mínir voru líka með einhvers staðar í farangrinum, og það var skrifað á vörulistann „fyrir systurnar, perlufesti og hárband." Alla vikuna vorum við að hlakka til og láta okkur dreyma um glóandi perlufesti og silkifag- urt hárband. En er pabbi kom loks úr ferðalaginu, var hvorki hárband eða festi, heldur tvær litlar svartar og fallegar bækur. Pabbi fær okkur yngri systr- unum sín hvora bókina, og segir: Þessar bækur keypti ég nú fyrir upptíningslagðana ykkar. Þær verða ykkur hollari förunautar á lifsleiðinni en perlufesti og hár. band. Ég skildi það ekki þá, en þótti vænt um að eignast þessa litlu svörtu bók með stórum gylltum stöfum framan á spjaldinu „Pass íusálmar“, fyrsta bókin sem ég eignaðist, og á hana enn, nú hálfr ar aldar gamla. Ingveldur Kr. Brynjúlfsdóttir úr Landeyjum Hið margeftirspn Noxzema StJbSíf & Skin-crem er komið. Lhu.5td ' Austurstræti 1. Magnús Tborlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 11875. ÞORBERGUR Gunnarsson, var fæddur í Reykjavk 1/11 1887. Dáinn 27./7 1959 var jarðaður i Fossvogskirkjugarði 5/8 1959. Hann adaðist f Landsspítalan- um 27. júlí, eftir tveggja mán- aða legu í sjúkrahúsi. Þorbergur var sonur hjónanna Gunnars Björnssonar, og Þorbjargar Pét- ursdóttur. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík, og ól þar allan sinn aldur. Hann var snyrti- menn í sjón og reynd, fríður sín,- um og bar sig vel, kvikur á fæti og léttur í lund, bar hann því ald- ur sinn mjög vel, og virtist mörg- um árum yngri en hann í raun og veru var. Það kom því kunnug- um mjög á óvart er þeir fréttu lát hans, það var eins og allir byggjust við að hann yrði lang- lífur, en enginn ræður sínum skapadegi. Þó að Þorbergur heit- inn virtist hraustur gekk hann samt í mörg ár með kvilla er að nokkru leiti stóð í sambandi við banamein hans. Hann var skor- inn upp og gáfu læknar góðar vonir um bata, en svo átti ekki að fara, því honum versnaði aft- ur, og ekki var hægt að bjarga lífi hans. Hann bar sig mjög vel í veikindum sínum, og hugsaði meira um að gleðja ástvini sína, heldur en að kvarta sjálfur. Þorbergur var kvæntur Soffíu Þorvaldsdóttur, ættaðri frá Eyr- arbakka, ágætiskonu, sem var honum tryggur og góður föru- nautur í tæp 17 ár. Þau áttu ekki börn saman, en Þorbergur var kvæntur áður, og átti 9 börn öll uppkomin. Hann og Soffa áttu gott og rólegt heimili, og voru samhent í öllu. Þorbergur lærði bakaraiðn þegar hann var ungur og starfaðí í bakaríi í 12 ár, einnig lærði hann húsamálun og vann í mörg ár við það, hann vann lengi hjá h/f Hamri í Reykjavík, aðallega við að mála. í tómstundum sín- um hafði hann mest yndi af að grípa í hljóðfæri. Hefði hann haft tækifæri til að læra tónlist, þá hefði músikkin átt mest ítök í huga hans. Eins hafði hann haga höpd við að draga upp skemmti- legar skopmyndir, hann var einn af þeim mönnum sem allt leikur í höndunum á. Ef honum tókst vel við ýmislegt sem hann gjörði, gat hann orðið bamslega glaður, því lundin var ör og heit, en þó gat hann verið fastur fyrir ef því var að skifta, ef honum datt í hug að framkvæma eitthvað var það gjört strax. Marga vinnustund átti hann umfram sinn fasta vinnutíma, fyrir það hvað bón- greiðugur hann var. Þar sem hann leigði, var alltaf komið til háns, ef rúða brotnaði eða eitt- hvað bilaði innanhúss, og alltaf var hann boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda, er til hans leitaði. Hann kom sér alls staðar vel ,sem hann vann, ég býst ekki við að hann hafi átt neifin óvin, enda var hann ekki fyrir að tala illa um fólk, heldur vildi hann bæta úr öllu, oð halda því á lofti sem betur fór. Þorbergur var mjög barngóð- ur, enda sóttu allir ki*akkar til hans, sem þar komu, hann hafði þann góða eiginleika sem fáum er gefinn, að geta leikið sér við börn, eins og einn af þeim, alltaf gat hann fundið upp á einhverju sem þeim þótti gaman að, og aldrei sá hann svo skrítið leik- fang að hann langaði ekki til að kaupa það, til að gleðja þau börn sem honum þótti vænt um, enda var alltaf mikil tilhlökkun ef þau áttu von á honum í heimsókn. Ég sendi honum látnum, hinztu kveðju, og þakklæti fyrir alla gleði sem hann veitti börnum mínum ungum. Guð blessi eftirlifandi ástvini hans og gefi honum eilíft líf og starf. J. V. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréUarlögmaður. Málflutniugsskrifstofa. Aðalstræt: 8. — Sími 11043. 34-3-33 'Þungavinnuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.