Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 3
MiðviRudagur 21. okt. 1959 UOFC.VlSIiLAÐIÐ 3 Norðiend- ingar eign ast nýjan Drang Þetta rennilega og fagra skip er nýi Drangur. ÞETTA faliega skip, sem myndir birtast hér af í fyrsta skipti, verður innan skamms farið að skríða um öldur Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þetta er hinn nýi Drangur, sem Steindór Jónsson útgerð- armaður á Akureyri hefur lát- ið smíða úti í Noregi. Á hann að koma í staðinn fyrir gamla Drang, sem nú er kominn til ára sinna, var byggður úti í Niðarósi 1902 — er því orðinn 57 ára. Drangur heldur uppi sara- göngum á sjó milli Akureyrar, Hríseyjar, Dalvíkur, Ólafs- fjarðar, Siglufjarðar og stund- um til Haganesvíkur, Hofsóss og Sauðárkróks. Hann fer oft- ast tvisvar í viku milli Akur- eyrar og Siglufjarðar og flyt- ur farþega, mjólk og alls kon- ar varning. Þetta nýja skip er smíðað í skipasmíðastöð á smáey við vesturströnd Noregs. Stöðin nefnist Ankerlökke Slipper og Mekanisk Verksted og er á Flórey í Sogni. Smíði skipsins þótti tíðind- um sæta á Flórey. Skipa- siníðastöðin er kunn meðal norskra útgerðarmanna fyrir vandaða vinnu, en þetta var í fyrsta skipti, sem hún tók að sér verk fyrir útlendan að- ilja. Aðbúnaður allur í Ank- erlökke er sérlega góður. Þar eru nýjar og fullkomnar vél- ar og var skipið t. d. að mestu smíðað undir þaki. Sést hér á annarri myndinni, þegar verið var að hleypa Drangi af stokkunum þann 2. okt. sl. út úr hinu risastóra smíða- skýli. Var bygging skipsins þá að mestu lokið, en skipið var afhent eigendum um síðustu helgi. Atburðurinn þótti svo merki legur á Flórey, að öllum börnum var gefið frí í barna- skólanum og komu þau 500 talsins niður að skipasmiða- stöðinni og veifuðu norskum fánum. Með þeim var Kolle skólastjóri á Flórey og nokkr- ir kcnnarar. Á eftir athöfn- inni gaf skiapsmíðastöðin «11 - um börnunum rjómaís. Það var Ester, 10 ára dótt- ir Steindórs Jónssonar, sem skýrði skipið Drang. Nýi Drangur er 165 tonn, meðan gamli Drangur var að- eins 72 tonn. Skipið er knúið Wichman aðalvél og hefur tvær Bolinder Munktcll hjálparvélar. Hraðinn verður 11Í4 hnútar. Skipið er vænt- anlegt til fslands um mánaða- mótin og mun eigandinn stjórna því i þeirri fyrstu för þess. Drangi var hleypt af stokkunum 2. október. Smíði hans fór mestöll fram inni í þessu stóra skýli. Nálega 20 Islendingar hafa notið styrks frá ICA Ágœtur fundur D-listans í Firðinum UNDANFARIN ár hefur ICA stofnunin bandaríska árlega kostað íslending til að kynna sér fagleg atriði í landbúnaði í Bandaríkjunum og Evrópu og eins hafa komið hingað til lands sérfræðingar á vegum hennar til kynningar og fræðslu. Munu ná- lega 20 íslendingar hafa notið styrks frá hinni bandarísku stofn- un, ýmist í Bandaríkjunum eða Evrópu. Nú er verið að leggja þessa stofnun niður, að því er Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys og Ólafur Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunautur, skýrðu blaða- mönnum frá í gær. Tekur við önnur stofnun, IES (International Exhange Service) og jafnframt verður sú breyting, að Bandarík- in hætta að veita þessa styrki til náms og kynningar í öðrum löndum en í Bandaríkjunum sjáJf um. Tveir menn, Árni Pétursson, kennari á Hólum og Ólafur Stefánsson, kennari á Hvanneyri, eru nýlega komnir heim — Arni frá Bandaríkjunum, en Ólafur frá Norðurlöndum og Bretlandi — þar sem þeir dvöldu á veg- um ICA. Árni ferðaðist um Bandaríkin um þriggja mánaða skeið til þess að kynna sér búnaðarkennslu, bú- fjárrækt og ráðunauta- og til- raunastarfsemi, en Bandaríkja- menn standa mjög íramarlega á þessu sviði eins og kunnugt er. Kvað Arni tilhögun þeirra á búnaðarfræðslu og ráðunauta- og tilraunastarfsemi mjög athyglis- verða. Er sami maður gjarna deildarstjóri búnaðardeildar há- skóla, forstjóri tilraunastöðva og yfirmaður ráðunautastarfs hvers fylkis. í skólum þar eru öll hugs- anleg hjálpartæki, og er mikil áherzla lögð á að fá nemendur til að vinna sjálfa að úrlausnum verkefna. Búskapur er mjög breytilegur og sérhæfur frá einu fylki til annars. Þá gat Árni um starfsemi svonefndra 4-H klúbba í Bandaríkjunum, sem stuðla að því að gefa æskumönn- um tækifæri til að leggja stund á nytsama og þroskandi vinnu og halda þeim frá fánýtum og miður hollum stöðum. Starfa klúbbar þessir á svo til öllum sviðum atvinnulífsins. Árni Pétursson dvaldi á Norð- urlöndum og Bretlandi um tveggja mánaða skeið til að kynna sér búvélaprófun, kennslu og heyverkun. Heimsótti hann margar tilraunastöðvar, þar sem prófuð eru búnaðarverkfæri, bæði á Norðurlöndum og í Bret- Jandi. Gat hann þess, að stöðvar þessar væru með ýmsar endur- bættar og nýjar búnaðarvélar, svo sem dráttarvélar og skurð- gröfur, sem gætu átt sér framtið hér á landi. HAFNARFIRÐI — Hinn almenni kjósendafundur D-listans í Hafn arfjarðarbíói á mánudagskvöldið var mjög fjölsóttur og sýndi hann glögglega, að Sjálfstæðisfólk hér er staðráðið í að vinna að sem stærstum sigri D-listans á sunnu daginn. Ræðumenn, sem voru 5 talsins, fluttu stuttar ræður, og gerðu í þeim nokkra grein fyrir þeim málum, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni, og bentu jafnframt á þær leiðir, sem far- sælastar eru út úr þeim vanda- málum, er við eigum nú við að NESKAUPSTAÐ. 20. okt. — Sjálfstæðisfélag Norðfirðinga hélt kaffikvöld í samkomuhús- inu í Neskaupstað s.l. mánudags- kvöld. Var samkoman mjög fjölsótt og ánægjuleg í alla staði. Ræður og ávörp fluttu tveir efstu menn á D-listanum í Austurlandskjör- dæmi, Jónas Pétursson, tilrauna stjóri á Skriðuklaustri, og Einar Sigurðsson, útgerðarmaður. og Axel V. Tuliníus bæjarfógeti, formaður félagsins. stríða. Mæltist ræðumönnum vel og var ákaft fagnað af áheyrend- um. Þeir, sem til máls tóku, voru Ólafur Thors formaður Sjálfstæð isflokksins, Sveinn Einarsson verkfr., Alfreð Gíslason bæjarf., séra Bjarni Sigurðsson, Mosfelli og Matthías A: Mathiesen alþm. Að lokum flutti Stefán Jónsson, sem var fundarstjóri, nokkur á- varpsorð og hvatti allt stuðnings fólk D-listans að standa nú vel saman og vinna að sem glæsileg- ustum sigri Sálfstæðisflokksins á sunnudaginn kemur.—G.E. Var mikill áhugi ríkjandi meðal fundarmanna um að tryggja kosningu Einars Sigurðs- sonar, sem landskjörins þing- manns og tryggja þar með Sjálf- stæðismönnum tvo þingmenn á Austurlandi, því kosning Jónas- ar Péturssonar sem kjördæma- kjörins þingmanns er auðvitað viss. Og eftir framboðsfundina er talið öruggt að fylgi D-listans verði mun meira nú en í vor- kosningunum. — Fréttaritari. Glœsilegur fundur Sjálf- stœBismanna í Neskaup- stað STAKSTEIMAR „Folöldin haía líka stert“ Þannig hljóðar niðurlag á vísu- parti um Fúsa vert, sem rifjaður var upp í gær vegna hinna furðn- legu skrifa Vigfúsar Guðmunds- sonar í Tímanum sl. sunnudag. Þar ræddi hann m. a. um menn, sem „setja sál sína í eigin buddu“. Margur hyggur mann af sér, eða man Vigfús ekki lengur, hvaðan hans eigin „sál“ lét í sér heyra, þegar hafinn var sam- keppnisrekstur um veitingar í nánd við skála hans sjálfs. Vigfús sagði fleira, m. a.: „Vegna nýrrar tækni og auk- inna fjármuna, sem einkum hef- ur verið beitt til framkvæmda á örfáa staði við sjávarströndina hafa þar nú risið upp allfjöl- mennir bæir. í skjóli höfðafjölda á þeim slóðum hafa nú verið gerðar ráðstafanir til þess að rýr» byggða- og bændavaldið í þjóð- félaginu, með því að leggja nið- ur hin fornu kjördæmi lands- ins, en taka upp önnur stór, þar sem höfðatalan ræður á örlitlum blettum. Þetta hefur hafzt fram með skefjalausum áróðri og pen- ingamagni kaupmannaflokksins og Júdasarfrændum innan bænda stéttarinnar. Um langt skeið hef- ur mjög skaðleg klofningsstarf- semi verið rekin innan hennar, leidd aðallega af tveimur sæmi- lega greindum ríkisbændasonuin, er erfðu óðul feðra sinna og þótt- ust ekki eiga samleið með fátæk. um umbótabændum eða fulltrú- um þeirra, en hafa í fleiri ára- tugi gengið í lið með arftökum selstöðukaupmannanna, næstum í hvert sinn, sem flokkur þeirra hefur þurft á liðsinni þeirra að halda. Báðir þessir forsprakkar drógu sig nú til baka, þegar þeir voru búnir að særa byggðavald- ið því svöðusári, sem líklegt er að seint grói. En gleymskan og gröfin munu geyma minningu þeirra i framtíðinni, nema ef ein- hver „Matthías“ kemur og gerir þá ódauðlega með snilldarkva'ði eins og frænda þeirra frægasta, Gissur fornaIdarinnar.“ „Svöðusár“ Þröngsýnin og hatrið, sem lýs- ir sér í þessum orðum Vigfúsar, eru einkennandi fyrir sálarástand Framsóknar-broddanna. En hvernig má það samrýmast í huga Framsóknarmanna, að „byggðavaldið hafi verið sært því svöðusári, sem líklegt er að seint muni gróa“, og „að Framsóknar- flokkurinn sé í mikilli sókn“, eins og er aðalefni sunnudags- hugleiðinga Tímans sjálfs? Um „sókn Framsóknarflokksins“ verður skorið úr í kosningunum nú um helgina, en ekki í dalk- um Tímans. Og ef „höfðatalan" „á örfáuvn stöðum við sjávarströndina" er að þakka „tækni og auknum fjár munum, sem einkum hefur verið beitt til framkvæmda þar“, hvernig stendur þá á því að „bændavinirnir“ í Framsókn hafa ekki staðið betur á verðinum? Ekki var þó búið að ,,særa byggðavaldið svöðusári", þegar fólkið þyrptist á þessa staði? „Vökumennirnir“ hraktir úr Framsókn Vigfús nafngreinir tvo af for- ingjum Framsóknar: „Aðalforingjar og vökumenn endurreisnarinnar inn á við urðu svo um allangt skeið Jónas fiá Hrifiu og Tryggvi Þórhallsson“. Hins gleymir Vigfús að geta, að báða þessa menn hröktu nú- verandi ráðamenn Framsókuar úr flokknum. Þar var ekki rúm fyrir „vökumenn endurreisnar- ■ innar“ eftir að hinir nýju hús- ibændur fengu ráðin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.