Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 14
14 MORCVWM 4Ð1Ð MifSvikudagur 21. okt. 1959 Þögn og tár X>ANN 23. október munu Ung- verjar minnast þess í þögn og tár- um, að þrjú ár eru liðin síðan byltingin brauzt út, — byltingin sem mistókst. Ný blóm verða lögð á leiði þeirra sem létu lífið í bardögum við rússneska skriðdreka á stræt- um Búdapest. Ytri merki um hryggð og minn- ingar fólksins verða þó sennilega fá. Hinir opinberu valdhafar, allt frá æðstu leiðtogum kommúnista flokksins og niður eftir valda- stiga flokksins munu virða af- mælið að vettugi, eða minnast atburðanna, sem þeir væru vond ur draumur, sem nú er grafinn undir bættum lífskjörum og de Fonteouy minnzt BERINGSKE Tidende birti eftirfarandi minningarorð um Frank le Sage de Fontenay, fyrrverandi sendiherra Dana á íslandi, 2. október sl.: Dr. phil. de Fontenay, fyrr- verandi sendiherra. sem verður jaðsunginn frá Bispebjærg Krematorium j dag, var af einni hinna dugmiklu frönsku ætta, sem settust að í Danmörku. 1 huga sér bar hann frelsisþörfina, sem einkenndi hinn kreddulausa hugsunarhátt þessara ætta, og hina blæbrigðaríku kurteisi þeirra. Þessi arfur og hin langa inn- lifun ættarinnar í danskar að- stæður'einkenndu þróun hans og þroskaferil sem kennara, vísinda unnanda, skjalavarðar og stjórn- arerindreka, allt til elliáranna þegar hann tók að fjalla um vandamál nútímasögu í Ijósi lifs reynslu sinnar. Hin gamla evrópska klassíska menntun var þungamiðja í lífi hans. Eins og hinir klassísku eklektísku heim- spekingar kunni hann að njóta og meta hina ýmsu möguleika og með hinni algeru rósemd stór spekingsins gat hann tekið vel ígrundaða afstöðu með festu og umburðarlyndi. Hin ósvikna franska frelsisþrá hans og andlega lipurð sem tengd var hinu danska jafnaðargeði og góðlátlegri kímni öfluðu honum einstaklega tryggs vinahóps, með an hann var fyrsti sendiherra Dana á íslandi, en þar er svip- aður tvíleikur í blóði og lund- arfari íbúanna, því þeir eru komnir af norrænum uppreisn- armönnum og stríðsföngum þeirra og leystum þrælum, ekki sízt frá Irlandi. sem er andlega skylt Frakklandi. Stórbrotin persónuleiki, íhug- ull og gagnrýninn vestur- evrópskur sögusnillingur með sjónhring um víða veröld hefur kvatt okkur. Heiðruð sé minning hans. Gentofte, 2. október 1959. Vincent Næser þremur árum af kommúnista- áróðri. And-kommúnista uppreisnin 1956 er þrátt fyrir allt óafmáan- leg úr lífi ungversku þjóðarinnar og það er erfitt fyrir kommúnista foringjana að gleyma henni. Þeir minnast hennar líka stöð- ugt í ræðum sínum, sem „gagn- byltingarinnar“, sem vestrænir heimsvaldasinnar og ungverskir afturhaldssinnar og fasistar skipu lögðu. Þessi kenning ungverskra kommúnista á byltingunni var könnuð af Ungverjalandsnefnd Sameinuðu þjóðanna, en skýrsla hennar var birt 1957. Þar var kenningu kommúnista hafnað. Yf irgnæfandi meirihluti ungversku þjóðarinnar hafnar henni enn í dag. í heimsókn minni til Búdapest hafa fjölmargir Ungverjar, sem á engan hátt verða stimplaðir fas- istar eða afturhaldsmenn, sagt mér, að atburðirnir í október 1956 hafi verið stærstu stundir í lífi þeirra og stærstu stundir í lífi þjóðarinnar, — þegar öll þjóð in sameinaðist í einum tilgangi, einum anda. Hverjar sem tilfinningar al- mennings voru, komu valdhafarn ir fram greypilegum hefndum á byltingarmönnum. Þeir voru fluttir nauðungarflutningi til Rússlands, fangelsaðir og teknir af lífi. Enn 1 sumar var jafnvel verið að framkvæma aftökur vegna byltingarinnar í hinu skuggalega Fözutca fangelsi. Kommúnistar hafa styrkt valda aðstöðu sína í Ungverjalandi og flestir stjórnmálaritarar eru nú þeirrar skoðunar, að útilokað sé, að ný bylting brjótist út. Þetta er þó ekki vegna þess að vinsældir eða fylgi kommúnista- valdhafanna hafi aukizt meðal fólksins, heldur stafar það fyrst og fremst af vonbrigðum Ung- verja vegna þess, að Vesturveld- in komu þeim ekki til hjálpar, — voru ekki reiðubúin að láta hart mæta hörðu gagnvart Rússum. Margir Ungverjar trúðu því, að Vesturveldin myndu láta atburð- ina í Ungverjalandi til sín taka. Nú finnst þeim að Vesturveldin hafi brugðizt skyldum sínum, eða jafnvel hreinlega svikið ung- versku þjóðina. Einn Ungverjinn sagði við mig: ............... ■■■■ftx-'vsíí' Ungverska þjóðin braut niður styttu af kúgara sínum, Jósep Staiin. — Sætir það nokkurri furðu, þótt margir heiðarlegir Ungverjar, sem eru ekki kommúnistar, reyni að forðast árekstra við stjórnar- völdin? Ungverjar eru að eðlisfari glað lyndir bjartsýnismenn. Margir þeirra virðast t.d. þrátt fyrir allt sannfærðir um að gagnkvæmar heimsóknir Krúsjeffs og Eisen- howers muni stuðla að því að láenderson Gall fréttaritari Iteuters lýsti ástandinu í Ungrverjalandi rússneska herliðið verði flutt brott frá landinu, En atburðirnir 1956 hafa þó haft djúptæk áhrif og menn þykjast vissir um að kommúnistar muni aldrei láta Ungverjaland sér úr greipum ganga. ★ Ástandið í Ungverjalandi er annars töluvert betra en það var áður. Ýmis merki má sjá þar um framfarir, bæði á sviði efnahags- mála og á öðrum sviðum. Fleiri útlendingar hafa heim- Kosningaskriístofur Sjálfstœðismanna Akranes: Vesturgötu 48 (uppi). — Sími 400. Opið 10—22. Borgarnes: Hótel Borgarnes. Sími 19. — Opið 3—10. Isafjörður: Uppsölum. Sími 62. — Op'ð 10—22. Húnavatnssýslur: Blönduósi. Opið 10—22. Sauðárkrókur: Aðalgata 5. Opið 10—22. Siglufjörður: Sjálfstæðishúsinu. Sími 54. — Opið 10—22. Akureyri: Hafnarstræti 101. Símar 2478 og 1578. Opið 10—22. Egilsstaðir: Hlíðarfelli. N eskaupstaður: c/o Páll Halldórsson. Simi 155. V estmannaey jar: Samkomuhúsið. Símar 33 og - 790. Opið 10—22. Selfoss: Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Tryggvatorg. Opið 10—22. — Sími 119. Kópavogur: Melgerði 1. Opið 10—22. Sítni 19708. Hafnarfjörður: Sjálfstæðishúsinu. Opið 10—22. Sími 50228. Keflavík: Sjálfstæðishúsinu. Opið 10—22. Sími 21. — • — Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins um land allt eru vin- samlega beðnir að hafa samband við viðkomandi skrifstofur og veita þeim upplýsingar. sótt Ungverjaland í sumar og fleiri Ungverjar hafa fengið ferða leyfi til annarra landa en nokkru sinni fyrr. Það er minni spenna í landinu og meiri glaðværð. Kommúnistaflokkurinn er al- ráður og þolir enga stjórnarand- stöðu. Æðsti talsmaður hans er Janos Kadar, sem aftur er mál- pípa Krúsjeffs. Það er þó skárra en á dögum Rakosis, málpípu Stalins. Leynilögreglan, beittasta vopn flokksins er enn vægðarlnust verkfæri valdhafanna. Hún held ur uppi kerfi spæjara um ger- vallt landið og hefur ótakmarkað fjármagn og vald. Meginverkefni hennar er að halda „gagnbyltinga mönnurn" í skefjum. En dregið hefur verið úr verstu ofbeldis- verkum hennar og Ungverjar lifa ekki lengur í stöðugum ótta við lögregluna. Um þessar mundir eiga komm- únistar í ströngu að stríða við bændurna, stærstu atvinnustétt Ungverjalands. Þeir eru að þvinga fram samyrkjubúskap og vélvæðingu landbúnaðarins. Áætlunum um algeran sam- yrkjubúskap í Ungverjalandi var lýst fögrum orðum og nú þegar er helmingur allt ræktaðs lands kominn undir yfirráð ríkisins. Valdhafarnir láta í það skína, að þetta sé friðsamleg breyting og þróun úr jarðaskæklum smá- bændanna yfir í stórframleiðslu nútímabúskapar. En margir segja, að þetta sé ekki alveg rétt mynd af ástandinu. Til þess að vinna bug á mót- spyrnu bænda er beitt miskunn- arlausum aðferðum, þar á meðal fangelsunum og sýna ýmsar smá- fréttir i sveitablöðunum það greinilega. Margir bændur, sem voru píndir til að ganga í sam- yrkjubúin fara sér hægt við vinn- una og skipulagsleysi í stjórn ríkisbúanna er áberandi. Það má vera, að kommúnistar hafi hér ætlað að gína yfir of miklu. Þrátt fyrir það er vaía- samt, að andstaða bænda brjót- ist í stórum mæli út í opinberri mótspyrnu. Kirkjan, sérstaklega kaþólska kirkjan hefur verið svipt mest- öllum völdum sínum. En áhrif hennar eru djúptæk, sérstaklega í sveitunum. Það hefur ekki tek- izt að brjóta áhrif hennar á bak aftur með ofbéldisverkum og það er vafasamt að núverandi stefna valdhafanna gagnvart kirkjunni með þvingunum bak við töldin hafi nokkur veruleg áhrif i næstu ' framtíð. | Það er þessi þvingun valdhaf- i anna á bak við tjöldin, sem geng i ur eins og rauður þráður gegnum allt þjóðlíf Ungverja í dag, allt frá listunum til verkalýðsfélag- anna. Að vísu eru göt í þetta valdakerfi, fleiri göt en voru fyr- ir fjórum árum, en það eru líka aðeins smágöt. Meðan núverandi valdahlutföll haldast í heiminum og sérstak- lega í Evrópu, bendir fátt til þess að ástandið í Ungverjalandi breytist verulega. Ungverjum finnst, að þeir hafi sýnt veröldinni allan hug sinn með byltingunni 1956. Nú er kom- ið að veröldinni að sýna hvað hún getur gert. Gangið í Heimdall í VOR fór fram viðtæk söfnun nýrra félaga í Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna. Bættust Heimdalli þá um 200 nýir félagar á hálfum mánuði. Nú er söfnun þessi hafin að nýju, og er gert ráð fyrir, að henni ljúki á kjördag. Samkvæmt 4. grein félagslaga geta allir Sjálfstæðismenn á aldr- inum 16—35 ára orðið meðlimir í félaginu. Sjálfstæðisflokknum er að sjálfsögðu mikill styrkur í, að sem flestir fylgismenn hans gangi í eitthvert Sjálfstæðisfélag. Þess vegna hvetur Heimdallur allt reykvískt æskufólk, sem stuðla vill að sigri Sjálfstæðisflokksins, að ganga í félagið. Það er hægt að gera með því að klippa út meðfylgjandi seðil og senda hann útfylltan til skrifstofu Heimdallar, Válhöll, Suður- götu 39. — Ég undirritaður (uð) óska að ganga í Heimdall, félag ungra Sj álf stæðismanna. NAFN: .............................. F.d.: HEIMILI: .......................... SlMI: jVINNUSTAÐUR: ................... SKÓLI:.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.