Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 10
10 MORCfnvnr 4 fílt) Miðvik'udagur 21. okt. 1959 Dr. Björn Sigurðsson Minningarorð F. 3. marz 1913. — D. 16. okt. 1959. ÞAÐ var skömmu eftir síðastlið- in áramót að mér barst sú fregn til Ameríku að Björn væri hald- inn sjúkdómi sem mjög vafasamt væri að hann myndi lifa af. Mér brá svo við þessa fregn, að ég gat ekki og vildi ekki trúa því, að við þyrftum að fara að missa þennan ágæta mann í blóma lífsins, mann sem þegar hafði þrásinnis sýnt að hann var fær um að leysa hin erfiðustu vísindalegu við- fangsefni læknisfræðinnar, hafði fundið ráð gegn einum mesta meinvætti sem herjaði bústofn bænda, var fullur af áhuga og hafði margt á prjónunum, svo að við sem þekktum hann vorum vissir um að frá honum átti eftir að koma margt og merkilegt í læknavísindum sem verða mynui ekki aðeins þessari þjóð, heldur og mörgum öðrum að gagni. Slík- an mann mátti landið ekki missa, það væri allt of mikið ranglæti að svipta landið slíkum manni, „svipta það einmitt þessum eina, sem svo margra stóð í stað“. En við hinn skæða sjúkdóm varð ekki ráðið og þegar á sum- arið leið var sýnt, að vonin um að tekizt hefði að komast fyrir sjúkdóminn, var aðeins von, sem ekki átti stað í veruleika og nú varð hann sjálfur og vinir hans að horfast í augu við dauðann sem blasti við honum. Hann hafði lengi haft grun um að hverju stefndi og talaði um það við mig eii i sinni með fullri rósemi. Og þegar ekki varð um villzt, að hann ætti skammt eftir, tók hann örlögum sínum með kjarki og ró og æðraðist hvergi. Eftir að Björn Sigurðsson hafði lokið læknisprófi 1937, vár hann ráðinn sem aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans. Hann hafði þegar sýnt það árið áður en hann lauk prófi, með rann- sóknum á taugaveiki í Flatey á Skjálfanda, þar sem honum tókst að finna síðasta smitberann, sem hér hefir fundist, að honum lét vel að fást við sýklarannsóknir. Sýnilegt var, að hér var óvenju- lega efnilegur upprennandi vís- indamaður, svo að þegar mér barst tilkynning um að ungur ís- lenzkur læknir myndi geta fengið myndarlegan styrk úr minningar- sjóði Ernst Carlsens óg konu hans. hvatti ég Bjöm til að sækja um og fékk hann styrkinn, til þess að leggja stund á frumuræktun í Carlsbergstofnuninni í Kaup- mannahöfn. Síðan var hann á öðrum vísindastofnunum í Kaup- mannahöfn, en hvarf aftur til fs- lands og gerðist aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans á ný í árslok 1940. Hann reyndist svo vel í starfi sínu, að sjálfsagt þótti að afla honum meiri frama. Var leitað til Rockefellerstofnun- arinnar í New York um styrk handa honum og reyndist það auðsótt. Hann fékk styrkinn til að leggja stund á vírus-rann- sóknir við Princeton-háskólann í Bandaríkjunum, og var þar í tvö ár. Kom heim aftur 1943 og gerð- ist þá enn aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans og vann þar í rúm tvö ár. En á þessum árum var unnið að því að koma upp tilraunastöð í meina fræði að Keldum, og var ákveðið að Björn tæki við forstöðu þeirr- ar stofnunar. Gaf Rockefeller- stofnunin alls um $100.000 til þess að koma þeirri stofnun upp, og er vitanlegt að það fé var gefið með það fyrir augum og beinlínis bundið því skilyrði að Björn Sig- urðsson yrði forstöðumaðurinn. Tilraunastöð Háskólans í meina fræði að Keldum hóf starfsemi sína 1948 og setti hinn ungi for- stöðumaður strax svip sinn á starfsemi hennar. I»að stóð ekki á því að hafist væri handa um rannsóknir á ýmsum húsdýra- sjúkdómum, sérstaklega garna- veikinni í sauðfé, sem var orðin svo skæð um þetta leyti, að útlit var fyrir að bún myndi leggja stóra hluta Austur- og Norður- lands í auðn. Ekki leið á löngu unz Björn hafði fundið nýja og öruggari aðferð en áður hafði þekkzt til þess að þekkja veikina, og birtust ritgerðir eftir hann um þessi efni í amerísku vísindariti árin 1946 og 1947.. Síðar var tekið til að reyna að finna ráð við sjúkdómnum og tók ust þær svo giftusamlega, að bólu efni var útbúið gegn veikinni, sem gefið hefir svo góða raun, að segja má að tekist hafi að sigrast á þessum stórhættulega sjúk- dómi, sem um áratug hafði valdið íslenzkum bændum þungum bú- sifjum og óttast var um að fara myndi yfir allt landið. Þótt Björn á Keldum hefði ekk ert gert nema þetta, þá var það stórvirki sem aldrei hefði orðið fullþakkað. En þetta starf var aðeins einn þáttur í ævistarfi hins unga vís- indamanns. Hann skrifaði fjölda ritgerða í læknavísindarit, venju- lega 3—4 á ári eftir að hann kom að Keldum og lá mikil vinna á bak við hverja þeirra. Margar þeirra voru um vírus og vírus- sjúkdóma í mönnum og skepnum. Keldnastöðin varð fljótt miðstöð fyrir hvers konar vírusrannsókn- ir, einkum inflúenzu og mænu- sótt. Eru fleiri vírustegundir en ein sem geta valdið hvorri þess- ara sótta og þarf sérstaka kunn- áttu til að greina þar á milli. Eitt afbrigði af mænusótt, sem fyrst fannst í Coxsackie í New York ríki, og síðan hefir fundist víða, fann Björn Sigurðsson sein orsök til faraldurs sem gengið hefir undir nafninu pleurodyni og líka verið kölluð ýmist Borg- undarhólmssýkin eða íslenzka stingsóttin. 1955 tók Björn doktorspróf við Kaupmannahafnarháskóla fyrir verk, sem hann hafði unnið hér heima. Ásamt Páli A. Pálssyni, yfir- lækni, skrifaði Björn merka rit- gerð um visnu í fé, en það er smitandi heilasjúkdómur. Er hann lézt lá eftir hann hér um bil fullgerð grein um ræktun visnu-vírus í vefjaræktun. Er næsta furðulegt að svo mik- ið skuli liggja eftir svo ungan mann, sem gat ekki unnið nema í tíu ár við stofnun sína. Enginn nema sá sem reynt hefir veit hve mikið verk það er að koma slíkri stofnun í gang og vill hjá mörg- um ganga seinlega að komast af stað. En Börn gekk rakleitt til verks með sínu aðstoðarfólki jafn skjótt og stofnunin var komin í gang, og þar var frá fyrstu tíð unnið eins og stofnunin hefði stað ið í mörg ár. Persónulega var Björn Sig- urðsson sérstaklega aðlaðandi maður. Hann hafði skarpan skiln ing, átti létt um að tala, var. glað- ur í bragði og ljúfmannlegur í framkomu. Það var bjart og létt yfir honum og hann gat talað um margt, því að hann var víða heima og hafði lesið margt. Hann lét sig miklu skipta framtíð ís- lenzkra vísinda, eins og fram kom í ýmsum ritgerðum í íslenzk um tímaritum. Hann sat í rann- sóknaráði ríkisins frá stofnun þess og var formaður þess frá 1954. Hann var frumkvöðull að stofnun visindasjóðs íslendinga, sem nýlega er tekinn til starfa, og átti sæti í raunvísindadeild hans. Nú stendur sæti hans autt og enginn veit hver við tekur, því að það skarð verður vandfyllt. En þjóðin stendur í stórri skuld við þennan mann, sem svo ungur féll frá miklu og merkilegu starfi, rétt 46 ára gamall, en hafði samt lokið miklu meira og merki legra starfi heldur en flestir sem ná hárri elli. Slíks manns er gott að minnast og minning hans mun lengi uppi verða fyrir frábær vís- indastörf, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig meðal vísinda- manna erlendis, því að verk hans lifa, þótt hann sjálfur hafi orðið frá að hverfa. Björn var Skagfirðingur að ætt, sonur Sigurðar bónda Björns sonár á Veðramóti og konu hans, Sigurbjargar Guðmundsdóttur, systur Magnúsar Guðmundsson- ar, ráðherra. Stóðu þannig sterk- ir og góðir kynstofnar að honum í báðar ættir. Hann var kvæntur Unu Jóhannesdóttur, Björnssonar bónda frá Hofstöðum, sem lifir mann sinn með þrjú börn, Eddu, Sigurð og Jóhannes. Er þeirra harmur skiljanlega mestur og sárastur, en nokkur raunaléttir mætti þeim verða vitneskjan um það hve margir taka þátt í sökn- uði þeirra, vitandi vel hve mik- ið þau hafa misst. * Níels Dungal. ★ DR. BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti var yngstur fjórmenn- inganna, sem luku embættisprófi í læknisfræði við Háskóla íslands í júní 1937. Hann var af góðu fólki kominn, en um ætt hans verða aðrir að fjalla, sem betur kunna. Ég hugsa um manninn sjálfan eins og ég hefi þekkt hann allt frá fyrstu háskólaárum. Dr. Björn var gæddur óvenju- lega miklum og sérstæðum gáf- um. Alls engan hefi ég þekkt, sem var jafnfljótur að átta sig á hlut- unum og komast inn að kjarna þess, sem verið var að kryfja til mergjar, eins og hann. Hann var þekktur vísindamaður á sviði læknisfræði, og í miklu áliti með- al erlendra vísindamanna. Hann hlaut heiðursmerki á alþjóða- móti um lömunarveiki, sem hald ið var í Genf fyrir um það bil tveimur árum. Frétt um þetta sá ég á sínum tíma í dönsku blaði, en textinn, sem fylgir heiðurs- merkinu er: „viðurkenning á framlagi þínu í þágu mannkyns- ins á sviði læknisfræði og vís- inda“. Doktorsritgerð varði hann við Kaupmannahafnarháskóla fyrir fjórum árum við góðan orðsth. Ritgerðin fjallar um varnir gegn ákveðnum búfjársjúkdómi. Þessi uppfinning dr. Björns hefir raun hæfa þýðingu, enda gátu Kaup- mannahafnarblöðin þess, að hans aðferð væri tekin upp í æ fleiri löndum heims. Á skólaárunum var Björn ekki hlédrægur. Þvert á móti farmst sumum hann framhleypinn í æskufjöri sínu, og hraðgáfaður eins og hann var. Mér finnst að hann hafi verið hlédrægari hin síðari árin, stundum um of. En ég þykist vita hverju það sætti. Hann hafði brennandi áhuga fyrir því, að Islendingar tækju vísind- in í þjónustu sína, ekki sízt á tæknilegum sviðum, og honum rann til rifja það skilningsleysi á þessu, sem hér er ríkjandi meðal þeirra, sem ráðin hafa. Hann hefði getað tekið undir með prófessor Warburg, sem sagði um árið: Ef við veitum ekki tugi milljóna til vísinda á ári hverju, þá lendum við afturúr og verðum fátækir. Hann hugsaði mikið um fram- tíð íslands, sem hann bar fyrir brjósti. Ég sat hjá honum kvöld eitt á spítalanum, bara til þess að heyra hann tala og útlista hugmyndir sínar, eins og svo oft í gamla daga. Hann sagði: „Það getur engin þjóð orðið rík á því að veiða fisk. Hver sem er getur veitt fisk. Aðeins með því að framleiða eitthvað, sem aðrir geta ekki gert eins vel eða betur, og flytja þannig út árangur af mannviti, getum við orðið rík þjóð, annars ekki“. Hann fyltist réttíátri reiði þegar Þorbjörn Sigurgeirsson gat ekki fengið fé né leyfi fyrir visindatækjum, sem hann þurfti nauðsynlega. Dr. Björn skrifaði þá grein í dagblað, þar sem hann fór bónarveg að fjárveitingavaldinu, að veita nú þessi tæki. Þau kostuðu víst ekki meira en sem svarar einu bíl verði. Þetta umrædda kvöld þakk aði ég honum fyrir greinina, og hann sagði: „Niels Bohr hefir í mín eyru lokið miklu lofsorði á vísindahæfni Þorbjörns, og hugs- aðu þér: af hverju er svona mað- ur að reyna að starfa hér á landi, þar sem enginn skilningur er á starfi hans? Hann gæti fengið vel launaða stöðu, án pess að hafa fjárhagslegar áhyggjur, í hvaða landi sem væri. Og hann gæti fengið öll þau tæki, sem hann benti á. Nú er hann launaður verr en venjulegur iðnaðarmaður, og honum eru meinuð nauðsynleg- ustu tæki til að geta bara starf- að“. Að loknu embættisprófi og eins árs starfi á spítölum hér heima, fékk Björn styrk til eins árs náms á vísindastofnun hjá dr. Fischer í Kaupmannahöfn. Eftir að árið var liðið var styrkurinn fram- lengdur um eitt ár. Er mér ekki kunnugt um, að nokkrum hafi hlotnast framlenging á þeirri stofnun, hvorki fyrr né síðar. Við gengum þá eitt sinn saman á götu í Höfn. Þá sagði Björn: „Mig lang ar til að segja þér dálítið, sem ég hefi ekki sagt öðrum. Dr. Fischer sagði um daginn, að hann hefði skrifað Rockefeller- stofnuninni amerísku og mælt með, að hún veitti mér styrk til vísindaiðkana. Hann heldur, að ég geti kanski helzt dundað við einhver vísindastörf". Svona lát- laust var það sagt. Hann stund- aði síðan framhaldsnám í Bánda ríkjunum um tveggja ára skeið. Þegar tilraunastöðin að Keldum tók til starfa, gerðist hann for- stöðumaður hennar, og mótaði starf og stóð fyrir afrekum stofn- unarinnar þar til heilsa og kraft- ar voru þrotnir. Þegar asíuinflú- enzan barst hingað til lands, fékk dr. Björn vírusstofna frá alþjóða heilbrigðisstofnuninni til þess að vinna úr. Ég hefi það fyrir satr, að hann hafi.búið til mótefni gegn veikinni á eins stuttum tíma, eins og þær stofnanir, sem æfðar eru á þessu sviði, og mótefnið frá Keldum var með því bezta, sem framleitt var. Þetta var þó í fyrsta skipti, sem mótefni gegn vírussjúkdómum hefir verið fra n leitt hér á landi. Skömrnu fyrir dauða sinn sagði dr. Björn við mig: „Ég tók að gamni mínu saman á blaði á hné mínu og gat strax skrifað upp nöfn 35 fullmenntaðra ísledinga, sem á síðustu árum hafa flúið land og sezt að annars staðar, þar sem tækifæri er nóg. Því hvert eitt land nema ísland tekur nú fullmenntuðum mönnum opnurn örmum. Allar aðrar þjóðir vita, að vísindi, á hvaða sviði sem er, eru að verða undirstaða fyrir fjár hagslegum framförum“. Og hann bætti við: „Ef ég dey ekki alveg á næstunni, skal ég samt skrifa um þetta“. Nú er han dáinn, langt fyrir aldur fram, aðeins 46 ára gamall. Hann bað aldrei um neitt fyrir sjálfan sig, aðeins um tækifæri til að vinna að vísindum, sem voru honum svo hjartfólgin. Þessi þjóð hefir misst mikils, þótt fæstir geri sér það ljóst. Vinir hans munu aldrei gleyma honum. Hugur okkar hvarflar til konunn- ar hans og barnanna, sem eiga um svo sárt að binda. Friðrik Einarsson ★ STUNDUM verður okkur hvað mest um þau tíðindi, sem við vissum þó líklegust. Svo var um andlátsfregn dr. Björns Sigurðs- sonar. Síðustu vikurnar var að sönnu ljóst orðið, að hverju dró um sjúkleik Björns, en svo skammt er um liðið, síðan hann var hjá okkur fullur starfsáhuga og lífsorku, að enn get ég ekki gert mér skýra grein fyrir því, að hann sé fallinn frá. Við vorum kunningjar á skóla- árum og síðar starfsfélagar nokk- urn veginn óslitið á þriðja ára- tug. Þennan tima störfuðum við að mjög miklu leyti að sameigin- legum áhugamálum, áttum við sameiginlega örðugleika að etja og stefndum að svipuðu marki. Nú, þegar leiðir skiljast, finnst mér því ég hafi nokkurn rétt til að vitna örfáum orðum um þennan mikilhæfa félaga minn. Þegar ég minnist Björns frá skólaárum, man ég bezt kraftinn og athafnasemina. Hann var djarfur í öllum orðræðum, ljós í hugsun og gerði glögg skil hverju máli, sem á góma bar, bæði í hópi skólafélaga og á um- ræðufundum. Sumum mun að vísu hafa fundizt hann helzti harðskeyttur og óhlífinn í mál- flutningi á stundum. En eitt er víst. Björn leitaði þá og alltal síðan að raunverulegum orsök- um hlutanna og beitti eingöngu Framh. á bls. 16. Dr. Björn Sigmrðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.