Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. okt. 1959 MORCjnSBLAfílÐ 9 Fldttinn frá sdsíalismanum Dougias Jay einn af foruslu- mönnum Verkamannaflokksins vill fella niður siéltabarátiu ogf þjóonýiingaráform EINN af forustumönnum brezka Verkamannaflokksins hefur krafizt þess opinberlega, að flokkurinn varpi fyrir borð öllum hugmyndum um stéttar skiptingu og þjóðnýtingu. Ef Verkamannaflokkurinn gerir það ekki, segir hann, má telja vonlaust að hann nái nokkurn tímann þingmeirihluta. íhalds flokkurinn væri þá öruggur að halda þingmeirihluta i næstu 40 ár. >að er Douglas Jay, einn helzti efnahagsmálasérfræðing ur Verkamannaflokksins og náinn samstarfsmaður Gait- skells, sem hefur sett þessar skoðanir fram í grein er hann ritar í tímarit Verkamanna- flokksins, Forward. Mr. Jay segir blátt áfram í grein sinni, að Verkamanna- flokkurinn verði að losa sig við tvo þunga bagga, sem hann hefur veríð að dragast með og urðu honum sérstak- lega öriagaríkir í síðustu kosn- ingum. Þeir eru: 1) Hugmyndin um stétta- 2 baráttu og í 2) Þjóðnýtingar-draugurinn. | Greinarhöfundur segir, að t sú hætta vofi yfir að flokkur- / inn fari að berjast undir J merkjum verkamannastéttar sem ekki er lengur til. — Orðið „þjóðnýting", segir Mr. Jay. — Það er þýðingar- laust að ætla sér að neita þessu, jafnvel þótt manni þyk; það sárt. Hugmyndir almenn- ings um að við ætluðum að ,,þjóðnýta“ allt hvað eina var mjög sterk i síðustu kosning- um. Þessar hugmyndir verð- Um við að kveða endanlega niður, annars getum við aldrei unnið sigur í kosningum. Greinarhöfundur heldur á- fram: — Víð verðum að gera flokkinn þekkilegan fyrir fólk í öllum greinum þjóðlifsins. Það sem almenningur vill er röskur, róttækur og vakandi umbótaflokkur. Hagstætt efnahagsástand hafði svo mikla þýðingu fyrir 1 íhaldsflokkinn til að afla hon- j um atkvæða, að engin siðferð- ^ isrök eða áróðursherferð gat^ vegið upp á móti því. Með þessu áframhaldi gæti Verka- mannaflokkurinn aðeins unn- ið kosningar cftir alvarleg at- vinnuleysisár. En það er ólík- legt, að slíkt komi fyrir nema foringjar íhaldsflokks- ins gengju gersamlega af göfl- unum. Ef Verkamannaflokkurinn fylgist ekki með tímanum, þá er alvarleg hætta á stöðugum skæruhernaði milli Fr jálsly nda flokksins og Verkamanna- flokksins, sem myndi tryggja íhaldsflokknum völd í næstu 40 ár. Mr. Jay, segir ennfremur, Aflabrögð treg í SÍÐUSTU VIKU lögðu sjö togarar upp afla í Reykjavík samtals 1674 lestir af fiski. Geir kom með 217 lestir, Þormóður goði 344, Uranus 220, Jón Þor- láksson 174, Skúli Magnússon 259, Askur 210 og Marz 250. Heldur hefur verið dauft yfir veiðunum að undanförnu og afla- brögð verið misjöfn. Togararnir eru ýmist á veiðum við Ný- fundnaland og Grænland eða á heimamiðum og veiða sumir fyrir erlendan markað. Óþægindi Míila- hverfisbúa athuguð Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var rætt um óþægindi þau sem ibúar í Múla- hverfi við Suðurlandsbraut verða nú fyrir vegna hinna miklu bygg ingaframkvæmda þar. Var bæjar verkfræðingi falið að kynna sér málið og gera þar ráðstafanir til bóta eftir því sem aðstæður leyfa. 20 GLÆSIEEGIR VINNINGAR AÐ HEILDARVERÐMÆll 3 1 5. 0 0 0 kr. Stærsti vinningurinn Rambler-station-bifreið árgerð 1959. — Aðrir vinningar in. a. heimilistæki fyrir 100 þús. kr., góð- hestur, farmiðar til útlanda o. fl. Miðar seldir hjá umboðsmönnum um land allt, úr bifreið- toni við Útvegsbankann, í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og í Morgunbláðshúsinu II, hæð. , ■ * ,! i . að almenningur vilji ekki fjölgá eða stækka opinber ráð og nefndir. Við ættum að hlíta þeim úrskurði almennings og lýsa því yfir, að við munum ekki koma með neinar tillögur í framtíðinni um aukna þjóð- nýtingu. Hugmyndin um þjóðnýtingu stáliðnaðarins var góð segir Douglas Jay. En það er ekki þess virði að setja flokkinn og það sem hann berst fyrir í hættu vegna deilu um eignar- form á stáliðnaðinum. Greinarhöfundur leggur til að Verkamannaflokkurinn af- mái öll gömul merki stétta- baráttunnar. — Við verðum að endurskoða hvatningarorð og áróðursræður flokksins. Þaðan verður að uppræta göm ul slagorð eins og „hin stríð- andi verkalýðsstétt“ eða „sam eining verkalýðsins.“ Þjóðfélagið hefur breytzt. Verkamennirnir sem stjórna vélum við smíði íbúðarhús- anna hafa ekki lengur í sér neina sameiningarkennd verkalýðsins, ekki frekar en launþegarnir sem búa í út- hverfum borganna. Að lokum segir Jay, að það sé að vísu óhugsandi að fella niður nafn Verkamannaflokks ins (Labour), en hann gerir þó tillögur um það, að nafni hans verði breytt í „Verka- manna- og Umbóta-flokkur- inn“ (Labour and Reform). Jón B. Jónsson við eitt málverk sitt. Mólverkasýning J. B. Jónassenor útfæra hlutina. Þótt þessi sýning Jóns hrífi mig ekki, þá held ég, að yfirleitt séu þetta betri mynd- ir en hann sýndi fyrir tveim ár- um. — Starfsemi frístundamálara er sannarlega virðingarverð, og það er ekki nema gott eitt að segja um viðureign þeirra við erfiða listgrein, en það eru sannindi, sem ekki verða hrakin, að mynd- listin er miskunnarlaus og gerir þær kröfur, að vart verður við hana ráðið nema af þeim, sem helga henni alla krafta sína. Föstudaginn 16. október Valtýr Pétursson. Skuldar krafizt á erfiðum tsmum JÓN B. Jónasson er áhugamaður um myndlist og málar mikið í frístundum sinum. Nú hefur hann efnt til sýningar á olíumálverk- um í húsi Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu. Sá áhugi, sem Jón hefur á málverkinu, er sann- arlega virðingarverður, og þá ekki síður það, hvað hann hefur tileinkað sér mikla tækni á sein- ustu árum. Allar þær myndir, sem Jón sýn ir, eru unnar í ströngu abstrakt formi og byggðar á einfaldari hátt en flest eldri verk Jóns. Honum hefur tekizt að koma þessari sýn- ingu vel fyrir, og hefur hún mjog snyrtilegt yfirbragð. Því miður verður ekki með sanni sagt, að árangur Jóns B. Jónassonar sé í samræmi við á- huga hans og vinnugleði. Hon- um tekst ekki að gera verk sin heillandi. Litirnir hafa vissan drunga, þrátt fyrir hressilega spretti, og hann hefur ekki nægi- legt vald á byggingu formsins. En það er skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig þessi áhugamað- ur leitar fyrir sér um viðfangs- efni og hvernig honum tekst að Harold Thomas ^________ Forseti alþjóðasamtaka Rotary-manna hér KÖMINN er hingað til lands for- seti alþjóðafélagsskapar Rotary- manna, Harold Thomas frá Auck land í Nýja Sjálandi. Kemur hann hingað frá Norðurlöndum, þar sem hann hefur haldið fundi með forystumönnum Rotary og heimsótt Rotaryklúbba. Áður var hann £ Sviss og Frakklandi og mætti á fundum samtakanna bæði 1 Zúrich og Cannes. Þetta er i þriðja sinn, sem forseti Rotary International kemur til íslands, en hver forseti gegnir þessu starfi aðeins eitt ár. Harold Thomas er þekktur kaupsýslumaður í heimalandi sinu og rekur þar umfangsmikla húsgagnaverzlun. Hann hefur tekið virkan þátt í margvíslegu félagsstarfi og í Rotaryfélags- skapnum hefur hann verið síð- an 1923, forseti Rotaryklúbbsins í Auckland og umdæmisstjóri klúbbana í Nýja Sjálandi og j al þjóðastjórn Rotary og nú síðast forseti hreyfingarinnar. í Rotary hefur hann mjög beitt sér fyrir alþjóðasamvinnu. Á þessú ári verður harm á stöðugum ferða- lögum fyrir Rotary og sinnir ekki öðrum störfum. Eins og kunnugt er, er 'Rotary- ’féiagsskapurinn mjög útbreidd- ur og nær nú til 113 þjóðlanda. Alls éru stárfandi uhi 10200 klúbbar, víðsvegar um heim, ineð nær 500 þús. félögum. Höfuð- markmið þessa félagsskapar er kynning og þjónusta og hefur hann komið mörgu góðu til vegar í þeim efnum. Ber að fagna öllu því starfi og öllum þeim hreyf- ingum, sem á einn eða annan hátt vinna að bættri sambúð þjóða, friði og bræðralagi manna um víða veröld. Harold Thomas nýtur álits og virðingar allra Rotarymanna. Hann mætti í gærkvöldi á sam- eiginlegum fundi íslenzku Rotary klúbbanna, sem haldin var i veitingahúsinu Lido og fiutti þar erindi og gafst íslenzkum Rotaryfélögum kostur á því að kynnast þessum merka og vin- sæla forystumanni Rotarysam- takanna. f för með Harold Thom- as er kona hans, frú May Thom- as, hafa þau ekki áður komið hingað til lands. enda er langt á milli íslands og Nýja-Sjálands þó að þessi lönd hafi ýmislegt sameiginlegt. íslenzkir Rotaryfélagar bjóða þessa góðu gesti velkomna til landsihs og vona að hin stutta dyöl hér verði þeim til ánægj u og árha þeim heilla j merkile^u starfi á þeim mikiu ferðalögum, sem jáfnan fyígja hinu þýðingar- mikla og virðulega starfi forset- ans. ■ MYKJUNESI, 12 okt. — Það má segja að hér sé alltaf sama rosa- tíðin. Undanfarna daga hefur ver ið austan rok og þá þurrt veður, en þegar eitthvað lygnir er kom- in rigning. Margir eiga ennþá hey úti og verður að telja sumt af því ónýtt með öllu, a. m. k. það sem hefur legið flatt síðan um höfuðdag. Eru ýmsir heldur illa undir veturinn búnir og vist er um það að heyin frá í sumar reynast mjög léleg til fóðurs og mun þurfa með þeim mikinn fóð urbæti ef bókstaflega á ekki illa að fara. Hitt er svo annað mál, að með því geypilega verði, sem er á fóðurbæti. geta bændur alls ekki keypt hann, eins og þörf væri á. Og víst er um það, að mjólkurframleiðsla verður mjög lítil hér á Suðurlandi í vetur. Ekki bætir það úr skák að sú litla aðstoð er bændur á þessu svæði fengu í formi lána eftir óþurrkasumarið mikla árið 1955 er nú af þeim kölluð. Verður það að teljast kaldhæðnisleg á- kvörðun hjá Bjargráðasjóði að krefjast greiðslunnar nú þegar hálfgert hallærisástand ríkir á því svæði sem aðstoðin var veitt til á sínum tíma. Því óhætt er að fullyrða það að víða á þessu svæði er ástandið sízt betra, en það var árið 1955, því þá var haustið gott, en nú hefur það ver' ið eitt hið lakasta er lengi hefur yfir gengið. Öpið alla daga GUFUBADSTOFAN Kvisthaga 29. — Sími iö976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.