Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 17
MiðviKudagUr 21. okt. 1959 M O R CTJIS Tt L 4 Ð1Ð 17 Elías Halldórsson — Kveðja í dag miðvikudaginn 21. okt. verður til moldar borinn Elías Halldórsson, sonur hjónanna Ing- unnar Elíasdóttur og Halldórs Jónssonar Langholtsvegi 28. Hann var fæddur 25. maí 1946 en hann andaðist að kvöldi þess 13. okt. s.l. í Barnadeild Lands- spítalans eftir harða og þrauta- fulla sjúkdómsbaráttu, aðeins rúmlega 13 ára gamall. Bernsku- ár Ella litla voru full af gleði og hamingju eins og annará heil- brigðra barna. Hann var duglegur og kapp- samur 1 öllum leikjum og hafði ávallt yndi af því að hafa eitt- hvað fyrir stafni eins og athafna- sömum börnum er títt. Hann á- vann sér traust og vináttu allra þeirra er hann umgekkst. Lífið virtist brosa við þessum unga sveini, æskuárin nálguðust og margar fagrar framtíðarvonir voru tengdar við hann, því að hann virtist vera mikið og gott mannsefni. En skyndilega syrti að, og ský dró fyrir sólu, því að síðast liðið vor, þegar öll náttúran var að vakna til lífs á ný og blóm og jurtir voru að teygja sig upp á móti hækkandi sól og líf og gró- andi var yfir öllu, þá var for- eldrum hans sagt frá hinni ör- lagaríku og sorglegu staðreynd, að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Utan úr heimí Það var mjög sárt og erfitt fyrir foreldra hans og aðra ætt- ingja að heyra þennan harða dóm og horfa á alla framtíðar- drauma hans hrynja til grunna á einu andartaki. Þegar jafnaldrar hans og skóla bræður voru á sumarferðalögum og í skemmtilegum leikjum, þá varð hann að dvelja í sjúkrahúsi, en aldrei kvartaði hann eða æðr- aðist yfir hlutskipti sínu, hann beið aðeins og vonaði að batinn kæmi skjótt. Það lágu þung og dimm ský yfir lífi hans og óðum virtist syrta að. En það voru aðeins örfáir dag- ar á síðastliðnu sumri sem voru gleðidagar í lífi þessa frænda míns, því að honum auðnaðist að dvelja nokkra daga í sumar- búðum K.F.U.M. í Vatnaskógi í hópi áttatíu annara drengja, hann minntist þessa tíma með mikilli gleði og ánægju. En þegar haustfölvinn færðist yfir landið og blöð trjánna tóku að falla, þá færðist hin kalda hönd dauðans nær og æskuþrótt- ur hans þvarr. Lífið fjaraði smá saman út. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð, til þess að bjarga lífi þessa yndislega vinar, en ekkert megnaði það. Hann æðraðist aldrei þrátt fyr- ir þetta erfiða helstríð sem hann háði, hann trúði á lífið og full- kominn bata. Ávallt var þetta viðkvæði hans: „Ég verð nú betri á morgun". Hann sagði við móður sína ör- fáum klukkustundum áður en hann lézt: ,,Á morgun verð ég miklu betri elsku mamma mín“. Með hugprýði bar hann þennan sára sjúkdóm allt til hinstu stund ar, þegar dauðinn leysti hann frá öllum þrautum þessa lífs. Engin mannleg orð þó hlý séu, megna að hugga hina harm- þrungnu foreldra og systur, sem svo mikið hafa misst. En við leitum aðeins til Guðs og biðjum hann að blessa þau, hugga og styrkja í þessari sáru reynslu, því að við vitum að lát- inn lifir, það er huggun harmi gegn. „Ó, þá náð að eiga Jesúm einka vin í hverri þraut; ó, þá heill að halla meiga höfði sínu í Drottins skaut“. Frændi Framh. af bls. 12. eins og fljótandi „lúxushótel“. Ibúðarherbergi skipsmanna eru ýmist fyrir einn eða tvo. Um borð er aðstaða til ýmiss konar tómstundaiðju þar er bókasafn, lesherbergi og „músíkstofa“ — og auk þess að sjálfsögðu setu- stofur og reykingasalur. — í skip inu eru einnig margs konar vís- indatæki og fullkomnar rann- sóknarstofur. Það er búið tveim þyrlum, sem fara munu könnun- arferðir frá borði eftir því sem þurfa þykir. Rússar eru brautryðjendur í smíði og notkún ísbrjóta — og Hggja til þess eðlilegar og aug- ljósar ástæður, þarf ekki annað en líta á legu lands þeirra. Þeir urðu fyrstir allra þjóða til þess að byggja verulega öfluga ís- brjóta. Hinn fyrsti þeirra var „Jermak“. Hann var smíðaður fyrir 60 árum — og þótti álíka mikið furðuverk þá eins og „Len- in“ nú. Risaísbrjótur Rússanna er einn liður í víðtækum áætlunum, sem stefna að því að „opna“ Norður- Rússland og Norður-Síberíu, en þar er að finna geysimikil nátt- Úruauðæfi svo sem kol og málma ýmiss konar. — Til þess að nýta þær auðlindir er að sjálfsögðu mikilvægt að geta haldið hin- lun norðlægu siglingaleiðum opn um — og því hlutverki á „Lenin" að gegna. Fagnaðarfaoð- skapur Gomulka VARSJÁ, 19. okt. — „Við verð- um að draga úr kaupgetu almenn ings,“ sagði Gomulka, aðalleið- togi pólskra kommúnista í dag, er hann boðaði aukið ríkiseftir- lit með landbúnaðinum og ein- stökum bændum. Gengið verður harðar eftir því að bændur greiði skatta sína og verð land- bnúaðarafurða verður hækkað um 25% án þess að kaup land- búnaðarverkamanna og annarra verði hækkað að sama skapi. Er þetta gert vegna kjötskortsins í landinu og samkvæmt samþykkt miðstjórnar kommúnistaflokks- ins, en þar sagði m. a., að koma yrði í veg fyrir „eftirlitslausa aukningu á kaupgetu almenn- ings.“ Skrifstofustarf Opinber stofnun vill ráða nú þegar ungan mann til skrifstofustarfa. Umsóknir með uppl. um mennt- un og fyrri störf óskast sendar í pósthólf 1405 fyrir 25. þ.m. Atvmnurekendtir ! Reglusamur vélstjóri, með rafmagnsdeild, óskar eftir vellaunaðri stöðu í landi. Margt kemur til greina. Þeir, sem vildu sinna þessu, eru beðnir að leggja nafn og símanúmer inn á afgr. Mbl. merkt: „Vanur—8915“. Sláturfélag Suðurlands vill ráða nokkra unga og hrausta menn til náms í kjötiðnaði. Góð laun og ágæt vinnuskilyrði. Miklir framtíðarmöguleikar fyrir duglega menn. Upplýsingar í skrifstofu voirri, Skúlagötu 20, Reykjavík. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Piltur óskast Piltur 15—16 ára óskast til starfa í verksmiðjunni. Dósaverksmiðjan H.f. Sími 12085 Yfirhjúkrunarkona og vökukona óskast Upplýsingar í síma 32370. HRAFNISTA D.A.S. Skjalaskápar margar mismunandi stærðir folio og kvart 5—4i—2 og einnar skúffu með tilheyrandi bréfamöppum Mynda og verðlistar sendir hvert á land sem er.- Cotfred Bernhött & Co. hf. Kirkjuhvoli — Sími 15912 Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjötbúð nú þegar eða um næstu mánaðamót. Uppl. í síma 35525. Sjálfsbjörg Félag fatlaðra í Reykjavík Heldur skemmtikvöld í Tjarnarcafé miðvikud. 21. okt. kl. 20,30 s.d. Skemmtinefndin TÍI sölu 5 herb. íbúð á, H. hæð á fallegum stað á Seltjarnar- nesi. Ibúðin er tilbúin að mestuleiti. Sérstaklega falleg og þægileg. Verð kr. 470.000. Útb. kr. 220.000 ef samið er strax. Austurstræti 14 IH. hæð. Sími 14120 4ra herb. íbúðir í smíðum Til sölu nokkrar 4ra herb. íbúðir í sambýlishúsi í byggingu. Seljast uppsteyptar með miðstöð, öllum sameiginlegum eignahlutum múruðum úti og inni, tvöfallt gler í gluggum. Húsið málað utan. Svala- hurðir o. fl. Verð mjög sanngjarnt. Hægt að útvega lán út á 2. veðrétt. Málflutningsstofa INGI INGIMUNDARSON, hdl. Vonarstræti 4 II. hæð Sími 2-47-53

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.