Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. okt. 1959 MOnCT’Nnr 4niB 13 formasins Sfálffstæðisflokksíiís, Élcifs Tiiors J um stéttasættir þióðarinnar. í úfvarpsumræooiiiim i gær i SííííP'WflííííííWíSfíÆ ÖRLAGASTUND er að renna upp j lífi íslenzku þjóðarinnar. íslendingar ganga nú í fyrsta skipti að kjörþorðinu eftir að lýðræðið í landinu hefir verið endurreist undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, en gegn harðsnú- inni andstöðu Framsóknarflokks- jns. Deilurnar, sem voru undanfari þessa mikla sigurs lýðræðisins, skulu ekki rifjaðar upp. Þær eiga sér ótal hliðstæður í sögu allra alda og allra þjóða, alls staðar þar sem réttlætið sæk- ir fram til sigurs gegn harðsnú- inni fylkingu, sem byggir vald sitt, áhrif og auð á gömlum sér- yéttindum. Aðeins lýsi ég nú í alþjóðará- heyrn eftir því, hvað orðið sé um þær meginstoðir, sem Framsókn renndi undir æðisgengna and- stöðu gegn réttlætinu. Hefir reynslan staðfest, að 6tækkun kjördæmanna leiddi til þess, að klíkur í Reykjavík réðu öllum framboðum? Hefir reynslan staðfest, að í kjöri yrðu Reykvíkingar einir? Eru horfur á, að rofna muni tengsl þingmanna og kjósenda vegna breytingarinnar? Varðandi Sjálfstæðisflokkinn er svarið eindregið nei. í öllum kjördæmum landsins hafa kjörnir fulltrúar fólksins á- kveðið framboð okkar. í engu' kjördæmi ér einn einasti hinna nýju frambjóðenda búsettur ut- fln kjördæmisins. í öllum kjördæmum landsins verða því, hvað okkur áhrærir, böndin styrkari og brýrnar fleiri milli frambjóðenda og fólksins en áður var. Með því er eflt, en ekki rýrt vald strjálbýlisins. Reynslan hefir þannig svipt af Framsókn hjúpi átthaga- og ætt- jarðarástar. Eftir stendur nakin hjörð sérhagsmunamanna, sem til hinztu stundar streittizt við að ríghalda í rangfengið klíku- vald sitt. Þessi sigur réttlætisins mun valda straumhvörfum í íslenzku þjóðlífi. Héðan af megum við Sjálf- stæðismenn vænta þingstyrks í samræmi við fylgi okkar með þjóðinni. Og nú er brotið á bak aftur ofurveldi Framsóknar og með því skapaðar líkur til, að út- rýma megi úr stjórnmálalífinu þeim ódaun, sem um þessar mund jr leggur úr ótal hreiðrum Fram- SÓknar. Við Sjálfstæðismenn vitum, að allur þorri íslendinga metur sókn okkar og sigur yfir Framsókn, og þær bætur, sem á eru orðnar um helgustu mannréttindi — hinn almenna kosningarétt. Við treyst um því, að úrslit kosninganna sýni, að þjóðin verðlaunar það, sem vel er gert. Fyrir vorkosningarnar sagði Framsókn þjóðinni, að við haust kosningarnar ættu menn að ræða og kjósa um aðgerðir vinstri ttjórnarinnar. Til þess vinnst lítill timi, enda flestir þegar dæmt og fordæmt allt það athæfi. Þó spyr ég, hvort man enn nokkur helga eiða Hræðslubanda lagsins vorið 1956 um að vinna aldrei með kommúnistum — eða hátíðleg loforð kommúnista um að viðurkenna aldrei uppbótar- þihgmenn Hræðslubandalagsins — þingmannaránið svo nefnda. Allir fóru þessir eiðar í eina gröf strax að afloknum kosningum. Og enn spyr ég, hvort gleymt sé hið gullna letur, sem Hermann Jónasson skráði á gunnfána sinn, er hann hók sóknina að valda- sessi forsætisráðherra. Þar stóð: Islendingar. Fylgið mér. Ég leiði ykkur út úr eyðimörkinni. Með varanlegum úrræðum skal ég ráða bót á vandanum, án þess úð skerða hlut nokkurs manns. Engar niðurgreiðslur. Engar upp bætur. Ég lækka skattana. Ég greiði skuldirnar. Ég legg verð- bólguna að velli. Tæpum 5 misserum síðar var þessi gunnfáni dreginn í hálfa stöng. Á honum stóð þá: Engin varanleg úrræði. Aldrei meiri niðurgreiðslur. Aldrei meiri uppbætur. 1200 millj. kr. nýir árlegir skattar. — Verðbólgan efldist á vinstri vinnubrögðum um 24%%. Ný verðbólgualda er riðin yfir þjóðina. í stjórn minni er ekki samstaða um nein úrræði. — Verðbólguskessan hafði þannig sigrað í þessari Heljarslóðarorr- ustu. Þannig var sá viðskilnaður. — Verri þó meðferð iandhelgismáls- ins. En verstur bletturinn, sem sett Ur var á heiður þjóðarinnar, þeg ar foringinn breytti kjörorðinu: „betra er að vanta brauð en hafa her í landi“ í: „betra er að hafa her í landi en vanta brauð“, fram lengdi síðan dvalarleyfi hersins í skiptum fyrir 5 millj. dollara lán og seldi þannig réttinn til að verja ættjörðina. Af öllu þessu og ótal fleiru staf ar kjörorð sívaxandi fylkingar manna í öllum flokkum: „Aldrei framar vinstri stjórn", þ. e. a. s. aldrei oftar stjórn, sem fremur slík afbrot, sem stjórn A1 þýðuflokksins, kommúnista og Framsóknar gerði, og sem allir þessir flokkar eru jafn ábyrgir fyrir og samsekir um. Má ráunar telja furðulegt, að þessir menn skuli dirfast að biðja um traust þjóðarinnar, eftir að hafa svo herfilega brugðizt flestum heit- um sínum. Kommúnistar eiga sinn sérstaka kapitula í sögu síðari ára. Geri ég honum lítil skil vegna þess að þjóðin hefur talað. Við kosning- arnar sagði fjórði hver kjósandi flokksins skilið við hann. Þeir, sem eftir urðu, munu án efa draga af þeirri staðreynd sínar ályktanir og margir fylgja í kjöl- farið. Slíkan flótta frá stóryrð- um, öfgum og æsingum og væm- inni tilbeiðslu á erlendum einræð isöflum og deyjandi fræðikenn- ingum, stöðvar enginn. Sú þjóð, sem er vöknuð til skilnings á því, að Island er fyrir íslendinga eina, og að íslenzk stjórnmálastefna verður að eiga rætur í íslenzkum jarðvegi, hún lætur ekki sefjast að nýju. Þess vegna styttist nú óðfluga áhrifatímabil íslenzkra kommún ista. Þetta skilst þeim líka sjálf- um, ella myndu þeir ekki grípa til örþrifaráða sem þeirra að sveifla banvænu vopni verkfalla í bili verðum við að láta nægja að benda á fortíð okkar, flytja nýjan boðskap okkar og biðja um traust og fylgi. En hver er þá þessi boðskapur? Frelsið er kjörorð okkar Sjálf- stæðismanna, — frelsi þjóðarinn- ar og frelsi einstaklingsins. Frelsi þjóðarinnar viljum við tryggja með aukinni menntun og menningu og traustum fjárhag hennar og samstarfi við aðrar frelsisunnandi þjóðir. Jafnframt er það óbifanleg trú okkar, að orka og mannvit ein- staklingsins njóti sín því betur, sem andlegt frelsi hans og at- hafnafrelsi er meira. — Fyrir því teljum við, að í landi okkar miklu en torsóttu gæða, velti að- drættir í þjóðarbúið, og þar með sá skerfur, sem í hlut hvers eins fellur, mest á frelsinu. Á þessum hornsteinum reisum við hallir hugsjóna okkar og að- gerða. Ólafur Thors og eyðilegginga, verði þeim ekki veitt kjörfylgi. Ég þarf ekki að fjölyrða um stjórn Alþýðuflokksins. Við Sjálfstæðismenn teljum okkur hafa sýnt hyggindi, þegar við buðum Alþýðuflokknum að verja stjórn hans vantrausti, gegn því, að hann féllist á að gera þá tilraun til að stöðva verðbólg una í bili, sem gerð var, og héti því jafnframt að flytja með okk- ur frumvarp um þá breytingu á kjördæmaskipaninni, sem nú er orðin að lögum. Báðir aðilar hafa staðið við þá samninga. Að öðru leyti berum við Sjálfstæðismenn ekki ábyrgð á núverandi stjórn. Og tæplega verður okkur ámælt, þótt það hendi okkur stundum að brosa, úr því sjálf ríkisstjórnin telur sér enga nauðsyn að hafa hemil á þeim liðsmönnum sínum, sem maður gæti freistast til að halda, að leggðu sig beinlínis fram um að gera hana skoplega. Hafa menn nú nokkuð í flimtingum hina „styrku hönd“ Alþýðuflokks ins. Þykir sem þeir muni hafa sótt hollar heilsulindir, er svo fá- menn hjörð, er til skamms tíma ekki þótti skipuð jötnum einum saman, skuli svo snögglega hafa færst í aukana, að hún ein og hjálparlaust lyftir sérhverju Grettistaki, þegar allir aðrir upp- gefnir og lágkúrulegir hörfa á flótta. Við Sjálfstæðismenn gerum okkur ljóst, að um margt horfir nú ískyggilega í þjóðlífi íslend- inga, er menn og stéttir hafa í gagnkvæmum hótunum. — Skal ekkert fullyrt um, hversu fram úr ræðst, en víst er, að það get- ur vel oltið á því, hversu breið og öflug sú fylking verður, sem standa mun að baki kosningasigri Enginn mun vænta þess, að auðið sé að skýra margþætta stefnu Sjálfstæðisflokksins á örfáum mínútum. Verð ég í þeim efnum að treysta því, að kjósendur hafi kynnt sér hana, eins og hún birt- ist í Morgunblaðinu 2. þ.m. En vegna þess vanda, sem framundan bíður á sviði efna- hagsmálanna, sakir háskalegs við skilnaðar vinstri stjórnarinnar, fer ég um þau fáum orðum. Markmið okkar er bætt kjör og aukið öryggi þjóðfélagsþegnanna Leiðin að því marki er efling eldri atvinnuvega, einkum með bættri tækni, og uppbygging nýrra. Nefnum við þar til sér- staklega hagnýtingu þeirrar ótæmandi orku, sem býr í elfum landsins og iðrum jarðar. Eru þar geymd auðæfi, sem án efa megna að gjörbreyta og bæta af- komu þjóðarinnar eigi minna en ævintýrið, sem gerðist á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar ís- lendingar breyttu árabátaum 1 vélbáta og togara. Jafnframt verður að hafa vök- ult auga á verzlun og viðskipt- um landsmanna, jafnt út á við sem innanlands. hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, sem steyptist fram af glötunar- barminum. Takist okkur nú að stöðva þess- ar víxlverkanir, þá eru aðrar ráð stafanir, svo sem hallalaus ríkis- búskapur, hófleg fjárfesting o. s. frv., vel viðráðanlegar. Eftir stöðvun verðbólgunnar, mun ný grózka færast í allt at- vinnulífið. Þá munu menn fúsir að hætta fé sínu í atvinnurekst- urinn og þá verður auðið að afla erlends og innlends fjár til nýs atvinnureksturs. Allt með því skilyrði þó, að heilbrigöur grund- völlur atvinnureksturs sé fyrir hendi. Hætta verður niðurgreiðsl um og uppbótum, og líka því, að taka réttmæta eign framleiðenda, gjaldeyrinn, ránshendi. Leiðin til þess er raunhæf gengisskrán- ing, ef til vill með tvenns konar gengi a. m. k. fyrst um sinn. Það ber að viðurkenna strax gengisfellingu vinstri stjórnarinn ar. í dag er sterlingspundið skráð á rúmar 45 krónur. í bönkunum kostar það þó frá 70—100 krón- ur. Á svörtum markaði miklu meira. Bankarnir eiga að skrá erlend'an gjaldeyri við því verði, sem þeir selja hann á. Hvort þörf er á meiru, veltur á því, hversu fljótt auðið er að auka tækin, bæta tæknina og byggja nýtt upp frá grunni. Allt er þetta í eigin hendi. Við verðum í þessu sem öðru að vera okkar hamingju smiðir. Fari þetta vel úr hendi, er stærstu steinunum rutt úr vegi, þótt völur séu eftir, svo sem lag- færing þess skattabrjálæðis, sem undir forystu Framsóknar og með einlægum stuðningi vissra j.oringja Alþýðuflokksins vel gæti enzt öllum atvinnurekstri íslendinga til niðurdreps. Á leið okkar eru og verða margir örðugleikar, sem ekki verða sigraðir í einni svipan. Fyrstu glímuna verður að heyja við verðbólgu-vágestinn. Veltur þar á öllu, að takast megi að stöðva kapphlaup kaupgjalds og afurðaverðs. Sú þraut verður aldi-ei leyst með löggjöf, heldur aðeins með því, að stétt vinni með stétt. En tekst það? Svar okkar er játandi. Við trúum því, að enda þótt ís- lendingar séu öðrum óstýrilátari og skorti nokkuð á skilning og þroska á þessu sviði á við þær þjóðir, sem lengi hafa búið við meiri peninga- og félagsmála- menningu, þá geti ekki hjá því farið öllu lengur, að þessi gáfaða atorkuþjóð geri sér að fullu ljóst, að kapphlaupið um krónufjöld- ann er ekkert nema feigðarflan alla leið fram af brún fjárhags- legrar glötunar. Okkar skoðun er því sú, að stýri þeir förinni, sem þjóðin treystir, mennirnir, sem aldrei hafa nærzt á ríg og rógi stétta á milli, heldur helgað starf sitt þeirri göfugu hugsjón, að stétt vinni með stétt, þá verði það verðbólgu-skessan, en ekki efna- Mér vinnst ekki tími til að ræða hér frekar leiðir og úrræði Sjálfstæðisflokksins. Ég bið menn að kynna sér stefnuskrá okkar. Bera hana saman við gerð ir vinstri stjórnarinnar. En eink- um þó að spyrja fortíðina um, hvort heldur Sjálfstæðisflokkur- inn hafi efnt eða svikið fyrirheit sín á undanförnum árum. Ég hef nokkra tilhneigingu til að ætla að þjóðin jigi nú nærri venju fremur mikið í húfi um hverjum hún leggur stjórnvöl- inn í hendur. Ég er ekki viss um, að mikið megi út af bera. En ég er öldungis sannfærður um, að bak við þann bratta, sem þjóðin kann að þurfa að klífa, bíða okk- ar mikil og góð afkomuskilyrði. Við þurfum samhenta stjórn, en öllu öðru þó fremur stjórn, sem þjóðin treystir, og þá fyrst og fremst til þess að vilja öllum vel. Valdhafa, sem aldrei kenna ofmetnaðar vegna valdsins, en alltaí auðmýktar gagnvart ábyrgðinni og skyldunni, sem völdunum fylgir. Við Sjálfstæðismenn óskum nú aukins fylgis, bæði vegna þess að á örlagastundu er það skylda stærsta flokks þjóðarinnar að bjóða fram þjónustu sína, og jafnframt af hinu, að reynslan sýnir, að okkur hefur aldrei skort þrek til ákvarðana og átaka, né viljann til að verða þjóðinni til gagns. Reynslan hefur sannað, að und ir okkar forystu hafa framfarirn- ar alltaf orðið mestar, víxlsporin fæst og þjóðinni bezt farnast. Góðir hlustendur! Eflið Sjálfstæðisflokkinn til valda, minnugir þess, að hver er sinnar hamingju smiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.