Morgunblaðið - 27.10.1959, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.1959, Page 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 27. okt. 1959 TaliB verður í þremur kjördœmum í dag Úrslit á Vestfjörðum ekki kunn fyrr a morgun ÍSAFIRÐI, 26. október: Allvíða hér á Vestfjörðum mun kjörfundi eigi hafa verið lokið fyr en í kvöld. Úm kjörsókn utan ísa- fjarðar hafa litlar sem engar fregnir hafa borizt. Hér í bænum náði hún 92 prósentum, af 1456 á kjörskrá kusu 1333. Vonir standa til að kjörkassar verði allir komnir hingað á þriðju dagskvöld, og verða notaðir bát- ar og bílar til þess að koma þeim á leiðarenda. Er ekki enn full- ráðið hvort byrjað verður að telja árdegis á miðvikudag eða síð- degis. Illfært er orðið yfir Breiðadals- heiði, sem snjóýtur hafa þegar rutt að nokkru. SAUÐÁRKRÓKUR, 26. okt. — Hér í Norðurlandskjördæmi vestra lauk kosningu víðast hvar á sunnudagskvöldið, t.d. lauk kjörfundi í Skagafirði þá. Aftur á móti var kosið í dag í tveim kjördeildum í sitt hvorri Húna- vatnssýslunni og hafði kjörfundi eigi lokið þar fyrr en á sjöimda tímanum. Kjördeildir þessar voru Sveinsstaðakjördeild og Kálfshamarskjördeild í austur sýslunni en Ásbyrgiskjördeild og Syðrivallakjördeild í vestur sýsl- unni. Hér í Skagafirði var kjörsókn ágæt, t.d. hér í bænum 93,6%. Af 648 á kjörskrá kusu alls 602. í einum fjölmennasta hreppi sýslunnar Lýtingsstaðahreppi varð kjörsóknin 96,3% og í Seilu- hreppi 91% og Hofshreppi 85%. Að því er fregnir úr Húnavatns- iýslum herma hefur kjörsókn verið þar ágæt, um og yfir 90% • ýmsum kjördeildum. Talning atkvæða í Norðurlands kjördæmi vestra fer hér fram og hefst klukkan 2 síðd. á morgun, þriðjudag. SEÐISFIRÐI, 26. okt. — Kjör- fundi lauk hér í bænum þegar á sunnudagskvöld, en eigi mun \ Indverjai mót mæla yfirgangi Kínverja NÝJU DELHl, 26. október. 1 (NTB). — Mikil ólga er í ) Indlandi vegna framferðis Kínverja við norðurlanda- maerin. Ber nú mjög á and- úð á Kínverjum hvarvetna í landinu og var í dag efnt til mótmælafunda og hóp- gangna til að mótmæla hern ( aðarofbeldi kínverskra kommúnista. Á mótmæla- fundunum fluttu ræður full trúar flestra stétta og flokka nema kommúnista og var mjög haldið á lofti kröfunni um það, að Ind- verjar stæðu fast fyrir og þyldu engan yfirgang kommúnista. Til dæmis er þess getið að tugþúsundir manna hafi tekið þátt í kröfugöngum í Bombay og kröfðust menn s þess, að indverska stjórnin i léti hvergi undan kínversk- ( um kommúnistum. ( í Trivandrum, höfuðborg Kerala-ríkis, mótmælti manngrúi hinni „kínversku innrás" og er þess m. a. get- ið að meðal fólksins í kröfu- göngum hafi verið hópar manna sem áður fylgdu kommúnistum að málum, en hafa nú sagt skilið við þá stefnu. kjörfundum hafa verið að fullu og öllu lokið í kjördæminu fyrr en í dag. Hér verða talin öll at- kvæðin í kjördæminu og hefst talning þeirra klukkan 2 í dag. Hér kusu rétt innan við 400 manns, en á kjörskrá voru 438. AKUREYRI, 26. okt. — Kosn- ingu lauk í Norðurlandskjör- dæmi eystra, í öllum kjördeild- um á sunnudagskvöldið, nema að Skógum í Fnjóskadal. Þar lauk kosningu klukkan 4 í dag. Yfirleitt var kjörsókn góð og dæmi eru þess að hún hafi farið upp í 95%, í Kelduneshreppi. Undantekning er þó að í Gríms- ey kusu allir sem heima voru, fyrir hádegi á kjördag og var kjörfundi lokið laust eftir há- degið. Yfirkjörstjórnin fyrir kjör- dæmið, sem hefur bækistöð hér á Akureyri, telur að öll kjör- gögn úr öllu kjördæminu verði komin hingað klukkan 9 í kvöld. Ekki hefur neitt verið tilkynnt um breyttan tíma á talningu at- kvæðanna, en hún á að hefjast klukkan 2 á þriðjudaginn. Aðfaranótt sunnudagsins lok- aðist Öxafjarðarheiði vegna snjóa Gat því bíll sem sendur var héðan frá Akureyri til að safna saman atkvæðakössum allt frá Hólsfjöllum til Þórshafnar ekki komizt lengra en í Axar- fjörðinn. Kemur hann með kjör- gögn af öllu svæðinu nema um- hverfi Þistilfjarðar, en þangað mun varðskip sækja kjörgögnin, auk þess úr Flatey, Grímsey og frá Ólafsfirði og eru þessi gögn væntanleg um klukkan 9 í kvöld. Hér á Akureyri var kjörsókn góð og heldur betri en var í vor- kosningunum. Hér kusu á kjör- stað 3859, utan kjörstaðar 381 og varð því kosningaþátttakan alls 4240, en á kjörskrá voru 4892. Hefur því um 88% kosninga- bærra bæjarmanna kosið. — Á kosningadaginn var veður yfir- leitt gott og engir erfiðleikar fyr- ir fólk að komast á kjörstað. í dag er leiðindaveður, norðaustan átt með rigningu og slydduhríð og vafasamt hve lengi fjallvegir haldist opnir. — vig. ÓLAFSFIRÐI, 26. okt. — Hér á Ólafsfirði var góð kjörsókn á kosningadaginn. Á kjörskrá voru 493, en 438 kusu, hér er innifalin tala utankjörstaðaatkvæða. Þá höfðu nokkur utankjörstaðaat- kvæði verið send beint til yfir- kjörstjómarinnar á Akureyri. Svo um heildarþátttökuna í kosn ingunum er ekki vitað. Um kl. 3,30 í dag kom hingað varðskip og voru kjörkassar fluttir um borð í skipið, en það hélt síðan áleiðis til Akureyrar. HÚSAVÍK, 26. okt. — Kosninga- þátttakan hér í bænum náði 88%. Voru 778 á kjörskrá, en alls kusu 683, þar af 38 utan kjör- staðar. Atkvœðafalningin Framh. af bls. 1. Emil Jónsson, fyrir Framsóknar- flokkinn Jón Skaftason og fyrir Alþýðublandalagið Finnbogi Rút ur Valdimarsson. VesturlandskjÖrdœmi Úrslit í Vesturlandskjördæmi urðu þau að A-listinn hlaut 926 atkvæði og 1 mann kjörinn (700), Framsóknarflokkurinn hlaut 2236 atkvæði og 2 menn kjörna (2283), Þvottavélum stolið f FYRRINÓTT var framið lnn- brot í íbúðarhús eitt hér £ Austur bænum. Þjófurinn lagði leið sína inn í þvottahúsið og hafði þaðan á brott með sér Hoover þvotta- vél. Samskonar þvottavélaþjófnað- ur var framinn í öðru húsi í Aust urbænum fyrir svo sem hálfum mánuði, • en rannsóknarlögregl- unni hefur nú fyrst fyrir skemmstu borizt um það kæra. Nýr hótelstjóri á Akranesi AKRANESI, 23. sept. — Hótel Akranes verður opnað fyrir al- menning að nýju í dag, laugar- daginn. Hafa nú um skeið farið fram gagngerðar breytingar og endurbætur á húsinu. Það hefur verið málað og prýtt hátt og lágt. Teppi lögð á veitingasali og forstofu, ný lýsing sett í húsið og margt fleira verið endurbætt. Hótelstjórinn er ungur reglusam ur efnismaður, Bragi Ingason. Hefur hann beðið mig fyrir ávarp þar sem segir m.a.:. Góðir hótelgestir! Það er sómi og stolt bæjarfélagsins að gott og vist- leg hótel sé á staðnum, og hvet- ur hinn nýi hótelstjóri gesti til' ■ I þess að sýna góða umgengni í —- hvívetna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2123 atkvæði og 2 menn kjörna (2335), og Alþýðubandalagið hlaut 686 atkvæði og engan mann kjörinn (542). Auðir seðlar voru 81. Ó- gildir 15. Þingmenn Vesturlandskjördæm is eru þessir: Fyrir Sjálfstæðis- flokkinn Sigurður Ágústsson og Jón Árnason, fyrir Framsóknar- flokkinn Ásgeir Bjarnason og Halldór E. Sigurðsson, og fyrir Alþýðuflokkinn Benedikt Grön- dal. gfgi itf *** A'f * ,í, __ Er þetta atkvæði ógilt? Ingimar Jónasson, fulltrúi Þjóðvarnar- flokksins, Sigurður Líndal, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigur- jón Sigurðsson, lögreglustjóri, og Kristján Kristjánsson, borg- arfógeti, formaður yfirkjörstjórnar, skoða vafaatkvæði. Talning í Reykjavík TALNING atkvæða í Reykjavík hófst kl. rúmlega 5 e.h. í gær, og lauk kl. 11. Gekk talning óvenju fljótt og var það helzt þakkað því að nú byrjuðu allir starfs- menn óþreyttir. Kjörkassarnir 2, sem geymdu frá því kvöldið áð- ur atkvæði úr öllum 47 kjördeild unum, voru þangað til í Austur- bæjarskólanum, þar eð öruggara þótti að hafa þá í steinbyggingu og þar stóðu vörð yfir þeim þrír lögreglumenn og brunavörður. I leikfimissal Miðbæjarskólans hafði borðum verið raðað í hring og var kjörkössunum komið fyrir í miðjum hringnum. Lögreglu- þjónar tóku atkvæðaseðla upp úr kössunum og réttu þá yfir á borðið vinstra megin í salnum, þar sem um 20 aðstoðarmenn kjörstjórnar kepptust við að aðgreina þá. Síðan voru seðla- bunkarnir látnir ganga yfir á borðið fyrir enda salarins. Þar sátu umboðsmenn flokkanna, sem yfirfóru kjörseðlabunkana, — en auðvitað ekki seðla síns eigin flokks, heldur hver fyrir annars flokk. Þá gengu atkvæða seðlarnir yfir á borðið hægra megin í salnum, til yfirkjörstjórn ar, sem leit yfir þá og þá loks lét Kristján Kristjánsson borgar- fógeti, formaður yfirkjörstjórnar þá ganga til teljaranna, en þeirra borð gekk út frá hans sæti inn í miðjan hringinn. Teljararnir, þrír karlmenn og ein kona, öll starfsmenn í Gutenberg, töldu Nóbelsverðlaun i eðlis og efnafræði STOKKHÓLMl, 26. okt. — (Reuter) — í DAG voru tilkynnt Nóbels- verðlaunaveitingar í eðlis- og efnafræði. í eðlisfræði hlutu verðlaun- in tveir bandarískir vísinda- menn, Emilio Segre af ítölsk- um ættum og Owen Cham- berlain, báðir starfandi við Kaliforníu-háskóla. Verðlaunin í efnafræði hlaut tékkneski vísindamað- urinn Jaroslav Heyrovsky, prófessor í háskólanum í Prag. „Andeíni“ Bandarísku eðlisfræðingarnir tveir unnu sér það til frægðar að finna hið svonefnda „andefni" (anti-proton), sem er gagnstæð spegilmynd af efnisögninni pro- ton. Fundu þeir þetta efni í hin- um risavaxna kjarnkljúf í Berke ley. Fundur þeirra staðfestir þá kenningu að til séu tveir tilveru- heimar. Sá heimur, sem við lií- um í er heimur efnisins. En móti öllu efni kemur jafnmikið and- efni og getur því annar heimur andefnis verið til alls staðar inn- an um heim efnisins án þess við getum orðið þess varir. Er jafn- vel ekkert því til fyrirstöðu, að í heimi andefnisins séu heil sól- kerfi með hnöttum og lifandi ver um. Þegar efni og andefni koma saman eyða þau hvoru öðru og uppræta. Er það álit vísindamanna, að við þann samruna myndist marg fallt meiri orka en við vetnis- sprengingar. Efnagreinfng Tékkneski prófessorinn Heyr- ovsky hlýtur verðlaun fyrir mjög þýðingarmikla efnagreiningarað- ferð, sem er nefnd á vísindamáli „Polarography". Hún þýðir það, það hægt er á örskammri stund að efnagreina ýmsar flóknar efnablöndur, og er hún fólgin í því, að öll efni bregðast mismun- andi við því, þegar rafstraumi er hleypt gegnum þau. Þetta not- færði Heyrovsky sér og smíðaði sérstaka vél sem sjálfritar efnis- róf blöndunnar. hratt og örugglega, enda þaulvön slíku starfi. Staflarnir fimm, sem raðað var í stafrófsröð, hækkuðu á borðsendanum hjá þeim mið- bunkinn greinilega hraðast, enda D í miðjunni. Loks gefur borg- arfógeti bendingu, kjörseðla- bunkarnir eru látnir ganga yfir til hans aftur, yfirkjörstjórnin hópast í kring, tölur eru stað- festar og lesnar upp. Fyrstu at- kvæðatölur: Alþýðuflokkur 900, Framsóknarflokkur 300. Sjálf- stæðisflokkur 2600, Þjóðvarnar- flokkur 200 og Alþýðubandalag 600. Allir líta upp og þögn ríkir í salnum meðan lesið er, síðan grúfa starfsmenn sig aftur yfir atkvæðaseðlana. — Ahorfendur, sem aðeins eru 6—7 framan við kaðalinn við dyrnar, stinga sam- an nefjum. Þetta virðist ekki mikill áhugi í 70 þús. manna bæ, en flestir bíða heima við út- vörp sín, því fréttamaður útvarps ins situr úti í horni og hefur beint samband við fréttastofuna, sem útvarpar tölum jafnóðiun. Alltaf jafnspennandi Nú gerist eitthvað óvenjulegt. Sigurður M. Þorsteinsson, lög- regluvarðstjóri, leyfir frétta- manni blaðsins að koma inn á bannsvæðið, til að sjá hvað er um að vera. Yfirkjörstjóm sting- ur saman nefjum yfir nokkrum atkvæðaseðlum. Á einn hefur verið strikað stórt X yfir einn listann og yfir í næsta dálk og á annan hefur verið skrifað x og síðan q og það meira að segja á rangan stað. Kjörstjómarmenn horfa spekingslega á þessi fyrir- brigði og lýsa skoðun sinni á því hvað eigi að gera við svona seðla. Borgarfógeti hlustar á, málið er til lykta leitt. í yfirkjörstjórn eru Kristján Kristjánsson, borg- arfógeti, Einar Arnalds, borgar- dómari, Jónas Jósteinsson, kenn- ari, Sveinbjörn Dagfinnsson, full trúi og Þorvaldur Þórarinsson, héraðsdómlögmaður. — Alltaf er þetta jafnspenn- andi, hve oft sem maður er við þetta, segir Sigurjón Sigurðssorl, lögreglustjóri, en hann er þarna mættur og fylgist með, ásamt fulltrúa sínum, Ólafi Jónssyni og nokkrum lögregluþjónum. Enn eitt bifreiðar- slysið HAFNARFIRÐI — A fjórða tím- anum á laugardaginn varð alvar- legt bifreiðarslys hér á Strand- götunni. Fjögurra ára drengur til heimilis að Vesturgötu 27 B varð fyrir fólksbíl og slasaðist mikið, fótbrotnaði og meiddist á höfði. Var hann fluttur í Landa kotsspítalann, þar sem gert var að meiðslum hans. Mun litli drengurinn hafa hlaupið út á götuna í sama mund og bílinn bar að, og lenti hann framan til á honum. — G. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.