Morgunblaðið - 27.10.1959, Síða 22

Morgunblaðið - 27.10.1959, Síða 22
22 MORCTINRL4Ð1Ð Tn-iðiVdaenr 27. okt. 1959 Næstum allir drengir í Mos- tellssveit komu á fundinn Starfið fyrir unglingana etlir félögin SL. miðvikudagskvöld brá ungl- inganefnd KSÍ sér upp að Hlé- garði í Mosfellssveit og hafði þar fund með nær 80 ungum og efni- legum knattspyrnumönnum. Þar var eins og á fyrri fundum nefnd arinnar rætt við drengina um þýð ingu hæfnisþrauta KSÍ, sem ein- um lið í knattspyrnuþjálfuninni. Þá voru sýndar kvikmyndir af spennandi knattspyrnukappleikj- um og fleiru. Ungmennafélagið Afturelding sá um boðun til fundarins og má segja, að að því hafi verið geng- ið með oddi og egg, því til fund arins mættu nær allir unglingar í Mosfellsveit. Þetta er táknrænt fyrir þann dugnað og þá bjart- sýni sem einkennir starf forystu- manna knattspyrnunnar innan Aftureldingar, en þar hefur Jón Guðmundsson á Reykjum verið aðal driffjöðrin um árabil. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem því eru samfara að halda uppi æfingum og keppni innan félaga í dreifbýlinu. Þá hefur Aftureld- ingu tekist að senda marga flokka og einstaklinga til kappmóta í ýmsum íþróttagreinum, en á seinni árum hefur þó mest kveð- ið að þeim í handknattleiknum. Með tilkomu hins nýja knatt- spyrnuvallar, sem Afturelding hefur komið upp í námunda við Félagsgarð hið vistlega félags- heimili, hefur færzt nýtt líf í knattspyrnuíþróttina og tók Aft- urelding þátt í landsmóti IX. deild ar í fyrsta sinn á sl. sumri. Jóni Guðmundssyni og öðrum forráðamönnum knattspyrnumál- anna í Mosfellssveit er það vel ljóst að undirstaðan að öflugu knattspyrnustarfi er blómlegt fé- lagslíf og mikil starfsemi í yngri flokkunum. Þeir eru framtíðin og að þeim verður vel að búa. Áhugi er mikill meðal hinna yngri, sem æfa sig mikið sjálfir og hafa keppni milli liða úr hinum ýmsu hverfum þar efra. En hér endur- tekur sagan sig að því leyti að leiðbeinendur er nær ómögulegt að fá. Menn hafa annaðhvort ekki tíma eða getu til að sinna æfingum unglinganna. Þessu er því miður víða svona farið cg forustumenn þessara mála standa uppi alveg ráðþrota. Leiðbeinendastarf í íþróttum meðal hinna yngstu er verulega skemmtilegt, ef menn hafa á ann að borð gaman af að umgangast unglinga. Áhugann hjá hinum yngri vantar ekki, ef þeir finna að vel er fyrir þá gert. Árangur- inn lætur sjaldnast á sér standa, ef vel er unnið og hefir ánægju og uppörvun í för með sér fyrir leiðbeinandann. Það er vonandi að forustumönn um knattspyrnunnar í Aftureld- igu og öðrum þeim félögum, sem eins er ástatt fyrir í þessu efni, takist að finna einhverja góða menn, sem vilja fórna svohtlum tíma og fyrirhöfn fyrir hina yngstu, svo að þeir geti fengið að njóta hinnar skemmtilegu knattspyrnuíþróttar í sem ríkust- um mæli. — Knattspyrnusam- band íslands kveðst jafnan reiðu- búið til þess að veita leiðbeinend um alla aðstoð, sem á færi þess er. Landsliðið vann 8 gegn 2 LUNDÚNUM, 16. okt. _ Enska landsliðið sem leika á landsleik gegn Svíum í Lundúnum á mið- vikudaginn lék í dag æfingaleik við Arsenal og fór leikurinn fram á velli Arsenal, Higbury. Lands- liðið sigraði með 8 mörkum gegn 2. Bobby Charlton og Eddie Holliday skoruðu mörk landsliðs ins en Alec Herd bæði mörk Arsenal. Sænska landsliðið kom til Lundúna í dag. Vegna sjónvarps- sendinga frá leiknum hefur liðið skipt um landsliðsbúning. í stað bláhvíta landsliðsbúningsins leikur liðið í bláum skyrtum og hvítum buxum. ^rlingur Gíslason og Einar Guðmundsson í hlutverkum sínum. ,Tilraunaleikhúsið' tekur til staría á miðvikudag Frumsýnir ,,Steingestinn" eftir Pusjkin N. K. MLÐVIKUDAG verður frumsýnt í Sjálfstæðishúsinu leik ritið „Steingesturinn“ eftir rússneska skáldið Pusjkin. Leik- rit þetta er sýnt á vegum Til- raunaleikhússins og er það fyrsta verkefnið, sem það hefur tekið til meðferðar. Eg hlakka til Einkaskeyti til Mbl. Frá fréttaritara Mbl. ÞAÐ eru fáir hér | Belgrad, sem búazt við því að einhver annar en hinn kornungi Rússi Mihail Tal fari með sigur af hólmi í kandidatamótinu í skák — og setjist við skák- borðið andspænis heimsmeist- aranum Botvinnik til að tefla um heimsmeistaratitilinn. Það eru að víeu tvær umferð Ir eftir af mótinu — og því dá- lítið taugastríð óyfirstaðið hjá hinum kornunga skákmanni. Einn landa hans á mótinu Paul Keres, er einn keppinauta hans í „kallfæri við” Tal — en nokkuð löngu þó. Heill vinn- ingur skilur að. Tal á eftir að tefla við Benkö og Fischer. Keres á eftir skákir við Gligor ic og Friðrik Ólafsson. En með vinning í forskot efast fáir um „vinningsstöðu” Tals í mót- inu. Eftir nokkra daga eða 9. nóvember heldur Tal upp á afmæli sitt. Þá eru 23 ár liðin frá því hann fæddist í Riga í Lettlandi. 1 föðurlandi sínu vann hann sína fyrstu skák- sigra, en taflmennsku hóf hann 11 ára gamall. Síðar fluttist Tal til Sovét- ríkjanna og varð skákmeistari þeirra 1957 og 1958. Milli þess sem hann teflir hefur hann lagt stund á blaðamennsku. Tal er ísl. skákunnendum að góðu kunnur. Hann er mörg um þeirra í fersku minni frá stúdentaskákmótinu hér 1957 — en ýmsir taktar hans við skákborðið urðu þá monnum minnisstæðir. Glaðlyndi Tals er frægt á öllum skákmótum, en á slíkum mótum vinnur hann hugi flestra manna. Við skákborðið sjálft er hann einbeitlur mjög og mönnum finnst öðru hvoru bera á taugaæsing hjá honum. Oft þegar hann hefur leikið, þeytist hann um skáksviðið, meðan hann bíður eftir leik andstæðingsins. — Mér finnst þetta kandi- datamót hafa verið erfitt og óþarflega Iangt, sagði Tal á segir hinn 23 ára skák- meistari, Tal, sem er lík- legastur til sigurs ■ áskorendamotinu sunnudaginn við fréttamann Morgunblaðsins. — Hvað um andstæðingana? — Erfiðastir viðureignar fyrir mig hafa þeir verið Ker- es, Petrosjan og Fischer. — Hvað vilt þú segja um Friðrik? — Hann hefur vaxið við hverja raun og teflir bezt nú hér í síðustu lotunni í Belg- rad. — Hefurðu í huga að breyta skákstíl fyrir einvígið við Bot- vinnik heimsmeistara? — Nei, það ætla ég ekki að gera, þrátt fyrir hrakspár frægra meistara — t. d. Smys- Mihail Tal lovs og Keresar — ef ég eklti geri svo. — Er einvígið þér tilhlökk- unarefni eða kvíðaefni? ★ — Ég hlakka beinlínis til þess einvígis. Botvinnik hefur staðið af sér ásókn allra skák- meistara frá 1948 ef undan er skilið eitt ár. Það verður gam- an að mæta slíkum meistara. — Hvað er framundan? — Ég keppi á stórmóti í fæð ingarborg minni Riga í janúar mánuði, en einvígið við Bot- vinnik hefst í marzmánuði. Það er því enginn hvíldartími framundan. ★ Og þegar hér var komið ætlaði fréttamaður Mbl. að slíta samtalinu, en þá bætti Tal því við, að hann hefði mikinn hug á að koma til ts- lands. að mæta Botvinnik ic Aðalpersónan kvennabósi „Steingesturirtn" er ljóðaleikur og stendur sýningin aðeins yfir í um það bil 45 mínútur. Leikrit- ið er því tilvalið skemmtiatriði á samkomum ýmissa félagasam- taka, sem'hafa hug á að meðlim- ir þeirra kynnist verkum sígildra leikritaskálda, en „Steingestur- inn“ er gamalt leikhúsefni, sem hefur verið sýnt víða um heim. Aðalpersónan er hinn alkunni kvennabósi Don Juan og fer Er- lingur Gíslason með hlutverk I hans, en hann annast jafnframt leikstjórn fyrst með aðstoð Þorgeirs Þorgeirssonar og nú Jónasar Jónassonar. Onnur stór hlutverk hafa: Reynir Oddsson, Einar Guðmundsson, Guðrún Högnadóttir og Katrín Guðjóns- dóttir, en alls koma fram 10 leik- endur. Kristján Árnason hefur þýtt verkið en tónlistina ; leik- ritinu hefur Katrín Guðjónsdótt- ir samið. Leiktjöld eru næsta engin en búningar aftur á móti mjög skrautlegir. Ljósameistari er Hafsteinn Austmann. w Æfingar hófust í vor. Erlingur Gíslason skýrði frá því í viðtali við fréttamenn í gær, að mikill áhugi ríkti meðal leikara að setja upp ýmiskonar leikrit á vegum Tilraunaleikhús- ins, en tilraun með tilraunaleik- hús hefur ekki áður verið gerð hér á landi. Tilgangur með starf- seminni væri sá, að gefa ungum leikurum kost á að stunda leik- störf, en þeir ættu oft í erfiðleik- um með að fá hlutverk fyrst í stað. Tilraunaleikhúsið hóf æfingar á ofangreindu leikriti rétt eftir s.l. áramót og stóðu æfingar fram á vor. Úr sýningu varð samt ekki, þar sem veikindi og ýmsir aðrir erfiðleikar trufluðu starfsemina en nú í haust toku þeir aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið, með örlítið breytt um starfskröftum. Erlingur sagði að lokum, að þeir hefðu helzt hug á að svið- setja bókmenntaleg leikrit, gömul og ný, sem ekki hefðu ver ið sýnd hér áður, ennfremur ís- lenzk leikrit með öðru sniði en veiið hefur. Einnig hefði komið til tals að ferðast um landið. En við marga erfiðleika væri að etja leikfélagið væri enn á byrjun- arstigi og hefði m. a. ekkert visst húsnæði til æfinga og sýninga. Þakkaði hann forráðamönnum þeirra veitingahúsa. sem leikhús aðstæður hefðu, fyrir að lána þeim sali sína til æfinga, og góð- an skilning á þessari tilraun Til- raunaleikhússins. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.