Morgunblaðið - 10.12.1959, Síða 3
Fimmtudagur 10. des. 1959
MORGTJWBT, 4ÐIÐ
3
00 0 000000000
í S
Islenzk
stúlka
í 100 I>ÚS. manna bænam
Pasadena, sem er áfastur Los
Angeles, er nýja árinu fagnað
með geysi íburðarmikilli
skrúðgöngu. Hver bær í Kali-
forníu á þar sinn vagn eða
íleka á hjólum og keppast þeir
um að hafa sinn fleka sem
allra skrautlegastan og glæsi-
legastan og spara þá ekkert
til. Nú á nýjársdag ætlar
Langaströnd að hafa á sínum
vagni 6 fegurðardísir frá jafn-
mörgum löndum, og þar verð-
ur Sigríður Þorvaldsdóttir ein.
Óvissa um þátttöku Fœr-
eyinga í Fríverzlunar-
svœðinu
Hún á að standa þar í íslenzk- sigríður Þorvaldsdóttir kemur
um skautbúningi og með vík- fram j jsl. skautbúningi.
ingaskip að baki. Hinar stulk-
urnar hafa einnig tákn frá
sínum löndum, sú hollenzka
vindmyllu sú gríska forna súlu
og sú franska Effelturninn, en
hún verður fengin vestur fyrir
ársdag, og alltaf hafa stúlkur
í sundbolum getað staðið uppi
á blómum skreyttum vögnum.
Upphaf þessa siðar er að ríkis
DANSKA blaðið Dagens Nyhed-
er skýrði frá því á sunnudaginn,
að Peter Mohr Dam, lögmaður í
Færeyjum, dveljist nú í Kaup-
mannahöfn og ræði við helztu
ráðamenn. — Tilgangur hans sé
helzt sá að athuga möguleika á
útvegun fjár til frekari stækkun-
ar fiskiflota Færeyja, og í öðru
lagi að ræða afstöðu Færeyinga
gagnvart fríverzlunarbandalagi
ríkjanna sjö, sem Danmörk er
aðili að.
á árinu. Hátt á aðra milljón
manna hefur á síðari árum
komið til að horfa á skrúð-
gönguna, sem er sjónvarpað
um Bandaríkin og sýnd í
fréttamyndum um allan heim.
Á eftir fer svo fram einn
stærsti knattspyrnuleikur
Bandaríkjanna á íþróttavellin
um Rose Bowl og keppa þar
beztu lið sem vÖl er á.
í Rósaskrúðgöngu á nýársdag
þetta tækifæri alla leið frá
París. Einnig er ungfrú Kóreu
boðið að koma frá sínu heima-
landi.
100 flekar, á 2 millj.
áhorfendur
Vestur-íslendingurinn Skúli
Bjarnason, sem búið hefur í
Kaliforníu 1 31 ár, veitti í
blaðinu upplýsingar um þessa
frægu skrúðgöngu Kaliforníu.
búa, sem ber heitið Rósaskrúð
gangan. Skrúðgangan hefur
farið fram í 73 ár, og mun nú
orðið aðallega vera hugsuð
sem auglýsing fyrir Kaliforníu
og þá ekki síst veðurblíðuna
þar. í öll þessi ár hefur aðeins
þrisvar komið rigning á nýj-
00 0 I
menn í Pasadena tóku upp á
því árið 1886 að sýna hina
fallegu hesta sína og vagna á
nýjársdag með því að aka í
fylkingu um göturnar. Nú
orðið eru um 100 skrautflekar
í skrúðgöngunni, sem er um
3 klst. að fara hjá, 20—40
hljómsveitir fara fyrir flek-
unum og 100—200 hestar auð-
manna ganga á milli þeirra.
Fremst í skrúðgöngunni eru
venjulega frægir leikarar eða
hershöfðingjar, enda er Holly-
wood ein af útborgum Los
Angeles, og heiður þykir að
því að vera beðinn um að
vera í Rósaskrúðgöngunni,
sem er einn mesti viðburður
Færeyingar hafa hingað til ósk
að eftir að standa utan við frí-
verzlunarsvæðið, því að þeir selja
mikinn hluta af saltfiski sínum
til Ítalíu, Spánar og Grikklands,
en Ítalía er aðili að sexvelda-
markaðsbandalaginu, og Grikk-
lnd gerist væntanlega þátttak-
andi í því. — Færeyingar óttast
því, að settar verði hömlur á út-
flutning þeirra til þessara landa,
ef þeir gerast aðilar að fríverzl-
unarsvæðinu. — Áður en endan-
leg ákvörðun verður tekin í þessu
máli, mun það verða rætt í fær-
eyska Lögþinginu.
Í00000 000T 0*0-0 0
í leikskóla í Hollywood
Sigríður Þorvaldsdóttir var
eins og menn muna íslenzki
þátttakandinn í fegurðarsam-
keppninni á Löngufjöru á
þessu ári. Eftir það fór hún
í auglýsingaferð fyrir sölumið-
stöð Hraðfrystihúsanna í
Bandaríkjunum og hefur síð-
an dvalið hjá ættingjum í
Kaliforníu. Hún er í leikskóla
í Hollywood, en hafði áður
én hún fór lokið prófi úr
Þjóðleikhússkólanum hér. Það
hjálpaði henni m. a. til að
komast í einkaskóla til mjög
þekkts leikkennara, auk þess
STAKSTIINAR
Lauslegur uppdráttur af Löngufjöru-flekanum, með 2,5 m.
hárri styttu af Venus frá Milo í miðjunni og út frá henni standa
6 erlendar stúlkur með tákn síns lands að baki. 100 þús. orkideur
6 þús. rósir skreyta flekann.
Rauði kross íslands 35 dra í dag
„Afmælisgiafir'7 renna
til bágstaddra í Frejus
I D A G eru 35 ár liðin, síðan
Rauði kross íslands var stofnaður
hér á landi. — Dr. Gunnlaugur
Þórðarson, ritari Rauða krossins,
skýrði blaðamönnum frá því í
gær, að mjög algengt væri að
honum bærust gjafir frá ýmsum
velunnurum starfseminnar á þess
um degi og hefði þegar fyrsta
gjöfin borizt, sem væri frá Elli-
heimilinu, að upphæð kr. 500.00.
Að þessu sinni hefði stjórn Rauða
krossins ákveðið, að allt það fé,
er safnaðist saman í tilefni 35 ára
afmælisins skyldi renna til hjálp-
ar hinu bágstadda fólki í bænum
Frejus í Suður-Frakklandi, en
eins og kunnugt er af fréttum,
ríkir þar nú neyðarástand eftir
hið mikla flóð, sem skall á að-
faranótt föstudagsins 4. desem-
ber. Stjórn Rauða krossins hefur
þegar gengið á fund franska
ambassadorsins á íslandi og vott-
að Sonum samúð sína og tilkynnt
honum þessa ákvörðun.
Dr. Gunnlaugur sagði enn-
fremur, að á þessum 35 árum,
sem Rauði krossinh hefði starfað,
hefði hann haft fórgöngu um eða
tekið þátt í söfnun til 19 þjóða,
síðast til Egyptalands, Japans og
Indlands. Einnig hefði hann ann-
azt alla fyrirgreiðslu júgóslav-
nesku flóttamannanna á sl. vetri,
ungversku flóttamannanna eftir
byltinguna þar í landi haustið
1956, en söfnun vegna alþjóða-
flóttamannaársins, sem nú stend-
ur yfir, hefur verið frestað til
vorsins, þar sem Lúterska heims-
sambandið hefði beitt sér fyrir
söfnun í því skyni í haust.
Undanfarin ár hefur Rauði
krossinn haft forgöngu um að
koma íslenzkum börnum til dval-
ar yfir sumartímann og sl. 4 ár
hafa 1000 börn verið á þeirra
vegum í sumardvöl. Ráðgert
væri að auka þessa starfsemi
mjög, og hefði ýmislegt komið
til tals í því sambandi.
í Rauða krossi íslands eru nú
15 deildir víðs vegar um land og
mun meðlimatalan vera eitthvað
í kringum 3000. Formaður er
Þorsteinn Scheving Thorsteins-
son og framkvæmdastjórnina
skipa 7 menn.
— Ég veit alveg hvaða blóm
verður valið á stall Sigríðar,
sagði Skúli að lokum. Það
verður auðvitað Iceland
Poppy, sem er eins og holta-
sóley, nema með miklu lengri
legg. En ráðgert er að skreyta
fleka erlendu stúlknanna með
100.000 orkideum og 6000
rósum. Mér þykir reglulega
gaman að heyra að Sigríður
skuli eiga að taka þátt í
þessu. Skrúðgangan er góð
auglýsing fyrir Kaliforníu og
það að Sigríður skuli vera þar
með, er góð auglýsing fyrir
ísland.
sem hún hafði staðið sig með'
afbrigðum vel er hún kom«]
fram í sjónvarpi í sambandi.j
við keppnina. Segir Skúli
Bjarnason að þar hafi hún
haldið beztu ræðuna af 80, að
allra dómi.
Fyrsta dag í jólaföstu kom
Sigríður fram með jólasvein-
inum í skrúðgöngu, sem jafn-
an fer fram í Hollywood þann
dag. Er jólunum þar með
hleypt af stokkunum í leikara-
borginni. Og nú verður hún
eins og áður er sagt í Rósa-
skrúðgöngunni í Pasadena á
nýjársdag.
» 0 00T0*0.0 000 00 0 0~0 ,
Jólablöðin milli jóla og
nýárs — Tregari bóksala
LÁRUS BLÖNDAL, bóksali,
skýrði Mbl. svo frá í gær, að hin
svokölluðu jólanúmer hinna vin-
sælu dönsku vikublaða, Hjemmet
og Familie-Journal, myndu lík-
lega ekki koma til landsins fyrr
en milli jóla og nýárs.
Þegar Gullfoss kemur á þriðju-
daginn úr jólaferð sinni til Kaup-
mannahafnar, munu ekki koma
þrjú númer, svo sem verið hefur,
heldur aðeins eitt númer af
hinum fyrrnefndu dönsku viku-
blöðum. Ástæðan til þessa er sú
að ekki fékkst nú fyrir jólin yfir-
færsla til kaupa nema á þessu
eina númeri og koma hin eigin-
legu jólablöð því ekki með skip-
inu, sagði Lárus. — En varðandi
ýms önnur dönsk jólahefti, sem
bókabúðir hafa keypt, þá er þess
að geta, að ýms þeirra munu
ekki fást nú fyrir þessi jól.
— En hvað er annars um bók-
söluna að segja?
— Enn sem komið er virðist
bókasalan vera tregari í ár en
um þetta leyti árs í fyrra, þrátt
fyrir eins mikið, ef ekki meira
úrval bóka. Enn sem komið er,
sagði Lárus Blöndal, hefur engin
ein bók náð hreinni forustu, en
þeir hafa fengið nokkurt forskot
Kristmann með sína ísold og
Björn Th. með sinn Virkisvetur.
Allt bendir og til þess að bók
Valtýs Stefánssonar, muni sem
fyrr vera meðal söluhæstu jóla-
bókanna.
Vildu el ki
landsverzlun með olín
I þann mund, sem vinstri stjóm
in var mynduð, fluttu kommún-
istar tillögu um það í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur, að sett skyldi
á stofn landsverzlun með olíu, i
stuttu máli sagt, að verzltun með
þessa vöru skyldi þjóðnýtt.
Þegar þessi tillaga var rædd í
Sjómannafélaginu, reyndist hún
eiga þar fáa formælendur. Til-
lagan var kolfelld og hefur ekki
verið sýnd þar síðan. Munu sjó-
menn vafalaust hafa haft í hugn
reynsluna af hinni fyrri lands-
verzlun með olíu og fleiri einka-
sölum hér á landi, svo sem síld-
areinkasölunni sálugu, sem lögS
var niður, eftir að hún hafði bak-
að íslenzkri útgerð og sjómönn-
um stórkostlegt tjón.
Þegar á það er iitið, hverjar
undirtektir tillaga kommúnista
um landsverzlun með olíu fékk á
sínum tíma í Sjómannafélagi
Reykjavíkur, sætir það nokkurri
furðu, að Alþýðublaðið skuli fyr-
ir nokkrum dögum einmitt tæpa
á þvi, að eðlilegt kunni að vera
að setja hér á stofn olíueinka-
sölu, þ. e. að þjóðnýta olíuverzl-
unina.
Þjóðnýtingarstefnan er nú all-
staðar á undanhaldi, eins og mjög
hefur borið á góma undanfarið.
Síðast hefur norski Verkamanna-
flokkurinn lýst því yfir, að hann
hyggi ekki á frekari þjoðnýtingu
í Noregi. Er ekki ólíklegt að sú
yfirlýsing muni hafa mikil áhrif
um öll Norðurlönd þar sem það
er vitað, að norski Verkamanna-
flokkurinn hefur tengstum verið
róttækastur allra jafnaðarmanna
flokka á Norðurlöndum.
Hótanir kommúnista
Öllum almenningi er nú að
verða það ljóst, að kommúnistar
eru byrjaðir að hóta því, áður
en hin nýja ríkisstjórn hefur lagt
fram viðreisnartillögur sinar í
efnahagsmálunum, að þær skuli
rifnar niður og að engu gerðar,
ef kommúnistum falli þær ekki í
geð. Þetta kom greinilega fram
í ræð<u Eðvarðs Sigurðssonar á
Dagsbrúnarfundi fyrir skömmu,
þegar hann lýsti því yfir, að
verkalýðshreyfingin væri þess
reiðubúin að láta höggið ríða
og taka upp harðsnúna baráttu
gegn viðleitni ríkisstjórnarinnar
til þess að leggja grundvöll að
heilbrigðu efnahagsástandi í land
inu.
Af framkomu Framsóknar-
manna undanfarnar vikur er
heldur varla hægt að draga aðra
ályktun en þá, en að þeir séu
fyllilega samferða kommúnist-
um í ábyrgðarleysi þeirra.
Verða dregnir
til ábyrgðar
En kommúnistar og Framsókn-
armenn verða að gera sér það
Ijóst, að þeir verða einnig að
standa ábyrgir gerða sinna, ekki
síður en þeir flokkar, sem með
völdin fara og forystuna hafa
um nauðsynlegar viðreisnarráð-
stafanir. Allur almenningur veit,
að það var undir forystu vinstri
stjórnarinnar, sem þeir erfiðleik-
ar fyrst og fremst sköpuðust,
sem nú ógna afkomu þjóðarinn-
ar. Það kenmr hins vegar í hlut
núverandi ríkisstjórnar að byggja
upp það sem vinstri stjórnin reif
niður. í því mikilvæga verki
verða allir ábyrgir og þjóðhollir
íslendingar að styðja hana. Ef
skemmdarverkamönnum tækist
nú að koma í veg fyrir fram-
kvæmd lífsnauðsynlegra ráðstaf-
ana, væri stefnt út i ófæru og
upplausn, sem hlyti að hafa ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar.